Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MA-KVARTETTINN á hátindi ferils síns. Geislaplata með söng MA-kvartettsins Eigum kannski eftir að eignast nýja aðdáendur Þrjú stór- virki tónbók- menntanna ÍJT ER komin hjá Japis geislaplata með söng MA-kvartettsins. Upptök- urnar, sem eru þær einu sem varð- veist hafa með kvartettinum, voru gerðar á vegum Ríkisútvarpsins á síðasta starfsári hans, 1942. Páll ísólfsson tónlistarráðunautur út- varpsins valdi lögin úr sönglagasafni kvartettsins og Þórarinn Guðmunds- son tónskáld stjórnaði upptökum. MA-kvartettinn var stofnaður af fjórum menntaskólanemum á Akur- eyri árið 1932: Bræðrunum Þorgeiri og Steinþóri Gestssonum, Jakobi V. Hafstein og Jóni frá Ljárskógum. Félagarnir fjórir höfðu engan sam- bærilegan söngstíl við að styðjast, enda hafði enginn kvartett náð fót- festu hér á landi. Söngur þeirra féll hins vegar í frjóa jörð nyrðra og var því samstarfinu fram haldið að lokn- um stúdentsprófum. Haustið 1934 lá leiðin suður yfir heiðar og hélt kvartettinn sinn fyrsta opinbera samsöng í Reykjavík í febr- úar 1935. „Þessum ungu mönnum verður vafalaust hvarvetna vel tekið, því þeir flytja hressandi, glaðan, upp- lífgandi söng, sem síst er of mikið af,“ sagði Páll ísólfsson í dómi sem birtist í Morgunblaðinu eftir tónleik- ana. Þar méð var ísinn brotinn. Sigurganga MA-kvartettsins stóð í áratug, en hann er án efa einn vinsælasti sönghópur þessarar aldar á íslandi. Á þessum tíu árum söng hann þrettán sinnum í útvarp og hélt 105 samsöngva á átján stöðum víðsvegar um landið. Kvartettinn æfði og flutti 107 lög. Bræðurnif ánægðir Tveir félagar úr kvartettinum eru á iífi í dag: Bræðurnir og tenór- söngvararnir Steinþór og Þorgeir Gestssynir. Ljúka þeir lofsorði á geislaplötuna. „Við erum mjög glað- ir yfir því að þetta hefur tekist," segir Steinþór og Þorgeir tekur í sama streng: „Við vildum ekki að þessar upptökur glötuðust og lögð- um því mikla áherslu á að þær yrðu gefnar út á geislaplötu. Þannig varð- veitast þær best og ef einhver vill heyra þennan söng í framtíðinni þá er þessi plata til.“ Bræðurnir eru Japis afar þakklát- ir, en það mun hafa kostað umtals- verða vinnu að búa þessar gömlu upptökur undir útgáfu. „Eftir að búið er að fjarlægja öll aukahljóð með nútíma tækni er þetta nálægt því að vera eins og það var sungið á sínum tíma,“ segir Þorgeir. Þeir Steinþór muna glöggt eftir upptökunni í útvarpinu árið 1942. „Það var mjög erfítt að komast í upptöku á þessum árum auk þess sem tæknin var fátækleg. Við sungum inn þessi átta lög í einni lotu og áttum ekki möguleika á að endurtaka neitt. Þetta var eins og að syngja í beinni útsendingu," segir Steinþór en bætir við að kvartettinn hafí engu að síður verið sáttur við upptökurnar. Steinþór segir að þeim fækki stöðugt sem séð hafi kvartettinn á tónleikum. Samt eigi þeir enn sína aðdáendur og ótrúlega margir virð- ist vita af MA-kvartettinum. „Ég held því að þessi plata eigi örugg- lega eftir að gleðja einhveija og kannski eigum við efór að eignast nýja aðdáendur." RUMIR átta milljarðar íslenskra króna, sem álitið er að þurfti til að hrinda í framkvæmd áætluninni um evrópsku menningarhöfuð- borgina Kaupmannahöfn á næsta ári, eru nú í höfn. Um tveir þriðju hlutar fjárins kemur frá ríki og bæjarféiögum, en afgangurinn er fé, sem erlendir og innlendir styrktaraðilar, bæði opinberir aðil- ar og einkaaðilar, leggja til. Ekki blés byrlega framan af og því ekki búist við að markið næðist fyrr en á næsta ári. Formaður menningarhöfuð- borgarsjóðsins, sem á að fjár- magna áætlunina, er Jens Kramer TRÍÓ Reykjavíkur kemur fram á tónleikum Kammermúsikklúbbsins á morgun, sunnudag í Bústaðakirkju kl. 20.30. Tríó Reykjavíkur skipa Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran knéfíðluieikari og Peter Maté píanóleikari sem leikur nú í forföllum Halldórs Haraldsson- ar. Ennfremur mun Guðmundur Kristmundsson lágfiðluleikari koma fram. Þijú verk verða flutt á tónleikun- um. Eftir Ludwig Van Beethoven (1770-1827) verður flutt tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu í Es-dúr, op. 70. nr. 2. Verkið er samið árið 1808 og er annað tveggja píanótríóa sem Beethoven samdi þetta ár. Þetta voru tímamótaverk á sínu sviði og samin sama ár og Pastoralsinfónían op. 68 og sellósónatan op. 69. Annað verkið sem flutt verður er tríó fyrir píanó, flðlu og knéfiðlu í g-moll, op. 15 eftir Bedrich Smetana (1824-1884). Smetana var þjóðar- tónskáld Tékka og eitt af undrabörn- um tónlistarinnar en varð fyrir