Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 2 D LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Akureyri Stavanger Líibeck Hamborg ÞÝSKA- belgia' Meeuwen HAND- q? . BOLTAMENN 1 i LÁNCFERÐUM Víkingur til Póllands Stórleikir ÍSLENSKU sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á sannkallaða stórleiki frá Englandi og Ítalíu í beinni út- sendingu um helgina. RÚV verður með viðureign Manchester United og Manchester City í dag og Stöð 2 leik AC Milan og Juventus á morgun. Báðir hefjast leikirnir kl. 14. Eric Cantona, sem meiddist lítil- lega í leik með varaliði United á dögunum, er í leikmannahópnum í dag og gæti orðið með. Það kemur reyndar ekki í ljós fyrr en eftir létta æfingu fyrir hádegi í dag hvort hann verður í byrjunarliðinu eða á bekknum. AC Milan verður án Robertos Baggios og Dejans Savicevics, sem eru meiddir og Demetrio Albertini verður einnig illa fjarri góðu gamni — er í leikbanni. Milan er efst á Ítalíu, einu stigi á undan Juventus. Sá frábæri leikmaður Zvonimir Boban, fyrirliði króatíska landsliðs- ins, kemur inn á miðjuna fyrir Al- bertini — og verður þar ásamt F rakkanumfirnasterka Marcel Desailly og Itölunum Roberto Donadoni og Stefano Eranio. í fremstu viglínu verða Marco Sim- one og líberíski snillingurinn Ge- orges Weah. Juve stillir hins vegar upp þriggja manna framlínu, þeim Fabrizio Ravanelli, Gianluca Vialli og Alessandro Del Piero sem allir hafa farið á kostum undanfarið. UM HELGINA Handknattleikur Sunnudagur: Evrópukeppni félagsliða KA-húsið: KA - Viking Stavanger..kl. 16 Varmá: UMFA-NegotinoMaked.:....kl. 20 2. deild karla: ísafiörður: Bl-ÍH.............kl. 13.30 Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deild karla: Isafjörður: KFÍ - Stjarnan....kl. 13.30 Styitkishólmur: Snæfell-ÍH.......kl. 16 Þorlákshöfn: Þór-Selfoss.........kl. 16 Sunnudagur: Úrvalsdeild: Njarðvík: UMFN - Skallagr........kl. 16 Keflavík: Keflavík - UMFG........kl. 20 Sauðárkr.: Tindastóll - ÍA.......kl. 20 Seljaskóli: ÍR-Valur.............kl. 20 Strandgata: Haukar-KR............kl. 20 Smárinn: Breiðablik - Þór Ak.....kl. 20 Mánudagur: 1. deild kvenna: Kennaraháskóli: tS - Breiðablik..kl. 20 Karate íslandsmótið í karate fer fram í Smáranum í Kópavogi í dag. Keppt verður í Kumite karla og kvenna. Mótið hefst kl. 12.30 og verða úrslit um ki. 15.30. Borðtennis Á morgun, sunnudag, verður Pizzahúsmótið í borðtennis haldið í TBR-húsinu. Keppt verður í 7 flokkum og hefst keppnin kl. 10. Badminton Einliðaleiksmót TBR í badminton verður í TBR-húsinu um helgina. Blak Islands- og bikarmeistarar HK mæta Holte frá Danmörku í Evrópukeppni meistaraliða í íþróttahúsinu í Digranesi í dag kt. 14. FELAGSLIF Skógrækt á Ásvöllum Knattspyrnufélagið Haukar verður með skógræktardag á Ásvöllum 1 dag. Félaginu hefur áskotnast fjöldi trjáplantna sem á að koma í jörðu og ætla Haukar að heijast handa kt. 13. Konukvöld Fram Konukvöld Fram verður haldið laugardag- inn 21. október kl. 19.30 í Framheimilinu. Einar Kárason og Ómar Ragnarsson skemmta ásamt fleirum. Evrópukeppnin er orðin fjár- hagslegur baggi EVRÓPUKEPPNIN í handknattleik hefur lengi verið þungur fjár- hagslegur baggi á íslenskum félagsliðum, sem hafa tapað háum fjárhæðum við það eitt að taka þátt f Evrópukeppni og hefur það tap farið hátt