Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 4
 ■■■■ "|[.. Tirm~m------irm KNATTSPYRNA Þorsteinn aftur í KR ÞORSTEINN Guðjónsson, sem lék með Grindvfldngum sl. tvö keppnistímabil, hefur ákveðið að ganga tíl liðs við KR. Hann er KR-ingur að upplagi og lék með félaginu áður en hann fór til Grinda- víkur fyrir tveiraur árum. Tómas Ingi Tómasson og Þorsteinn Jónsson, leikmenn Grindavíkur, hafa einnig lýst áhuga sinum á að leika með KR og eru í viðræðum við félagið. Brann hefur enn áhuga áBirki NORSKA félagið Brann setti sig í samband við Birki Krist- insson, landsliðsmarkvörð úr Fram, í júlí í sumar og vildi þá fá hann strax út til að klára timabilið með félaginu. Birkir neitaði þvi hins vegar enda íslandsmótíð rétt hálfn- að. Birkir segir að forráða- menn norska félagsins hafi þá sagst vi[ja fá hann fyrir næsta tímabil. „Ég veit ekk- ert hvað verður. Þeir hafa ekki haft samband aftur en þeir lýstu áhuga á að tala við mig fyrir næsta keppnistima- bil,“ sagði Birkir. Þrjár um- ferðir eru nú eftir í norsku deildinni. Kristjáp þjálfar ÍR KRISTJÁN Guðmundsson var í gær ráðinn þjálfari 2. deildarliðs ÍR í knattspyrnu. Samningur hans er til tveggja ára. Kristján var með liðið í sumar ásamt Braga Björnssyni, eftir að Heimir Karlsson hættí störfum hjá félaginu. Kristinn Helgi Gunnarsson, fojrmaður knatt- spyrnudeildar ÍR, segir að með ráðningu Krisljáns, sem er heimamaður, sé verið að byggja upp tfl framtíðar. í kvöld Knattspyrna Evrópukeppni landsliða: Laugardalur: ísland - Tyrkland 20 Handknattleikur 1. deild kvenna: 20 Kaplakriki: FH - Fylkir 18.15 20 2. deiid karla: Digranes: HK - Ármann 20 Fylkishús: Fylkir - Fjölnir 20 Strandgata: ÍH - Fram 20 Bikarkeppnin: Akranes: IA - ÍR b 20 Höllin: Ögri - FH b 21.30 Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Hagaskóli: KR - Valur 20 Keflavík: Keflavík - UMFG 20 Niarðvík: UMFN - ÍR 20 -m. ML IÞRmR Jtl Lúkas í vesturbæinn Morgunblaðið/Ásdís LÚKAS Kostic skrifaðl í gær undir þriggja ára þjálfarasamning við KR-inga. Björgólfur GuA- mundsson, formaAur knattspyrnudeildar KR (fyrlr mlAju), kynnti nýráAinn þjálfara á blaAa- mannafundi í gær. Lengst til hægri er Haukur Gunnarsson, varaformaAur knattspyrnudeildar. Lúkas Kostic, nýráðinn þjálfari KR-inga Kominn hingad til að vinna vel LÚKAS Kostic, sem hefur þjálf- að Grindvíkinga síðustu tvö keppnistímabil, skrifaði undir þriggja ára þjálfarasamning við KR í gær. Hann verður einnig framkvæmdastjóri meistara- flokks og mun jafnframt hafa umsjón með unglingaþjálfun félagsins. Hann verður með aðstoðarmann úr röðum KR- inga, en ekki er ákveðið hver það verður. Björgólfur Guðmundsson, for- maður knattspymudeildar, sagði á blaðamannafundi í gær að dagurinn boðaði vonandi gott því veðrið væri það gott í vesturbænum. „Guðjón [Þórðarson] er farinn ann- að og við óskum honum alls hins besta í nýju starfí. Nú er hafínn nýr tími hjá okkur og við höldum áfram því öfluga uppbyggingar- starfí sem hófst hér fyrir tveimur árum. Það verður hlutverk Kostic að halda því starfí áfram,“ sagði formaðurinn. Hann sagði að allir leikmenn iiðs- ins frá því í sumar, utan Mihajlos Bibercic - sem þegar hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍA - og Stein- ars Adolfssonar hafí lýst áhuga á að vera áfram í herbúðum KR-inga. Eins væri óvíst með Daða Dervic og Sahli Heimi Porca. „Við höfum rætt við alla strákana og erum núna á fullu í að ganga frá samn- ingum við þá. Það er ljóst að það verða einhveijar breytingar á liðinu, en ekki miklar. Við leggjum áherslu á að uppistaðan og kjarninn í liðinu séu KR-ingar í hjarta sínu,“ sagði Björgólfur. „Við ræddum við fleiri þjálfara, en töldum Kostic albesta kostinn í stöðunni og erum því mjög ánægðir að hafa fengið hann í Vest- urbæinn." Lúkas Kostic sagðist ánægður HANDKNATTLEIKUR Jason markahæst- ur hjá Brixen Jason Ólafsson, handknattleiks- maður sem leikur með ítalska liðinu Brixen, lék sinn fyrsta opin- bera leik með liðinu í Aþenu um helgina, í Borgakeppni Evrópu. Brixen lék gegn Vrilissia i Aþenu og tapaði 29:22 og gerði Jason 9 mörk fyrir sitt lið. Brixen var þremur mörkum undir þegar 8 mínútur voru til leiksloka en Grikkirnir náðu að auka muninn fyrir leikslok. Jason átti góðan leik og var að sögn blaða á Italíu