Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 D 3 KIMATTSPYRIMA ega skalla fyrirliðans Guðna Bergssonar Ósjálfráð viðbrögð „ÞAÐ er nú orðið ansi hart þegar maður þarf að taka á honum stóra sínum gegn eigin fyrirliða," sagði Birkir Kristins- son markvörður brosandi eftir leikinn, en hann bjargaði skalla Guðna Bergssonar á ótrúlegan hátt þremur mínútum fyrir leikslok. „Ég hélt að menn væru ekki inná því að fara að skora svona þannig að þetta kom frekar óvænt. Ég var á leiðinni í hina áttina þegar Guðni skallaði og ég var búinn að sjá þennan bolta inni. En þetta voru ósjálfráð viðbrögð, ég náði einhvern veginn að teygja mig íhann. Eins og alltaf hefði maður viljað fá sigur. Varnarlega fannst mér við vera að spila þetta ágæt- lega. Við lögðum upp með að fá ekki á okkur mark og það tókst en við náðum ekki að skapa okkur nein hættuleg færi. Við áttum nokkrar góðar aukaspyrnur en maður hefði viljað sjá okkur spila í gegnum vörnina hjá þeim og skapa okkur þannig færi.“ Birkir meiddist lítillega þegar einn sóknarmanna Tyrkja sparkaði í höfuð hans. „Þetta var hreint og klárt brot. Ég var búinn að ná bolt- anum þegar hann kom og sparkaði í hausinn á mér. Ég held það hafi verið legghlífin sem lenti í mér og sem betur fer aftan á hausinn en ekki framaná," sagði Birkir. Mikil hlaup Arnór Guðjohnsen lék í gær- kvöldi sinn 60. landsleik og þegar hann var spurður hvað væru marg- ir landsleikir eftir svaraði hann: „Eg veit það ekki. Ég á eftir að hugsa mín mál og ræða um það við Loga [Ólafsson, nýráðinn landsliðsþjálf- ara]. En auðvitað styttist í þessu hjá manni, það segir sig sjálft. En hvað viðkemur þessum leik í kvöld þá held ég að þetta sé erfiðasti leik- urinn uppá hlaup að gera. Þeir eru í gríðarlegu formi og nettir þannig að þetta var rosalegur eltingaleikur og það fer mestur krafturinn í þetta. Við Arnar vorum einir frammi og það var sjaldnast nokkur til að gefa Morgunblaðið/Bjarni ARNAR Gunnlaugsson var hættulegur í leiknum í gær og höfðu Tyrklr góðar gætur á honum. Hér er hann komlnn framhjá varnarmannlnum Osman Ozkoylu. á þegar boltinn kom og ekki hægt að leggja hann út á neinn. Þetta var barátta út í gegn. Ég held að við getum alveg eins verið ánægðir með eitt stig. Leikurinn gat í raun farið á hvorn veginn sem var því við fengum okkar færi í restina. Ef ég hefði gefið aðeins fastar á Arnar [Grétarsson] í lokin þá er aldrei að vita hvernig hefði farið,“ sagði Arnór. Arnar var nærri þegar rætt var við Arnór og sagði að það hefði verið aumingjaskapur í sér að skora ekki. „Maðurinn kom á blindu hliðina og ég vissi ekki af honum, hélt ég væri aleinn og ætl- aði bara að vanda mig,“ sagði Arn- ar. Fengum færi til að klára leikinn „ÞETTA held ég að hafi verið sanngjörn úrslit, tyrkneska liðið er ekkert firmalið. En við fengum samt færi til að klára leikinn en því miður tókst ekki að nýta þau,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að leikslokum í gærkvöldi. Hann fékk gott færi í fyrri hálfleik og var nærri því að skora í tvígang úr aukaspyrnum í seinni hlutanum. „Ég náði bara ekki nógu góðu skoti í færinu sem ég fékk í fyrri hálfieik til að klára. Fyrri aukaspyrnan var mjög nærri því að