Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 MORGUNBJjAÐIÐ L EIKLISTARLÍFIÐ í Kaupmanna- höfn er fjölskrúðugt. Gamlir farsar eins og Græna lyftan eða óperett- ur eins og Leðurblakan er nánast alltaf í boði, en framsæknir leikhópar bjóða upp á góðan leik og spennandi, jafnvel ögrandi verk. Eitt af slíkum leikhúsum er Dr. Dante’s aveny leikhúsið í leikhúshverf- inu á Friðriksbergi. Þar er nú ein athyglis- verðasta sýningin, sem lengi hefur sést, „I en kælder“, Niðri í kjallara eftir leikarann og leikritahöfundinn Lars Kaalund. Og svo stendur Konunglega leikhúsið við Kóngsins nýja torg vel fyrir sínu. Sýningarnar þar eru eðlilega misgóðar, en leikhúsið hefur á að skipa frábærum leikurum. Sem stendur eru bresku leikritin Arkadía, eftir Tom Stoppard, og Glöðu konurnar frá Windsor eftir Shakespeare á sviðinu þar. Grísk goðsögn í nútímaútgáfu Lars Kaalund er ungur danskur höfund- ur, sem byijaði leiklistarferilinn sem leik- ari. Gott handbragð og skilningur á áhrifa- mætti leikhússins einkennir verk hans Niðri í kjallara. Innblásturinn og rammi verksins er sagan um Prokne og Filomelu, sem hann las í Ovíð og umbreytingum hans. Goðsögur eru ekki margmálar um hvað það er sem nákvæmlega gerist og sálfræðin í þeim er álíka stuttaraleg og í íslendingasögum, goðsögnin freistar Kaalunds til að lesa sinn skilning í söguna, það sem hún gæti fjallað og gera úr henni nútímalega frásögn. Nú- tímalega í þeim skilningi að þar skortir ekki á sálfræðilegan skilning. Útlegging hans sker sig á engan hátt frá blóðslettu- Grískar goðsagn- ir, sígildar sögur og nútíminn Nýr danskur tryllir, bresk- ur stofuleikur fyrir upplýst nútímafólk og hressileg Shakespeareuppfærsla eru þrjár sýningar sem Sigrún Davíðsdóttir sá nýlega á dönsku leiksviði. 0g svo hefur frést af söngleiks- smell í Málmey. GLÖÐU konurnar frá Windsor eftir Shakespeare er nú á fjölunum í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Tammi Öst og Helle Hertz í hlutverkum sínum. myndum nútímans, en ætlunin er ekki bara að sýna ofbeldi, heldur að segja magn- þrungna sögu. En Kaalund lætur sér ekki nægja að segja sögu, heldur vefur hana snilldarlega áfram á sviðinu, þar sem sögumaður kemur fram stöku sinnum, segir áhorfendum ör- stutta kafla úr grísku goðsögninni og síðan kemur kafli af hliðstæðri sögu persónanna á sviðinu. Goðsagan er um systurnar Prokne og Fílomelu. Eiginmaður Prokne er sendur að sækja systurina. Hann gimist systurina, rænir henni á leiðinni, tekur með valdi og sker að lokum úr henni tunguna svo hún segi ekki frá. Hún flýr frá honum, fer til systurinnar, sem áttar sig á hvað gerst hefur og saman hefna þær sín á eiginmann- inum eins og Guðrún í Eddukvæðum með því að drepa soninn og bera hann á borð fyrir föðurinn. Nútímapersónurnar eru ungur rithöfund- ur og kona hans, sem eru orðin svolítið örg hvort út í annað. Þau búa afskekkt og með nútímastæl í glæsihúsi ásamt sjö ára syni sínum. Konan er sár yfír hve maðurinn er upptekinn af sjálfum sér, en maðurinn yfir að konan skilji ekki hve erfitt sé að vera rithöfundur. í upphafi bíða þau komu systurinnar og kærasta hennar, sem eru að koma í stutta heimsókn frá Spáni, þar sem þau búa. Þegar líður á máltíðina og vínflöskurnar sýður upp úr á milli hjónanna og gestirnir ganga til sængur, eftir að eigin- maðurinn hefur greinilega rennt hýru auga til mágkonu sinnar. Mágkonan bregður sér fram og gengur beint í flasið á mági sínum, sem tekur hana með valdi, rétt eins og í goðsögninni. Hún er nú fangi hans og leiksoppur á hinn skelfilegasta hátt. Rithöfundurinn virðist ýmist hann sjálfur eða vitfirrtur á hinn óhugnanlegasta hátt. Sambýlismaður mág- konunnar kemur að þeim, en rithöfundurinn nær honum einnig á sitt vald. Líkt og í goðsögninni kemst mágkonan til systur sinnar, sem