Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 1
FJÁRMÁL .....^ffFMM RAÐGJAFI i ¦ ....... « H TORGID Verðbréfaþing á Æa Tm : Starfsmannamál * ?7 ^vjippi Lífeyrissjóöir und- &k^4n^M ' m^tmU tímamótum/4 ríkisins/6 i -3S»^] ir gagnrýni/8 SHwgmMaMfr VmSKIPn/AIVINNUIÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 1995 BLAÐ B Verðbréf Viðskiptaráðherra hefur ákveðið að fela starfshópi að gera tillögur um hvernig staðið skiili að mark- aðssetningu innlendra verðbréfa meðal erlendra fjárfesta. Nefndin yerður undir formennsku Ólafs ísleifssonar, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Seðlabankans. Sjóvá Sigurjón Pétursson hefur látið af störfum sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjóvá-Almennra trygginga hf. og framkvæmda- stjóri Sameinaða líftryggingafé- lagsins. Hann mun þó áfram sinna sérstökum verkefnum fyrir félag: ið og sit. ja um sinn í nefndum og stjórnuni fyrir hönd þess. Bílar Hagnaður Chrysler Corp. á þriðja ársfjórðungi þessa árs dróst sam- an um nær helming miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nú nam 354 milljónum dollara eða sem nemur tæplega 23 miujörðum króna. Ástæða þessa samdráttar er að von er á nýrri línu svokall- aðra „Minivan" bifreiða frá fyrir- tækinu nú í haust og því hafa kaupendur þeirra haldið að sér höndum. GENGI NOKKURRA GJALDMIÐLA frá 1. október 1994 Franskur FRANKI +2,04% breyting frá áramótum Kr. 15 14 12 ONDJFMAMJJÁSO 11 Ný loðnuverksmiðja SR mun rísa í Helguvík Framkvæmdir hefjast í vetur HLUTHAFAR í SR-Mjöli sam- þykktu einróma áætlanir um að reisa nýja loðnuverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ, á fundi sínum í gær. Þá var hlutafjáraukn- ing að upphæð allt að 162,5 millj- ónum króna til að fjármagna þess- ar framkvæmdir einnig samþykkt einróma. Gert er ráð fyrir því að rekstur verksmiðjunnar geti hafist í upphafi árs 1997 og munu fram- kvæmdir við hana því hefjast fljót- lega. 600 milljóna króna fjárfesting Gert er ráð fyrir því að afkasta- geta nýju verksmiðjunnar verði u.þ.b. 700 tonn á sólarhring og byggingarkostnaður hennar muni nema u.þ.b. 600 milljónum króna. Benedikit Sveinsson, stjórnar- formaður SR-Mjöls, segir að það sé mjög vænlegur kostur fyrir fyr- irtækið að ráðast í þessa fjárfest- ingu nú. „í fyrsta lagi er það ákveðinn veikleiki hjá SR-Mjöli að hafa enga verksmiðju á SV-horni landsins þar sem vetrarveiði hefur reynst góð á undanförnum árum. Þá eru mörg af þeim skipum sem eru í viðskiptum við okkur ekki heppileg til langsiglinga með afl- ann auk þess sem þau hafa ekki náð að klára kvóta sinn ár eftir ár. Verksmiðja í Helguvík myndi tvímælalaust auka líkurnar á því að allur kvótinn, eða a.m.k. stærri hluti hans myndi nást, þar sem minni tími færi í að sigla með afl- ann." Sem fyrr segir samþykkti fund- urinn jafnframt hlutafjáraukningu upp á allt að 162,5 milljónir króna að nafnvirði. Bréfín verða seld á genginu 1,8 og munu núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt í sam- ræmi við hlutafjáreign. Með þess- um hætti mun fyrirtækið geta afl- að allt að 292 milljónum króna, eða rétt um helming þess fjár sem gert er ráð fyrir að bygging verk- smiðjunnar muni kosta. Að sögn Benedikts verður afgangsins aflað með lántökum. Gert er ráð fyrir því að sölu hlutabréfa til hluthafa verði að fullu lokið fyrir 1. nóvem- ber 1996. Þá var stjórn fyrirtækis- ins veitt heimild til að selja þau bréf sem kunna að reynast óseld þegar hluthafar hafa nýtt sér for- kaupsrétt sinn. og ákveði hún þá jafnframt gengi þeirra og söluskil- mála. Eykur atvinnu á svæðinu Benedikt segir að stefnt sé að því að verksmiðjan verði komin í gagnið strax í upphafi ársins 1997. Það taki rúmlega ár að reisa slíka verksmiðju og því sé ljóst að fram- kvæmdir þurfi að hefjast sem allra fyrst. Hann segir að gert hafi vér- ið ráð fyrir ákveðnu landrými und- ir hana og mikill áhugi sé fyrir þessum framkvæmdum á Suður- nesjum. Ljóst sé að tilkoma verk- smiðjunnar muni auka atvinnu á svæðinu. Þá sérstaklega við bygg- ingu hennar en einnig við rekstur og ýmsar hliðargreinar sem til- koma verksmiðju sem þessarar muni að öllum líkindum ýta undir svo sem loðnufrystingu og fryst- ingu hrogna. Þarftu að fjárfesta til skamms tíma? LANDSBREFHF. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi Islands. hentug skammtímafjávfesting Reiðubréf er skammtímaverðbréfasjóður á vequm Landsbréfa hf. Raunávöxtun Reiðubréfa var|3,6%(og nafnávöxtun 8,0% s.l. þrjá mánuði. Reiðubréf má innleysa án kostnaðar þegar 40 dagar eru liðnir frá kaupum. Reiðubréf eru góð vörn gegn verðbólgu. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum Landsbréfa og umboðsmönnum í öllum útibúum Landsbanka íslands. SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVIK, SIMI 588 9200, BREFASIMI 588 8598

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.