Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 10
10 C LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS Árnason og Keltamir. Morgunblaðið/Ásdís Kvikur og steindauðir Jónas o g Keltamir í VÆNDUMeru þrennir tónleikar með Jónasi Áraasyni og Keltum á litla sviði Borgarleikhússins. Þeir fyrstu verða mánudags- kvöldið 16. október, kl. 20.30. Eftir Jónas liggja fjölmörg verk, leikrit, sögur og yrkingar í bundnu máli. Sú tónlist sem stað- ið hefur skáldinu hvað næst hjarta eru írsku og skosku þjóðlögin, en við þau hefur hann ort ótal kvæði. Kveðskapurinn sprettur úr ís- lensku samfélagi og lýsir pers- ónulegri reynslu og kynnum Jón- asar af ólíku fólki og margvísleg- um málefnum, en hann starfaði árum saman sem þingmaður. Keltar er hópur hljóðfæraleik- ara sem undir þessu nafni hefur einbeitt sér að flutningi írskrar og skoskrar þjóðlagatónlistar. Þeir leika á hefðbundin þjóðleg hljóðfæri og hafa tileinkað sér þjóðlega tækni. Keltar hafa starf- að saman með nokkrum hléum allt frá lokum áttunda áratugar- ins, en í flokknum eru nú Eggert Pálsson, Guðni Franzson, Sean Bradley og Einar Kristján Einars- son, en þeir eru allir menntaðir og starfa sem klassískir tónlistar- menn. Samstarf Jónasar Árnasonar og Kelta hófst fyrir rúmu ári og hafa þeir komið nokkrum sinnum fram á tónleikum síðan. Tónleik- arnir í Borgarleikhúsinu verða teknir upp fyrir geisladisk sem væntanlegur er á markað í upp- hafi næsta árs, en þá verður einn- ig tekið til sýninga nýtt leikrit eftir Jónas. Einnig verður unninn sjónvarpsþáttur í tengslum við tónleikana. Jónas og Keltar munu, eins og áður segir, halda þrenna tónleika í Borgarleikhús- inu. Þeir fyrstu verða mánudags- kvöldið 16. október kl. 20.30, aðrir tónleikarnir laugardaginn 21. október kl. 16.00 og þriðju tónleikarnir mánudaginn 23. október kl. 20.30. Meðal gesta á tónleikunum má nefna hörpuleik- arann Elísabetu Waage og rithöf- undinn Einar Kárason. KVIKMYNPIR Stjörnubíó, Sagabíó SÁ KVIKI OG SÁ DAUÐI (THE QUICK AND THE DEAD) Vi Leikstjóri Sam Raimi. Kvikmynda- tökustjóri Dante Spinotti. Tónlist Alan Silvestri. Aðalleikendur Sharon Stone, Gene Hackman, Leonardo DiCaprio, Lance Henriksen, Gary Sinise, Pat Hingle, Woody Strode. Bandarisk. TriStar 1995. í NÖTURLEGU krummaskuði í Villta vestrinu ríkir sadistinn og byssubófinn Herod (Gene Hack- man) með harðri hendi. Á að baki blóðidrifinn glæpaferil og eiga hon- um margir grátt að gjalda. Þeirra á meðal valkvendið Ellen (Sharon Stone), sem er komin til bæjarins ásamt fjölda annarra til að taka þátt í árlegri drápskeppni. Fara keppendur, tveir og tveir, í einvígi á aðalgötunni og áfram er haldið uns einn stendur -uppi. Bæði eru verðlaunin góð og þá hyggst hún senda Herod inn í eilífðina, en hann er einn keppanda. Þessi fátæklegi söguþráður held- ur ekki uppi tveggja tíma mynd, hann er farinn að endurtaka sig eftir hálftíma. Ekki bætir úr skák að nánast eina kryddið eru síendur- teknar lýsingar á ómennsku Herods. Hlutverk sem Hackman hefur verið að leika af og til alla sína tíð og afgreiðir af slíku öryggi að maður er nánast farinn að halda með þorparanum. Hann er sá eini kviki hér, annað leikaralið svo blóð- laust og klisjukennt að leitun er að öðru eins. Stone er dubbuð upp í hlutverk einfarans sem ríður inn í bæinn til hefnda. Rembist sem mest hún má að vera Eastwood með þvílíkum afleiðingum að maður vonar að hún liggi í valnum í fyrstu umferð. Slík óskhyggja er vitaskuld þvert á stefnu sögunnar. Stone er nú að leika í þriðja skellinum eftir Ógnareðli og hlýtur að vera orðin völt i sessi sem ein af toppstjömum kvikmyndaborgarinnar. Aðrar persónur eru ekki hótinu skárri. Lance Henriksen er hér við botninn á ferlinum í svo vondu hlut- verki að það er jafnvel skaðvænlegt framtíð leikara sem lengst af hefur verið kenndur við rusl. Dapurlegt er að sjá til jafn góðra leikara og DiCaprio og Gary Sinise, sem hvor- ugir eiga heima hér. Woody gamli Strode fer með veggjum enda vanur útreiðum