Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 9 Morgunblaðið/Jón Stefánsson Landssöfnunin Konur og börn í neyð Fé og fatnaður til Bosníu-Herzegóvínu RAUÐI kross Islands hefur varið 21,5 milljónum króna af fénu sem safnaðist 1 landssöfnuninni Konur og börn í neyð 3. september sl. til hjálparstarfa í Bosníu-Herzegóvínu. Alls nemur söfnunarféð nær 30 milljónum króna. 12 milljónir fóru utan daginn eftir söfnunina og mánuði síðar fóru aðrar 9,5 milljón- ir. í lok október sendir Rauði kross íslands vetrarföt fyrir börn til Bosn- íu-Herzegóvínu. Fénu sem sent er til Bosníu-Herzegóvínu nú er varið til kaupa á matvælum, lyflum og hreinlætisvörum. Stærstur hluti þeirra sem njóta aðstoðarinnar eru konur og börn. Þess má geta að yfir ein milljón barna hefur hrakist frá heimkynnum sínum í Bosníu- Herzegóvínu og 16.000 hafa látist. Rauði kross íslands hefur þijá sendifulltrúa að störfum í lýðveld- um gömlu Júgóslavíu. Maríanna Csillag, hjúkrunarfræðingur, hefur aðsetur í Split í Króatíu, Hólmfríður Garðarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, er að störfum í Bijeljina í Bosníu- Herzegóvínu og Þorkell Diego starf- ar að matvæladreifingu í Trebinje í suðurhluta Bosníu-Herzegóvínu. Hluti söfnunarijárins, um það bil 5 milljónir króna, rennur til sam- starfsverkefnis Rauða kross íslands og danska Rauða krossins í fjalla- héruðunum í norðurhluta Víetnams. Byggt fyrir Karlakór Reykjavíkur SMIÐIRNIR unnu sér ekki hvíld- ar og létu höggin dynja á þaki nýs hús Karlakórs Reykjavíkur í Skógarhlíð 20 í vikunni. Eftir áratuga baráttu sér loks fyrir endann á byggingarframkvæmd- unum. Fyrir tæpum 20 árum, á 50 ára afmæli kórsins, hét þáver- andi borgarstjóri honum lóð und- ir starfsemi sína. Tíu ár liðu þar til lóðinni var úthlutað í Skógar- hlíð ofan við Þóroddsstaði og hafa framkvæmdirnar gengið fremur hægt síðan. Enn hefur kórnum heldur ekki tekist að finna samstarfsaðila vegna bygg- ingarinnar. Bjarni Reynisson, formaður kórsins, segir að unnið sé að því. Stefnt er að því að hægt verði að gera bygginguna fokhelda og loka henni fyrir ára- mót. í húsinu er m.a. 400 manna tónleikasalur. Heildargólfflötur er 1.000 fm á tveimur hæðum. Heildarkostnaður við verkið verður væntanlega uppundir 100 milljónir. ----♦ ♦ ♦-- Mildaður dómur fyrir að skjóta á náðhús HÆSTIRÉTTUR mildaði á fimmtu- dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir 24 ára gömlum manni sem í ágúst í fyrra skaut úr haglabyssu í hurð á kamri við gangamannakofa á Skeiðaafrétti. Á náðhúsinu sat þá jafnaldri mannsins og fékk hann nokkur högl í andlitið. Sagðist skotmaðurinn hafa viljað hrekkja þennan félaga sinn. Augnlæknir fjarlægði högl úr andliti og auga mannsins og er ekki talið að hann verði fyrir varanlegu heijsutjóni. í héraði hafði maðurinn verið dæmdur í 9 mánaða fangelsi þar af 6 mánuði skilorðsbundna. Með dómi Hæstaréttar var refsingin milduð og maðurinn dæmdur til 6 mánaða skil- orðsbundinnar fangelsisvistar. ----------♦ ♦ «----- Bretar gefa til skógræktar BRESKA ríkisstjórnin hefur gefið íslensku ríkisstjórninni íjárupphæð til kaupa á tijám til að gróðursetja tijálund við aðalgöngustíginn í Foss- vogi sem yrði „áningarstaður sunnan Öskjuhlíðar". Gjöf þessi er frá bresku þjóðinni til íslensku þjóðarinnar til að minnst friðar í 50 ár (1945-1995). Afhending gjafarinnar fer fram með því að tré verða gróðursett þriðjudaginn 17. október, kl. 14, að viðstöddum breska sendiherranum, Michael Kone. ^Ö^BÍLASÝNING Suzuki 1996 Sýnum um helgina 1996 árgerðirnar af Suzuki Baleno og Suzuki Vitara Vitara JLXi og Vitara V6 Einstaklega vel búnir 5 dyra jeppar á verði frá aðeins kr. 2.148.000 og reynsluakið Gerið verðsamanburð Baleno 3ja og 4ra dyra vandaðir bílar millistærðarflokki á sérstaklega hagstæðu verði frá aðeins kr. 1.095.000 í Við leggjum áherslu á öryggið. Nú koma allir Vitara jeppar með öryggisloftpúða (air bag) fyrir ökumann og farþega í framsæti. Opið laugardag og sunnudag frá 12-17 Suzuki - Afl og öryggi $ SUZUKI --J**'/---------- SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFAN 17 - SÍMI: 568 5100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.