Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 7
6 C LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 C 7 TRÓJA er fallin þegar leikritið um dætur hennar hefst. Grikkir hafa haft sigur í hinu langa stríði og synir borgarinnar liggja dauðir í brennandi rústum hennar. Kvennanna bíður ánauð í Grikklandi og segir leik- ritið frá afdrifum nokkurra þeirra. Með leikritinu vildi Evrípídes vara Aþeninga við því að yfirgangur gagnvart íbúum eyjarinnar Mel- os, sem þeir höfðu hertekið árið áður, myndi leiða af sér hefnd guða. Eins og við þekkjum af sög- unni gengu orð skáldsins eftir því að ári síðar fóru Aþeningar mikla hrakför til Sikileyjar sem varð upphafíð að endalokum veldis þeirra. Eitt nútímalegasta leikritið Inga Bjarnason leikstjóri verksins segir að þetta 2400 ára gamla leikrit fjalli um afleiðingar stríðs. „Þetta leikrit er kröftug fordæming á stríði. Það er búið að drepa alla karlmenn Trójuborgar og verið að senda allar konumar í ánauð til Grikk- lands. Þetta er eiginlega leikrit sem gerist eftir katastrófuna, ef við ímyndum okkur að það hafi verið varpað atómsprengju einhvers staðar þá ger- ist leikritið eftir að hún hefur sprungið. Það er allt farið. Þetta er sennilega eitt nútímalegasta leikrit sem hefur verið skrifað. Maður kemst að raun um að ekkert hefur breyst síðastliðin 2400 ár. Við emm alveg jafn heimsk og gráðug og Grikk- ir voru. Þetta leikrit flytur varnaðarorð. Höfundurinn er að segja mönnum að gæta að sér. Boðskapurinn er sá að stríð er heimskulegur og hræðilegur hlut- ur og að þau eru öll eins, við notum mismunandi vopn í þeim en tilfinningin er sú sama á bak við þau öll. Mér finnst þetta leikrit eiga jafnt við okk- ar tíma og tíma höfundarins því okkar vestræna menning er á heljarþröm. En ég veit ekki hvort við lærum neitt frekar á svona viðvörun en Grikk- ir til forna.“ Þarf alltaf að skemmta? Grísku harmleikirnir hafa ekki verið leiknir mik- ið hér á landi þótt þjóðin eigi þá í frábærum þýðing- um Helga Hálfdanarsonar. Inga segir að sinnuleys- ið gagnvart þessum stórvirkjum menningarsögunn- ar sé til skammar. „Það er eitthvað í þessum nú- tíma sem segir að það þurfi alltaf að vera að skemmta fólki. Það er einhver hræðsla við alvör- Morgunblaðið/Þorkell TÓNLIST og dans eru stór hluti sýningarinnar en kórverkið er mjög viðamikið í Trójudætrum. Trójudætur í rústum Iðnós Hvunndagsleikhúsið frumsýnir gríska harmleikinn Trójudætur eftir Evripídes í Iðnó á morgun. Þröstur Helgason fylgdist með æfíngu á verkinu og ræddi við leikstjórann Ingu Bjamason. + una. Ég setti upp Medeu árið 1991. Við frumsýnd- um einmitt sama dag og Mál og menning gaf út alla harmleikina í þýðingu Helga og það var góð aðsókn að henni. Síðan hafa verið leiklestrar á þeim í Borgarleikhúsinu. En þetta er ekki nóg. Við megum ekki gleyma því að það er ekki sjálfgefið að við eigum þessi verk í íslenskri þýðingu, þýðingu sem er að auki svo góð að það er hreinlega unaðs- legt að vinna með hana. Ég held líka að það sé nauðsynlegt fyrir leiklist- ina sjálfa hér í landinu að þessi verk séu sýnd. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi það sama við um leikara og tónlistarmenn, þeir ná aldrei fullkomnum tökum á list sinni nema þurfa að takast á við hina mestu meistara hennar.