Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Bresk hefðar- mennska holdi klædd Leiðtogar Ihaldsflokksins breska á sjöunda áratugnum töldu Sir Alec Douglas-Home ekki eiga nógu auð- velt með að ná sambandi við alþýðufólk, hann væri of fjarlægur kjörum þess og viðhorfum. Hann varð því að víkja úr leiðtogasætinu. Spjallað um þorskastríð SIR ALEC Douglas-Home, sem lést háaldraður á mánudag, varð að víkja úr embætti leiðtoga íhalds- flokksins árið 1965 eftir aðeins tveggja ára feril. Aðstæður voru honum erfiðar að mörgu leyti en mestu skipti að 1964 missti fiokkurinn ríkisstjórnarvöldin í hendur Verkamannaflokknum eftir 13 ár á vaidastólunum í Downingstræti 10. Douglas- Home hafði tekið við flokki í mikilli lægð en barist af hreysti og næstum því tekist að snúa taflinu sér í vil; meirihluti Harolds Wilsons í kosningunum haustið 1964 varð aðeins þijú þingsæti. Næsta sumar varð Douglas-Home samt að víkja og við leiðtoga- embætti tók Edward Heath. Douglas-Home hafði litla reynslu af inn- anlandsmálum en tókst með lagni að setja utanríkis- og varnarmál á oddinn í kosninga- baráttunni 1964. Verkamannaflokkurinn var klofinn í afstöðunni til kjarnavopna Breta og tókst með naumindum að vinna sigurinn sem allir höfðu spáð honum. Sumir stjórn- málaskýrendur fullyrða að ef Kínveijar hefðu sprengt sína fyrstu kjarnasprengju nokkrum dögum fyrir kosningarnar en ekki eftir þær hefði íhaldsflokkurinn sennilega sigrað. Aðeins tveim dögum áður en Douglas- Home skýrði frá afsögn sinni í júlí 1965 lýsti hann því yfir að hann ætlaði að beijast áfram og leiða flokk sinn til sigurs í næstu kosningum. Hann sneri nú við blaðinu, sagð- ist vera ófær um þetta vegna sundurþykkis flokksmanna en neitaði því að hafa sætt þvingunum af hálfu helstu ráðamanna í Ihaldsflokknum. Öllum var þó ljóst að þar á bæ töldu menn skoska aðalsmanninn ekki líklegan til að sigra Wilson, þeir vildu nýjan og kraftmeiri leiðtoga sem næði betur til alþýðu manna. Sagt hefur verið um Douglas- Home að hann hafi verið síðasti raunveru- legi hefðarmaðurinn, aristokratinn, í emb- ætti forsætisráðherra Breta. Douglas-Home varð á ný utantíkisráð- herra í stjóm Heaths 1970-1974 og sýndi arftaka sínum ótvíræða hollustu. Hitler „minnti á apa“ Alexander Fredrick Douglas-Home var fæddur 1903 og var elsti sonur Dunglass lávarðar í Skotlandi er varð 13. jarlinn af Home árið 1918. Ættin er vellauðug og á rætur að rekja til 13. aldar. Sir Alec varð þingmaður 1931 og síðar m.a. aðstoðarmaður Neville Chamberlains forsætisráðherra á fundinum alræmda í Munchen 1938. Ungi þingmaðurinn heillað- ist ekki af Hitler, sagði að hann hefði verið „illmannlegur náungi V.. minnti einna helst á apa“ handleggirnir langir, náðu niður að hnjám og hann sveiflaði þeim i sömu átt, ekki á víxl, þegar hann gekk. Einu sinni á þingferli sínum gekk Dou- glas-Home á móti stefnu flokks síns. Hann andmælti árið 1945 stefnu Winstons Churc- hills í málefnum Póllands á Jaltaráðstefn- unni, taldi Breta hafa svikið pólska lýðræð- issinna. Hann féll af þingi 1945 er Ihalds- flokkurinn galt afhroð þrátt fyrir forystu Churchills í stríðinu, fór