í 20% af ársveltu handknattleiksdeilda. íslands- meistarar Vals voru alvarlega að hugsa um að draga lið sitt úr Evrópukeppni meistaraliða á dögunum, þegar Ijóst var að kostn- aður við að leika gegn CSKA Moskvu yrði ekki undir tveimur millj. kr, en síðan náðist samkomulag við rússneska liðið um að liðin mættust á miðri leið — léku leiki sína f Liibeck í Þýska- landi. Valsmenn fóru til Þýskalands og var það einn stjórnarmað- ur Vals sem borgaði ferðina, um eina milljón krónur, úr eigin vasa. Valsmenn unnu frækilegan sigur á marki Ólafs Stefánsson- ar — beint úr aukakasti þegar leiktíminn var úti. Það aukakast getur orðið Valsmönnum þungur baggi. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Það má með sanni segja að ís- lensk félagslið séu í átthaga- fjötrum, því að ferðakostnaður frá og til landsins er geysilegur. Afleið- ingarnar eru að ís- lensk lið reyna að selja leiki sína úr landi til að koma í veg fyrir fjár- hagslegan skaða sem erfitt er að brúa. Þetta er ekki aðeins að ger- ast á íslandi, heldur víða í Evrópu — félög hafa ekki bolmagn að ferð- ast langt og hafa lið hreinlega hætt við þátttöku, gefið leiki sína, mætt ekki eða þá selt þá til liða sem hafa fjárhagslegt bolmagn til að taka þátt í keppninni. Kostnaður liða á Islandi við að leika í Evrópu- keppninni getur orðið um tvær milljónir við að leika heima og heim- an og um ein millj. við að leika báða leikina úti. Þá aðeins verið að ræða um eina umferð — tekjur á móti eru litlar. Þegar íslensk karla- lið hafa leikið gegn lítt þekktum liðum hafa um 200 áhorfendur mætt á leikina og ástandið er verra í sambandi við kvennalið, þar sem um fimmtíu áhorfendur hafa mætt á leikina. Það gefur augaleið að ekki koma inn tekjur vegna áhorf- enda — það er einn af stóru höfuð- verkunum við þátttöku liða í Evr- ópukeppni. Meira að segja hafa þekkt lið eins og Essen, sem lék gegn FH-ingum fyrir tveimur árum, ekki náð að laða að áhorfendur. Hverjir eru kostnaðarliðir við að taka þátt í Evrópukeppninni? Fyrst má telja ferðakostnað, þá þurfa lið- in að sjá um uppihald og færði fyr- ir mótherjana þegar þeir koma hingað til landsins og þurfa að greiða ferðir, uppihald og dagpen- inga fyrir dómara og eftirlitsmann. Kostnaður við fyrstu umferð get- ur farið átt í tvær millj. kr. og ef liðin komast áfram — í aðra um- ferð, þriðju umferð og jafnvel lengra, hleður kostnaðurinn upp á sig, þannig að róðurinn við að fjár- magna þátttöku verður alltaf erfið- ari og erfiðari. íslensk körfuknatt- leikslið hafa hætt við að taka þátt í Evrópukeppni, hafa ekki bolmagn til þess, að aftur á móti er stór- gróði hjá knattspyrnuliðum sem taka þátt í Evrópukeppni — þau fá fjórar milljónir frá Knattspyrnu- sambandi Evróþu, UEFA, fyrir hveija umferð, þannig að árangur gefur alltaf meiri og meiri peninga í kassann. A sama tíma og Skaga- menn töpuðu tugum milljóna við að komast ekki áfram úr viðureign- um sínum við Raith Rovers, voru íslensk handknattleikslið að tapa milljónum við að vera með. Það hefur oft verið sagt að það græði allir á þátttöku, nema þátttökuliðin — Flugleiðir fá sinn pening fyrir flutninga, hótel, veitingastaðir og ýmsir þjónustuaðilar fá sína pen- inga frá félögunum, sem fjármagna starfssemi sína, ef þau geta það, með betli. Þess má geta að hér áður fyrr