Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTOBER 1995 C 5 1. ÞATTUR, STALIN KVEÐUR KREML Enn hefur landsfaðirinn látni ekki verið fluttur í grafhýsið þar sem Lenín liggur í bleikri birtu á beði sínum eins og bóndi sem er að láta líða úr sér við sláttinn og á von á nágranna sínum með fréttir af veður- spánni og heyskaparhorfum. Sex æðstu menn Ráðsins stíga þungum skrefum inn á sviðið. Þar skipa sér á aðra hönd Bería innanrík- isráðherra og æðsti maður leyniþjónustunn- ar, Vorochilov hershöfðingi og Khrústjov, aðalritari flokksins, en á hina höndina þeir Malenkov forsætisráðherra, Bulganin inn- anríkisráðherra og Molotov fyrrverandi ut- anríkisráðherra, hver þeirra með hvítt sorg- arband um handlegg sér með svörtum silki- bryddingum. Þeir lyfta börunum í axlarhæð og ganga hægt og taktfast undir sorgar- lagi út af sviðinu, síðan er leikinn Alþjóða- söngur verkalýðsins. II. ÞATTUR, SULNAGONG INNAN KREMLARMÚRA. Við sjáum Khrústsjov ásamt Malenkov á tali við Molotov. - Já, við færum þér góð tíðindi félagi Molotov, við vorum að samþykkja í einu hljóði að þú takir aftur við utanríkisþjón- ustunni, félagi Vishinski þarf á hvíld að halda, það var alltaf ómaklegt af Stalín hvernijg hann launaði þér dygga þjónustu. - Eg bað hann að láta konu mína lausa úr fangabúðum. - Við vitum allt um það. Sú tíð er liðin, líflæknum hans hefur öllum verið sleppt úr haldi eftir nákvæma rannsókn félaga Bería. Það var aðeins af því þeir voru gyð- ingar sem félagi Stalín tortryggði þá. -Það gilti í rauninni það sama um okkur alla. -Félagi Molotov, við skildum allir hvað aðstaða þín var erfið - og hættuleg. - Ég veit ekki hvernig ég á að þakka ykkur öllum saman traust ykkar í minn garð. - Tölum ekki um það Georgi Molotov, en ég var að spyija félaga Malenkov um viðtal hans við breska blaðamanninn. Þú hefur heyrt það? - Félagi Khrústjov, má ég fullvissa þig um að sumt er ekki rétt eftir hermt hjá blaðamanninum. - Veit ég vel, þessir menn eru útsmogn- ir í því að hagræða sannleikanum eftir inn- ræti sínu, mikil skelfing, það er enginn að áfellast neinn. En blaðamaðurinn sagði í viðtalinu að þið Malenkov töluðuð betri rússnesku en sumir aðrir í Æðsta ráðinu, hvernig getur hann, útlendingurinn, verið dómbær um það? - Ég veit að Malenkov minntist ekkert á það að þú værir ekki skólagenginn, það voru orð blaðamannsins sjálfs. - Auðvitað, en svo þakkaði hann þér sérstaklega fyrir að vilja efla samvinnu okkar við breska kapítalista? - Ég get ekki borið ábyrgð á því sem útlendur blaðamaður ályktar. - Bretar verða að skilja að við erum komnir langt á undan þeim á vissum vís- indalegum sviðum. - Ertu viss að viðtalið hafí verið rétt þýtt fyrir þig? — Értu kannski að gefa í skyn að Nína, konan mín, hafi þýtt það fyrir mig? - Nei, hvernig í ósköpunum dettur þér annað eins í hug? Við sem höfum allir frá- bæra þýðendur. - Hún er frábær þýðandi. - Það veit ég mætavel. - Blöðin á Vesturlöndum voru full .af því einn daginn að konan hefði kennt mér að lesa. - Taktu þetta ekki alvarlega, félagi Khrústsjov, ég þekki það af kynnum mínum af amerískum blaðamönnum, þeir svífast einskis til að breiða út staðlausa stafí, sér- staklega ef það getur vakið einhverja mis- klíð og rangtúlkun. — Já, já, ég geri mér fulla grein fyrir því, félagi Molotov, en nú þegar við erum orðnir svo valdamiklir verðum við að gæta að því hvað við segjum við útlendinga, þeir