með alvörumönnum eins og Eastwood, Fonda og Leone. Það kemur spánskt fyrir sjónir að sjá svo marga ágætisleikara, frábæran tökustjóra og tónlistar- mann, viðriðna slíkan hortitt. Ætli þeir hafi fengið, eins og fleiri, augnablikstrú á Sam Raimi, sem greinilega á að halda sig áfram við sínar ódýru hryllingsmyndir. Ekki er síður undarlegt að þessi uppá- klædda B-mynd fær A-mynda með- ferð og sýnd í tveimur kvikmynda- húsum! Áhorfendur fara senn að gera sér grein fyrir að slíkur sýning- armáti þarf ekki að vera meðmæli með söluvörunni heldur aðferð til að draga þá á asnaeyrunum. Sæbjörn Valdimarsson r 1 HOLLENSKI málarinn Piet Mondr- ian var 68 ára gamall þegar hann kom til New York í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari. Fjór- um árum síðar dó hann. Maður skyldi ætla að listamaður, sem hrekst frá heimaslóðum sínum á efri árum, eftir að hafa skapað stefnu og stíl, eigi varla eftir að bæta miklu við. En þannig var því ekki varið um Mondr- ian. New York-árin fjögur voru nýr kafli í ævi hans, borgin hafði sterk áhrif á verk hans, og svo fijó að sumir vilja meina að þau séu hápunkturinn á.ferli hans. Það er'líka sú tilfinning sem maður fær af að skoða yfirlitssýningu á verkum Mondrians sem nýlega var opnuð í Museum of Modern Art í New York. Sýningin spann- ar 44 ár, byijar með hæglátum landslags- myndum frá Hollandi í upphafi aldarinnar, fikrar sig í gegnum hin ýmsu skeið á ferli listamannsins, tímabil guðspekiáhrifa og kúbisma og sýnir nokkuð vel þróunina til abstrakt-málverksins sem Mondrian er frægur fyrir og sem hann gerði frægt. Stærstur hluti sýningarinnar er helgaður tímabilinu frá 1917 til 1939, þegar Mondr- ian málaði „hreinar" abstraktmyndir, í stíl sem hann kallaði nýmót (Neo-plasticisme), þar sem svartar línur skipta myndfletinum í ramma sem eru ýmist ljósir eða í frumlit- unum. í síðasta salnum hanga fáein verkanna sem Mondrian gerði eftir að hann kom til New York. Þau eru öll léttari en fyrri verk- in. Svörtu línurnar þoka og hverfa fyrir gulum og þótt litunum fjölgi ekki er frjáls- legar með þá farið. Það sem þó er kannski merkilegast við þessar myndir er að hvað sem allri abstraksjón líður, minna þær sterkt á borgina. Þetta á sérstaklega við um „Broadway Boogie Woogie“, sem var máluð veturinn 1942-43. í henni má sjá, ef maður vill, ferkantaða götuskipan borg- arinnar og sístreymi mannlífs og umferðar. En í samsetningu gulra, rauðra, blárra og ljósra ferhyminga er líka einhverskonar tilvísun til djassins, eins og borgarlífið renni út í krómatískan skala. Og það má líka til sanns vegar færa, því Mondrian var frá því snemma á þriðja ártugnum ákafur djassunnandi. Með síðustu verkum sínum hafði Mondr- ian áhrif á myndlistarmenn sem voru að taka út þroska sinn í New York á þessum árum, ekki síst Jackson Pollock. Mondrian mun raunar hafa hneykslað marga aðdáend- ur sína skömmu fyrir dauða sinn með því að fara viðurkenningarorðum um verk Mondrian í Museum of Modern Art Hvað á Beckett sameiginlegt með Mondrian? Þetta er — :------------------- spuming sem Jón Olafsson veltir fyrir sér í New York þessa dagana. Hann mælir með því að þeir sem eiga erindi til New York á næstu mánuðum og hafa snefíl af listaáhuga geri sér ferð á Mondrian-sýninguna í Museum of Modem Art. Pollocks, sem þá voru al- mennt alitin hin mestu klessuverk. Þeir sem eiga erindi til : New York á næstu mánuð- um og hafa snefil af listaá- huga ættu tvímælalaust að gera sér ferð á Mondrian- sýninguna í Museum of Modem Art. Það er ekki bara að hún gefi gott yfir- lit yfir myndlistarferil hans, hún sýnir líka þessi sér- kennilegu áhrif sem New York hefur haft á svo marga evrópska listamenn, ekki síst þá sem eins og Mondrian voru móttækilegir fyrir léttleikan- um í amerískri menningu. Hvað á Beckett sameiginlegt með Mondrian? En það er líka eitthvað í verkum Mondr- ians sem höfðar til Ameríkumanna og þá sérstaklega New York-búa. Kannski er það mínímalisminn, þessi leikur að sáraeinföldum