Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Alþýðubandalagið Tillaga um uppsögn EES- samnings KOMIN er fram tillaga á lands- fundi Alþýðubandalagsins um að flokkurinn ítreki stefnu sína um herlaust land og uppsögn vamarsamningsins. Einnig hef- ur verið lögð fram tillaga þar sem skorað er á þingflokk Al- þýðubandalagsins að bera fram tillögu á Alþingi um uppsögn EES-samningsins. í gær, laugardag, fór fram kjör varaformanns, gjaldkera og ritara flokksins og kosning framkvæmdastjómar. í dag, á síðasta degi landsfundar, fer fram afgreiðsla ályktana og kosning miðstjómar. Húsbíll brann til kaldra kola HÚSBÍLL brann til kaldra kola skammt norðan Akureyrar í gær. Talið er að bilun hafi orð- ið í rafkerfi bílsins með fyrr' greindum afleiðingum. Bóndi á bæ skammt frá sá hvar eldur logaði í bílnum og gerði slökkviliðinu á Akureyri við- vart. Bíllinn var orðinn alelda þegar komið var á staðinn. Eig- andi bíisins hafði unnið að því að gera bflinn sem best úr garði en hann er af Mercedes-Benz gerð. Alþingi Búnaður í ljósakerfi brann yfir SLÖKKVILIÐIÐ var kallað út á laugardagsmorgun að skrif- stofum Alþingis í Vonarstræti 8. Enginn eldur var í húsinu en sérkennileg lykt fannst þar innandyra. Þar brann yfir bún- aður í ljósakerfi og var allt slökkvilið sent á staðinn. Skömmu síðar var slökkviliðið kallað út að bandaríska sendi- ráðinu á Laufásvegi þar sem brauðrist sendiherrans brann yfir. Sendiráðið er tengt boð- unarkerfi Securitas. Reykjanesbraut Þrjú óhöpp í mikilli hálku FJÓRIR bílar skemmdust tölu- vert í þremur slysum sem urðu á hálkubletti á Reykjanesbraut á Strandarheiði í gærmorgun. Mikil hálka var á staðnum og svo virðist sem ökumenn hafi ekki verið við því búnir. Einn bílanna valt á þessum kafla og annar lenti utan veg- ar. Þá skullu saman tveir bflar. Slys urðu ekki á mönnum í þessum óhöppum. Stakk af eftir ákeyrslu EKIÐ var á mann á Tryggva- götu aðfaranótt laugardagsins, um kl. fjögur. Ökumaðurinn ók af vettvangi en náðist skömmu síðar. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Maðurinn sem ekið var á meiddist ekki mikið. Fyrirhuguð lagning Fljótsdalslínu yfir hálendið Sex kæra úrskurð skipulagsstj óra SEX kærur bárust umhverfisráð- herra vegna úrskurðar skipulags- stjóra ríkisins um lagningu Fljóts- dalslínu I, frá Fljótsdalsvirkjun að Veggjafelli norðan Herðubreiðar- fjalla. Skipulagsstjóri féllst á fyrir- hugaða lagningu háspennulínu Landsvirkjunar með ákveðnum skil- yrðum, sem hann setti fram í átta liðum, eftir mat á umhverfisáhrif- um. Ein kæra barst frá Sjálfboðaliða- samtökum um náttúruvemd, önnur frá einstaklingi í Reykjavík og síðan bárust fjórar samhljóða áskoranir til ráðherra'vegna þessa máls sem ráðuneytið lítur á sem kæmr, að sögn Ingimars Sigurðssonar, skrif- stofustjóra í umhverfisráðuneytinu. Ingimar segir að allir kæmaðilar mótmæli fyrirhugaðri framkvæmd og sumir leggi til aðrar lausnir, t.d. þá að nýja háspennulínan fái að fylgja byggðalínu alla leið frá Fljótsdalsvirkjun til Akureyrar eða verði grafin í jörðu. Ráðuneytið hefur nú sent kærurnar umsagnar- aðilum, sem í þessu tilfelli era Landsvirkjun, Skipulag ríkisins, Skútustaða-, Fljótsdals- og Jökul- dalshreppir. Lögum skv. hefur ráð- herra síðan átta vikna frest ,frá því að skipulagsstjóri birtir niðurstöðu sína á mati á umhverfisáhrifum, til þess að úrskurða endanlega í mál- inu. Ráðherraúrskurðar er því að vænta í nóvemberbyijun. Misskílningur uppi Að sögn Stefáns Thors, skipu- lagsstjóra ríkisins, hefur nokkurs misskilnings gætt varðandi fram- kvæmd Fljótsdalslínu, sem ná á allt frá Akureyri að Fljótsdal. Með- al annars hefðu 400 undirskriftir borist embættinu í mótmælaskyni við lagningu línunnar um Ódáða- hraun, en undirskriftalistarnir hefðu verið á misskilningi byggðir þar sem verið var að mótmæla allt annarri framkvæmd en nú er til umfjöllunar. „í aðalatriðum var verið að mót- mæla jegu háspennulínu um Ódáða- hraun sem er kaflinn frá Akureyri að Veggjafelli norðan Herðubreið- arlinda. Sá kafli var þegar sam- þykktur og staðfestur í ársbyijun 1994 eða áður en lög um mat á umhverfisáhrifum tóku gildi. Kaflinn, sem nú er til umfjöllunar, liggur frá Veggjafelli að Fljótsdal og nær ekki til nema rétt austasta homs Ódáðáhrauns. Síðan er gert ráð fyrir að línan fari yfir Jökulsá og fylgi þaðan byggðalínu að Fljóts- dalsvirkjun." ■ Framtíðarsýn/20-21. Skoðanakönnun Gallups 65% vilja segja upp samningum RÖSKLEGA 65% landsmanna telja að úrskurður Kjaradóms um laun þingmanna gefi tilefni til uppsagna á kjarasamningum. Tæplega 30% em því ósammála og 5,3% hafa ekki skoðun á málinu. 