þótti það sjálfsögð umbun fyrir stjórnarmenn að þeir færu sér að kostnaðarlausu með liðum út til leikja í Evrópukeppni. Nú er það orðið svo að stjórnarmenn verða að greiða ferðir sínar sjálfir, ef þeir hafa áhuga á að fara með. Það gerði Bynjar Harðarson, formaður handknattleiksdeildar Vals, á dög- unum, þegar Valsmenn fóru til Þýskalands og það gerði einn stjórnarmaður Aftureldingar, þegar liðið fór til Makedóníu. Alvarlegt ástand Brynjar Harðarson, formaður handknattleiksdeiidar Vals, sagði að ástandið vegna þátttöku í Evr- ópukeppni væri alvarlegra en menn gerðu sér grein fyrir. „Það eiga eftir að verða miklar umræður um þátttöku liða í Evrópukeppninni. Kostnaður okkar Valsmanna við leikina gegn CSKA Moskvu er ekki undir einni milljón króna og þar sem keppnistímabil okkar er að byija eru ekki miklir peningar í kassan- um, þannig að einn ákveðinn stjórn- armaður varð að leggja út fyrir ferðinni úr eigin vasa. Á sama tíma og styrktaraðilar hafa verið að draga úr styrkjum til félaganna, höfum við mætt skiln- ingsleysi hjá opinberum aðilum, Reykjavíkurborg og bönkum. Vals- liðið hefur náð frábærum árangri á undanförnum árum — hampað meistaratitli ár eftir ár. Við urðum að væla út þrjúhundruð og fimmtíu þúsund króna styrk frá Reykjavík- urborg á sama tíma og kvennalið Stjörnunnar fékk sjö hundruð og fimmtíu þúsund' króna styrk frá Garðabæ þegar það varð Islands- meistari. Það verður alltaf erfiðra og erfið- ara að fjármagna íþróttastarfssem- ina. Það koma ekki nægilega marg- ir áhorfendur á heimaleiki okkar, þar sem Valsmenn eru orðnir vanir því að fagna titlum — verða ís- lands- og bikarmeistari. Árangur liðsins gegn CSKA Moskva var stór- kostlegur, en það var ekki stokkið upp til handa og fóta til að fagna. Það hefði verið gert hjá öðrum lið- um — haldin sigurhátíð í marga daga. Það er ekki hægt að loka augun- um fyrir því að hinn mikli kostnað- ur við þátttöku í Evrópukeppni dregur kraft úr félögum og það kemur niður á unglingastarfinu. Ef þessi þróun verður áfram tel ég að það sé stutt í það að íslensk lið hætti þátttöku í Evrópukeppni," sagði Brynjar. - Fær Valur ekki styrk frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, í sambandi við þátttöku í Evrópukeppni meistaraliða? „Nei, þetta er ekki eins og knatt- spyrnunni, þar sem miklir styrkir fást við þátttöku. íþróttabandalag Reykjavíkur greiðir að vísu fimmtíu prósent af tapi okkar við þátttöku í Evrópukeppni." Brynjar sagði að ástandið væri að verða það alvarlegt, að það sé erfitt að fá sjálfboðaliða til að Nescafé OPIÐ GOLFMÓT Styrktarmót vigna þátttöku sveitar Keilis í Evrópukeppni félagsliða í golfi verður haldið laugardaginn 14. október nk. Glæsileg verðlaun veitt fyrir 12. og 3. sæti með og án forgjafar. Aukaverðlaun næst holu á 16. flöt. Hólmagolfið verður á sínum stað með sér verðlaun. Ræst verður út frá kl. 9.00. Skráning rástíma í síma 565-3360. Bakhjarl að mótinu er Gunnar Kvaran hf., umboðsmaður Nescafé á íslandi KA til Noregs Keflavík Afturelding til Makedóníu Fram t il Belgíu Stjarnan til Crikklands Valur til MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 D 3 + Dagur/Bjöm Gíslason STUÐNINGSMENN KA veittu leikmönnum KA mikinn stuðning í fyrri leiknum í Stavangri, eins og sést hér á myndinni að ieik loknum, þegar þeir fagna