Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR rúmum aldar- fjórðungi, 11. apríl 1970, tókst á loft frá Kennedy-höfða á Flórída þrettánda Apollo flaugin í tunglferðaáætlun bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA. Samkvæmt áætlun átti flaugin að komast á sporbaug umhverfis tunglið 13. apríl. Að sögn frammámanna innan stofnunarinnar vildu sumir sleppa þrettándu flauginni og nefna hana frekar Apollo 14, en upplýstir vísindamenn skelltu skollaeyrum við viðlíka hjátrú og eins og til að storka örlögun- um var Apollo 13 skotið á loft kl. 13.13. Það kom því ekki öll- um á óvart þegar leiðtogi geimf- aranna þriggja í flauginni kall- aði upp stjórnstöðina með ein- föld skilaboð; Houston, við eig- um í vandræðum. Segja má að heimurinn hafi staðið á öndinni næstu daga á eftir, því við lá að þessi ferð yrði hinsta för geimfaranna þriggja. Það var þó fyrir þrautseigju og hug- myndaauðgi þeirra og banda- manna á jörðu niðri að allt fór að óskum og fyrir vikið er þetta talin ein merkasta geimferð sög- unnar; fyrirtaks efni í spennu- mynd, nema hvað? Of fullkomið Þegar hér var komið sögu í tunglferðaáætlun Bandaríkja- manna fannst mönnum þær álíka spennandi og strætóferð í úthverfi. Eitt ítalskt dagblað kvartaði yfir því í fyrirsögn eftir að flaugin var farin af stað: „Of fullkomið; fólki leiðist.“ Framan af virtist það laukrétt, að minnsta kosti sá engin frétta- stofa ástæðu til að senda út nokkuð frá fyrstu sendingu áhafnar til jarðar, en rétt eftir að þeirri sendingu lauk varð -óhappið, eins og rakið er ná- kvæmlega í Morgunblaðinu 15. apríl 1970: „Með orðunum: „Hey, Houston við eigum í vand- ræðum“, hófst fjögurra daga barátta geimfaranna í Apollo 13 fyrir lífi sínu og fjögurra daga taugaslítandi bið þeirra, sem fylgdust með ferðinni á jörðu niðri.“ Sprenging varð í stjórnfari flaugarinnar og geimfaramir urðu að forða sér inn í tunglferj- una, sem varð bjargvætt- ur þeirra. Sú var eðlilega ekki ætluð til langdvalar og því héldu tveir geimfaranna til inni í feijunni, en einn varð eftir í flauginni. Spenna en ekkl adrenalínlost Hasar er orðinn samnefnari fyrir spennu í velflestum kvik- myndum sem koma að vestan um þessar mundir; adrenalínlost kemur í stað hægfara spennu sem byggir á samkennd með söguhetjunum í öng þeirra. Það er mál manna að fullkomlega takist að snúa þessu við í um- ræddri kvikmynd, enda lögðust aðstandendur myndarinnar á eitt að svo mætti verða. Til að takast mætti að endur- gera ferð Apollo 13 inn í heims- söguna ákváðu menn að hafa allt sem líkast því og var; að fylgja söguþræðinum eins og unnt var og einnig að nota beina kvikmyndatöku; ekki nota tölvu- tækni líka þeirri og notuð er í annarri hverri kvikmynd nú um stundir, þó tölvur hafi komið að góðum notum við sjálft geim- skotið og flaugadans úti í geimn- um, sem hefði orðið dýrt spaug að endurgera. Smíðaðar voru tvær eftir- myndir Apollo-stjómfarsins og sömuleiðis tvær eftirmyndir Dramatísk tunglför Háskólabíó frumsýnir á morgun kvikmyndina Apollo 13, sem segir frá dramatískustu tunglför til þessa. Ami Matthíasson kynnti sér tilurð myndarinnar og ferðarinnar sem snerist upp í að koma mönnum til jarðar frekar en að koma þeim til tunglsins. Aquarius-tunglferjunar. Reynt var að gera nákvæma eftirmynd af umræddum flaugum, allt nið- ur í réttar merkingar á hveijum af tökkunum 400 sem blöstu við geimförunum á mælaborðinu; ekki það að venjulegur áhorf- andi myndi nokkurn tímann átta sig á hvort einhvern vantaði, en það er löngu sannað í kvik- myndagerð að smáatriðin skipta mestu máli þegar upp er staðið. í endurgerðinni kom að góðum notum að inni í skúr hjá fram- leiðanda Apollo-flauganna, Rockwell verksmiðjunum, fannst upprunalega Apollo 13 farið, þar sem því hafði verið komið fyrir, því menn vildu kanna hvað farið hefði úrskeiðis. Módelsmiðirnir sem sáu um eft- irmyndirnar sáu sér leik á borði, vinna nú hörðum höndum að gera farið upp og hyggjast sýna það í haust. Fleira þurfti þó að gera til að tryggja að allt væri sem raunverulegast og þannig eru búningarnir sem Tom Hanks og félagar klæðast nákvæmar loftþéttar eftirlíkingar, sem tengdar eru súrefnisdælu til að halda lífi í leikurunum, aukin- heldur sem súrefnið kælir bún- ingana. Fleira þurfti til, meðal annars að kæla tökustaðinn til að reyna að endurskapa aðstæð- ur, með tilheyrandi móðu á glugga og stirðlegum hreyfíng- um. Þegar sprengingin