besti maður liðsins. Deildakeppnin á Ítalíu byijar í kvöld og sagði Jason í spjalli við Morgunblaðið að sér hefði gengið vel í æfínga- leikjum í haust en í rauninni vissi hann ekki hvemig deildin á Ítalíu væri og hvar Brixen stæði í henni. með að vera kominn til KR. „Það var gott að vera hjá Grindvíkingum 'og ég kveð þá með söknuði. Það er hins vegar ögrandi að taka við svona öflugu liði. Ég hef það mik- inn metnað sem þjálfari að ég gat því ekki skorast undan þegar KR- ingar buðu mér starfíð. Mér líst vel á allar aðstæður hér hjá KR og hlakka til að takast á við þetta verkefni sem bíður mín. Það verður erfítt og krefjandi, en ég legg mig allan fram. Ég er kominn hingað til KR til að vinna vel,“ sagði þjálf- arinn. Kostic, sem er 37 ára og hefur verið búsettur á íslandi í sjö ár, býr enn í Grindavík, en sagðist ætla að flytja til Reykjavíkur eftir áramótin. Hann sagði að æfíngar myndu hefj- ast hjá KR í nóvember. Björgólfur bætti því við að KR- ingar héldu upp á aldarafmæli fé- lagsins árið 1999, eða þegar Kostic er að ljúka þriggja ára samningi sínum. ,jÞá vonumst við til að sá „stóri“, Islandsbikarinn, verði kom- inn i bikarasafnið okkar,“ sagði formaðurinn. ■ JASON Willford, leikmaður úr- valsdeildarliðs Hauka, var úrskurð- aður í eins leiks bann vegna óíþrótta- mannslegrar hegðunar í garð dómar- ans eftir leik Njarðvíkinga og Hauka sl. sunnudag. Leikbannið tek- ur gildi á föstudag og missir hann því af leik Hauka gegn KR á sunnu- daginn. ■ DANIR mæta Spánveijum í 2. riðli í undankeppni Evrópumótsins í Kaupmannahöfn í dag og dugar lið- unum jafntefli til að tryggja sig í úrslitakeppnina. Danir verða án Brians Laudrups, sem er meiddur á ökkla og Claus Thomsen, leik- manns Ipswich, en hann tábrotnaði á æfíngu með landsliðinu á mánu- daginn. í hans stað kemur Torben Piechnik inn í hópinn. ■ ALAN Shearer verður í fremstu víglínu enska landsliðsins sem mætir Norðmönnum í vináttulandsleik í Ósló í kvöld. Margir bjuggust við að Les Ferdinand fengi loks tæki- færi eftir góða frammistöðu með Newcastle að undanförnu, en svo verður ekki. Robert Lee, miðvallar- leikmaður Newcastle, tekur stöðu Pauls Gascoignes sem er meiddur. Enska liðið verður þannig skipað í kvöld: David Seaman; Gary Ne- ville, Stuart Pearce, Tony Adams, Gary Pallister, Robert Lee, Jamie Redknapp, Steve McManaman, Dennis Wise, Nick Barmby og AlanShearer. ■ JÚRGEN Klinsmann, sem var kosinn knattspymumaður Englands í fyrra, kom til Englands í gær með þýska landsliðinu sem mætir Wales í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Klinsmann kemur til Englands eftir að hann fór frá Tottenham og gerð- ist leikmaður með Bayern Miinchen. Framheijamir Mark Hughes og Ian Rush leika ekki með Wales vegna meiðsla. ■ SVISS leikur síðasta leik sinn í 3. riðli gegn Ungveijum á heima- velli sínum í Ziirich í kvöld. Þessi lið eru í riðli með íslendingum, Tyrkjum og Svíum. Sviss er efst í riðlinum með 14 stig, einu stigi meira en Tyrkland, sem á eftir tvo útileiki — gegn íslendingum og Svíum. URSLIT Handknattleikur 1. deild kvenna Stjaman - Valur........26:14 Herdís Sigurbergsdóttir skoraði flest mörk Stjömunnar 5, en Gerður Beta Jóhannsdótt- ir gerði flest fyrir Val, 4. 1. DEILD KVENNA Fj. leikja U J T Mörk Stig HAUKAR 3 3 0 0 93: 54 6 STJARNAN 2 2 0 0 47: 30 4 FRAM 2 2 0 0 46: 30 4 FH 2 2 0 0 46: 41 4 KR 2 1 0 1 56: 44 2 ÍBV 2 1 0 1 45: 37 2 FYLKIR 2 1 0 1 36: 43 2 VÍKINCUR 2 0 0 2 36: 44 0 VALUR 4 0 0 4 76: 102 0 ÍBA 3 0 0 3 42: 98 0 Basler ekki til Ítalíu? ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Mario Basler, sem hafði í hyggju að fara frá Werder Bremen til Parma á Ítalíu, virðist ekki ætla að verða að ósk sinni því í gær hafði þýska liðið ekki fengið neitt tilboð frá Ítalíu í miðjumanninn sem var annar af tveimur marka- kóngum þýsku deildarinnar á liðnu tímabili. Gert hafði verið ráð fyrir að Basler léki með Parma út tíma- bilið og færi síðan tíl AC Milan. Willi Lemke hjá Bremen sagði að félagið væri tilbúið að láta Basler fara ef samningar tækjust „en hann er samningsbundinn okkur til 2000 og við viljum frek- ar hafa hann í liðinu en pening- ana,“ sagði Lemke. Bremen setur sem samsvarar um 700 milljónir á kappann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.