Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 4
JMtfguttftfafeife KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Hverjir komast til Eng- lands? Spánverjar og Rússar öruggir í úrslitakeppnina ■ Reuter CHRISTIAN Karambeu gerir fyrsta mark Frakka með þrumuskoti gegn Rúmenum í Búkarest. Engin gestrisni Svisslendinga SPÁNVERJAR og Rússar tryggðu sér í gær sæti í úrslita- keppni Evrópumótsins í knatt- spyrnu sem fram fer í Englandi á næsta ári. Spánverjar gerðu jafntefli við Dani, 1:1, í 2. riðli og Rússar sigruðu Grikki 2:1 í 8. riðli. Fleiri lið eiga góða möguleika á að komast áfram, en það liggur ekki Ijóst fyrir hverjir komast áfram, fyrr en 15. nóvember er síðasta um- ferð riðlakeppninnarfer fram. Femando Hierro kom Spánveijum yfir gegn Dönum með marki úr vítaspymu á 19. mínútu, eftir að dæmt hafði verið á vamarmanninni Jacob Lauersen fyrir að handleika knöttinn. Kim Vilfort jafnaði á fyrstu mínútu síðari hálfleiks fyrir Dani. Urslitin þýða að Spánverjar hafa ekki tapað leik í riðlinum og eru með 23 stig, en Danir eru í öðru sæti með 18 stig og eiga því ágæta mögu- leika á komast til Englands, en þurfa að bíða eftir síðasta heimaleiknum gegn Armeníu 15. nóvember til að vita hvort þeir komist beint eða þurfa að leika um sætið. „Við náðum einu stigi og ég held að það hafi verið okkur mikilvægt," sagði Richard Möller Nielsen, þjálf- ari Dana, eftir leikinn. „Leikurinn fór illa af stað fyrir okkur því þeir skor- uðu svo snemma, en eftir það náðum við ágætum tökum á leiknum og uppskárum þá mun hættulegri færi en Spánveijar fengu." Javier Clemente, þjálfari Spán- veija, sagði; „Ég var ánægður með fyrri hálfleik. Danir voru betri í upp- hafi síðari hálfleiks, en síðustu tutt- ugu mínútumar voru bæði liðin greinilega sátt við jafntefli," sagði Clemente. Mikilvægt hjð Frökkum Frakkar náðu að leggja efsta liðið í 1. riðli, Rúmena, að velli 3:1 í Búk- arest og eiga nú góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Christ- ian Karembeu og Yori Djorkaeff komu Frökkum í 2:0 fyrir hlé. Mar- ius Lacatus minnkaði muninn í upp- hafi síðari hálfleiks eftir mikinn ein- leik, en Zidane tryggði sigur Frakka á 72. mínútu. Rúmenar eru efstir með 18 stig, en Frakkar hafa 17. Rúmenar leika gegn Slóvakíu í síð- ustu umferð og Frakkar gegn ísrael. „í þessum leik setti Frakkland traust sitt á unga leikmenn og þeir stóðu uppi sem sigurvegarar," sagði franski þjálfarinn Aime Jacquet. „Við töpuðum fyrir betra liði í mjög góðum leik. Við náðum því miður ekki að tryggja okkur öruggt sæti í úrslitakeppninni fyrir síðasta leikinn í riðlinum," sagði Anghel Iordanescu, þjálfari Rúmena. Búlgaría, sem gerði sér vonir um að tryggja sér farseðilinn til Eng- lands í Gerorgíu, mátti sætta sig við óvænt tap 2:1 í 7. riðli keppninnar og var þetta fyrsta tap liðsins í keppninni. Heimamenn fengu óska- byijun er Arveladze gerði mark á fyrstu mínútu leiksins. Ekki minnk- aði stemmningin á meðal 45 þúsund áhorfenda er Georgy Kinkladze, sem leikur með Manchester City, kom Georgíu í 2:0. Hristo Stoichkov, sem leikur nú með Parma á Ítalíu, náði að svara fyrir Búlgari á lokamínútu leiksins. Áður höfðu Búlgarir átt tví- vegis skot í stöng. Þjóðveijar