Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Baldur Sveinsson Nútíminn ÞRÁTT fyrir langan starfsaldur er Verzlunarskólinn mjög nú- tímalegur. Skólinn er vel tölvuvæddur og mikil áhersla lögð á tölvukennslu. Fáninn afhentur VIÐ stjórnarskipti í Málfundafélagi Verzlunarskólans 1947 var fáni skólans afhentur nýrri stjórn að venju. I ræðustól er Eyjólfur Konráð Jónsson fyrrum aiþingismaður, fánaberar eru séra Hall- dór Gröndal t.h. og Hugo Andreassen t.v. Á tröppunum stendur Vilhjálmur Þ. Gislason skólastjóri og fylgist með athöfninni. DANSKA þingið samþykkti 15. apnl 1854 lög, sem veittu íslendingum fullt verslunarfrelsi. Þeim skyldi framvegis vera heimilt að selja afurðir sínar hvert á land sem var og kaupmönnum allra þjóða vera heimilt að sigla hingað með varning sinn og bjóða hann til kaups. Lögin tóku gildi 1. apríl 1855, en áður var einungis þeim þegnum Danakonungs heimilt að versla á íslandi, sem ekki bjuggu sjálfir við einokun. Hátíðarræða Brynjólfs H. Bjarnasonar Verslunarstéttin í Reykjavík minntist þessara tímamóta með veg- legu samsæti 15. apríl 1904. Þar voru fluttar margar ræður og sung- in kvæði, sem ort höfðu verið í til- efni dagsins. Brynjólfur H. Bjarna- son kaupmaður var einn ræðu- manna. Hann vék fyrst að mikil- vægi fijálsrar verslunar fyrir lands-' menn, en ræddi síðan þau mál, sem hann taldi verslunarstéttinni nauð- synlegast að þoka áleiðis. Að dómi Brynjólfs var brýnast að ná stór- versluninni (heildversluninni) inn í landið, en í kjölfar slíks hlutu að hans dómi að fylgja ýmsar framfar- ir, verslunarskóli yrði til dæmis ör- ugglega settur á stofn og jafnvel kauphöll. Kvöldskóli Þorláks og Þorleifs Brynjólfur H. Bjarnason var at- kvæðamaður í verslunarstétt í Reykjavík um aldamótin 1900. Hann er þó ekki höfundur hugmynd- arinnar um verslurferskóla í Reykja- vík. Sá heiður fejlur öðrum manni í skaut, Þorláki Ó. Johnson, mesta brautryðjandanum um nútímaversl- unarhætti á íslandi. Þorlákur stofn- aði kvöldskóla fyrir verslunarmerin og rak hann fyrir eigin reikning veturna 1890-1892. Skóli þessi lagðist af vegna þátttökuleysis. Aðrir urðu til að taka upp þráðinn. Vitað er, að kvöldskóli fyrir verslun- armenn, eða kvöldnámskeið að minnsta kosti, starfaði í Reykjavik veturna 1893-1897. Þorleifur H. Bjarnason, ’kennari við Lærða skól- ann (síðar MR), rak skóla þennan lengst af, en fleiri menn komu þar við sögu. Ekki er víst, að skóli þessi hafi lagst niður 1897, heimildir um það atriði skortir enn sem komið er. Vitað er um námsgreinar kvöld- skóla Þorleifs og kennslustunda- Qölda, en flestir aðrir þættir í sögu hans eru ókunnir. Hvers vegna verslunarskóla? Hvað var það, sem hvatti þá Þor- lák Ó. Johnson og Þorleif H. Bjarna- son til að stofna til kennslu fyrir verslunarmenn fyrir síðustu alda- mót? Ástæður eru vafalaust fleiri en ein. Innlend verslun hafði aukist mikið síðustu áratugina og þörfin fyrir vel menntaða verslunarmenn vaxið að sama skapi. Öldur sjálf- stæðisbaráttunnar risu hátt. Þorlák- ur Ó. Johnson hefur vafalaust ekki talið vansalaust, að íslenskir versl- unarmenn yrðu að leita sér mennt- Stofnun Verzlnnar- skóla Islands Verzlunarskóli Islands var settur í fyrsta skipti 