“ Iðnó-Trója Inga segir að ástand Iðnós þjóni sýningunni mjög vel. „Húsið er í rúst að innan og það hentar verkinu afar vel. Trója er í rúst. Við höfum ekki þurft að eyða miklum fjármunum í leikmyndina sökum þessa og það er_ kannski eins gott því við eigum enga peninga. Það sama er að segja um búninga, hönnuðurnir hafa ekki haft úr neinum pening- um að moða þar.“ Leikið' verður á gólfi hússins en áhorfendur sitja á stalli og horfa yfir sviðið. Tónlist og dans eru stór hluti sýningarinnar en kór- verkið er mjög viðamikið í Trójudætrum. Það er Leifur Þórarinsson sem semur tón- listina við verkið og Lára Stefánsdóttir sér um dans og hreyfingar leikara. Inga segir að mikil samvinna hafi verið á milli þeirra þriggja og starfssvið þeirra hafi að mörgu leyti skarast svo mikið að þau viti vart Iengur hvar markalínurnar á milli þeirra liggja. f anda Forn-Grikkja Allir þeir sem vinna að uppfærslu Trójudætra gera það launalaust. Allir eru þeir hins vegar at- vinnumenn á sínu sviði. Inga segir að þessi vinna hafi verið sérstaklega gefandi og skemmtileg. „Ég efast um að ég hefði fengið allt þetta fólk til að vinna frítt ef það fengi ekki eitthvað andlegt út úr þessu. Við erum að setja þetta verk upp vegna þess að okkur finnst að það þurfi einhver að gera það, það þarf einhver að sinna klassík- inni.“ Inga var á Kýpur á síðasta ári og fékk að fylgjast með uppsetningu á þessu verki hjá Grikkjum. „Það sem við erum að reyna að gera núna er að finna ein- hvern íslenskan stíl sem hæfir verkinu. Allar tilfinn- ingar Grikkja eru miklu stærri en hjá okkur, þeir tjá tilfinningar sínar á miklu stærri hátt. Hjá Grikkj- um er þetta verk sungið, dansað og kveðið á mikil- , fenglegan hátt en mér finnst það ekki eiga við í íslenskri uppfærslu.“ Inga segir að ef hópurinn hitti á rétta stílinn í þeim sex sýningum sem verða á verkinu nú í haust þá sé ætlunin að taka upp þráðinn í vor og sýna verkið aftur með stærri leikarahópi á Listahátíð í Reykjavík. Þá verði bætt við Jötninum eftir Evripí- des, sem sé ærslaleikur. „Þetta verður því sýning í anda Forn-Grikkja sem létu áhorfendur iðulega gráta fyrst og svo hresstu þeir þá við með ærslum áður en þeir fóru heim. En til þess að úr því verði þurfum við að fá einhveija styrki." Að sýningunni standa um 50 listamenn; leikarar, söngv- arar, dansarar, hljóðfæraleik- arar, myndlistarmenn og tæknifólk. í stærstu hlutverk- um eru Bríet Héðinsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Sigrún Sól Olafsdóttir, Halla Margrét Jóhannsdóttir, Gunnar Gunn- steinsson og Hinrik Ólafsson. Eins og áður sagði er kórverk- ið viðamikið í leiknum en meðal leikara í honum eru María Ellingsen, Lilja Þórisdóttir, Kolbrún Erna Pétursdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Margrét Kr. Pétursdóttir. Söngkonur eru fimm; Esther Helga Guðmundsdóttir, Björk Jónsdóttir, Jóhanna Þór- hallsdóttir, Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir, Jóhanna og Ragnheiður Linnet. Frumsýning verður á morgun, sunnudag, í Iðnó kl. 20.30 en næstu sýningar verða á fimmtudag og föstudag á sama stað og tíma. Kvennanna bíður ánauð í Grikklandi LJÓÐRÆNAR landslags- myndir, litríkar og dular- fullar eru samankomnar í sal með höggmyndum þar sem takast á ýmsir kraftar og kennileyti. Antonio Hervás Amezcua opnar sýningu á verkum sínum í Listhúsinu