Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Síðasti heimaleikur íslands í Evrópukeppninni að þessu sinni gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld Mikið í húfi en Tyridr eru erfiðir við að eiga ÞAÐ var vel tekið á á æfingu landsliðsins á Valbjarnarvelli í Laugardalnum ígærmorgun og greinilegt að létt er yfir lands- liðsmönnunum sem mæta Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var næstsíðasta æfing landsliðsins hér á landi undir stjórn Ásgeirs Elíasson- ar, sem lætur af störfum eftir leikinn við Ungverja í Ungverja- landi 11. nóvember. Islensku landsliðsstrákarnir voru allir með á fullu að þessu sinni. Sigurður Jónsson á þó við smávægi- leg meiðsl að stríða en Þorsteinn Geirharðsson nuddari landsliðsins sagði að hann yrði klár fyrir leikinn URSLIT Island-Tyrkland 2:3 Varmárvöllur: Undankeppni Evrópumóts landsliða íknattspymu karla skipuðum leik- mönnum 21s árs og yngri - 10. okt.1995. Aðstæður: Bjart veður og hægur andvari en hiti ekki nema 4 stig i forsælu. Völlur- inn fagurgrænn og sléttur, en nokkuð háll. Mörk tslands: Þórður Guðjónsson (vsp. 20.), Sigurvin Ólafsson (85.). Mörk Tyrklands: Oktay Derelioglu (35., 36.), Celil Sagir (90.) Guít spjald: Okan Buruk (8.) - fyrir brot, Hakan Unsal (44.) - fyrir brot, Brynjar Gunnarsson (63.) - fyrir brot, Erol Bulut (64.) - fyrir brot, Kári Steinn Reynisson (68.) - fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: John Mc Dermott frá trlandi, ágætur. Línuverðir: John Ferglery og Joe Casey, ekkert upp á þeirra störf að klaga. Áhorfendur: 99 greiddu aðgangseyri, en mun fleiri mættu og þar á meðal stór hóp- ur barna sem fékk fritt inn. ísland: Atli Knútsson - Brynjar Gunnars- son, Auðun Helgason, Pétur Marteinsson, Hermann Hreiðarsson - Kári Steinn Reynis- son (Steingrímur Jóhannesson 70.), Þórður Guðjónsson, Pálmi Haraldsson, Tryggvi Guðmundsson (Sigurvin Ólafsson 65.) - Eiður Smári Guðjohnsen, Guðmundur Bene- diktsson. Tyrkland: Göksel Gencer - Senol Yavas, Metin Uzun, Tayfun Korkut, Erol Bulut - Hakan Unsal, Okan Buruk, Tarik Dasgún (Ayhan Akman 64.), Celil Sagir - Oktay Derelioglu, Serkan Aykut. Ungveijaland - Sviss..............3:2 Ungveijar hafa sigrað i riðlinum og hafa t’Yggt sér farseðilinn í úrslitakeppnina. ís- lenska liðið rekur hins vegar lestina með eitt stig . í kvöld. Ásgeir Elíasson landsliðs- þjálfari sagðist búast við erfiðum leik því það væri svo mikið í húfi fyrir Tyrki. „En það er líka nokkuð í húfi fyrir okkur. Fyrir það fyrsta töpuðum við 5:0 úti gegn Tyrkjum og það eitt held ég sé nóg til að koma strákunum í rétt skap fyrir leikinn og í annan stað er miklu betra fyrir framhaldið ef við náum að sigra í þessum tveimur síðustu leikjum okkar því þá erum við á svipuðum slóðum og eftir síðasta tímabil. Ég held að við verðum að fara dálítið varlega gegn Tyrkjum. Ég sá þá leika gegn Finnum í síðustu viku og þar léku Finnar mjög stíft á miðjunni og gáfu þeim aldrei tæki- Tyrkir eru til alls líklegir Eyjólfur Sverrisson er betur kunnugur tyrkneskri knatt- spyrnu en nokkur annar íslenskur knattspyrnumaður eftir að hafa leikið með meistaraliði Besiktas á liðnu tímabili. „Tyrkir eru mjög sterkir og þeir hafa sýnt í keppninni að þeir eru til alls líklegir," sagði Eyjólfur við Morgunblaðið í gær. „Sjálfstraust þeirra jókst til muna eftir sigur á heimavelli gegn Svíum og sigur þeirra á útivelli gegn Svisslending- um kom þeim á óvart en sannfærði þá um að þeir gætu líka gert góða hluti utan Tyrklands. Þeir eru því öruggir með sig en við því er eitt svar: Við ætlum að sigra.