Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 18. aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum Morgunblaðið/Frímann Ólafsson INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra á fundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. D-álman og samstarf í brenmdepli Grindavík, Morgunblaðið. AÐALFUNDUR Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum var settur í Grindavík á föstudag. Helstu mál fundarins eru framtíð D-álmu við Sjúkarahús Suðurnesja, sem hefur verið á borði sveitarstjórna undanfar- in 15 ár og sér ekki fyrir endann á, og breytingar á samstarfi sveitar- félaganna. Hallgrímur Bogason, formaður SSS, flutti skýrslu fráfarandi stjórn- ar og gat þess m.a. að það virtist sem svo að núverandi formaður byggingarnefndar D-álmu teldi það meginhlutverk sitt að stöðva fyrir- hugaðar framkvæmdir við álmuna, en kvaðst vonast til að samningur sem var undirritaður 3. apríl síðast- liðinn stæði og hægt væri að hefja framkvæmdir. Heilbrigðisráðherra flutti ræðu um fyrirhugaða byggingu við Sjúkrahús Suðurnesja. Ráðherra hélt fast við þær hugmyndir sem fram hafa kom- ið um að taka áfanga í notkun árið 1997, sem verði göngudeildarþjón- usta og heilsugæslustöð. Er þar far- ið eftir tillögu fulltrúa heilbrigðis- ráðuneytisins í bygginganefnd, Sím- onar Steingrímssonar. Samningurinn frá því í maí hljóðar upp á fokhelda byggingu sem á að kosta 130 milljón- ir en fullbúin um 400 milljónir og er gert ráð fyrir að byggingin taki um 15 ár samkvæmt orðum ráðherra. Hörð viðbrögð sveitar stj órnarmanna komulag um það hér að fara í þessa áfanga og það verður ekki gert á móti vilja allra hér. Suðurnesjamenn eru búnir að bíða lengi eftir úrbótum. Auðvitað er hægt að fara út í þetta eins og sam- viskan segir til um en það spurning- in um það hvort menn séu tilbúnir að hafa byggingahraðann sem samn- ingurinn segir til um en ég sé það ekki sem lausn. Það er alveg ein- stakt ef sveitarfélög eru tilbúin að leggja svona mikið fjármagn í upp- bygginguna. Þetta kom að vísu að- eins frá einum bæjarfulltrúa en ef þetta er vilji heimamanna að leggja tæplega 300 milljónir til fram- kvæmda þá hljóta menn að skoða það. Miðað við samninginn vantar 270 milljónir til að byggingin verði staðreynd. Ójöfnuðurinn sem menn nefndu á sér sína fortíð. Þannig er að svoköll- uð héraðshlutdeild sem er að sjúk- lingar úr næsta nágrenni sækja þjón- ustu á spítala er t.d. á Akureyri um 70% og á Akranes koma 60% íbúa af Vesturlandi og þar í kring en á þessu svæði fara ekki nema 35% til sjúkrahússins hér en aðrir fara til Reykjavíkur. Það eru ekki sjúkrarúm sem okkur vantar hér á íslandi held- ur rekstrarfjármagn. En ég ítreka það að hér verður ekki byggt í trássi við vilja heimamanna," sagði Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra í samtali við Morgunblaðið. Orð heilbrigðisráðherra vöktu vægast sagt hörð viðbrögð sveitar- stjórnarmanna og annarra sem voru á fundinum og tjáðu sig margir um orð ráðherra. Kom fram í máli manna að þeir undruðust orð ráðherra og kváðust hafa átt von á öðru á þessum degi. Enginn gekk þó eins langt og Jóhann Einvarðsson, framkvæmda- stjóri Sjúkrahúss Suðurnesja, og fyrrverandi alþingismaður sem sagði að dagurinn, föstudagur- inn 13., væri svartur dag- ur í sögu Suðurnesja. Anna Margrét Guð- mundsdóttir, bæjarfull- trúi í Reykjanesbæ og stjórnarformaður Sjúkrahússins, sagði að þær 20 milljónir sem vant- aði upp á til að endar.næðu saman hjá ríkinu á næsta ári gætu bæjarfé- lög á Suðurnesjum’ útvegað ef það stæði í veginum. Þá sögðu menn að biðin væri orðin löng og mál væri að linnti og nefndu tölur um mis- skiptingu fjármagns milli landshluta máli sínu til stuðnings. „Það hefur náttúrlega ekki verið tekin nein ný ákvörðun um bygging- una heldur höfum við verið með til- lögur inni í heilbrigðisráðuneytinu um aðra áfanga heldur en stóð til samkvæmt