eru vísir til að leggja það allt út á verri veg. Ég hef verið í hörðum skóla lífsins og það er mörgum sinnum meira virði en að vera úttroðinn af einhveiju bókviti. Ég myndi heldur ekkert skammast mín fyrir það þó að hún Nína mín hefði kennt mér að lesa, hún var ágætur kennari við grunn- skólann í Kiev. - Auðvitað, auðvitað. - En nú verð ég að flýta mér heim, ég FALL BERÍA Leikþáttur eftir Agnar Þórðarson ÚTFÖR Josefs Stalíns í marsbyrjun 1953. má ekki láta konuna bíða eftir mér með bortsch-súpuna. Tjaldið. III. ÞATTUR. MALENKOV OG MOLOTOV RÆÐAST VIÐ. - Segðu mér, félagi Molotov, er Khrústsjov eitthvað í nöp við mig? Ég var einmitt mjög jákvæður gagnvart uppgræðsluhugmynd- um hans, hann var að útskýra fyrir okkur hvemig hægt er að breyta saltsteppunum miklu í Úsbekistan í fijósöm hveitilönd með áveitum úr Aralvatni. - Hann er svolítið taugaspenntur. - Út af hveiju? - Mannstu ekki eftir veislunni í sumar- bústað hans í fyrrahaust? - Við vorum allir orðnir svínfullir nema Stalín. - Stalín skipaði honum að dansa rúss- neskan dans. - Alveg rétt, hann dansaði og dansaði svo að bogaði af honum svitinn, þessi feiti maður og við skellihlógum, en hann hefði hæglega geta fengið hjartaslag, þessi feiti maður. - Þú varst einn af þeim sem hlógu mest. - Hvaða vitleysa. - Ég hélt að dansinn myndi ríða honum að fullu. Stalín vildi alltaf hafa dramatískan endi á uppátækjum sínum. - Því ertu að rifja þetta upp núna? - Það var Bería sem hvíslaði því að gamla manninum. - Stalín myndi ekki hafa gert Bería að yfírmanni leyniþjónustunnar ef hann hefði ekki haft sérstakt dálæti á honum. - Af því að Bería er Grúsíumaður. - Einu sinni á setri Stalíns við Svarta- haf kom ég út í garð hjá honum þar sem hann sat við hvítt borð með einhver blöð fyrir framan sig, en skáhallt á móti honum sat Bería á garðstól með Alliljúfu, dóttur hans í fanginu. - Bería talaði alltaf grúsísku við stelp- una. - Hún var þá orðin tíu ára. - Það eru nú fleiri en Bería sem hafa gaman af að sitja undir ungpíum. - Þú veist að Stalín vildi alltaf láta líta á sig sem Rússa. - Einmitt af því að hann var ekki Rússi sjálfur eins og Lenín, þessvegna varð hann Stór-Rússi, en talaði þó alltaf með grúsísk- um hreim. - Eins og Bería. - Auðvitað var það rétt hjá Stalín að þjóðir Sovétríkjanna verða að vera ein heild. - Það getur líka verið hættulegt að banna þjóðum að tala móðurmál sitt eins og dæmin sanna. - Rússneska varð móðurmál marxism- ans við októberbyltinguna alveg eins og frönsk tunga varð alþjóðamál borgarastétt- arinnar eftir að Loðvík sextándi hafði verið afhöfðaður. - Hefur Khrústsjov minnst á þetta við Þig? - Varstu ekki að enda við að segja að Khrústsjov gleymdi engu? IV. ÞÁTTUR GERIST i ÚKRAÍNU SÍÐSUMAR 1953 Bería er vísað inn í hvítan sal með súlum og útsým yfír lystigarð með koparstyttu af Salín. A grænum vegg hangir stór mynd af Lenín og Stalín að ræðast við á hvítum bekk og rósalundur í baksýn. Álútur maður situr við skrautlegt skrif- borð og blaðar í skjölum, þegar þjónn kem- ur inn og tilkynnir að félagi Bería sé kominn. Maðurinn sprettur á fætur, strýkur sér um hárið og lagar á sér hálsbindi og geng- ur á móti Bería sem kemur inn í sínum einkennisbúningi með rauða stjörnu á bijósti sér og alls konar litaða borða sem sýna hvaða heiðursmerkjum hann hefur verið sæmdur. - Laurentí Bería, þú sjálfur, kallar mað- urinn upp og þeir kyssast og