áttar sig á hvað gerst hefur. Rithöfundurinn, sem allan tímann hefur talað um ást sína á syninum, á vart von á að fá hann matreiddan, en það liggur í loftinu að hefndin er aðskilnaður feðg- anna. En eins og í góðum hasarsögum þá kemur endirinn á óvart (og nú ættu þeir, sem ætla sér að sjá leikritið ekki að lesa meira). Rithöfundurinn hefur setið við skriftir, meðan hjónin biðu gestanna, sem nú koma. Sagan verður síðan enn áleitnari, þegar í ljós kemur í lokin að sagan var kannski saga í sög- unni og spurningin er þá hvern mann rithöfundurinn hefur að geyma. Skrifaði hann frá sér kenndir sínar og tilhneigingar, eða er sagan kannski bara rétt að hefjast í lokin. Léttir áhorf- andans breytist í kvíða og efa, um leið og hann gengur út. Leikurinn er stórgóður. Eig- inkona rithöfundarins er leikin af Sofie Gráböll, ungri leikkonu, sem getið hefur sér gott orð fyrir kvikmyndaleik, nú síðast í kvikmyndinni Pan eftir sögu Knut Hamsuns. Niels Anders Thorn leikur rithöfundinn og auk þess að vera þekktur sviðs- leikari hefur hann leikið í hörku- góðri danskri spennumynd, „Nattevagten". Sýningin er áhrifamikil af því textinn er góður, og sama er að. segja um leik og sviðssetn- ingu. I henni útspilast þessir galdrar, sem gott leikhús vekur og fá áhorf- andann til að sogast inn í þann heim, sem sviðið breytist í. Ég fer helst ekki að sjá blóðslettumyndir í bíó og átti því bágt með mig undir verstu ofbeldissenunum, en leik- ritið er annað og meira en blóðslettur. Það er ekki offramboð á góðum dönskum verk- um, en þetta er eitt þeirra og sómdi sér vel á sviði í London, París, New York... eða Reykjavík og myndi alls staðar laða ungt fólk í leikhúsið. Nýtt og gamalt frá Bretlandi - og smellur í Málmey Leikritið Arkadía eftir Tom Stoppard hefur farið víða um lönd, enda höfundurinn einn kunnasti leikritahöfundur Breta. Arka- día liggur á miðjum Grikklandsskaga í al- vörunni, en hefur í aldanna rás orðið nafn- ið á fyrirheitna hamingjulandinu. Rétt eins og hjá Kaalund fer tveimur sögum fram. Annars vegar er það sagan um ungu hefðar- stúlkuna, sem er bæði að uppgötva lífið og ástina og lausn á flókinni stærðfræðiþraut, með hjálp kennara síns, sem á í ástarsam- bandi við móður stúlkunnar og gestkom- andi konu. Hin sagan er um konu og mann, sem tilheyra hinum enska bókmenntaheimi og eru að rannsaka Byron lávarð, sem var á sveimi í kringum ungu stúlkuna á sínum tíma. Sögufléttan og aðstæðurnar minna á bók Antoniu Byatt, „Possession“, sem fjall- ar um tvo bókmenntafræðinga, mann og konu, sem eru að rannsaka skáld og skáld- konu, sem voru elskendur og það verða bókmenntafræðingarnir líka. Munurinn er bara að bókin er spennandi, en leikritið ekki. Hið forvitnilegasta við uppsetninguna er að þar leikur hin frábæra Ghita Nörby, sem alltaf er þess virði að sjá. Ég á hins vegar erfitt með skilja vinsældir leikritsins, því persónurnar virðast yfirborðslega unnar og samtölin áhugaverðust fyrir þá sem vilja fá staðfestingu á því að þeir geti bæði fylgst með umræðum um bókmenntir, heimspeki og eðlisfræði, bæði fyrri tíma og nú. Kannski svolítið skemmtileg þraut, en varla til að eyða heilu og löngu kvöldi yfir. Leikritið hans Shakespeares um glöðu konurnar í Windsor og kjánann hann Fal- staff, sem er nógu trúaður á eigið aðdráttar- afl gagnvart gagnstæða kyninu til að láta leiða sig á asnaeyrunum, er snjall og mergj- aður texti frá hendi Shakespeares. Óll helstu einkenni hans sem gamanleikjahöfundar koma í ljós, misskilningur og spaugilegar persónur af ýmsum stéttum. Bæði glettnin og broddurinn skila sér í þýðingunni, þó Shakespeare sé alltaf bestur á frummálinu. Leikur og fjörleg og spriklandi uppsetning er í takt við textann og tiktúrur höfundarins. Jörgen Reenberg leikur Falstaff á eftir- minnilegan hátt og konurnar