fara inn en markvörðurinn sá við mér, hin var slakari. _ Þeir fengu fleiri færi en við en vörnin okkar var sterk. Á miðjunni var meiri barningur og það voru langir tímar sem liðu í leiknum þar sem við Arnór fengum ekkert úr að moða frá miðjunni, en úr því sem komið er, er ég sáttur við jafnteflið." Tyrkir vildu nota sinn bolta ÞEIR voru flottir á því for- ráðamenn tyrkneska lands- liðsins þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn í gær- kvöldi - þeir mættu með eig- in bolta og óskuðu eftir því að leikið yrði með honum. Forráðamenn KSÍ gerðu góð- látlegt grín að þessu og sögðu ástandið ekki svo slæmt hér á landi, að þeir óskuðu eftir að gestir kæmu með knött með sér. ÍpRÓmR FOLX ■ SIGURÐUR Jónsson varð að fara af leikvelli undir lok fyrri hálf- leiks en hafði leikið fram að því heldur rólega. Meiðsli í aftanverðu læri, sem hann hlaut á æfingu um helgina, tóku sig upp og ekki um annað að gera en fara útaf. „Ég var sjálfsagt eki orðinn nógu góður af þessum meiðslum, ég hélt það fyrir leikinn en svo fór þetta eigin- lega strax,“ sagði Sigurður. ■ HOLLENSKI eftirlitsmaðurinn, Jan C. Huijbregts, er fyrrum stjóri Feyenoord og hann sagði það furðulegt að sínir menn gætu ekki notað íslenska leikmanninn númer níu, Arnar Gunnlaugsson. ■ GÚSTAF Björnsson aðstoðar- þjálfari var þungt hugsi_ á meðan á leiknum stóð. Þegar Ásgeir bað hann um að sækja Hlyn Stefáns- son varamann gekk hann í fýrstu í átt að syðra markinu en þar höfðu íslensku leikmennimir hitað upp í fyrri hálfleik. Varamenn Islands hituðu hins vegar upp aftan við nyrðra markið í síðari hálfleik, en Gústaf áttaði sig á því áður en hann kom með einn af varamönnum Tyrkja. ■ TVEIR leikmenn KR duttu út úr hópnum fyrir leikinn í gær þegar fækað var í 16 leikmenn og voru því meðal áhorfenda í gærkvöldi. Þetta voru þeir Einar Þór Daníels- son og Heimir Guðjónsson. gunni vonbrigðum sem aftasti maður. Kantmennirnir Þor- valdur og Haraldur náðu ekki að sýna sitt besta og eins var miðjan döpur. Það var helst Rúnar sem var að reyna að skapa eitthvað. Arnar Gunnlaugsson náði nokkrum sinnum að sýna skemmti- lega takta en Arnór Guðjohnsen fann sig alls ekki og var út úr leiknum lang- tímum saman. Arnar Grétarsson kom inn fyrir Sigurð Jónsson undir lok fyrri hálfleiks og fann sig ekki frekar en hinir, er ekki í leikæfingu. Hinir vara- mennirnir, Bjarki Gunnlaugsson og Hlynur Stefánsson, breyttu engu í leik liðsins. Tyrkneska liðið er léttleikandi og var mikið með boltann, en náði sjaldan að opna varnarmúr íslenska liðsins. Það verður að segjast eins og er það er dapurt að gera markalaust jafntefli við þetta tyrkneska lið á heimavelli. Ef við Islendingar ætlum okkur að standa í þeim stóru í keppni sem þessari er frum- skilyrði að leika til sigurs og taka smá áhættu á heimavelli. Varfærnislegur leikur eins og sást til íslenska liðsins í gær er ekki vænlegur til árangurs. Rann til „ÉG rann til og náði þess vegna ekki nógu góðu skoti, því fór sem fór,“ sagði Eyjólfur Sverr- isson, en hann fékk opið færi nærri markteig hægra megin í fyrri hálfleik eftir að Ólafur Adolfsson hafði framlengt með skaila aukaspyrnu Haraldar Ingólfssonar af vinstri kanti. „Við ætluðum okkur að vinna en því miður tókst sú ætlun ekki, Tyrkneska liðið er sterkt og þeir leika mun agaðri knatt- spyrnu en áður og því erfitt að eiga við þá. Annars held ég að við höfum leikið í heildina ágætlega og þetta hafi verið ágæt skemmtun fyrir áhorfend- ur þrátt fyrir að okkur tækist þvi miður ekki að koma boltan- um í netið.