í Laugardal í dag. Þetta er þriðja ferð hans hing- að til lands á jafnmörgum árum. Hann var hér í fyrra og vann í Straumi í Hafnarfirði og sýndi í kjölfarið í sýningarsalnum Portinu þar í bæ. Nokkur verk á sýning- unni núna eru þau sömu og í Port- inu, verk sem hann kallar Islands- verkin sín. Einnig eru önnur verk sem gefa breiðari yfirsýn á þróun verka hans undanfarin ár, utan ís- lands. Blaðamaður hitti hann þegar hann var að leggja lokahönd á upp- setningu sýningarinnar Tilfinningarnar stjórna Hvað er það sem dregur spánsk- an listamann til íslands að vinna? „Að koma hingað var eins og að hitta fyrir það sem ég hafði verið að mála heima á Spáni áður. Mynd- ir mínar eru margar draumkenndar • að sjá og minna um margt á ís- lenskt landslag án þess að ég hefði nokkurntíma séð íslenskt landslag,“ sagði Amezcua. „Landið er eins og segull og þeg- ar ég er einu sinni búinn að kynn- ast því dregur það mig alltaf hing- að aftur, landslagið sem ég er búinn að sjá í huga mér og draumum mínum,“ sagði Amezcua í fram- haldi. Litirnir í myndum hans héðan af íslandi eru ólíkir litum íslenskra landslagsmálara þó inn á milli blossi upp sterkir „íslenskir" litir. „Ég ræð svo lítið hvaða liti ég nota. Þetta stjórnast allt af tilfinningum, ég sest ekki niður og segi við sjálfan mig að nú ætli ég að mála gula mynd eða rauða mynd t.d.“ Spánveijar hafa átt marga stór- meistara á myndlistarsviðinu og má þar telja fræga menn eins og Salvador Dali og Fransisco Goya sem dæmi. í sumum málverkum Amezcua má sjá ákveðinn svip með Dali þó myndefnið sé annað. Því liggur beint við að spyija hvort hann sé meðvitað að útfæra súr- realismann út á nýtt svið. Til að bása niður stílinn datt mér í hug orðið abstrakt súrrealismi. „Auðvitað geta verk mín verið lík öðrum verkum eins og t.d. súr- realiskum verkum. Súrrealisminn var einstök stefna í sinni röð og það sem er málað á eftir getur allt- af minnt á það sem á undan er gengið. Allt er þetta hluti af ákveð- inni þróun. Þeir sem eru að fást við drauma og tilfinningar í mál- verkum , eins og ég, komast ekki hjá því að svipa til súrrealista." Hann segir að abstrakt-súrrealísk túlkun blaðamanns sé ágæt og hann sé sammála henni þó auðvitað sé það hvers og eins að upplifa myndirnar eða flokka eftir eigin vilja. Hann segir jafnframt að sér sé nokkuð sama hvaða titil myndir sínar beri og helst vill hann að fólk titli þær hvert fyrir sig eftir því hvaða tilfinningu það fær við að sjá þær. Sú tilfinning sem var í huga hans þegar hann var að mála hentar kannski ekki öllum ‘og því vill hann ekki vera að túlka þær of mikið fyrir öðrum. Blaðamaður minnist myndar sem heitir Kattarkonan og spyr hvort þar sé kattarkonan úr leðurblöku- manninum mætt á svæðið.„Nei, nei. Þetta var fyrsta myndin sem ég málaði þegar ég kom hingað nú í ágúst. þarna eru einfaldlega kött- ur og kona, kattarkona!" Eins og hér hefur komið fram eru málverkin öll unnin útfrá til- fínningum en öðru máli gegnir um höggmyndirnar sem hann sýnir. Þær eru aliar unnar útfrá ákveðn- um hugmyndum enda er vinnuferlið allt annað og ekki hægt að vinna eins mikið af fíngrum fram í efnið. Þar er hvert smáatriði ákveðið. Dramatíkin og táknrænan er alls- ráðandi og það er saga á bakvið hvern grip. Vængir, hendur, dýr og andlit eru táknin sem koma