“ Eyjólfur sagði ennfremur að ís- lenska liðið hefði lært af reynsl- unni. „Tyrkirnir eru hættulegir, mjög fljótir og teknískir, hreinir töframenn með boltann en við ætl- um að sýna að við getum leikið betur en við gerðum í Istanbúl." Badmintontímar Lausir vellir til útleigu á þriðjudögum og fimmtu- dögum í Iþróttamiðstöð Seltjarnarness frá kl. 18.20—19.10. Hagstætt verð og sérkjör í sund og sauna. Upplýsingar í síma 561-1551. ÞJALFARAMENNTUN KSI A-STIG Fræðslunefnd KSÍ heldur A-stigs þjálfara- námskeið helgina 20.-22. október nk. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Námskeiðsþættir eru: Knattspyrnutækni, leikfræði, kennslufræði, líffæra- og lífeðlisfræði, þjálffræði, sálarfræði, næringarfræði og íþróttameiðsl. Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 581-4444. Góð þjálfun - betri knattspyrna FRÆÐSLUNEFND KSÍ færi til að byggja almennilega upp spil. Tyrknesku leikmennirnir eru snöggir og skemmtilegir og erfitt við þá að eiga þannig að ég á von á erfiðum leik,“ sagði Ásgeir. Verðum að sigra Á morgun_ er ár liðið frá því að Tyrkir unnu íslendinga 5:0 í Istanb- ul. Síðan hefur tyrkneska liðið að- eins tapað einu sinni, gegn Sviss á útivelli en unnið Svía og Sviss heima og Ungveija á útivelli. Nú eiga Tyrk- ir í fyrsta sinn möguleika á að kom- ast í úrslitakeppni Evrópumótsins. Þeir hafa einu sinni komist í úrslita- keppni HM og var það árið 1954 þegar keppnin fór fram í Sviss. Ef Tyrkir vinna íslendinga í kvöld og Svía í síðasta leiknum í næsta mánuði sigra þeir í riðlinum. Það er því til mikils að vinna hjá þeim í kvöld. Þjálfari liðsins, Terim Fatih, er þjóðhetja í heimalandi sínu vegna velgengni landsliðsins síðustu miss- eri. „Markmið okkar er að ná í öll þijú stig á Laugardalsvelli. 1:0 dug- ar, en við verðum að sigra. Ef ekki þá erum við í hættu um að hafna í örðu sæti í riðlinum og munum þá líklega leika um sæti í úrslitakeppn- inni,“ sagði Fatih. Hakan Sukar, sem nýlega gekk til liðs við Tórínó á Italíu en er nú á leið til Galatasaray, verður helsta vopn Tyrkja í framlínunni í kvöld. Hann gerði bæði mörk Tyrkja í 2:0 sigri gegn Ungverjum í síðasta mán- uði og tvö gegn Islendingum í Ist- anbul og hefur gert sex mörk í keppninni til þessa. 60. landsleikur Arnórs Morgunblaðið/Ásdís ARNÓR Guðjohnsen leikur 60. landsleik sinn í kvöld þegar íslendingar og Tyrkir mætast í Evrópukeppn- inni. Arnór var á 18. ári þegar hann lék fyrst gegn Svissiendingum í Bern 22. maí 1979 og var þá yngsti leikmaðurinn sem haföi leikið landsleik fyrir Island erlendis en er nú aldursforseti liösfns. Hann er hér fremstur en fyrir aftan hann eru Hlynur Stefánsson og Guöni Bergsson á æfingu í gær. Eigum að sigra Tyrki á heimavelli okkar Island ÁSGEIR Elíasson tilkynnti byijunarlið Islands í gær- kvöldi. Birkir Kristinsson verð- ur í markinu en Guðni Bergs- son, Sigursteinn Gíslason og Ólafur_ Adolfsson í öftustu vörn. Á miðjunni verða Rúnar Kristinsson, Eyjólfur Sverris- son, Þorvaldur Orlygsson, Sig- urður Jónsson og Haraldur Ingólfsson en Arnór Guð- johnsen og Arnar Gunnlaugs- son í fremstu víglínu. Vara- menn verða því Kristján Finn- bogason, Izudin Daði Dervic, Heimir Guðjónsson, Arnar Grétarsson, Hlynur Stefáns- son, Bjarki Gunnlaugsson og Einar Þór Daníelsson en tveir þeirra verða ekki á leikskýrslu. Tyrkland Líklegt byijunarlið: Rústú Rec- ber verður í marki, Ogún Temizkanoglu aftasti varnar- maður og Alpay Özalan og Osman Ózköylú fyrir framan hann. Recep Cetin verður á hægri kanti og Abdullah Ercan á þeim vinstri en Tugay Keri- moglu og Tolynay Kafkas á miðjunni. Fyrirliðinn Oguz