sínum mönnum. Það verður örugglega mikil stemmning í KA-húsinu á morgun. standa í því að reka íþróttafélög, enda væri það ekki nema vinna og aftur vinna. „Starfsemin er að verða skrifstofuvinna. Við þurfum að greiða sex prósent í tryggingjagjald vegna dómara, standa í skilum á staðgreiðslu skatta og virðisauka. Dómarakostnaður er orðinn geysi- lega mikill — við þurfum að greiða dómurum tólf til átján þúsund krón- ur á leik,“ sagði Brynjar, sem sér ekki annað, en næsta skref sé að gera íþróttafélög að hlutafélögum. Valur og Víkingur, ásamt FH, :edonia, Negotino GRIKKLAND V5 Aþena ■ eru þau lið sem hafa náð bestum árangri í handknattleik hér á landi á undanförnum árum — þessi lið hafa tapað mestu á þátttöku í Evr- ópukeppninni. Víkingar ákváðu að leika báða leiki sína í EHF-keppn- inni gegn tékkneska liðinu Gum- amy HC Zubri í Tékklandi — töldu sig ekki hafa bolmagn að leika hér á landi. Rætt um allt annað en handknattleik „Eg sé ekki annað en við töpum minnst einni milljón á þátttöku okk- ar að þessu sinni, þó svo að við leikum báða leikina í Tékklandi. Tapið hefði orðið meira ef við hefð- um leikið annan leikinn heima,“ sagði Pétur Steinn Guðmundsson, formaður handknattleiksdeildar Víkings. „Það er orðin refsing fyrir félög að ná árangri hér og tryggja sér rétt til að leika í Evrópukeppni. Ég veit að það er ekki íþrótta- mannslega sagt, þegar ég segi að menn verða ekki fyrir vonbrigðum með að Víkingsliðið komist ekki áfram í aðra umferð. Það er af sem áður var, en svona er staðan orðin — það er orðið alvarlegt mál, þegar kostnaður við þátttöku í Evrópu- keppni er orðinn hátt í tíu prósent af veltu íþróttadeildar. Það er margt í kringum íþróttahreyfínguna hér á landi sem þarf að skoða nánar. Hugsunarhátturinn hjá Handknatt- leikssambandi Islands er til skamm- ar — að ætla sér að reka fyrstu- deildarkeppnina sem atvinnu- mannadeild, er út í hött. Við erum áhugamenn og verðum að miða allt við það. Þegar lið þurfa að greiða hátt í tuttugu þúsund kr. í kostnað við dómara á leik, er eitthvað að. Við Víkingar greiðum ekki undir þrjú hundruð þúsund kr. í dómara- kostnað á þessum vetri. Verðlag á handknattleiksmönn- um er brenglað, sem sést best á því að félagsskiptanefnd verðleggur landsliðsmenn á hátt í milljón krón- ur og þurfa liðin að staðgreiða þær upphæðir. Þá eru áhugasamir leik- menn, sem hafa ekki enn sannað sig, metnir á eitt til tvö hundruð þúsund krónur. Það eru ekki félög eins og Valur og Víkingur, sem hafa ná hvað bestum árangri und- anfarin ár, sem hafa efni á því að greiða svo háar upphæðir — það eru aðeins tvö til þrjú félög sem virðast ráða við þessi háu kaup á leikmönnum. Það þarf að endur- skoða verðlag á leikmönnum sem er komið út í öfgar — landsliðsmenn í knattspyrnu eru hálfdrættingar á við það sem þekkist í handknatt- leiknum," sagði Pétur Steinn, sem sagði að Víkingar hefðu ekki enn fengið greidda þá upphæð sem þeir áttu að fá frá tyrknesku liði, sem stúlkurnar í Víkingi léku gegn í Evrópukeppninni fyrir ári. „Við sömdum við Tyrkina um að við fengjum sex þúsund dollara, um ijögur hundruð þúsund íslenskar krónur, fyrir að leika báða leikina í Tyrklandi. Þar sem það var erfitt að fá greiðslur frá Tyrkjunum höfð- um við samband við HSÍ og óskuð- um eftir því að HSÍ hefði samband við Handknattleikssamband Evr- ópu, EHF, vegna málsins. EHF fór í málið og fékk peningana frá Tyrkj: unum, en tók þá upp í skuld HSÍ við Evrópusambandið. Það er nú liðið heilt ár, við höfum ekki séð krónu.