títt fyrir. Notagildi listaverka Hann hefur stundað margar að- ferðir og tækni innan myndlistar- innar. Málverk, höggmyndir, vegg- myndir, grafík og er auk þess full- menntaður sem kennari í málun og teikningu. Hann telur það hljóta að vera markmið listamanna að þekkja miðlana sem verkin eru unnin í og tæknina sem til þarf. Að hans sögn gæti hann ekki, eins og algengt hefur verið meðal lista- manna í gegnum aldirnar, skissað upp mynd eða hugmynd að mynd og látið svo aðstoðarmenn sína um að færa hana yfir í til dæmis fresku- form. „Það er ekki nóg að listamað- ur hafi hugmyndir, hann verður að geta unnið þær til enda,“ sagði hann. „þetta er svona líkamlegt ferli eða ferðalag frá einum punkti til annars.“ Notagildi listaverka hefur oft verið tilefni vangaveltna hvort sem um huglægt notagildi er að ræða eða notadijúgt í daglega lífinu. Skreyttir veggir á almannafæri eða skúlptúrar þar sem hægt er að geyma í ávexti eru þar á meðal. Finnst þér það bæta verkið ef hægt er að sjá notagildi í því? „Já mér fínnst það. Málverk eru þá frekar á huglægu nótunum en í skúlptúrunum ertu kominn með rými sem er hægt að nota á ein- hvern hátt, og því ekki að nota það!“ sagði hann. En yfír á aðrar nótur, nú ert þú menntaður kennari. Lítur þú á kennslu sem hluta af þinni list? „Ég get eiginlega ekki svarað þessu beint. Þetta er náttúrulega hluti af mínu lífi. Kennslan tók mikinn tíma frá mér og nú er ég að mestu hættur að kenna en ég hef alltaf smá löngun til þess gg hef því alltaf örfáa nemendur. Ég nota kennsluna sem björgunarbelti ef á brattan fer að sækja í listinni.“ Er erfitt að lifa af listinni á Spáni? Ég lifi, þó það sé erfitt fyrir mig því mínar myndir eru oft erfiðar i sölu. Ég geri ólíkar myndir og oft er erfitt að festa á þeim hendur og því erfitt að markaðssetja þær. Hann þekkir nokkuð til íslenskra íistamanna og nefnir þar nokkra málara. Hann segir íslenska málara hæfíleikaríka og það kemur honum mikið á óvart hve mikið er til af góðum listamönnum á landinu og telur íslenska listamenn eiga fullt erindi á spænska grundu enda var sýning eins og Ljós úr norðri - Nor- ræn aldamótalist, sem sett var upp í tveimur borgum á Spáni , gott dæmi um það enda var gríðarleg aðsókn á hana. Spánveijar hafa allt- af haft, áhuga á því hvað er að gerast í norðrinu sagði Amezcua. Amezcua hefur dvalið hér síðan í ágúst og þarf að hverfa aftur til Spánar fljótlega til að undirbúa sýningu sem haldin verður 25. nóvember í grennd við Barcelona. Hann segist vonast til að geta haldið góðum samskiptum við ísland og íslendinga enda fínnst honum hann vera orðinn islenskur að hluta. Þessi þriðja heimsókn markaði tímamót fyrir hann þvi að hans sögn skilur hann fólkið hér betur. og lítur það nú öðrum augum. Sýningin er í Listgalleríinu í List- húsinu í Laugardal og stendur til 30. október. Hún er opin frá kl.13-18 alla virka daga, kl.12-16 á laugardögum og 13-16 á sunnudögum. Kattarkona í ágfíst Erlendir listamenn sem koma til Islands verða oft fyrir miklum hughrifum af náttúrunni. Þóroddur Bjarnason ræddi við listamann sem málaði íslenskt landslag löngu áður en hann kom fyrst til landsins. Landið er eins og segull Umberto Eco hefur sent frá sér þriðju skáldsögu sína „The Island of the Day Before“ (Eyja gærdagsins) sem hann segir vera um það sem