Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Framlengingar- áráttan LISTHÓPURINN með tilfallandi framlengingum. MYNDLIST Sólon íslandus MYNDVERK Asa Björk Ólafsdóttir, Guðbrandur Ægir, Helga B. Jónasdóttir, Kristinn Már Pálmason, Pekka Tapio Pyykön- en, Svanhildur Vilbergsdóttir, Val- gerður Guðlaugsdóttir, Þóra Þórisdóttir. Opið frá kl. 13-18 alla daga. Til 22. október. Aðgangur ókeypis. FRAMLENGINGARÁRÁTTAN nefnist sýning átta ungra listspíra í Sólon íslandus, og er þá skírskot- að til sköpunarhvatarinnar og tímg- unarinnar, eða eins og Platon orð- aði það: „Allir menn hafa getnaðar- hvöt, bæði líkamlega og andlega, og þegar eðli vort hefur náð vissum aldri, þá girnist það að geta af sér.“ Það er prýðilegt, að ungir viður- kenni hvað hárir þulir hafa kveðið, og að viturlegt sé stundum að leita til fortíðar, þótt það megi helst álíta að síðustu kynslóðir hafi verið ein- getnar eins og sjálfur frelsarinn á krossinum. Allt er þetta ungt fólk, sem segja má að sé nýútskrifað úr skóla og ber hér mest á hugmyndafræði. Þannig leggur Ása Björk Ólafsdótt- ir út af málsháttum í innsetningu sinni í stigagangi, en sjónrænt séð hefðu vísanirnar mátt vera afdrátt- arlausari. Guðbrandur Ægir fæst BÆKUR Grasafræði EINKALÍF PLANTNA - GRÓÐUR JARÐAR eftir David Attenborough. Óskar Ingimarsson þýddi. Bókaútgáfan Skjaldborg 1995. ÞESSI 320 blaðsíðna bók prýdd aragrúa mynda, sem er nýkomin út, er mjög falleg og vönduð. Höf- undur hennar er löngu orðinn heimskunnur fyrir frábæra sjón- varpsþætti með einstæðu mynd- efni úr heimi náttúrunnar, sem aflað hefur verið um allan heim, en að auki hefur efni margra þátt- anna verið gefið út á bók. Hér er einmitt á ferðinni ein þeirra bóka, mjög áhugaverð fyrir alla, en fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því að plönturnar eru í bókstaflegri merkingu undirstaða alls lífs á jörðinni. Þetta er í raun fræðslurit um líf plantnanna, en efnið sett fram á nýstárlegan hátt þannig að bók- in verður einkar læsileg og hinn besti skemmtilestur. Myndirnar eru fjölmargar og margar þeirra stórkostlegar, jafnvel einstæðar sumar hveijar, svo maður bíður með óþreyju eftir sjónvarpsþáttun- um. Mér finnst David Attenboro- ugh og hinum þrautreyndu sam- starfsmönnum hans sjaldan, ef nokkurn tíma, hafa tekist betur upp en nú og hefur hann þó gert marga frábæra hluti með starfsliði sínu. Þarna er nefnilega á meist- aralegan hátt fjallað um sérstætt og mikilvægt efni, sem bæði er mjög erfitt að festa á filmu og erfítt að segja frá á alþýðlegan hátt. Bókin skiptist í sex kafla, auk inngangs, þakkarorða og nafna- skrár. I inngangi segist höfundur- inn hafa reynt að forðast allt of flókið fagmál grasafræðinnar til að gera bókina aðgengilegri fyrir sem flesta. Þetta er bæði kostur og galli, því í sumum köfium ber svolítið á að hugtökum sé ruglað saman, hvort sem það er höfundi eða þýðanda að kenna. Sem dæmi við náttúrulega myndun verks í lík- ingu við Mario Reis og Ulriku Arn- old, sem bæði hafa gert strandhögg má nefna, að þar sem talað er um dreifingu plantnanna bregður fyrir að ruglað sé saman fræi og ald- ini; og annars staðar að ruglað sé saman hugtökunum planta og gróður, þ.e. gróðurfar, en planta er hliðstætt orðinu dýr og gróður hliðstætt orðinu dýralíf. Annars kemur þessi ónákvæmni, sem höf- undur nefnir svo, ekki mikið að sök. Höfund- ur segir ennfremur í inngangi að fæstir viti nokkuð að ráði um atferli plantna og eiginleika þeirra, sem stafi líklega af því að líf þeirra rhiðist við annan tímakvarða en við eigum að venjast. Nú hafi kvikmynda- og myndbandatækni hins vegar fleygt svo fram, að hægt sé að láta tímann líða hægt eða hratt eftir atvik- um og flýta öllum hreyfingum, sem eru mjög'hægar hjá plönt- unum, svo athafnir þeirra sem menn ekki skynji þó horft sé stöð- ugt á þær verði allt í einu skýrar og greinilegar. Þarna er einmitt kominn galdurinn á bak við þessa bók, og þó einkum sjónvarpsþætt- ina. Fyrsti kaflinn nefnist Fræ eru ferðalangar og segir frá því