varð í Apollo farinu fór rafkerfi þess að mestu úr lagi og því áttu geimfaramir erfitt með að halda á sér hita. Kvikmyndatökur tóku tólf tíma á dag í nokkrar vikur og því ekki fyrir kuldakrokur, enda var hitastig nálægt frost- marki. Helsta snjallræði leik- stjóra og framleiðenda var þó að kvikmynda dijúgan hluta myndarinnar í fleygbogafiugi. Fleygbogaflug Til að framkalla þyngdarleysi hafa menn gripið til ýmissa ráða í kvikmyndasögunni og fæstra góðra. Að mörgu er að gá þegar farið ei- út í slík ævintýri og ekki nóg að hengja leikarana í stálþræði, sveifla þeim fram og aftur og ætlast til þess að forrit- arar sjái um það sem á vantar. Einfaldasta leiðin hlýtur að vera sú sem framleiðandinn og leik- stjórinn fundu, þeir Brian Grazer og Ron Howard fundu, en það var að fá samskonar flugvél og notuð er við geimfaraþjálfun til að fljúga með allt heila klabbið upp í 25.000 feta hæð og fram- kalla þar þyngdarleysi með fleygbogaflugi. Þegar þjálfa á verðandi geim- fara og venja við þyngdarleysi er farið með þá upp í flugvél af gerðinni KC-135 sem er í eigu bandarísku geimvísindastofnun- arinnar. Vélin flýgur fyrst í við- eigandi hæð og flýgur síðan í fleygboga; fyrst flýgur hún skarpt í 45% halla uppávið, sem framkallar tvöfalt þyngdarafl, nær nánast hljóðhraða og steyp- ir sér síðan niður aftur með þeim afleiðingum að þyngdaraflið hverfur örskotsstund. Eðli máls- ins samkvæmt er ekki hægt að upphefja þyngdaraflið nema stutta stund, 23 sekúndur alls, og gefur því augaleið að margar flugferðir þurfti áður en lokið var við allar tökur, alls voru hnitaðir 612 fleyg- bogar sem gáfu samtals 3 klukkustundir og 54 mínútur af þyngdarleysi. Til að tryggja að allt virtist sem eðlilegast var hluta annarrar eftirgerðar stjórnfarsins komið fyrir inni í vélinni, hluta af tunglfeijunni og tengigöngunum, svo mynda mætti þá Hanks og félaga við leik og störf, en að sögn við- staddra var helsti vandinn þegar þyngdaraflið greip aftur inní, því ekki varð alltaf lent á einhveiju mjúku. Annar vandi sem mörgum þótti öllu verri var þó að sumir áttu bágt með sig við þessar sífelldu sveiflur upp og niður og alvanalegt var að stöðva þyrfti tökur um stund til að hreinsa upp eftir þá sem ekki héldu niðri matnum. Léníólðnl Upphafleg áhöfn var skipuð Jim Lowell, sem var þá reynd- asti geimfari sögunnar með 572 tíma að baki, Ken Mattingly og Fred Haise. Mattingly gekk þó úr skaftinu skömmu fyrir flug- tak, því mislingar komu upp á heimili hans og læknar töldu hættu á að hann myndi smitast þegar á hólminn væri komið. í skarðið hljóp Jack Swigert, sem mætti til leiks með tveggja daga fyrirvara. Þegar babb kom í bátinn kom á daginn að ekki hefði verið hægt að haga mannaskipan á jörðu og í geimi haganlegar, því ómetanlegt var fyrir strandaglópana í geimnum að hafa á Mattingly á jörðu niðri, mann sem tekið hafði fullan þátt í öllum undirbúningi, ekki síður en það var þeirra lán að Swigert var einn höfunda neyðarleiðbeininga Apollo-fara. Ekki verður rakið út í hörgul hvað fór úrskeiðis eða hvern veg geimfar- amir komust klakk- laust til jarðar, en nægir að geta þess að tunglfeijan, sem var í raun veikburða létt- flaug, kom að góðum notum. Fróðir hafa lýst þeim brögðum sem gripið var til þannig að ætla sér að draga stóran vörubíl langa leið með skelli- nöðru. Reyndar gerðu smiðir Grumman flugvélaverksmiðjanna, sem smíðuðu tunglflaugina, það sér til gamans að senda Apollo-flaugar- smiðnum, Rockwell, reikning fyrir 482.000 kílómetra drátt. Líf þremenninganna hékk á bláþræði Aðstandendur myndarinnar hafa sagt frá því að þegar undirbúningur hófst hafi þeim komið á óvart í hve mikilli hættu geimfaramir vom og hve lítið mátti útaf bera svo illa færi. Leikstjórinn hefur þannig látið hafa eftir sér að í raun hafí líf þremenninganna hangið á bláþræði, þó frammámenn í geimferðaáætlun Bandaríkjamanna hafí ekki gert mikið úr því á sínum tíma. Hann segir einnig ljóst að þeir Jim Lowell, Fred Haise og Jack Swigert hafi unnið eftirminnilegt þrekvirki við að komast heilir á húfi til jarðar. í leiðara Morgunblaðsins 15. apríl 1970, áður en ljóst er hvort þremenningamir komast lífs til jarðar, segir: „Æðruleysi og þrek áhafnar Apollo 13 er fagur vottur þeirrar hugprýði, sem ávallt hefur einkennt brautryðjendur. Bandaríska þjóðin getur verið stolt af þessum þremur sonum sínum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.