aftur inn 1950 en afsalaði sér þingmennsku ári síðar er hann varð jarl að föður sínum látnum. Næstu árin gegndi Home lávarður, eins og hann nefndist nú, ýmsum trúnaðarstörf- um, m.a. embætti forseta lávarðadeildarinn- ar og ráðherraembættum. Hann annaðist tengslin við samveldisríkin um fímm ára skeið. Árið 1960 varð hann utanríkisráðherra og þar var hann í essinu sínu enda vel að sér í alþjóðamálum og afburða vel lesinn. Hann átti m.a. frumkvæði að samningnum um bann við tilraunum með kjarnavopn. Hann þótti eindreginn andstæðingur kommúnista SIR Alec Douglas-Home í íbúð sinni í Kensington í febrúar 1989. Myndina tók Kristinn Ingvarsson, einn af ljósmyndur- um Morgunblaðins. Hann var við nám í ljósmyndun við Harrow-háskólann í London og valdi sér það sem lokaverk- efni að taka myndir af nokkrum þing- mönnum lávarðadeildarinnar. Kristinn segir Home hafa verið prúðan mann og afar hlýlegan í viðmóti. Myndatakan hafi tekið heila klukkustund, ekki síst vegna þess hve lávarðurinn var ræðinn. Hann hafi rifjað upp samskipti sín við íslenska ráðamenn í tengslum við deil- urnar vegna útfærslu fiskveiðilögsög- unnar 1972 og virtist Kristni sem honum væri héldur hlýtt til íslendinga. Home sagðist minnast þess að er málin hefðu virst komin í hnút hefði hann eitt sinn rætt undir fjögur augu við Ólaf Jóhann- esson forsætisráðherra, án þess að að- stoðarmenn væru viðstaddir, og þeim tveim hefði fljótlega tekist að finna lausn sem þótti viðunandi. og lagði áherslu á að Vesturveldin tryggðu sér alltaf sterka samningsstöðu áður en þau ræddu við Moskvustjórnina. Menn mættu aldrei gleyma að ráðamenn Sovétríkjanna tækju ákvarðanir út frá allt öðrum forsendum en gert væri meðal lýðræð- isþjóða. Koma yrði í veg fyrir afdrifaríkan misskilning og slys. Vegna harðrar andstöðu sinnar við sov- éska útþenslustefnu var hann óspart sakaður um að vera ofstækisfullur kaldastríðshauk- ur. Árið 1971 olli það miklu írafári er Dou- glas-Home, þá aftur orðinn utanríkisráð- herra, vísaði á annað hundrað sovéskum sendiráðsstarfsmönnum úr landi fyrir njósn- ir. Harold Macmilian forsætisráðherra dró sig í hlé vegna veikinda haustið 1963. Stjórn hans hafði átt við vaxandi erfiðleika að stríða, einkum vegna ýmissa hneykslismála á borð við Profumo-málið. Hörð valdabarátta hófst í íhaldsflokknum er ljóst var að Macmillan yrði að hætta. Líklegastir þóttu þeir Richard A. Butler, sem var helsti keppinautur Macmillans er hann hreppti leiðtogasætið í kjölfar Súesstríðsins, Hailsham lávarður og Enoch Powell, um- deildur en afar snjall stjórnmálamaður. Ann- ar hæfileikamaður, Iain Mcleod, sem margir dáðu, sagðist í fyrstu ekki vilja embættið en var mjög til umræðu. Hailsham sagði af sér aðalstign, nefndist nú Quintin Hogg, og náði kjöri í neðri deild- ina til að verða gjaldgengur sem forsætisráð- herra er verður samkvæmt .hefð að sitja í neðri deild þingsins. Lokabaráttan var hörð, stóð að því er flestir héldu milli þeirra Regin- alds Maudlings fjármálaráðherra og Butiers. Um þetta leyti var ekki búið að setja reglur um að þingmenn skyldu kjósa leiðtogann, það var lítill hópur helstu