miklu mótlæti í lífi sínu. Á sviði kammer- tónlistar samdi hann tvo strengja- kvartetta og píanótríó sem flutt verður á þessum tónleikum. Verkið samdi hann árin 1855-1857 harmi sleginn af dauða elstu dóttur sinnar Mikkelsen, aðalborgarstjóri Kaup- mannahafnar. Hann tilkynnti á blaðamannafundi í vikunni að þær 750 milljónir danskra króna, sem áætlað var að þyrfti til að geta staðið undir framkvæmdinni, væru nú tryggðar og meira en það, því alls liggja fyrir 758,5 milljónir. Gekk treglega í fyrstu Kaupmannahafnarborg og næstu bæjarfélög leggja til 246 milljónir og sama upphæð kemur frá menningarráðuneytinu. Fjöldi erlendra og innlendra fyrirtækja hafa ýmist lagt menningarhöfuð- borgarsjóðnum eða verkefnum á sem einnig var undrabarn í tónlist. Að lokum verður fluttur kvartett fyrir píanó, fiðlu, lágfiðlu og kné- fíðlu í c-moll, op. 60 eftir Johannes Brahms (1833-1897). Brahms er einn mesti höfundur kammertón- verka á liðinni öld. í mörgum þeirra er píanó meðal hljóðfæra, þar á meðal eru þijú píanótríó, þrír píanó- kvartettar og einn píanókvintett. Þessi tónverk eru vandmeðfarin, meðal annars vegna þess hversu píanóhlutverkin eru magnþrungin. í píanókvartettunum er lágfiðlu aukið við fiðlu og knéfiðlu og eykur það vægi strokhljóðfæranna gagnvart píanóinu. Þessir kvartettar eru taldir til þess besta sem Brahms samdi og þá ekki síst sá síðasti sem verður leikinn á tónleikunum í Bústaða- kirkju. Ekkert þessara tónverka hef- ur verið flutt áður í Kammérmúsik- klúbbnum. Að sögn Guðnýjar Guðmundsdótt- ur var Tríó Reykjavíkur stofnað árið 1988 og hefur það komið fram hjá Kammermúsikklúbbnum nærri ár hvert síðan. „Verkin sem við leikum að þessu sinni eru öll mjög aðgengi- leg þótt þau séu löng og mikil og hafi krafist mikils undirbúnings. Þetta eru stórvirki í tónbókmennta- sögunni." vegum menningarársins tii 101 milljón og 160 milljónir eru tryggðar frá erlendum og innlend- um sjóðum og stofnunum. Stærstu styrktaraðilamir, fyrir utan hið opinbera, eru TeleDan- mark, Post Danmark og SAS. Framan af gekk treglega að safna fénu, því lítil tiltrú var á fram- kvæmdinni. Eftir að SAS og fleiri stór fyrirtæki gerðust styrktarað- ilar á síðasta ári og dagskráin hefur tekið á sig svip hafa fleiri bæst í hópinn. Markið náðist því fyrr en þeir bjartsýnustu þorðu að vona. Morgunblaðið/Ásdís PETER Maté, Guðný Guðmundsdóttir, Guðmundur Kristmundsson og Gunnar Kvaran flytja verk eft- ir Beethoven, Brahms og Smetana á tónleikum í Bústaðakirkju á morgun. Kaupmannahöfn - evrópsk menningarhöfuðborg 1996 Fjárhag'sgrundvöll- iiiinn þegar tryggður Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Bókastefnan í Frankfurt Norræn bylgja í bóka- heiminum Frankfurt. Morgunblaðið. ÍSLENSKIR bókaútgefndur í Frankfurt eru sammála um að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn mikill áhugi á ís- lenskum bókum og höfund- um og nú. Þetta gildir að vísu um norrænar bækur yfirleitt og þakka megi frægð Danans Peters Haegs sem skrifaði skáldsöguna um Smillu, Skrifað í snjóinn, og Norðmannsins Jostens Gaarders, höfundar Verald- ar Soffíu. Þessir höfundar hafi vakið heimsathygli og það hafi greitt götu Norður- landabókmennta. Halldór Guðmundsson talaði um norræna bylgju í þessu sam- bandi. Aðeins tvö íslensk forlög sýna og kynna bækur sínar í Frankfurt að þessu sinni: Mál og menning ásamt For- laginu og Vöku/Helgafelli. Mál og menning leggur áherslu á verk kunnra höf- unda sem hafa verið þýddir að marki og landkynning- arbækur. Vaka/Helgafell hefur í öndvegi þá Halldór Laxness og Ólaf Jóhann Ól- afsson auk höfunda sem hafa fengið íslensku barna- bókaverðlaunin. Bjartsýni hjá Steidl Skáldsögur Halldórs Lax- ness eru nú að koma út í endurskoðaðri þýðingu hjá Steidl, í fyrra komu smásög- ur og á næsta ári er það Brekkukotsannáll. Sá sem þýðinguna vinnur er Hubert Seelow og byggir hana á frumþýðingu Bruno Kress. Seelow, sem er prófessor í norrænum fræðum við há- skólann í Erlangen, sagði blaðamanni Morgunhlaðsins að klassískur nútímahöfund- ur eins og Halldór Laxness seldist í a.m.k. fjögur þús- und eintökum í Þýskalandi. Bjartsýni ríkti nú hjá Steidl- forlaginu því að það hefði selt nýju skáldsögu Giinters Grass, Á víðum velli, í tvö hundruð og fimmtíu þúsund eintökum. Gulleyjan eftir Eirtar Kárason kom út í sumar hjá Hamser og Englar alheims- ins eftir Einar Má Guð- mundsson er vœntanleg hjá sama forlagi. Steidl gaf út: Fyrirgefningu syndanna eftir Olaf Jóhann Ólafsson í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.