unnu Walesveija 2:1 í sama riðli og eiga þeir þýsku nú möguleika á að komast upp í efsta sæti eftir hið óvænta tap Búlgara. Bæði liðin hafa 22 stig og eiga inn- byrðis leik eftir. Það var fyrirliðinn Jurgen Klinsmann sem gerði sigur- markið fyrir Þjóðveija tíu mínútum fyrir leikslok með skalla eftir send- ingu frá Steffen Freud. Þetta var 32. mark hans fyrir heimalandið. Stefan Kuntz, sem kom inná sem varamaður kom Þjóðveijum yfir með fyrstu snertingu sinni í leiknum á 75. mínútu. Þremur mínútum síðar jafnaði Kit Symons með skalla og var þetta fyrsta landsliðsmark hans. Hollendingar fóru langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með 4:0 sigri í 5. riðli á Möltu í Valleta. Marc Overmars, framheiji Ajax, gerði þrennu á aðeins 13 mín- útna kafla í leiknum; 52., 61. og 65 mínútu. Clarence Seedorf bætti þvi fjórða við tíu mínútum fyrir leikslok. Þrátt fyrir að Hollendingar séu í þriðja sæti í riðlinum, á eftir Norð- mönnum og Tékkum geta þeir kom- ist í efsta sæti með sigri á Norðmönn- um í síðasta leik. Enn skorar Aldridge John Aldridge gerði bæði mörk íra gegn Lettlandi í 2:1 sigri í sjötta riðli í Dublin og þar með er ekki öll nótt úti enn fyrir íra að komast í úrslit. Aldridge gerði fyrra markið úr víta- spymu á 61. mínútu og bætti öðru við þremur mínútum síðar með skalla eftir aukaspymu frá Staunton. Þetta var 19. mark Aldridges fyrir Ira sem þýðir að hann á nú aðeins eitt mark til að jafna met Franks Stapletons. Svisslendingar lögðu Ungveija á heimavelli í gærkvöldi með þremur mörkum gegn engu. Þessi sigur Svisslendinga var ekki síður athyglisverður fyrir þær sakir að þeir hafa ekki lagt Ungveija í Sviss síðan í apríl árið 1939. Svisslend- ingar hafa þar með Iokið leikjum sínum í keppninni og hafa þriggja stiga forskot á Tyrki sem leika sinn síðasta leik gegn Svíum í Svíþjóð þann 15. nóvember. Markatala Sviss og Tyrkja er áþekk og því ljóst að Tyrkir verða að leggja allt í sölurnar í lokaleik sínum. „Þetta er stór dagur í lífi mínu,“ sagði Roy Hodgson, þjálfari Sviss, glaðbeittur að leikslokum. „Það fer nærri því að þessi sigur hafi tryggt okkur sæti í úrslitakeppninni. Frammistaða liðs míns í dag var frábær og ég er mjög stoltur af því,“ bætti hann við. Svissnesku leikmennirnir sýndu gestum sínum enga miskunn og sóttu nær linnulítið frá upphafi til enda. Varnarmenn Ungverja fengu svo sannarlega að hafa fyrir hlutun- um og fengu litla hvíld leikinn út. Markvörður Sviss, Marci Pascalo, átti hins vegar náðugan dag og kom fyrst við boltann á 16. mínútu þeg- ar hann kýldi knöttinn frá eftir hornspyrnu. Varnarmaðurinn Elek Nyils var nærri því búinn að skora í eigið mark og koma svissneska liðinu yfir strax á 6. mínútu. Það var leikmaður Galatasaray í Tyrklandi, Kubilay Tuerkjdlmaz, sem opnaði markareikning Sviss í leiknum á 22. mínútu eftir góða sendingu frá félaga sínum Adrian Knup. Annað markið kom eftir að Ciri Sforza hafði skrúfað boltann yfir varnarvegginn af 20 m færi ellefu mínútum eftir að síðari hálf- leikur var flautaður á. Það var síð- an Christophe Ohrel sem gull- tryggði svissneskan sigur þremur mínútum fyrir leikslok. Leikmenn Sviss fengu mörg tækifæri á að gera fleiri mörk en Attila