sem gera sér leik að trúgirni hans eru leiknar af Tammi Öst og Helle Hertz, sem báðar eru þaul- reyndar og þekktar leikkonur. Hinumegin við Sundið, nefnilega í Málm- ey, er nýfarið að sýna söngleikinn „Kristina frán Duvemála" eftir ABBA-hetjurnar Benny Andersson og Bjöm Ulvæus. Söngleikurinn er byggður á einu af meginverkum sænskra bókmennta, Útflytjendunum eftir Vilhelm Moberg (1898-1973), sem Jan Troell notaði í rómaða sjónvarpsþætti fyrir um tuttugu árum. Söngleikurinn hefur verið lofaður í hástert, en þar sem ég hef ekki séð hann verð ég að láta eigin umsögn eiga sig. Söngleiknum er spáð sigurför, líkt og fyrri söngleik þeirra, „Chess“. ANONYMOUS 4: Rose Cunningham, Marsha Gen- ensky, Johanna Rose og Susan Hellauer. Mið- alda- systur TÓNLIST frá miðöldum hefur náð fótfestu á tónlistarmarkaðnum á Vesturlöndum á undanförnum árum og sönghópurinn Anonymous 4 á þar ekki minni hlut að máli en munkarn- ir spænsku frá Silos sem hafatrónt á toppi vinsældalista víða um heim. Anonymous 4 er hópur fjögurra bandarískra söngkvenna sem tekur tónlist sína ekki síður alvarlega en munkarnir, þrátt fyrir að trúarlegi þátturinn hafi minni þýðingu en tón- listin sjálf og sögulegur bakgrunnur hennar. Anonymous 4 var stofnaður í New York fyrir níu árum og var ætlunin að kanna hvernig tónlist, sem samin var fyrir karlaraddir, hljómaði úr kvenmannsbarka. Naut hópurinn töluverðra vinsælda löngu áður en munkarnir slógu í gegn. Saman hef- ur þessum hópum tekist að breikka þann hóp sem hlustar á sígilda tón- list og jafnframt breikkað skilgrein- inguna á sígildri tónlist. Ýtir undir hugarró Áheyrendur á tónleikum An- onymous 4 hafa haft á orði hversu mjög miðaldatónlistin ýti undir hug- arró og ihugun og víst er að söngkon- urnar taka það hlutverk sitt alvar- lega, að því er fram kemur í Inde- pendent. Þar er sagt frá tónleikum sem þær héldu nýlega í Frakklandi. Þeir hófust á því að söngkonurnar, sem tala annars ekki til áhorfenda, beiddust undan lófataki nema í lok tónleikanna. Stemmningin sem skap- aðist vegna dauðaþagnarinnar, sem var í salnum lengst af, var einkenni- legt millistig þess að vera á fyrir- Iestri og einhvers konar íhugunar. Sendu söngkonunar þeim illt auga sem varð á hósti eða skijáf og þær brostu ekki fyrr en að flutningi á 13. og 14. aldar tónlist frá Bretlandi var lokið. Söngkonurnar segjast hafa valið þessa leið vegna þess að hún skapi þá heild sem þeim finnst nauðsynleg við flutninginn. Lögð sé áhersla á frásögnina og hana eigi ekki að ijúfa, því þá rofni um Ieið einbeiting- in, sem nauðsynleg sé þegar tónlist af þessu tagi sé flutt og á hana hlýtt. Nýjasti geisladiskur Anonymous 4 ber heitið „The Lily & the Lamb“. Fjallar stærstur hluti textanna um Maríu mey, sem stallsysturnar minna á að haf i oftar verið ort um en Guðs- soninn.„Henni var helguð besta tón- listin og bestu textarnir," segir Rose Cunningham, ein söngkvennanna. „Ljóðin þar sem Guð eða Jesús eru ávarpaðir eru mun fjarlægari og flóknari; menn áttu ekki að nálgast Guð of mikið. Þessi ljóð og lög eru vissulega falleg en í þeim er ekki sú nánd sem er svo ríkur þáttur í Ijóðum sem voru samin Maríu mey til dýrð- ar.“ Anonymous 4 hafa vakið athygli og gagnrýni sumra fyrir það hversu fágaður flutningur þeirra er, sumir telja hann hreinlega of fullkom- inn. Söngkonurnar eru ekki á sama máli. „Það er ótrúlega erfitt að flylja þessa tón- list,“ segir ein þeirra, Jo- hanna Rose. „Þeir sem fluttu hana upphaf- lega, aðallega klerk- ar, sungu að öllum líkindum töluvert á hveijum einasta degi og röddin var heit og reiðubúin í átökin. Fyrir okkur er afar erf- itt að halda ein- beitingu, andlegri og líkamlegri, lengur en í fimm stundarfjórð- unga. Hið sama á líklega við um áhorfendur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.