“ Pétur Steinn sagði að kostnaður við að reka íþróttadeild sé mikill og mjög erfítt sé að ná endum sam- an. „Það er einkennilegt að sitja í stjórn handknattleiksdeildar og ræða aldrei um handknattleik.“ Þetta er happdrætti Sigurður Tómasson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Fram, sagði að það væri ekki hægt að loka augunum fyrir því að það sé kostnaðarsamt að taka þátt í Evrópukeppni, sem væri eins og hvert annað happdrætti. „Það kom ekkert annað til greina hjá okkur hjá Fram, en taka þátt í Evrópu- keppninni. Ég lít á það sem uppgjöf sem muni skaða handknattleikinn ef íslensk lið taka ekki þátt í Evr- ópukeppninni. Stúlkurnar hjá Fram hafa metnað til að standa sig og ná árangri — og það er krydd í til- veruna að víkka sjóndeildarhringinn og fá tækifæri til að leika gegn erlendum liðum. Það má ekki sleppa skemmtilegu hlutunum — það gerð- ir tilveruna leiðinlega. Við vorum heppnir að þurfa ekki að fara langt að þessu sinni — lékum báða leiki okkar gegn Meeuwen í Belgíu og sluppum þar með að greiða dómara- kostnað. Kostnaður okkar við ferð- ina til Belgíu fer ekki undir átta- hundruð þúsund og ég tel að við náðum að brúa það. Stúlkurnar hafa lagt mikla vinnu á sig og þá hafa þær fengið ómetanlega aðstoð frá eldri leikmönnum. Við áttum afgang frá síðasta keppnistímabili og verðum með konukvöld um helg- ina, eins og í fyrra, sem heppnaðist mjög vel — það kvöld skilar okkur vonandi tekjum, þannig að við get- um gert upp ferðina og farið að hugsa um næstu" umferð. Vonandi höfum við heppnina með okkur — sleppum við þá tvo kosti, sem ég tel versta — að fara til Tyrklands eða Úkraínu,“ sagði Sigurður. Karlalið Vals og kvennalið Fram hafa þegar tryggt sér rétt til að leika í 2. umferð og möguleikar kvennaliðs Stjörnunnar og karlaliðs KA og Aftureldingar á áframhald- andi þátttöku er mjög góðir, þannig að fimm lið frá íslandi geta verið með í 2. umferð — kostnaður? Jú, samtals fimm til tíu milljónir. KA menn voru heppnir KA og Afturelding eru að leika í fyrsta skipti í Evrópukeppni. Ekki er hægt að segja að heppnin hafi verið með Aftureldingu þar sem lið- ið fór til Makedóníu — aftur á móti hrósuðu KA-menn happi. „Heppnin var með okkur að móther- jarnir voru frá Noregi og einnig að við fulltum leiguflugvél, fórum að morgni dags til Stafangurs og kom- um aftur heim að kvöldi, ásamt hundrað og tíu stuðningsmönnum,“ sagði Alfreð Almarsson, gjaldkeri handknattleiksdeildar KÁ. „Kostn- aður okkar við ferðina til Noregs og uppihald fyrir leikinenn Víkings hér á landi, ásamt ferðakostnaði, uppihaldi og dagpeningum fyrir dómara og eftirlitsmann er þetta á bilinu sex til átta hundruð þúsund. Þá eiga eftir að koma inn tekjur af aðgangseyri hér, en ég reikna með fullu húsi. Ég hef trú á að . endar tiái saman. Ef við komumst áfram i aðra umferð, getur allt annað verið upp á teningnum," sagði Alfreð. Tökum ekki aftur bátt í Evrópu keppm JÖHANN Guðjónsson, formaður hand- knattleiksdeildar Aftureldingar, sem tekur þátt í Borgarkeppni Evrópu, sagði að stjórnarmenn hefðu hugsað sinn gang mjög vel áður en tilkynnt