Hajdu, markvörður Ung- veija, kom í veg fyrir það með meistaralegri markvörslu nokkrum sinnum. Sviss: Marco Pascolo - Alain Geiger, Steph- ane Henchoz, Marc Hottiger, Ivan Quentin - Sebastien Foumier (Thomas Bickel 85.), Christophe Ohrel, Ciri Sforza, Murat Yakin - Adrian Knup, Kubilay Tuerkyilmaz (Alain Sutter 85.). Ungveijaland: Attila Hajdu - Mihaly Mracsko, Andras Telek, Gabor Halmai, Florian Úrban - Elek Nyilas, Peter Lipcsei, Tibor Simon (Laszlo Arany 24.), Robert Jovan (Tomas Monos 64.) - Bela Illes, Istv- an Vincze. ■ Úrslit / D2 ■ Stöður / D2 AÐEINS tvö lönd eru örugg í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar eftir leiki gær- kvöldsins fyrir utan gestgjafa Englendinga; Rússland og Spánn. Nokkur standa reyndar mjög vel að vígi, eins og Port- úgal, Þýskaland, Búlgaría, Kró- atía, Ítalíu og Skotland, en nú er ljóst að ekki liggur endan- lega fyrir hveijir næla í þau sæti sem eftir eru fyrr en eftir síðustu spyrnu undankeppninn- ar að kvöldi 15. nóvember næstkomandi. Fimmtán þjóðir af þeim 47 sem tóku þátt í undankeppninni komast til Englands. Verði tvær efstar og jafnar í riðli er fyrst tekið tillit til innbyrðis leikja þeirra til að skera úr um hver hreppir efsta sætið. Þegar það er ljóst eru öll lið í öðru sæti riðlanna borin saman. Sex með besta árangurinn komast beint áfram, en liðin með sjö- unda og áttunda bestan árang- ur í öðru sæti mætast í sérstök- um aukaleik um síðasta sætið í úrslitakeppni EM, á Anfield Road í Uverpool 13. desember nk. Til að fá úr því skorið hvern- ig liðunum í 2. sæti riðlanna er raðað er aðeins tekið tillit til úrslita í leikjum þeirra gegn liðum í fyrsta, þriðja og fjórða sæti riðlanna. Verði íslendingar t.d. í neðsta sæti riðilsins, eins og þeir eru nú, telst árangurinn í leikjum gegn þeim ekki með þegar reiknaður er út árangur liðsins í öðru sæti. Þar sem ekki er enn ljóst hvemig lokastaðan í riðlunum verður er ekki hægt að segja til um hvaða lið verða í öðru sæti riðlanna, en verði það þau lið sem eru í öðru sæti þeirra í dag, litur dæmið þannig út - þegar búið er að reikna stöðu þeirra skv. áðurnefndum regl- um: 1. Þýskaland.........12 stig 2. Skotland..........11 stig 3. Danmörk...........11 stig 4. Frakkland.........10 stig 5. Tyrkland..........10 stig 6. Tékkland...........8 stig 7. Ítalía.............7 stig ■ (ítalir eiga enn eftir tvo leiki.) 8. írland.............7 stig • Miðað við þetta er líklegast að Tékkland mæti írlandi í umræddum aukaleik á Anfield í desember - en tölfræðilega gætu þó báðar þjóðir enn sigrað í sínum riðlum! Hollendingar og Austurríkismenn, sem þessa stundina eru í þriðja sæti riðla sinna, koma einnig enn sterk- lega til greina í annað sætí riðla sinna, og Hollendingar eiga reyndar góða möguleika á að sigra í 5. riðli. í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Akranes: ÍA-Þór..............20 Grindavík: UMFG - Valur.........20 Keflavík: Keflavík - Breiðablik.20 Seljaskóli: ÍR - Njarðvík.......20 Nesið: KR - Skallagrímur........20 Strandgata: Haukar - Tindastóll ...20 Handknattleikur 1. deild karla: Varmá: UMFA - Haukar............20 VIKINGALOTTO 2 5 9 19 29 32 + 4 24 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.