12. október 1905 ogerþví 90 ára um þessar mundir. Lýður Björnsson sagn- fræðingur rifjar hér upp aðdraganda stofn- unar skólans og minnisverð atriði frá fyrstu starfsárunum. unar í Danmörku, en sjálfur var hann mjög náinn ættingi þeirra hjóna, Jóns Sigurðs- sonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Sjálfur nam Þorlákur verslun- arfræði í Englandi. Fleiri atkvæðamenn hafa væntanlega verið þessarar skoðunar, til dæmis Björn M. Jóns- son ritstjóri, sem rak bóka- og ritfanga- verslun um árabil jafnhliða blaðaútgáf- unni. Þá setti Alþingi lög um iðnfræðslu árið 1893. Þar var kveðið á um, að iðnnemum skuli tryggð vist í iðnaðarmannaskóla, ef slíkur skóli yrði stofnaður, og kennsla í teikningu. Síðamefnda ákvæðið var lögtekið að tillögu Guð- jóns Guðlaugssonar, þinsmanns Strandamanna. Lögin kváðu á um, að þau skyldu einnig gilda fyrir verslunarmenn og þá eftir því, sem við ætti. Iðnaðarmannafélagið efndi til sunnudagaskóla fyrir iðnnema 1873. Skólahald þetta hélst með nokkrum hvíldum fram undir 1890. Skólinn var settur á laggirnar á nýjan leik 1893 og þá sem teikni- skóli og starfaði á sunnudögum milli kl. 4 e.h. og 6. e.h. frá ársbyij- un til aprílloka. Hann var aukinn 1898 og er fyrirrennari Iðnskólans í Reykjavík, sem tók til starfa 1904. Telja verður líklegt, að lögin frá 1893 og kvöldskóli iðnaðarmanna hafi opnað augu ýmissa manna fyr- ir þörfinni á skóla handa verslunar- mönnum. Tekið skal fram, að Þor- lákur Ó. Johnson hefur þekkt til slíkra skóla á Englandi. Fleiri ástæður mætti tilfæra. Nokkru eftir að Verzlunar- skólinn tók til starfa birti Verzlunarblað íslands grein um skól- ann. Þar eru helstu ástæður fyrir stofnun skólans taldar hafa verið þær, að obbi verslunarmanna hér hafi ekki getað aflað sér menntunar í Dan- mörku vegna kostn- aðar og að allir verslunarhættir þar og sá stakkur, sem versluninni þar væri sniðinn, væri svo frábrugðinn því sem hér gerð- ist, að hagnýtt gildi verslunar- menntunar í Danmörku væri vafa- samt hér á landi. V.R. tekur málið upp Einstaklingar voru upphafsmenn verslunarfræðslu hér á landi, en skriður komst á menntamál versl- unarstéttarinnar þegar samtök hennar tóku þau upp á sína arma. Fyrstu verslunarmannafélögin voru stofnuð um eða laust fyrir aldamót- in 1990. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur er elst þessara félaga, stofnað 27. janúar 1891. Kaup- mannafélag Reykjavíkur var stofn- að 1899. Hliðstæð félög voru stofn- uð utan Reykjavíkur. Eitt þeirra, Verslunarmannafélag Skagfirðinga og Húnvetninga, þá nýlega stofnað, ritaði V.R. bréf, sem fjallað var um á félagsfundi 13. júní 1901. Þar var skorað á V.R. að senda Alþingi áskorun um að koma á fót verslun- .arskóla. Undirtektir fundarmanna voru dræmar, minnt var á, að skóli Ólafur G. Eyjólfsson fyrsti skólastjóri VÍ. Þorláks Ó. Johnson hefði lagst niður vegna ónógrar að- sóknar. Næsta ár vakti D. ' Thomsen þó máls á því á aðal- fundi V.R. 4. októ- ber, að nauðsynlegt væri að koma á fót vísi að verslunar- skóla. Fundurinn féllst á þetta og kaus þá D. Thoms- en, C. Zimsen og Sighvat Bjamason í nefnd, sem íhuga skyldi málið. Nefnd- in skilaði áliti 1. nóvember og hafði þá beðið þá Ólaf Ólafsson