Cetin sem er leikjahæstur með 52 landsleiki að baki verður í hlutverki leikstjórnanda fyrir aftan þá en Ertugrul Saglam og Hami Mandirali frammi. Guðni Bergsson, fyrirliði ís- lenska Iandsliðsins, segir að fyrri leikurinn gegn Tyrkjum hljóti að sitja í mönnum og lögð verði áhersla á að spila mun betur en í Istanbul fyrir ári. „Við vitum allir hvað Tyrkir geta en hræðumst þá ekki minnugir þess að við unnum þá síðast 5:1 á heimavelli og ég held að við eigum að sigra þá á heimavelli," sagði Guðni í gær. Guðni sagði að mikilvægt væri að taka leikinn föstum tökum strax í byijun og gefa mótherjunum ekki frið. „Við verðum að sýna góða baráttu og láta þá fínna fyrir okk- ur. I fyrri leiknum misstum við oft þoltann klaufalega á miðsvæðinu og það má ekki koma fyrir. Við verðum að vera skynsamir og meg- um ekki gefa þeim færi á gagn- sóknum því þeir eru sterkir og þekktir fyrir að sækja af miklum hraða." Tyrkir eru að keppa um sæti í úrslitakeppninni en íslendingar fyrst og fremst um að laga stöðuna í riðlinum. „Landsleikur er alltaf landsleikur og það er metnaður fyrir því að reyna að fá sem flest stig í riðlinum. Til þessa höfum við yfirleitt ekki verið að keppa um sæti í úrslitakeppni og að því leyti er þessi leikur ekki öðruvísi en aðrir landsleikir. Við erum svekktir eftir tapið gegn Svisslendingum og förum í þennan leik með því hugarf- ari að sigra. Við missum ekki móð- ASGEIR Elíasson inn þó ekki hafi gengið sem best síðast og vonum að fótboltaáhugamenn séu sama sinnis því með góðum stuðningi getur allt gerst.“ Látum slysið ekki endurtaka sig Birkir Kristinsson verður í markinu hjá ís- lendingum gegn Tyrkjum í kvöld. Hann á ekki góðar minningar frá viðureign liðanna i Istanbul fyrir ári síðan því hann meiddist strax á 2. mínútu leiksins og varð að fara útaf. „Leikurinn í Tyrklandi gleymist seint. Ég sá ósköp lítið af honum því ég fór beint á sjúkrahús og var þar á meðan á leiknum stóð.“ „Leikurinn leggst vel í mig og ég held að það sé góð stemmning í hópnum fyrir hann. Við ætlum ekki að láta slysið frá því í Istanb- ul endurtaka sig hér i Reykjavík. Ég lofa því að það verður ekki sama upp á teningnum í þessum leik. Við förum ekki að tapa fimm núll aftur. Þetta verður engu að síður erfíður leikur og hann er mikilvægur fyrir Tyrkina því þeir eru við það að komast í úrslita- keppnina og leggja því allt í þennan leik. Við þurfum að byija af fullum krafti og helst að vera mjög harðir á móti þeim og reyna að brjóta þá þannig niður. Nota gömlu íslensku hörkuna. Við munum reyna að beita skyndisóknum á þá og ég trúi því að við náum góðum úrslit- um hér á heimavelli. Við erum staðráðnir í að vinna þennan leik. Þetta er líka síðasti heimaleikurinn sem Ásgeir Elías- son stjórnar liðinu og við viljum hans vegna sigra og vonandi verður stemmning á vellinum fyrir því. Ég trúi ekki öðru en að leikmenn taki sig verulega á eftir að hafa tapað með fímm mörkum á útivelli — Það er víst alveg nóg að hafa það í höfðinu," sagði Birkir. Grátlegt að tapa leiknum MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 C 3 KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Ásdís Tyrkir í basli med Eid Smára TYRKIR áttu oft á tíðum í mesta basli með Eiö Smára Guðjohnsen, í leiknum í gær enda er strákur sterkur og heldur boitanum vel. Hér eru tveir tyrkneskir leikmenn í kringum hann og annar hefur gripiö til þess ráðs að fella hann til hefta för hans nær markinu. Þórður Guðjóns- son fylgist grannt með framvindu mála. Tyrkir hristu úr sér kuldahrollinn og nýttu eina marktækifærið á síðustu mínútunum á meðan