hvern- ig plöntur dreifa fræjum sínum og aldinum, en það væri ekki vænlegt til frambúðar ef öll fræ spíruðu og skytu rótum fast við móðurplöntuna því örugglega yrði þröngt um vaxtarrými og næring af skornum skammti. Það er því um að gera að koma afkvæmun- um, fræjunum, eitthvað frá sér, það er lífsspursmál fyrir framgang tegundarinnar. Margar plöntuteg- undir hafa tileinkað sér og aðlag- ast ýmis konar fræ- og aldindreif- ingu á hinn sérkennilegasta hátt, og sumar fengið vind, vatn eða einhver dýr í lið sér, og er því lýst hér mjög skemmtilega. í öðrum kafla er sagt frá hvern- ig plöntur vaxa og afla sér næring- ar úr jarðvegi og úr andrúmsloft- inn á íslenzka landhelgi, en hin áferðarfallega mynd hans bætir þar engu um, þótt hún feli í sér loforð. inu, eða þá með því að veiða smá- dýr sér til matar með laufblöðun- um, sem eru þá oft ummynduð í furðulegustu veiðarfæri. Fjöld- margar plöntur búa líka við sí- fellda hættu á að verða sjálfar étnar og reyna auðvitað að koma í veg fyrir það með margvíslegu móti. Þriðji kaflinn heitir Blómgun og er um æxlun plantanna og æxlun- arfæri, sjálf blómin, gerð þeirra og hina ótrúlegu fjölbreytni sem þar er að finna. Eitt af því sem skiptir höfuðmáli við æxlun blóm- plantana er flutningur fijókorn- anna, sem geyma sáðfrumurnar, úr frævlunum yfir á fræni fræv- unnar, þar sem eggfrumurnar myndast. Þessi flutn- ingur nefnist frævun og verður með ýmsu móti, ekki síður en fræ- og aldindreifing- in. Þar koma vindur og vatn líka við sögu, en sérkennilegust er þó aðlögun sumra plantna að frævun með dýrum, einkum þó skordýrum og er því lýst á stórkostleg- an hátt og skýrt með mörgum fræbærum myndum. Fjórðí kaflinn heitir svo Keppni um lífs- gæði, en hún er oft hörð hjá mörgum plöntum því næring og rými er iðulega af skornum skammti, eink- um þar sem gróður er samfelldur og þéttur eins og í skógum. Hér er frá þessu sagt á sama látlausa en skýra hátt og áður, einkum ýmsum sérkennilegum plöntum, sem sumar klifra upp eftir öðrum og styðja sig við þær, en aðrar vaxa beinlínis á greinum eða stofn- um félaga sinna, í stað þess að vaxa niðri á jörðinni og gerist það einkum í skógum hitabeltisins. Sambýli nefnist fímmti kaflinn og er þar sagt frá þvi hvernig margar plöntutegundir lifa í nánu sambýli við aðrar, eða þá jafnvel við einhver dýr, og hafa þá jafnan báðir aðilar meira eða minna gagn af sambúðinni, þó stundum kunni að hallast á um hagræðið. Hér hjá okkur er einna þekktast sambýli sveppa og þörunga sem mynda saman þær plöntur sem nefnast fléttur, en sveppir lifa þó einnig oft í sambýli við blómplöntur. Stundum kárnar þó gamanið og annar aðilinn sníkir af hinum að einhveiju eða öllu leyti, þ.e. tekur Hanna Björg Jónasardóttir er mætt með ástarhring sinn, sem hún sýndi á Listasumri á Akureyri, en í smækkaðri mynd. Leikurinn er hugnæmur, en hálf útjaskaður í hugmyndafræðinni er svo er komið, leiðir hugann 30 ár aftur í tímann. Böggull Kristins Más Pálmasonar er kúnstugt verk, og hér er hann ólíkt nær sjálfum sér en í listhúsinu Greip, - ekki skyggir svo gæjugatið á, sem leiðir kikjandann inn í uppljómaða draumaveröld. Sonarvísun Pekka Pyykönen kemur við hjartað og minnir mig sterklega á rómverskar grafskriftir á safni forngildrar listar í Köln, en skúlptúrinn hefur naum- ast nægilega sterka formræna vís- un. Leikurinn berst til himnanna í myndverki Svanhildar Vilbergs- dóttur, en vísunin yrði mun hrif- meiri væru skýin betur og afdrátt- arlausar máluð. Vaki myndverks Valgerðar Guðlaugsdóttir er sjálfs- ímynd í gervi dúkkulísa, sem hún raðar listilega upp á grunnflöt, sem minnir mig á orðspekina, „sakleys- ið, síst má án þes vera, en þó...