formum, sífelldar endurtekningar sem þegar minnst varir geta af sér eitthvað alveg nýtt. Þannig er djassinn líka, einfaldur í stefinu en óendanlega margþættur í útfærslunni. Þótt leikskáldið Samuel Beckett og Piet Mondrian séu nú ekki oft bornir saman, kann að vera að svipuð skýring sé á því hve endalausar vinsældir Becketts eru í New York. Leikrit Becketts eru á sama hátt leik- ur að einfaldleikanum. Mannlífíð dregið sam- an í örfáar endurteknar hreyfingar, svipbrigði og orðaleppa, sem samt geta haft svo ótrúlega sterk áhrif. Þessar vikurnar er verið að sýna tvö leikrita Beck- etts í borginni, „Beðið eftir Godot“ og „Endatafl" og í tveimur listdanshúsum er verið að sýna ballettverk byggð á leikritum Becketts. I Joyce Theater er Compagnie Maguy Marin að sýna „May B“, nútíma- ballett sem við fyrstu sýn virðist ekki mikill Beekett að öðru leyti en því að í seinni hluta verks- ins birtast persónurnar úr þekktustu leikrit- um hans eins og klisjur á sviðinu með ein- kennandi hreyfingum, hiki og svipbrigðum. En allt verkið dregur fram sum sterkustu einkenna leikrita Becketts án þess að vera nokkurn tíma bein útfærsla á einstökum þáttum þeirra. Raunar fær maður á tilfinninguna að með snjöllum dansatriðum og jafn góðum hópi dansara og Compagnie Maguy Marin megi láta Beckett taka sjálfum sér fram. Myndirn- ar sem hægt er að draga fram með fyrirferð- armiklum hópsenum, endurteknum hreyfing- um og hljóðum á borð við hósta, muldur og ræskingar, eru sterkar og þegar ein eða tvær persónur eru að bardúsa á sviðinu i dofnandi ljósi finnst manni vandræðalegt fátið og hikandi skrefin gera öll orð óþörf. N E W Y O R K Og ef það var mannleg tilvera, angist, von- leysi og furða sem var yrkisefni Becketts þá er þessi sýning sannarlega að kafa í sama hyldýpi. Ef marka má viðtökurnar geta Beckett- leikarar og -dansarar lengi enn sáð í New York-akurinn. Compagnie Maguy Marin, sem er franskur hópur, hefur áður sýnt „May B“ í New York og fyllir húsið á hverri sýningu. íslenskur leikari í Greenwich Village En burtséð frá því hvort það er míníal- ismi, Becketts eða Mondrians, sem heldur áfram að höfða til fólks í New York, er rétt að geta þess að um þessar mundir eru fleiri íslendingar á fjölunum hér í borg.en Kristján Jóhannsson. í haust lék ungur leikari, Bjarni Haukur Þórsson, annað aðalhlutverkið í leik- ritinu „Standing on my knees“ eftir John Olive, sem sýnt var í Westbeth-leikhúsinu í Greenwich Village. Bjarni útskrifaðist úr American Academy of Dr.amatic Artists í febrúar síðastliðnum. Tveir íslendingar til viðbótar standa að sýn- ingunni, þeir Einar Sveinn Þórðarson og Jón Gunnar Jónsson. Leikritið fjallar um ungt skáld, Catherine (leikin af Ellora Patnaik), sem á við geð- veiki að stríða og er nýkomin út af geðdeild þegar hún kynntist Robert, en hann er leik- inn af Bjarna. Robert fæst við verðbréfavið- skipti, en er þó ekki ánægður með hlut- skipti sitt og sveiflast á milli kvíða um að standa sig ekki í vinnunni og löngunar til að gera eitthvað annað og frjórra. Með Robert og Catherine tekst heldur stormasamt ástarsamband. Hún þarf að taka lyf sem eyðileggja skáldskapargáfuna og lif- ir í stríði við sjálfa sig og útgefanda sinn, Alice, um hvort hún eigi að stefna að rólegu lífi á lyfjum og með Robert, eða tefla í tví- sýnu með því að reyna að endurheimta hæfi- leikana úr klóm lyfjadrómans. Robert finnst líf hennar heillandi en sér ekki að skáldi geti verið nein hindrun að geðveiki og skilur þess vegna ekki vel hvað hún á við að stríða. Honum finnst hans eigin vandræði yfrið meiri, ekki síst þegar hann missir vinnuna og þarf að byija upp á nýtt með tvær hend- ur tómar. En það er víst ekki rétt að segja meira um söguþráðinn, því þeir félagar hafa áhuga á því að sýna leikritið á íslandi. Uppfærslan er mjög vönduð og þótt leikritið sjálft sé yfirborðslegt á köflum, bætir leikur þeirra Bjarna og Elloru þar úr, því hann er með ágætum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.