Isiendingar leyfðu sér dýrkeypt bruðl á lokakaflanum ÞAÐ var ekkert annað en klaufaskapur hjá landsliði íslands, skipað leikmönnum 21 árs og yngri að tapa 3:2 fyrir Tyrkjum á Varmárvelli í gær. íslenska liðinu hafði tekist að verjast hröðum sóknarleik Tyrkjana mest allan tímann og náð að snúa leiknum sér í hag síðustu tíu mínúturnar, jafna og fá þrjú dauðafæri til að tryggja sér sigurinn. En í stað þess að nýta þau sofnuðu menn á verðinum og eldsnöggum leikmönnum Tyrkja tókst að hrista úr sér mesta hrollinn og skora sigurmarkið þegar innan við mínúta var eftir. „ÞAÐ var grátlegt að tapa leiknum eftir að hafa náð tökum á honum, jafna og fá þijú dauðafæri til að skora til viðbót- ar, en þau nýttum við ekki og var refsað illilega fyrir á loka- mínútunni,“ sagði Hörður Helgason, þjálfari íslands, að leikslokum. „Ég lagði það upp fyrir strák- ana fyrir leikinn að leika aftar- lega i fyrri hálfleik og beita skyndiupphlaupum. Þetta tókst ágætlega og við skorum fyrsta markið og rétt áður en þeir komast yfir var Eiður Smári við það að pijóna sig í gegn, en tókst ekki og þeir skora í stað- inn. í síðari hálfleik komum við framar á völlinn og áttum í fullu tré við þá. Það er ekki á hveij- um degi sem íslensku liði tekst að fá svo mörg opin færi gegn atvinnumönnum eins við feng- um í dag og grátlegt að geta ekki nýtt þau betur. Það var kannski ekki hægt að ætlast til þess fyrirfram að sigra í leiknum því andstæðing- ar okkar eru allt þrautæfðir atvinnumenn, en við fengum tækifæri til að sigra, en nýttum þau ekki og þar var synd. Þar liggur ef til vill munurinn á áhugamönnum og atvinnu- mönnum. Ég var í heildina ánægður með liðið í leiknum, bæði varn- ar- og sóknarlega, og strákarn- ir lofa góðu fyrir framtíðina," sagði Hörður að lokum. Er hundsvekktur „Við sköpuðum okkur fullt af færum í leiknum og hræðilegt að ekki tækist að nýta fleiri en tvö, það meigum við leyfa okk- ur. Fyrir það var okkur refsað grimmilega og þar lá aðal- munurinn á liðunum í dag, þeir nýttu sín færi en við ekki,“ sagði Auðun Helgason varnarmaður að leikslokum. „Ég er að sjálfsögðu hund- svekktur með tapið því við fór- um með því hugarfari í leikinn að sigra, en við getum sjálfum okkur um kennt um tapið, við misstum sigurinn úr höndum okkar fyrir klaufaskap. Nýttum ekki færin og vorum komnir oft framarlega á völlinn og hugðum ekki að varnarleiknum." Hörður Helgason, þjálfari ís- lenska liðsms, lagði þær línur fyrir leikinn að íslendingar skyldu hefja leikinn aftariega og freista þess að ná skyndisóknum og eftir því fóru íslensku leikmennirnir. Tyrkir hófu leik af fullum krafti og þreifuðu fýrir sér á íslensku vörninni án þess þó jvgr að verða mikið úr Benediktsson verki ' upphafi Og skritar reyndar voru það íslendingar sem fengu fýrsta færi leiksins á 8. min- útu. Eftir hornspyrnu Tiyggva Guð- mundssonar frá vinstri átti Pétur Marteinsson fastan skalla inn á fjærstöng en markvörður Tyrkja varði í horn. Tyrkir sáu að við svo búið mátti ekki standa og náðu betri tökum á leiknum og fengu nokkur þokkaleg færi og m.a. bjargaði Auðun Helgason á mark- línu. Tyrkir léku mun betur en ís- lenska liðið í fyrri hálfleik og voru lengst af á öðrum hraða. íslensku leikmennirnir áttu í mesta basli að stöðva lipran leik gestanna og í þau skipti sem Islendingar gerðu sig lík- lega til að byggja upp sóknir voru Tyrkir fljótir til að stöðva þær. Þrátt fyrir allt voru íslendingar fyrri til að skora og kom það mark nánast upp úr engu og fremur gegn gangi leiksins en hitt. Eftir að Þórður Guðjónsson hafði komið íslendingum yfir gaf