samningnum. Það er al- veg greinilegt að það er ekkert sam- Ekkibyggtí trássi við vilja heimamanna Mikil vonbrigði „Orð ráðherra valda miklum von- brigðum því þau skilaboð sem ráð- herra fékk á þessum fundi varðandi efndir samningsins um byggingu D-álmunnar og framhald bygginga- nefndar fékk formaður bygginga- nefndar fyrir tveimur mánuðum. Á þessum tveir mánuðum sem hafa lið- ið hefur ekkert nýtt gerst en við áttum von á því að það yrði rætt við -------- okkur um framhaldið eða þá að við fengjum þann boðskap í dag að ráðherra væri búinn að átta sig á að samstaða Suðurnesja- “manna væri eins mikil og raun ber vitni. Við áttum von á skýr- ari svörum. Ég á erfitt með að skýra það af hveiju okkur Suðurnesjamönnum er alltaf ýtt út af borðinu. Ég hef stund- um á tilfinningunni að það séu ekki tvær þjóðir sem búi i þessu Iandi heldur þtjár, höfuðborgarsvæðið, landsbyggðin og við á Suðurnesjum! Við eigum kannski einhverja sök með því að fylgja málum ekki betur eftir. Ég hef þó alltaf verið bjartsýnn og ég trúi því að byggingin fari af stað eins og um var samið þó minniháttar breytingar verði á byggingunni eins og með mannanna verk,“ sagði Jó- hann Einvarðsson við Morgunblaðið. FRÉTTIR Réttur til makalífeyris úr Lífeyrissjóði bingmanna Lífeyrir greiddur aftur í tímann MÖGULEIKI er á að eftirlifandi maki varaþingmanns geti fengið makalífeyri nokkur ár aftur í tím- ann, átti ekkjan eða ekkillinn sig ekki fyrr á að hinn látni hafi áunn- ið sér réttindi í lífeyrissjóði þing- manna. Um verulega upphæð get- ur verið að ræða, eða lífeyris- greiðslur allt að fjögur ár aftur í tímann, samkvæmt upplýsingum Hauks Hafsteinssonar, fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins. Áþekkt tilvik hefur gerst, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins, þ.e. að ekkja hafi fengið maka- lífeyri greiddan nokkur ár aftur í tímann vegna um tveggja vikna setu eiginmanns síns á Alþingi sem varaþingmaður. Tæpar tvær milljónir greiddar Þingfararkaup 1. júní 1991 var 175.018 krónur, en hækkaði upp í 177.993 krónur 1. ágúst 1992, og 1. september sl. hækkaði það í 195 þúsund kónur. Miðað við krónutölu, án vaxta og verðbóta fyrir seinustu hækkun, fengi eftir- lifandi maki, sem væri greiddur lífeyrir fjögur ár aftur í tímann, að minnsta kosti 1,7 milljónir króna. Væri hins vegar miðað við þingfararkaup eftir úrskurð Kjara- dóms, væri þessi upphæð að minnsta kosti 1,9 milljónir króna. Þar við bætast vitaskuld mánaðar- legar lífeyrisgreiðslur til æviloka. „Sjálfsagt eru til svona dæmi, enda vitað um að menn hafi sótt um lífeyrisgreiðslur nokkrum árum eftir að rétturinn var til staðar og þá hefur verið greitt aftur í tím- ann. Lífeyrisgreiðslur fyrnast á fjórum árum, þannig að ef menn sækja um greiðslur sem þeir eiga rétt á eru þær afgreiddar fjögur ár aftur í tímann en ekki lengra,“ segir Haukur. Sjálfur segist hann í fljótu bragði ekki muna eftir neinu tilteknu dæmi um slíkar greiðslur til maka, en þau séu ör- ugglega til. 131 fékk 102 milljónir Heildargreiðslur úr Lífeyrissjóði alþingismanna námu tæpum 102,5 milljónum króna í fyrra. Alls hafa 319 einstaklingar greitt í Lífeyris- sjóð alþingismanna, eru lifandi í dag og ekki byijaðir að taka við lífeyris- greiðslum. Heildarfjöldi lífeyrisþega úr Lífeyrissjóði alþingismanna í fyrra var 131, þar af 50 makalífeyr- isþegar. „Yfir 90% af þessum íjölda eru einstaklingar sem hafa setið á þingi í talsverðan tíma en ekki að- eins sem varamenn, þannig að við erum aðeins að ræða um örfá dæmi um þá aðila sem njóta makalífeyris vegna stuttrar dvalar maka á þingi,“ segir Haukur. „Þeir sem njóta lífeyris eru að fá allt frá broti úr prósenti, eða kannski nokkur hundruð krónur, upp í að vera með 70% af þingfararkaupi fyrir minnsta kosti 25 ára þingsetu, eða um 136.500 krónur.