“ Þú varst oft í pústrum við Tyrkina og þeirlétu þig stund- um finm fyrir þvíá móti, þekk- ir þú flesta þessa leikmenn frá því aðþú lékst í Tyrklandi í fyrra? „Þeir þekkja mig og ég þekki þá og þeir vita að ég læt finna fyrir mér og þeir svara í sömu mynt. En þegar Ieikurinn er úti þá eru allar erjur innan vallar- ins gleymdar og við erum kunn- ingjar þess utan.“ „Sigur hefði verið krydd í tilveruna“ Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Við ætluðum okkur sigur, en því miður náðum við ekki að sýna okkar bestu hliðar. Tyrkir byrjuðu leikinn með miklum látum og var greini- legt að þeir ætluðu sér sigur. Ég reiknaði ekki með svo hröðum og áköfum leik þeirra — bjóst við að þeir myndu láta okkur sækja, fara síðan snöggt í skyndisóknir þegar þeir næðu að vinna knöttinn. sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari. Það sást greinilega á leik íslenska liðsins, að kóngurinn á miðjunni, Sigurður Jónsson, var ekki heill, en þrátt fýrir það skapast alltaf ákveðið öryggi í leik liðsins, þegar hann er á ferð- inni. Annars snérist leikurinn upp í það að verða taktískur — varnar- og sóknarlega séð hjá báðum liðum. Tyrkir sköpuðu sér engin hættuleg tækifæri, íslendingar fengu nokkur; tvö mjög góð í fyrri hálfleik. Þegar Ásgeir var spurður, hvort að ekki hafi verið slæmt að missa Sigurð útaf, sagði hann: „Það er ekki nema einn Sigurður Jónsson - í knattspymunni kemur maður í manns stað og Arnar Grétarsson stóð sig mjög vel þegar hann tók stöðu Sigurðar," sagði Ásgeir. Arnar lék vel og fékk hann ágæt- is tækifæi i til að skora. „Það er allt- af erfitt að koma inná og þá sérstak- lega í leik eins og gegn Tyrkjum, sem eru fljótir og ákveðnir - voru alltaf á ferðinni og sóttu grimmt, þannig að við hlupum mikið án knattar. Það er ekki hægt að vanmeta Tyrki - þeir eru með gott lið og við getum vel við unað með jafntefli gegn þeim,“ sagði Arnar, sem var ekki ánægður að hafa ekki náð að nýta marktæki- færið sem hann fékk undir lok leiks- ins. „Það var klaufaskapur hjá mér.“ Guðni Bergsson, fyrirliði liðsins, sagði að sjálfsögðu hafa verið stefnt á sigur, enda væri ekkert um annað hugsað á heimavelli. „Við ætluðum okkur sigur, en eins og leikurinn þróaðist, var jafnteflið sanngjörn úr- slit. Tyrkir eru engir aukvisar, heldur með gott lið og erfiðir andstæðingar. Það var mikilvægt hjá okkur að tapa ekki leiknum - við eigum einn leik eftir, í Ungveijalandi, og því er ekki öll nótt úti að fagna sigri í Evrópu- keppninni." Landsliðsmenn Islands voru óhressir að hafa ekki fagnað sigri á Laugardalsvellinum. „Það hefði verið kiydd í tilveruna, að ganga fagnandi af leikvelli, en við höfum sýnt það að það er stutt í næsta þrep,“ sagði Ásgeir Elíasson og eftirmaður hans, Logi Ólafsson, sagði: „Ég er sam- mála Ásgeiri."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.