faðmast. Hvernig líður þér, elsku vinur? - Bærilega. En þér, félagi Mechik? - Jú, þetta er náttúrlega mikil og óvænt upphefð. - En ekki óverðskulduð. - En það liggur við að ég fái svima af að vera kominn svo hátt upp í mannvirð- ingastiganum. - Já, í fyrstu, en sviminn fer af, þú venst andrúmsloftinu og fyrr en varir ertu orðinn eins og einn af oss. - Ég mun leggja mig allan fram, treystu því. - Kanntu ekki vel við þig hér í Kiev? Mikið útsýni. - Já, Úkraína er fallegt og auðugt land. - Hún gæti verið það og verður það nú þegar þú lætur hendur standa fram úr erm- um, minn kæri Mechik. - Gastu virkilega fengið þá í Æðsta ráðinu til að samþykkja mig? - Jú, það gekk. - Maljenkov? Bería hlær við. - Nú og svo ert þú sjálfur Úkraínumað- ur. - En Khrústsjov getur ekki hafa verið hrifínn að því, svo rótgróinn sem hann er hér í Úkraínu. Hér er hann vanur að allir dansi eftir hans pípu, nú og svo er hann gömul stríðshetja frá orustunni um Stal- íngrad. A - Khrústsjov er Austur-Úkraínumaður, þar sem íbúarnir eru mikið blandaðir Rúss- um, en þú ert hreinræktaður Úkraínumaður úr vsturhlutunum, sem fór langverst út úr samyrkjunni, þeir hafa engu gleymt. - Þeir eru allir löngu dauðir. — Talaðu nú ekki svona, Mechik. sá tími er liðinn og kemur ekki aftur. Ég veit meira um ástandið í lýðveldunum vegna ferðalaga minna en þeir á kontórunum í Kreml. Til dæmis í Hvíta-Rússlandi og í Eystrasaltslöndunum kraumar alls staðar undir niðri, fólk vill einhveija breytingu. Það dylst engum sem til þekkir. - Og hvað heldurðu að taki við? - Nú er bara að bíða rólegur, þróunin verður ekki stöðvuð. - Ætlarðu að fara á flokksþingið í Minsk? - Það er óhjákvæmilegt. - Er nóg að hafa Maljenkov með sér? - Það eru margir fleiri en Maljenkov. . ' - Mikoyan? Molotov? - Vertu óhræddur. - Heldurðu að þú fáir meirihlutann á þinginu með þér? - Það kemur í ljós. - Kaganovitsj? Nei frekar ungu fulltrú- ana. Bería glottir við: - Rólegur, rólegur. Það gildir alltaf í póker. Láttu ekki sjá á spilin hjá þér, og vertu eins og múmía í framan þangað til þú hefur öll sterkustu spilin á hendinni. - Var það ekki hættulegt útspil að víkja Ptochilev, sem er Rússi, úr lögreglustjóra- embættinu? - Okkar maður er miklu hæfari og vin- sælli en sá þverhaus. - Þakkaþérfyriraðsegjaþettaummig. - Ég veit að þú átt eftir að sanna það, en núna þarf ég fyrst að skreppa til Aust- ur-Þýskalands að hitta ýmsa góða vini mína þar. - Walter Ulbricht? - Ég á þar marga miklu betri vini en félaga Ulbricht, áhrifamikla vini. — Það gleður mig að heyra, félagi Ber- ía, mér hefur líka borist til eyma að þú eigir marga stuðningsmenn í Rauða hem- um. En ertu viss um að þú hafír íbúana í Hvíta-Rússlandi með þér? r~ - Stór-Rússar hafa aldrei þolað tungu- mál og menningu Hvít-Rússa, þeir eigna sér allt sem þeir ágirnast í lýðveldunum. - En ef þeir skyldu...? Nei ég má ekki hugsa til þess. - Gerðu það þá heldur ekki, sá tapar sem skelfur á beinunum fyrir slaginn. - Hvenær verður fundurinn í Minsk? —‘Eftir þrjár vikur, félagi Mechik. En nú verð ég að hafa hraðann á, flugvélin til Austur-Berlínar bíður eftir mér á flug- vellinum. - Góða ferð, Lawrentí Bería, góða ferð. Og gættu þín vel. - Við sjáumst. (fer) Tjald. En þeir félagar sáust ekki aftur fyrr en í Moskvu sem dauðadæmdir fangar i Lju- banka-fangelsinu á jólaföstu fimmtíu og þijú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.