áhrifamanna sem gerði út um slík mál og ljóst þótti að Mac- millan gæti sjálfur valið eftirmanninn. Hann ákvað að finna málamiðlun til að sameina flokkinn; Home lávarð. Óvæntur frami Sagt er að Home hafi orðið jafn undrandi og flestir stjórnmálaskýrendur. Hann hafði talið að hærra en í embætti utanríkisráð- herra kæmist hann ekki vegna aðalstignar- innar. Nú gerði hann slíkt hið sama og Hailsham, afsalaði sér jarlstitli ög vann sæti í neðri deildinni í aukakosningum. Ljúfmennska Douglas-Home og hollusta hafði tryggt honum einstakar vinsældir meðal flokksmanna, kurteisi hans og hlé- drægni voru orðlögð, einnig þótti hann hafa ágæta kímnigáfu. Hann var á hinn bóginn enginn jafnoki Wilsons í orðaskylmingum á þingi í fyrirspurnatímum fyrst í stað en jafn- vel andstæðingarnir viðurkenndu að hann hefði tekið skjótum framförum. Það var hins vegar áfall þegar í upphafi að Poweil og Macleod yfirgáfu báðir ríkisstjórnina er Dou- glas-Home tók við völdum. Hagfræðingurinn Wilson gerði sér mikinn mat úr því er Douglas-Home viðurkenndi eitt sinn að hann skildi Iítið í efnahagsmálum og notaði oft eldspytur til að átta sig betur á heistu hagstærðum. Wilson notfærði sér nýja miðilinn, sjónvarpið, af mikilli snilld en Douglas-Home þótti myndast illa, var einnig eftirlæti skopmyndateiknara. John Major, núverandi forsætisráðherra, og forveri hans Margaret Thatcher, hafa farið fögrum orðum um Douglas-Home og Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins lagði áherslu á heilsteyptan persónuleika hans, hjartahlýju og ættjarðarást. Þessir mannlegu eiginleikar komust þó ekki vel til skila er Douglas-Home var við völd. Ein- lægni hans og tryggð við fornar dyggðir, hógværð og sanngirni, voru honum oft fjöt- ur um fót í hráskinnaleik stjómmálanna. Viðskiptabannið á Irak Keyptu hergögn með leynd Washington. Reuter. STJÓRNVÖLD í íraka hafa undanfarin ár með leynd keypt mikilvægan búnað í eldflaugavopn af fyrirtækjum í Rússiandi og fleiri Evrópuríkjum, að sögn bandaríska blaðsins The Washington Post í gær. Irakar klófestu með þessu hætti miðunarbúnað, sérstakar málm- blöndur og hátækniverkfæri, að sögn blaðsins. Ekki er talið að eld- flaugahlutarnir hafa verið notaðir til að smíða^ meðaldrægar Scud- flaugar sem írakar notuðu í Persa- flóastríðinu. Blaðið vitnaði í ónafngreinda heimildarmenn hjá Sameinuðu þjóðunum og Bandaríkjastjórn og sagði að írakar hefðu komið sér upp neti umboðsmanna og gervi- fyrirtækja til að annast kaupin. Væri um að ræða alvarlegt brot á alþjóðlega viðskiptabanninu sem sett var á írak 1990. Reuter Mannrétt- indabrotum mótmælt KÍNVERSKI. andófsmaðurinn Chen Ziming hóf í gser mótmæla- svelti í fangelsi vegna þess að yfir- völd í Peking neituðu að verða við óskum hans um að fá að leita sér læknishjálpar vegna krabbameins, lifrarbólgu og fleiri sjúkdóma, að sögn eiginkonu hans. Chen var einn helsti skipuleggjandi stúd- entamótmælanna 1989. Á mynd- inni sést eftirlíking skriðdreka í Montreal sem þar var komið fyrir til að mótmæla opinberri heimsókn Li Pengs, forsætisráðherra Kína, á föstudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.