Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Wjýmittbifrifr 1995 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER BLAÐ D GOLF / HEIMSMEISTARAKEPPNIN I HOLUKEPPNI Ernie Els sjaldan eikið betur ERNIE Els, sem á titil að verja í heimsmeistarakeppninni í holu- keppni, hefur sjaldan leikið betur en í gær þegar hann sigraði Bandarikjamanninn Lee Janzen i átta manna úrslitum. Els tryggði s^r sigur þegar þrjár holur voru eftir og mætir Bern- hard Langer í undanúrslitum í dag en Langer haf ði betur gegn Nick Price á síðustu holu. Costantino Rocca sló Ben Crenshaw úr keppni þegar tvær holur voru eftir og mætir Ástral- anum Steve Eikington í undan- úrslitum en Elkington sigraði Colin Montgomerie á síðustu holu. A myndinni horfir Els á eftir boltanum en svipurínn á Janzen til hægri gefur vonbrigði til kynna. Reuter Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA: Vinn með KSÍ að vexti og viðgangi knattspyrnunnar GUÐJÓN Þórðarson, nýráðinn þjálfari íslands- meistara í A, til næstu fjögurra ára, fór á fund Eggerts Magnússonar, f ormanns KSÍ, í gær vegna ummæla sinna í garð KSÍ á dögunum og sagði við Morgunbiaðið að fimdi loknum að farið hefði verið yfir málin og borðið hreinsað. „Öll misklið er úr sögunni og það er enginn kali á milli okkar," sagði Guðjón. „Eggert stiórn- ar KSÍ áfram af krafti og festu og ég held minu striki en þar sem leiðir liggja saman munum við hér eftir sem hingað til vinna saman að vexti og viðgangi knattspy rnunnar á íslandi í þeim tíl- gangi að efla hana og styrkja." Skagamönnum boðið á mót við Persaflóa KNATTSPYRNUFÉLAG ÍA hefur tekið boði um að íslandsmeistararnir taki þátt í fjögurra liða móti í Abu Dhabi í Sameinuðu arabisku fursta- dæmunum í byrjun desember. Þegar íslandsmeist- aratitillinn var í höfn var ÍA boðið að taka þátt í umræddu móti félaginu að kostnaðarlausu og var jákvætt svar sent á umbeðnum degi í liðandi viku. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, formanns Knattspyrnufélags í A, hafa Skagamenn alltaf öðru hverju fengið ámóta boð síðan þeir fóru í þríggja vikna boðsferð tíl Indónesíu 1978. Víða væri vel fylgst með árangri liðsins og þessi boð staðfestu það, en stundum hefði ekkert orðið af ferðum þegar á hefði reynt. Því hefðu menn van- ið sig á að taka sl íku m boðum með fyrirvara, en standi umrætt boð verður farið. MetþátttakaíHM í GÆR höfðu 169 knatt-spy rnusambönd tilkynnt þátttöku i næstu heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu en úrslitakeppnin verður i Frakklandi 1998 og verður dregið í ríðla í París 12. desem- ber. 144 þjóðir voru með í HM1994 en 193 þjóð- ir eru innan Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA og hafa aldrei fieirí verið skráðar í HM. 50 landslið frá Evrópu eru skráð tíl keppni i HM; 36 frá Afríku, 35 frá Afrflcu, 28 frá Mið- og Norður-Ameríku, 10 frá Suður-Ameríku og 10 frá Eyjaáifu. Enn geta lið bæst við, m a, er möguleiki á 13 tíl viðbótar frá Afríku. ÞOLFIMI Magnús skipuleggur heims- reisu þekktra þolfimikappa MAGNÚS Scheving þolfimi- kappi hef ur verið á faraldsfæti allt þetta ár, en hann var kjör- inn íþróttamaður ársins 1994. Hann hefur kennt á mann- mörgum ráðstefnum víða um heim og vinnur nú að heims- , ¦ reisu með f remstu þolf imi- keppendum og kennurum á al- þjóðlegum vettvangi. Eg hef unnið að þessu ásamt Árna Geir Pálssyni, en ég hef kynnst flestum af bestu kennurum og HBBBiM keppnisfólki heims, Gunnlaugur bæði þegar ég hef Rógnvaldsson keppt og á þeim ráð- skrifar stefnum, sem ég hef kennt á. Við ætlum að fara í sex vikna ferð með hópinn og kenna þolfimi um allan heim," sagði Magnús Scheving. Hann hefur víða vakið athygli og í Englandi er Tee Dobinsson, umboðsmaður hans, að vinna að því að hann verði látinn sýna hjá bresku konungsfjölskyld- unni innan skamms. Þessa dagana hugar Magnús að þátttöku í stórmóti í þolfimi, sem verður hérlendis í nóvember. Hug- myndin er að fá Evrópu- og heims- meistara kvenna í mótið, sem gefa mun rétt til þátttöku í fyrsta heims- meistaramóti alþjóðafimleikasam- bandsins í París um miðjan desem- ber. „Ég er rnjög spenntur fyrir heims- reisunni, er m.a. búinn aífá Japan- ann Kenjiro, sem ég keppti við í tvígang á heimsmeistaramótinu, til að koma með. Þá mun Evrópu- og heimsmeistarinn Carmen Valderas frá Spáni koma, einnig Nýsjálend- ingurinn Marcus Irving sem varð heimsmeistari og þykir einn besti kennari heims og Dona Richardson frá Bandaríkjunum. Hún var nýlega valin besti þolfimikennari heima- lands síns af fagfólki. Við verðum væntanlega tíu saman og förum til 27 borga á sex vikum," sagði Magn- ús. Hann þekkir það vel að flakka um heiminn, á þessu ári hefur hann verið á ítalíu, í Þýskalandi, Eng- landi, Finnlandi, á Spáni, ítalíu, í Búlgaríu og Noregi. I Berlín fylgd- ust 20.000 manns með æfingapró- grammi hans á heimssýningu fim- leikafólks. „Mér finnst ekki margir vita margt um ísland, þótt Björk hafí aukið hróður landsins á sinn hátt. Það er enn litið á okkur sem hálfgerða molbúa og. mætti bæta markaðssetningu ferðamála á er- lendum vettvangi. Það er líka alltof dýrt að fljúga héðan ef fólk vill ferð- ast frá landinu, ég hef kynnst því á mínum ferðalögum." Magnús hefur ekki keppt í þolfimi síðan á Evrópumeistaramótinu, en sigurvegari haustmótsins hérlendis kemst á heimsmeistaramótið í París. Þá verður keppt eftir nýjum reglum alþjóða fimleikasambandsins. „Þetta verður eins og að byrja nýja íþrótt með þessum reglum. En það er spennandi mál að viðurkennt sam- band innan alþjóða íþróttasam- bandsins skuli hlúa að íþróttinni. Ég hef ekki haft tíma til að keppa á minni mótum, sem eru haldin víða, enda nóg líkamlegt álag í því sem ég Jief verið að vinna undanfarna mánuði. Ég vona samt að ég hafi engu gleymt og nýju æfingarnar falli að stíl mínum að einhverju leyti," sagði Magnús. HANDKNATTLEIKUR: EVRÓPUKEPPNIN ER ORÐIN FJÁRHAGSLEGUR BAGGI / D2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.