íslenska liðið enn frekar eftir á miðjunni og Tyrkir sóttu af meiri hörku en áður og fengu hvert marktækifærið á fætur öðru. Tvö mörk þeirra með mínútu millibili á 35. og 36. mínútu komu því síður en svo á óvart og hefðu hæglega geta orðið fleiri. íslenska liðið kom ágætlega stemmt til síðari hálfleiks og á upp- hafsmínútunum var sóknarhugur í mönnum. Besti leikmaður íslands, Eiður Smári Guðjohnsen, pijónaði sig skemmtilega í gegnum þrjá varnarmenn Tyrkja út við endalínu vinstra megin og átti góða sendingu fyrir markið sem ekki tókst að fýlgja eftir. Skömníu síðar óð Brynj- ar Gunnarsson upp völlinn og lék á tvo vamarmenn rétt utan teigs og komst á auðan sjó, en í stað þess að fara einum til tveimur skref- um lengra skaut hann við vítateigs- línuna og markvörður Tyrkja, Göks- el Genser, varði vel. En síðan sótti fljótlega í sama far og áður og Tyrkir með hraða sínum komust meira inn í leikinn og léku íslensku leikmennina grátt oft á tíðum. Margoft skall hurð nærri hálum við mark íslands og Atli Knútsson, markvörður, þurfti oft að taka á ; honum stóra sínum. Þegar líða tók á virtust Tyrkir sætta sig við orðinn hlut ög ætluðu að hanga á forskot- inu. Þeir bökkuðu aftar á völlinn og gáfu eftir á miðjunni sem þeir höfðu ráðið stærstan hluta leiksins. Við það sprakk íslenska liðið út og sýndi sannkallaðan stórleik síðustu tíu mínútnar og yljaði áhorfendum á lokakaflanum og veitti ekki af í kuldanum í Mosfellsbæ. Fyrir utan jöfnunarmarkið fengu Þórður Guð- jónsson og Steingrímur Jóhannes- son sannkölluð dauðafæri sem þeim tókst á ótrúlegan hátt að klúðra auk þess sem Þórður átti þrumu- skot sem fór rétt framhjá svo og Pálmi Haraldsson og Guðmundur Benediktsson. Lánleysið var mikið hjá íslenska liðinu á lokamínútunum og til að kóróna það skoruðu Tyrk- ir fremur ódýrt sigurmark rétt áður . en flautað var til leiksloka. Ia^XEinn varnarmanna Tyrkja missti knöttinn framhjá sér rétt ■ Wutan vítateigs á 20. mínútu og Guðmundur Benediktsson var ekki seinn á sér að krækja í boltann. Metin Uzun varnarmaður tók það til bragðs að fella Guðmund rétt við vítateigslínuna. Umsvifa- laust var dæmd vítaspyma. Úr henni skoraði Þórður Guðjónsson með föstu skoti f slá og inn, nokkum veginn í mitt markið. 1m 4 Sending kom í átt að vítateg íslands hægra megin á 35. ■ I mínútu. Auðun Helgason lét boltann og Oktay Derelioglu sóknarmann framhjá sér fara og Dereiioglu lét ekki happ úr hendi sleppa, óð inn í teiginn og skaut föstu skoti með vinstri fæti í vinstra markhornið úr miðjum vítateig vinstra megin. 1m ^jHakan Unsal lék með knöttinn upp vinstri kantinn og upp ■ áEíiað endaiínu á 36. mfnútu. Hann sendi fyrir markið og ís- lensku vamarmennimir hirtu ekki um að hreinsa frá og Atli markvörð- ur stóð á línunni. Oktay Derelioglu, kom aðvffandi inn á fjærstöng- ina og skallaði af öryggi í markið af stuttu færi. O ■ OGuðmundur Benediktsson tók aukaspyrnu frá vinstri út við mm ■ fcihornfána á 85. mínútu eftir að brotið hafði verið á honum. Sending Guðmundar barst inn í markteiginn á fjærstöng þar sem Sigur- vin Ólafsson spyrnti í markið af stuttu færi, án þess að Tyrkir fengju rönd við reist. 2m OEnn skapaði Oktay Derelioglu hættu við mark íslands og ■ ■9& 90. mínútu tók hann rispu upp vinstri vænginn og komst inn í vítateig, lék á Pétur Marteinsson, skaut á markið með vinstri fæti, Atli Knútsson markvörður varði vel, en náði ekki að halda boltan- um svo hann barst út til Celils Sagirs sem skoraði af stuttu færi þrátt fyrir að vera umkringdur íslenskum vamarmönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.