Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 4
< * HANDKNATTLEIKUR BIRGIR Slgurösson er reyndastl lelkmaöur Víkings og hann var markahæstur í gærkvöldl með sex mörk. Víkingar eru nánast úr leik Víkingar eru nánast úr leik í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik eftir sjö marka tap í heimaleiknum gegn Gumarny Zubrí. Úrslit urðu 23:16 fyrir tékk- neska liðið eftir að staðan hafði verið 11:8 í hálfleik. Leikið var í Zubrí og verður seinni leikurinn á morgun á sama stað. „Þetta var frekar vondur dag- ur,“ sagði Árni Indriðason, þjálfari Víkings, við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Þeir voru yfírleitt tveimur til þremur mörkum yfír en þegar 11 mínútur voru eftir var munurinn aðeins eitt mark, 15:14, eftir að við höfðum gert þijú mörk í röð. Þá mistókst víti hjá okkur og Knút- ur fékk rauða spjaldið en við þetta tvíefldust Tékkamir og sigldu framúr." Árni sagði að Tékkarnir hefðu leikið af gríðaríegri hörku og kom- ist upp með það. „Þeir eru með tvo mjög öfluga rússneska léikmenn og liðið er sterkt svo þetta lítur illa út hjá okkur. Austurrísku dómar- arnir eru reynslulitlir og létu þá komast upp með tékkneskan leik- araskap sem allir þekkja og þessa miklu hörku en við reynum hvað við getum í seinni leiknum." Höllin í Zubrí tekur um 1.500 manns og var troðfull. Árni sagði að stemmningin hefði verið mikil og ljóst að Víkingar hefðu áhorf- endur ekki með sér á morgun frek- ar en í gærkvöldi. Góður Rússi til Víkings VÍKINGAR eru að vinna í því að fá hingað til lands rússn- eskan handknattleiksmann, Andrij Agrasim, sem hefur verið að leika í Portúgal. „Við þurfum að styrkja liðið, sér- staklega eftir að Árni Frið- leifsson meiddist. Þessi Rússi er tveir metrar á hæð og er sagður góður varnarmaður og góð skytta. Við ætlum því að fá hann hingað til lands til að skoða hann. Ef okkur líst vel á hann verður hann með okkur í vetur,“ sagði Pétur Steinn Guðmundsson, formaður handknattleiksdeildar Vík- ings. Pétur Steinn sagði að ástæðan fyrir því að Agrasim væri laus væri sú að portúg- alska liðið sem hann er hjá hefði ekki staðið við samning sem hann gerði við félagið. Hann er tilbúinn að koma til íslands og er verið að vinna í málinu þessa dagana. Reiknað er með að hann komi til Reykjavíkur í næstu viku. Tímamót í Evrópukeppni á Akureyri og í Mosfellsbæ Fyrstu heimaleikir Aftureldingar og KA ÚRSLIT Víkingur - Gumarny Zubrí 16:23 Iþróttahöllin i Zubrí í Tékklandi, fyrri leikur i 1. umferð Evrópukeppni félagsliða í hand- knattleik, föstudaginn 14. október 1995. Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 6, Knútur Sigurðsson 4/2, Guðmundur Páisson 2, Hjörtur Amarson 2, Þröstur Helgason 2. Varin skot: Reynir Reynisson 15. Áhorfendur: 1.500., Körfuknattleikur 1. deild kvenna ÍA - Tindastóll................51:74 1. deild karla Reynir-ÍS.....................88:110 Knattspyrna Frakkland Lens - Martiques.................1:0 Þýskaland Hansa Rostock - Stuttgart........8:3 (Weilandt 34., Schneider 45., Berthold 81., sjálfsm.) - (Bobic 28., Verlaat 52., Elber 77.). 23.620. Schalke - Kaiserslautem..........1:1 (Mulder 79.) - (Marschall 39.). 