menn þrá en sé utan seilingar Synt á dagalínu ÞÉTTVAXINN, skeggjaður og með gleraugu, ágætur enskumaður eftir stöðug ferðalög fram og til baka yfir Atlantshafið undanfarin ár. Umberto Eco er prófessor í táknfræði og skrifar af jafn- mikilli skynsemi um erfið- leikana sem eru því samfara að borða baunir með plast- hnífapörum um borð í flugvél og áhyggjur sínar vegna uppgangs fas- isma víða um heim. En Eco er líklega þekkt- astur sem rithöfundur og hefur nú sent frá sér sína þriðju bók, „The Island of the Day Before“ (Eyju gær- dagsins). Eco öðlaðist heims- frægð fyrir fyrstu bók sína, „Nafn rósarinn- ar“ sem kom út árið 1980 og gerð var kvik- mynd eftir. „Mig lang- aði til að eitra fyrir munki,“ svaraði hann blátt áfram, þegar blaðamaður The Sunday Times innti hann eftir hugmynd- inni að bókinni. „Nafn rósarinnar" seldist í 10 milljónum eintaka en það steig Eco þó ekki til höfuðs. Hann var 48 ára þegar hún kom út og honum lá ekkert á. Næsta skáldsaga „Foucault’s Pendulum" kom útárið 1989 og nú, sex árum síðar, er þriðja skáldsagan „Island of the Day Before“ komin út. Að læra að synda „Mig langaði til að skrifa um náttúruna, en mig vantaði tákn - eitthvað sem myndi greina skáldskap frá fræði- texta. Ég heillaðist af 180. lengdarbaug, sem kallaður er dagalína. Ég hélt því til Fiji-eyja [sem liggja því sem næst á dagalínu] synti þar og kafaði. Að endingu fjallaði bókin þó um mann sem ekki kann að synda - fram á síð- ustu öld voru flestir ósyndir, einnig sjómenn. Svona eyddi ég næstu fjórum árum, í að læra að synda að nýju. Ég fann meira að segja sundleið- beiningar sem skrifaðar voru árið 1697, með myndum þar sem mönnum er sýnt hvernig þeir eiga að fljóta." Roberto della Griva, sögu- hetju Ecos í nýju bókinni, skolar upp í gamlan bát í Suður-Kyrrahafinu, ólíkt Róbinson Krúsó, sem rak á land á eyðieyju. Svo heppi- lega vill til að í bátnum er sjónauki, úrval jurta og grænmetis, klukkur, grappa- flöskur og ferskvatn, und- urfagrir fuglar, sem sumir verpa í bátnum ogjesúíti, faðir Caspar, sem vonast til þess að sjá stjörnufræðina staðfesta í náttúrunni. Hvor- ugur mannanna getur synt til nálægrar eyjar og snýst bókin að mestu um samræður þeirra um náttúruna og raun- veruleikann á meðan Ro- berto lærir að synda. Ný náttúra í nýjum heimi í „Nafni rósarinnar" sveif andi Jorge Luis Borges og Arthurs Conans Doyle yfir vötnum í bland við vísanir í guðfræði miðalda og matar- uppskriftir. I nýju bókinni er aðaláherslan á John Donne, barokk (hlaðstíl) og þann misskilning sem varð til þeg- ar Evrópubúar fóru að horfa á „nýja“ náttúru í nýjum heimi út frá eigin forsendum. Eco fullyrðir að enginn sjái hlutina eins og-þeir eru í raun og veru. Galdur verald- arinnar liggi í rangskynjun- um og skáldskap. „Hver og einn endurspeglar nútimann á einhvern hátt,“ segir hann. „Á 17. öld var Galileó eins mikilvægur samtímamönn- um sínum og Einstein er nú. En barokk-tíminn er ekki síð- ur heillandi sem dæmi um of mikla siðmenningu. Við sjáum dæmi um það í nútím- anum - Benetton-auglýsing er ekkert„raunverulegri“ en ofhlaðin barrokk-skréyting í lofti húss. Landkönnuðir upplifðu náttúruna á einn veg og skrifuðu um hana á annan veg. Ég varð að ímynda mér hvernig sögu- helja mín myndi líta á kóral- rif og fenjavið. Orðið fenja- viður var ekki til á þessum tíma en trén eru kölluð köng- ulóartré á Flórída, með vísan til útlits þeirra. Og þannig lítur Roberto á þau.