var þátttaka í keppninni. „Við höfðum séð í hvaða erfiðleikum íið eins og Valur og Víking- um höfðu lent í hvað varðar þátttöku I Evrópukeppni. Við ákváðum að vera með þar sem það væri heiður fyrir bæjarfé- lagið að eiga lið i Evrópukeppni og einn- ig vonuðust við eftir að kostnaðurinn við þátttöku myndi ganga upp. Við vorum síðan óheppnir með drátt — kostnaðurinn við að fara og taka á móti liði frá Make- dóniu fer ekki undir eina og hálfa mill- jón. Bæjarfélagið hljóp undir bagga með okkur og á þakkir skildar. í fljótu bragði sé ég ekki annað en við þurfum að taka fimm til sjö hundruð þúsund króna skeil á okkur við leikina gegn Povardari Nej- otino þegar búið að taka styrkinn frá Mosfellsbæ, tekjur af aðgangseyri og aðra styrki. Ef við komumst áfram í aðra umferð, verður kostnaðurinn að sjálfsögðu meiri. Það er ljóst á þessari reynslu, að við munum ekki taka aftur þátt í Evrópukeppni — það er ekki vitur- legt að taka þátt í keppni sem kostar okkur miHjónir króna,“ sagði Jóhann. Stjörnukonur tóku sér sumarfrí MEISTARAFLOKKSRÁÐ kvenna í Stjörnunni hefur, ásamt leikmönnum Stjörnuliðsins, alfarið séð um að fjár- magna þátttöku liðsins í Evrópukeppn- inni. Stjörnukonur sáu um móttöku gríska liðsins Anaganesi Artas frá Grikk- landi, sem lék í Garðabæ um sl. helgi. „Við sáum sjálfar um akstur með Grikk- ina á einkabifreiðum og þá matreiddum við sjálfar allar máltíðir í Félagsheimil- inu í Garðabæ. Þetta var mikil vinna, enda flestar okkar í öðrum störfum — sumar tóku sér sumarfrí til að geta tek- ið sem best á móti gríska liðinu,“ sagði Sigurveig Sæmundsdóttir, formaður meistaraflokksráðs kvenna. „Grikkimir voru mjög ánægðir með móttökumar, sem urðu miklu persónulegri en þeir þekktu áður. Þeir voru undrandi að það væru eingöngu konur sem voru í for- svari og sáu um móttökurnar, enda Grikkir óvanir því.“ Sníkjur hér og þar STJÖRNUKONUR era ekki óvanar því að fjármagna sjálfar þátttöku sína í Evr- ópukeppni — þetta er í þriðja skipti á stuttum tíma sem þær gera það. Stjaraan hefur leikið í PóIIandi og á Spáni — þá voru báðir leikirnir leiknir úti. Það er auðveldara að fjármagna þátttöku, ef hægt er að sejja leikina úr landi. „Það er geysilega dýrt að taka á móti iiði hing- að til Iands og fara síðan út,“ sagði Sigur- veig Sæmundsdóttir. „Þegar ljóst var að við myndum leika heimaleik okkar í Garðabæ, gerðum við okkur ljóst að kostnaðurinn færi ekki undir milljón krónur. Við hófum undirbúninginn strax á því að fara að sníkja og biðja um af- slátt hér og þar, þar sem við þurftum að sjá um gistingu og fæði fyrir Grikk- ina og einnig að borga ferðir dómara frá Sviþjóð, sjáþeim fyrir gistingu og fæði og greiða þeim dagpeninga.“ Blendnar tilfinningar STJARNAN á góða möguleika á að kom- ast áfram í 2. umferð, þar sem Stjörn- ustúlkur unnu fyrri leikinn gegn gríska liðinu Anganesi Artas 20:16 í Garðabæ. „Eg get ekki sagt annað en það séu blendnar tilfinningar á því að komast áfram, þar sem kostnaðurinn við áfram- haldandi þátttöku er mikill og einnig vinnan í kringum það að komast áfram,“ sagði Sigurveig Sæmundsdóttir. „Við höldum áfram að styðja við bakið á stúlk- unum okkar — þær unnu sér rétt til að taka þátt í Evrópukeppninni og við mun- um fylgja þeim alla leið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.