“Eftir eitt kjör- tímabil fá menn 8% af þingfarar- kaupi, en reglur eru þannig að þeg- ar sjóðsfélagi deyr, fær eftirlifandi maki helming af áunnum réttind- um, hversu lítið eða mikið sem við- komandi hefur greitt í lífeyrissjóð- inn, að viðbættum 20% af þingfar- arkaupi, sem er ákveðin grunn- trygging maka. Dagbók frá Kairó IÐ þeirri einföldu spurningu um hver ég væri, setti mig hljóða og síðan hófust heilabrot og leit í fábrotnum glósum. En það hafðist: „Ana sa’afhia is- landia we anta mfsra moall- em.“ Mohammed sagði „Ga’id Giddan" og svo hófst næsta vers og síðan fleiri koll af kolli. Uti var Kairósólin 40° heit. Eg var dasaðri en frá megi segja. Ég var ekki bara dúndursveitt af hitanum: í fjóra klukkutíma hafði ég einbeitt mér af meiri ákefð en í háa herrans tíð. Hafði ég ekki staðið í þeirri trú að ég gæti bablað tölu- vert í arabísku jafnvel verið drjúg með mig? Með sjálfri mér vissi ég, að í færni minni í leikrænni tjáningu fólst obb- inn af því sem ég hafði talið kunnáttusemi í arabísku. En þetta var nú skemmti- legt! Og í stað þess að fá mér hádegissnarl klukkan langt gengin í þrjú, greip ég nýja stílabók og skrifaði heila síðu af hverjum þeirra sjö arab- Meða anti - hver ertþú? Jóhanna Kristjóns- dóttir dvelur nú á meðal Egypta og nem- ur arabísku. ísku bókstafa sem ég hafði lært þennan fyrsta dag. Ef ég lærði sjö nýja á dag, þýddi það að eftir fyrstu vikuna átti ég að geta trallað 28 arabiska stafi með næstum eins léttum leik og a - b - c - d, hvorki meira né minna. Meðan ég hitaði kaffi, taut- aði ég stöðugt: „Hia Johanna - anti ma’ara, hoa Mohammed masri ragúel“ og víst heyrði ég að framburði var ábóta- vant og allt skroll vantaði, en það hlaut að koma smátt og smátt. A morgun yrði jafn- erfitt og kannski enn skemmtilegra. Upplyft dreif ég mig í litlu búðina í næsta húsi, „messa al’hrær," sagði ég og þau glöggu kaupmannshjón, Húda og Darvish, voru ekki sein á sér að skilja og buðu gott kvöld á móti. Mig vantaði sápu, egg og brauð. Ekkert orðanna var á lista dagsins og þá var að nota fingramálið með skjót- um árangri. Það er ekki bara kætin og einbeitingin sem ríkir hér á heimilinu. Það er líka for- vitni, að vita meira, til dæmis hvað sápa er á arabísku. Guðrún Helgadóttir á landsfundi Alþýðubandalags Enga samleið með launastefnu verkalýðshreyfingarinnar „HÆTTUM að trúa því að við eigum einhver ítök í verkalýðs- hreyfingunni umfram aðra flokka, þvi það er ekki svo. Stefna hennar og okkar er ekki sú sama. Það hefur aldrei verið samþykkt í þess- um flokki að helst skuli verkalýðs- hreyfingin beita afli sínu þegar einhver hópur manna hækkar í launum, en þannig er kjarabarátt- an orðin,“ sagði Guðrún Helgadótt- ir, fyrrv. alþingismaður, í umræð- um um atvinnu og lífskjör á fyrsta degi landfundar Alþýðubandalags- ins. Hún benti á að verkalýðshreyf- ingin hefði nú tekið upp jafnlauna- stefnu sem haft hefði í för með sér að í stað þess að beijast fyrir kjarabótum til hinna lægstlaunuðu hefðu sæmilega launaðir hópar verið dregnir niður til þeirra sem verst væru launaðir. „Mér vitanlega hefur flokkurinn okkar aldrei gefið þeim forystu- mönnum verkalýðshreyfingarinn- ar, sem hann hefur hafið til vegs og virðingar, umboð til að amast við leiðréttingum á launum þing- manna eða annarra launþega þeg- ar flokkurinn hefur amast við him- inháum launum þeirra sjálfra. Og fátt er mér fjær en að sjá ofsjónum yfir því þó að hagfræðingar ASÍ ferðist á Saga-Class á leið á vinnu- málafundina sína í Genf, þó að þingmenn flokksins sitji í almenn- ingnum, í ódýrari sætum. Öfund er engum til góðs og ætti aldrei að vera leiðarljós baráttu fyrir betri heimi. Ætli verkalýðshreyfingin að reka þá launastefnu sem hér hefur verið lýst, eigum við enga samleið. Þá verður flokkurinn að móta sína eigin launastefnu og fylgja henni fast eftir svo launþegar þessa lands eigi sér einhvers staðar bakland," sagði Guðrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.