72% kvenna em hlynnt uppsögn kjarasamninga en 58% karla. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Gall- ups sem sagt var frá í Ríkisútvarpinu. Þeir sem hafa lægri heimilistekjur eru hlynntari uppsögn samninga en þeir sem hafa hærri heimilistekjur. Fólk 35 ára og eldra er hlynntara uppsögn kjarasamninga en yngra fólk. Urum stolið úr glugga SKARTGRIPUM var stolið úr glugga skartgripa- og úraverslunar- innar Jóns og Öskars á Laugavegi upp úr kl. 6 á laugardagsmorgun. Rúða var brotin en svo virðist sem þjófarnir hafi ekki farið inn í verslun- ina. Verslunin hefur verið í eitt ár á Laugavegi 61 og þetta er í. fyrsta sinn á þeim stað sem eigendurnir verða fyrir barðinu á þjófum. „Við fengum nýja gerð af úrum og stillt- um þeim út í glugga kl. fimm á föstu- dag og þeim var stolið á laugardags- morgun. Þetta eru dálítið sérstök úr en ekki mjög dýr,“ sagði Jón Sig- uijónsson, annar eigenda verslunar- innar. Alls voru tekin um 20 úr en mun dýrari munir í glugganum vom skildir eftir. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Regnboga- silungar úr Ráðhústjörn SÚ hefð hefur orðið til að halda fiska í lítill tjörn við Ráðhús Reykjavíkur á hveiju sumri. Þegar vetur konungur gengur í garð þarf hins vegar að flytja fiskana á vetursetustað. Fyrstu fiskarnir voru veiddir á agn- haldslausa flugu og fluttir í Reynisvatn í gær. Veiðimaður- inn var enginn annar en veiði- maður stærsta flugufisksins í vatninu í sumar. Afgangurinn af fiskunum verður fluttur í Reynisvatn dag. Húsverðir í Ráðhúsinu hafa séð um fiskana og gefið þeim fiskafóður einu sinni á dag í allt sumar. Regn- bogasilungar hafa verið vegfar- endum til ánægju í tjörninni frá því í maí. Hafbeit á heljarþröm ►Hafbeit hefur reynst erfíður at- vinnuvegur. Kýlaveiki í Kollafírði og fjárhagserfiðleikar Siifurlax em til dæmis um það. /12 Tvær þjóðir í einu landi? ►Fimm ár era liðin frá samein- ingu Þýskalands. Enn er þó glímt við drauga fortíðarinnar. /14 Stofnun Verzlunar- skóla íslands ► Um þessar mundir em 90 ár liðin frá stofnun Verzlunarskóla íslands. Lýður Bjömsson sagn- fræðingur rekur sögu fyrstu skóla- áranna. /20 Framtíðarsýn er undir- staða framfara ►Á næsta ári verða 75 liðin frá setningu fyrstu skipulagslaga hér á landi. Rætt er við Stefán Thors skipulagsstjóra ríkisins. /22 Verkefnið varð að veruleika ►Kristinn Már Gunnarsson opnaði í fyrra fyrstu Vero Moda verslun- ina í Þýskalandi. Kveikjan að rekstrinum var verkefni í rekstrar- hagfræði. /24 B ► 1-36 Fólkið í Færeyjum ►Kreppan í Færeyjum hefur sett mark sitt á mannlífíð. Þrátt fyrir erfíðleika heldur lífið áfram. /1 Brauðstrit mynd- höggvarans ►Gyða Jónsdóttir Wells mynd- höggvari vinnur að flísagerð í Bretlandi. Verk hennar prýða marga fjölfarna staði. /2 Tuttugu ár frá tvö- hundruð mílum ►Niels P. Sigurðsson sendiherra segir frá vem sinni í London með- an á þorskastríðum stóð. /6 Ástin á Alnetinu ► Samskipti fólks á alnetinu geta orðið tilfinningarík, jafnvel svo að ástin kvikni. /34 C BÍLAR____________________ ► 1-4 Tigra kemur i lok októ- ber ►Fyrstí bíllinn af Opel Tigra gerð kemurtil landsins í lok mánaðar- ins. /1 Ný lína í hópferðabíl- um ► Berkhof yfirbyggingaverksmiðj- an í Hollandi sýnir brátt nýja línu í yfirbyggingum hópferðabíla. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Skák 42 Leiðari 28 Fólk í fréttum 44 Helgispjall 28 Bíó/dans 45 Reykjavíkurbréf 28 íþróttir 50 Minningar 32 Útvarp/sjónvarp 52 Hugvekja 38 Dagbók/veður 55 Myndasögur 39 Gárur lOb Bréf til blaðsins 40 Mannlífsstr. lOb Velvakandi 40 Kvikmyndir 14b Brids 42 Dægurtónlist 16b Stjörnuspá 42 INNLENDAR FRÉTTIR: 2—4—8—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.