Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSII\IS MIÐVIKUDAGUR 11. OKTOBER 1995 Tourde France HVAÐ er Tour de France (borið fram: Túr du Frans)? Það er nafnið á frægustu hjól- reiðakeppni í heimi sem fram fer á hveiju sumri í Frakk- landi. Tour de France þýðir ferð um Frakkland! Þar etja kappi flestir frægustu og bestu hjólreiðakappar heims. Keppnin tekur um 26 daga, og er skipt í margar leiðir. Samtals eru hjólaðir um 3.500 kílómetrar (skammstafað km). Sá sem vinnur hveija leið er klæddur í gula peysu á næstu leið. En að lokum vinnur sá sem fær bestu heild- arútkomu. Oft munar ekki nema nokkrum sekúndum á keppendum, svo hart er bar- ist. Fáninn á peysu þessa kumpánlega hjólreiðamanns segir okkur að hann sé frá Spáni. Við óskum honum til hamingju með sigurinn! Valgerður Halldórsdóttir, Brekkulandi 4a, 270 Mosfells- bær, er höfundur myndarinn- ar og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Reikningur KRILLA krullhærða heldur á tveimur strimlum með tölum. A hægra blaðinu er ákveðið kerfi þannig að töl- urnar vaxa á vissan hátt niður blaðið. Finnið út hvert kerfíð er og fyllið út neðsta og auða feminginn. Sama máli gildir um vinstri strim- -v ilinn, nema að þar er annað kerfí í gangi. Hvert er það? Lausnir eru með svarið á öðmm stað í blaðinu ykkar - Myndasögum Moggans. í\ R Hpyv/v/iA K i 'O-A KoNhhi fyjp $ Litla konan með hattinn ■ ■ ■ ■ ■ Tvö Ijóð NEMÖNDIN, blað 5. bekkjar veturínn 1994-1995 í Varma- landsskóla gaf út blað síðasta vetur eins og kemur fram á öðrum stað í blaðinu. Við höf- um bara skírnamöfn krakkanna - það verð- ur bara að hafa það! Ásthildur heitir ein .stelpan í bekknum og meðal efnis eftir hana em þessi tvö skemmti- legu og góðu ljóð: Gosflaska Ég er gos- flaska ogþaðsemer inniíméreroyög gott á bragöið. Utlu krakkamir slefa ofan í mig. Þaðerógeðsiegt. Ömmuljóð Lítill drengur lófa strýkur, létt um vota móðurkinn. Augun spyija spjörunum úr, ótta og grun í fyrsta sinn. Hvar er amma? Hvar er amma? Amma er dain. EINU sinni var lítil stúlka. Hún átti heima í fallegri blokk og mamma hennar var afar góð við Helenu litlu. Svo fóru þær í svolítinn göngutúr og þar sáu þær afar glæsileg blóm sem glömpuðu í sól- skininu. Það voru lúpínumar, þær tíndu í fullan blómavasa. Hanna Sigrún Sumarliða- dóttir, 7 ára, Svalbarði 14, 220 Hafnarfjörður, er höf- undur sögunnar um Helenu litlu með hatt og líka mynd- arinnar sem skreytir sög- una. Innilegar þakkir, Hanna Sigrún. Unuhús u m 0 M. ú*i V . FIMM ára stúlka að nafni Una Kristín Guðmundsdóttir, Fitjasmára 8, 200 Kópavogur, er höfundur þessarar fínu myndar. Myndasögurnar þakka þér fyrir, Una Kristín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.