30.200. Mm FOLK ■ ANDRÉSI Kristjánssyni, sem kom Irsta í átta liða úrslit í sænsku handknattleiksdeildinni í fyrra, hef- ur ekki gengið eins vel í ár með liðið. Það er á botninum eftir þrjár umferðir með ekkert stig og 37 mörk í mínus ogþví var aðstoðar- þjálfari þess látinn taka við af Andrési í gær. ■ ROY Hodgson fékk í gær sam- þykki Knattspyrnusambands Sviss til að semja við Inter á Ítalíu svo framarlega sem hann héldi áfram með svissneska landsliðið fram yfír Evrópukeppnina í júní á næsta ári. Hodgson vill fá tvö ár til að gera Inter að stórveldi á ný. ■ BOLTON, sem Guðni Bergs- son leikur með í ensku úrvalsdeild- inni, hefur keypt Sasa Curcic frá Partisan Belgrad fyrir eina milljón punda. Hann er miðvallarleikmaður og landsliðsmaður Júgóslavíu. Ekki hefur enn verið fengið at- vinnuleyfí fyrir Curcic, en reiknað er með að hann geti byijað með liðinu gegn Arsenal 30. október. Bikarmeistarar KA leika sinn fyrsta Evrópuleik hér á landi, þegar þeir taka á móti Víkingum frá Stafangri í KA-húsinu á morg- un kl. 16. Möguleikar KA-manna eru mjög góðir, þar sem þeir töp- uðu ekki nema með einu marki í Stavanger - 23:24. „Við ætlum okkur áfram og til þess að leggja Víking að velli verðum við að leika vel,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, sem kom inná í stutta stund í Noregi. Alfreð sagði að það væri alls ekki hægt að vanmeta norska liðið, sem væri skipað ungum, góðum leikmönnum, en aðalmenn liðsins væru landsliðsmaðurinn Rune Er- land og markvörðurinn Steinar Ege, sem varði mjög vel gegn KA í fyrri leiknum. Reiknað er með að fuílt hús verði á þessum fyrsta Evrópuleik í handknattleik á Ákur- eyri og stemmningin geysileg. Þurfum hjálp Afturelding, sem einnig tekur þátt í fyrsta skipti í Evrópukeppni, mætir Povardari Negotino frá Magedoníu á sunnudagskvöld kl. 20 að Varmá. Möguleikar Aftureld- ingar eru einnig góðir — liðið tap- aði fyrri leiknum, 18:22, í Negotino um sl. helgi. „Við eigum mikla möguleika, það er ekki spurning," sagði Einar Þor- varðarson, þjálfari Aftureldingar, í gær. „Með eðlilegri dómgæslu hefð- um við getað sigrað úti en það verð- ur að segjast eins og er að það sem af er tímabilsins höfum við átt í miklum vandræðum. Þetta er ekki viðunandi ástand og það verður eitt- hvað að gerast um helgina. Þrír leikmanna minna hafa legið i flensu í vikunni og léku veikir gegn Hauk- um og sá Qórði lagðist í morgun [í gær]. Ástandið er því ekki gott en það er allt hægt. Við þurfum mikla hjálp frá áhorfendum og von- andi fylla þeir húsið, verða mótheij- unum erfíðir og veita okkur góðan stuðning." Friðleifur meiddist FRIÐLEIFUR Friðleifsson, fyrirliði Víkings, meiddist í byrjun leiks gegn Gumarny Zubrí í gær og var talið að hann hefði brákast á handarbaki. Fyrirliðinn harkaði af sér og hélt áfram að spila en þegar líða tók á fyrri hálfleik voru kvalirnar of miklar og hann fór af velli. Árni Indriðason, þjálfari Víldngs, sagði að liðið mætti illa við þessum áföllum. Ljóst væri að Árni, bróðir Friðleifs, yrði ekki með næstu vikurnar vegna meiðsla og útlit væri fyrir að Friðleifur yrði frá í einhverjar vikur. „Ég vona bara að Rússinn, sem kemur til okkar eftir helgi, sé það sem við þurfum núna," sagði