“ Eco hefur fullyrt að til að skrifa um tilfinningu á borð við ást, megi menn ekki vera helteknir af tilfinningunni, heldur eigi þeir að muna hana og horfa á hana úr fjar- lægð. „Sjáðu þessa bók,“ seg- ir hann og bendir á eintak af „Eyjunni". Hún er um eyju sem er utan seilingar, hlut sem menn þrá en geta ekki höndlað. Ég hef upplifað slíkt, rétt eins og aðrir... Það er sammannleg reynsla en til að breyta henni í bókmenntir er best að nota skrúðmælgi barrokktímans. Það er rétta tungumálið." Leitar ekki huggunar Eco býr í Bologna og hefur undanfarin tuttugu ár kennt táknfræði við háskólann þar í borg. „Tákn - táknfræði er í öllu svo að ég get í raun réttlætt það að hafa áhuga á öllu,“ segir hann. Eco er þó sjaldan lengi í Bologna í einu, hann er á sífelldum ferðalög- um til að halda fyrirlestra og kynna verk sín. Blaðamaður Independent spurði hann á dögunum hvaða tilgang bókmenntir hefðu. Eco svarar því til að þær séu til að uppfræða les- andann. Kenna honum að vænta ekki hughreystingar í bókmenntum, heldur vanda- mála og spurninga. „Það er líklega þung- amiðja starfs míns, að leita ekki huggunar, ekki að láta bækurnar enda vel. Ég held að allir rithöfundar skrifi til að lýsa einhveiju yfir um lífið. Mín yfir- lýsing er sú að menn eigi ekki að leita hug- hreystingar því að lífið er ekki auðvelt. Ég er ekki einn um að hafa komist að þessari nið- urstöðu.“ Of mikið magn upplýsinga Eco hefur ævinlega verið hallur undir tæknina og tekið undir með mönnum á borð við Marshall McLuhan, sem telja að öld tækni- upplýsingarinnar sé upp runnin. Hann hefur m.a. kynnt sér alnetið. „Ég skoða netið í nokkrar klukkustund- ir í hverri viku. Vandinn - dýrðlegur vandi í raun og veru - er sá að maður veit ekki hvað maður kann að finna. Það er of mikið af öllu. Að endingu getur of mikið af upplýsingum lamað mann, rétt eins og matur, svefn og ást í óhófi. Maður einn í Bandarikjunum hefur birt myndir af ristli sínum á al- netinu og það finnst mér makalaust. Að hugsa sér að menn noti tæknina til að sýna almenningi innyfli sín. Framtíð menntunar liggur í því að kenna fólki að velja og hafna upplýsingum. Ég er farinn að kenna nemend- um mínum listina að vinsa úr. Hvernig vita menn hvað muni koma þeim að gagni? Hvernig safna menn nægum upplýsingum um upplýs- ingar? Þetta er miklu ánægjulegri vandi en Stóra- bróður vandinn sem menn stríddu við undir stjórn kommúnista, sem snerist í raun um hvort að menn voru heilaþvegnir éða ekki. En ég geri ráð fyrir að þessi sé ekki síður alvarlegur." Spurningin sem vaknar eftir útkomu nýjustu bókar- innar, er hvaða timabil Eco muni velja næst? Færir hann sig hægt og rólega í átt að nútímanum? „Ég veit það ekki. Ég verð að finna mér annað tákn, þá mun sagan fylgja í kjölfarið. Mér finnst hábölvað að senda frá mér skáldsögur, mér finnst ég einn og yfirgefinn fyrst á eftir. Að skrifa skáld- sögu er aðeins byrjunin. Mað- ur eyðir sex árum í að kanna heim sem vekur áhuga manns og vonar að almenn- ingi finnist hann áhugaverð- ari en að horfa á myndir af ristli einhvers." UMBERTO Eco: Mér finnst hábölvað að senda frá mér skáldsögur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.