“ Málarinn í hópnum er svo ótvírætt Þóra Þórisdóttir, sem endursýnir eitt verka sinna og þótt miðillinn sé forn er hugmyndin ferskust og upprunalegust. I heild virkar sýningin hálf sund- urlaus og innsetningin hvergi nærri nógu hnitmiðuð. Bragi Ásgeirsson frá honum flest eða öll þau efni sem hann þarf sér til lífsviðurvær- is. _ í sjötta og síðasta kaflanum, sem heitir Baráttan eilífa, segir frá- baráttu plantnanna fyrir því sem þeim er lífsnauðsyn, en það er vatn, birta, hiti og lítið eitt af steinefnum, en þessi lífsgæði öðl- ast þær mjög misauðveldlega eftir því hvort jpær vaxa í heimskauta- löndum eða i hitabeltinu eða ein- hvers staðar þar á milli. Að mis- munandi vaxtarskilyrðum og möguleikum til lífs, og þá einkum kulda eða hita, þurrki eða raka, hafa plönturnar oft lagað sig með margvíslegum hætti. Sumar sækja vatn dýpra í jörð en aðrar, og sumar geyma aftur vatn og veij- ast vatnstapi með sérstæðri lík- amsbyggingu. Sumar plöntur þurfa að veija vefi sína fyrir hita og of mikilli útgufun, en aðrar fyrir kulda. Sérhæfingin er oft ótrúleg og því verður fjölbreytnin mikil. Höfundur fer hér á kostun- um eins og víðast annar staðar. Þessi bók er í stuttu máli frábær og verðskuldar að ná til og verða lesin af sem flestum, því, eins og höfundurinn segir í lokin: „Það er kominn tími til að við lærum að meta þessa grænu arfleifð okkar í stað þess að fara um hana ráns- höndum. Því ef við missum hana er úti um okkur.“ Ég leyfi mér að taka mjög ákveðið undir þetta með höfundinum. Bókin er vel úr garði gerð í alla staði og hún er þýdd á gott, lipurt og látlaust mál eins og henni sæm- ir. Prentvillur hef ég varla fundið. Auðvitað er hægt að finna smá- hnökra á þýðingunni hér og þar, einkum þar sem þýðandanum hef- ur vissulega verið mikill vandi á höndum vegna aragrúa nafna á plöntum, sem þurfti að þýða á ís- lensku, eða kannski réttara sagt að búa til á þær íslensk nöfn. Slík nöfn segja lesandanum reyndar oft lítið, og ef til vill minna en fræðinöfn á latínu, en þau eru þó íslensk og það skiptir máli. En í flestum tilvikum hefur Óskari Ingimarssyni farist þetta vel úr hendi, eftir því sem ég get um það dæmt. Ég þakka höfundinum, þýðand- anum og útgefandanum kærlega fyrir þessa merku og fallegu bók, hún er stórkostleg kennslubók í grasafræði, en með nýjum blæ og ég vona að hún verði mikið lesin því það verðskuldar hún sannar- lega. Eyþór Einarsson Sannur karlmaður DAGSKRÁ Listaklúbbsins verður tileinkuð þýska leikrita- skáldinu Tankret Dorst og höfundi verksins Sannur karl- maður, sem nýlega var frum- sýnt á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins mánudaginn 16. október. Tankret Dorst hefur um margra ára skeið verið eitt af virtustu leikskáldum Þýska- lands, segir í kynningu frá Listaklúbbnum. Á mánudagskvöld mun Bjarni Jónsson fjalla um skáld- ið og verk hans, Ingvar E. Sigurðsson flytur eintal úr leikritinu Merlin eftir Tankret Dorst, María Kristjánsdóttir leikstjóri fjallar um sýningu sína á Sönnum karlmanni og leikararnir Ingvar E. Sigurðs- son og Halldóra Björnsdóttir flytja atriði úr sýningunni. Dagskráin er öllum opin og hefst kl. 21 en húsið verður opnað kl. 20.15. Miðaverð er 500 kr. Pachelbel ogBachí Askirkju EFNT verður til nokkurra tón- leika í Áskirkju í Reykjavík til styrktar orgelsjóði kirkjunnar. í dag, sunnudag, kl. 17 leikur Kjartan Siguijónsson organisti Seljakirkju í Reykjavík. Á tónleikaskránni verða verk eftir J. Pachelbel, B. Buxtehude, J.S. Bach, Max Reger og Cesar Franck. Kjartan nam orgelleik hjá Dr. Páli ísólfsyni 1959-1964 og stundaði framhaldsnám í Hamborg haustið 1984. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis, en tekið verður við framlögum í orgelsjóð að tón- leikunum loknum. Valgerður 1 Hafnarborg VALGERÐ- UR Andrés- dóttir spilar á tónleikum í Hafnarborg miðvikudag- inn 18. októ- ber kl. 20. Á efnis- skránni eru verk eftir Jórunni Viðar, Moz- art, Debussy, Chopin og Liszt. Valgerður er á leið út til að spila á tónleikum í Kaup- mannahöfn og á áskriftartón- leikum Kammermúsíkklúbbs- ins í Uppsölum í Svíþjóð. Verð aðgöngumiða er 800 kr. Framlenging á sýningu SÝNING átta myndlistar- manna á Sólon Islandus, Framlengingaráráttusýningin, sem ljúka átti í dag verður framlengd um eina viku. Græna arfleifðin David Attenborough
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.