Árni. ■ CHELSEA keypti í gær rúm- enska landsiiðsmanninn Dan Pe- trescu frá Sheffield Wednesday fyrir 2,3 milljónir punda. Kaupin eru reyndar háð því að honum verði veitt áframhaldandi atvinnuleyfí. ■ TREVOR Francis, þáverandi stjóri Wednesday, keypti Rúmen- ann frá ítalska félaginu Genúa fyr- ir 1,3 milljónir punda fyrir síðasta keppnistímabil. ■ ÞAÐ oili fjaðrafoki í síðasta mánuði er haft var eftir Petrescu í ensku blaði að hann hefði áhuga á að leika við hlið Gullits hjá Chelsea. Forráðamenn Wednesday urðu æfír af reiði, sögðu leikmann- inn samningsbundinn og ekki á för- um. Nú hefur annað komið á daginn. ■ INGI Björn Albertsson verður þjálfari 2. deildar liðs FH í knatt- spymu næsta tímabi! en hann tók við liðinu undir lok nýliðins tímabils. ■ GARY McAllister, fyrirliði Le- eds United, meiddist í landsleik Skota og Svía í vikunni — liðbönd í hné tognuðu, og reiknað var með að hann yrði frá í sex vikur. Það kom því veruleg á óvart er tilkynnt var í gær að hann væri í leikmanna- hópi Leeds fyrir leikinn gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. ■ HOWARD Wilkinson, stjóri Leeds, trylltist eftir að McAHister meiddist. Craig Brown, landsliðs- þjálfari Skota, hafði lofað Wilkin- son að leikmaðurinn yrði aðeins með í fyrri hálfleik, en stóð ekki við það og McAllister var borinn af velli meiddur snemma í síðari hálfleik. ■ JOHN Lukic tekur ( dag þátt í 400. leiknum með Leeds. Hann hefur einnig leikið með Arsenal. • ■ DAVID Rocastle er í leik- mannahópi Chelsea í dag, í fyrsta sinn á tímabilinu, eftir að hafa náð sér af meiðslum. Liðið mætir Aston Villa á útivelli. ■ NIGEL Spackman byijar í dag að taka út þriggja leikja bann sem hann var settur í fyrir að slá einn leikmanna Arsenal í deildarleik fyr- ir hálfum mánuði. Leikurinn var sýndur beintur hjá RÚV og íslensk- ir áhorfendur urðu því vitni að því er Spackman sló andstæðinginn í höfuðið undir lok leiksins. ■ LES Ferdinand mætir sínum gömlu félögum í QPR í dag í fyrsta sinn eftir að hann fór til Newcastle fyrir 6 milljónir punda í sumar. Peter Beardsley, fyrirliði New- castle, er einnig í liðinu eftir að hafa misst af fjórum leikjum vegna meiðsla. ■ DA VID Ginola kemur einnig inn í lið Newcastle á ný í dag, en hann var meiddur og var t.a.m. ekki með franska iandsliðinu gegn Rúmenum í vikunni. Sömu sögu er að segja af varnarmanninum Steve Howey, sem gat ekki verið með Englend- ingum gegn Norðmönnum í Osló. ■ KEVIN Keegan hjá Newcastle var kjörinn framkvæmdastjóri mán- aðarins í ensku úrvalsdeildinni fyrir september. Það er annar mánuður- inn í röð sem honum hlotnast þessi heiður. ■ ALAIN SUTTER leikmaður Bayern Miinchen hefur samþykkt að yfirgefa herbúðir „draumaliðs- ins“ og ganga til liðs við Freiburg. Frá þessu skýrði svissneska sjón- varpið í gær. ■ ULI HOENESS framkvæmda- stjóri Bayern og Avchim Stocker forseti Freiburg komu sér saman um þennan flutning í gær, að því er fram kom í sömu frétt. ■ SUTTER sem hefur leikið 58 landsleiki fyrir Sviss hefur verið mjög óánægður með að ná ekki að tryggja sér fast sæti í „draumalið- inu“ síðan hann kom í raðir þess frá Niirnberg í fyrravor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.