ritstjóra, Þorleif H. Bjarnason og Þorstein Egilsson, fyrrverandi kaupmann, að veita slíkum skóla forstöðu, en feng- ið afsvar hjá þeim öllum . Hún hafði einnig kannað áhuga á vist í slíkum skóla, og reyndust einungis 11 pilt- ar hafa hug á henni. Nefndin lagði því til, að fyrirhugaður verslunar- skóli yrði deild í Iðnskólanum. Þetta taldi Brynjólfur H. Bjarnason all- sendis ófullnægjandi lausn, verslun- arskólinn yrði að vera mun full- komnari skóli en hann yrði sem deild í Iðnskóla. Fundurinn virðist hafa aðhyllst þessi rök Brynjólfs, enda kaus hann nýja nefnd, sem vinna skyldi áfram að skólastofnun, og tóku þeir D. Thomsen, Morten Hansen skólastjóri og Th. Thor- steinsson, atvinnurekandi og kaup- maður, sæti í henni. Einnig var sam- þykkt að gefa 50 krónur til hins fyrirhugaða skóla. Til samanburðar skal þess getið, að meðalárslaun skipstjóra á þilskipum að aflahlut- deild meðtalinni munu hafa verið um 200 krónur um aldamótin 1900 eftir umræðum á fundum í Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Öld- unni að dæma. Ekki er vitað um störf nefndar þessarar, en á aðal- fundi 3. október næsta ár voru þeir Ásgeir Sigurðsson kaupmaður, D. Thomsen og Morten Hansen kosnir í skólanefnd kvöldskóla verslunar- manna og skólanum veittur 50 kröna styrkur. Morten Hansen af- henti V.R. síðan bankabók og reikn- inga kvöldskólans 8. október 1904. Þetta bendir til þess, að um raun- verulegt skólahald hafi verið að ræða veturinn 1903-1904, en heim- ildir um það hafa ekki komið í leit- irnar enn sem komið er. Sá skóli hefði verið ótvíræður fyrirrennari Verzlunarskóla íslands. Brynjólfur H. Bjarnason taldi inn- lenda heildverslun vera mesta hags- munamál verslunarstéttarinnar 1904. Þessa var skammt að bíða, fyrsta innlenda heildverslunin, sem starfaði alfarið hér á landi, Ó. John- son & Kaaber, tók til starfa árið 1906. Brynjólfur áleit, að verslunar- skóli mundi fyigja í kjölfarið. Ekki þurftu verslunarmenn þó að bíða svo lengi eftir skóla sínum, hvort sem ræða Brynjólfs hefur haft þar áhrif eða ekki. L. Kaaber skoraði á stjórn V.R. á fundi 8. október 1904 að hrinda skólastofnun í framkvæmd. Fundurinn sam- þykkti að kjósa nefnd í málið, og hlutu þeir Ásgeir Sigurðsson, D. Thomsen og Jón Ól- afsson skáld kosn- ingu. Stjórn V.R. boðaði síðan til fé- lagsfundar um skólamálið 10. febr- úar 1905. Fundur þessi var auglýstur í blöðum og öllum verslunarmönnum í bænum boðið að sitja hann. Þetta var óvenjulegt og mun hafa átt að tryggja góða aðsókn. Guðmundur Finnboga- son, síðar landsbókavörður, var fenginn til að halda framsöguræðu, en hann vann á þessum árum _að rannsókn á menntamálum á Is- landi. Niðurstöður birtust síðar í skýrsluformi og voru hagnýttar í bók Guðmundar Lýðmenntun. Björn Jónsson ritstjóri lagði til, að Guð- mundur yrði fenginn til að semja tillögu um stofnun og fyrirkomulag menntaskóla fyrir verslunarmenn og með fulltingi þeirra félags- manna, sem hann kysi sér til aðstoð- ar. Tillagan var felld, enda töldu félagsmenn eðlilegra, að skólanefnd félagsins annaðist þetta verkefni. Hugmynd Björns um verslunar- menntaskóla er athyglisverð, en ekki var henni hrundið í framkvæmd fyrr en eftir tæplega fjóra áratugi. Kaupmannafélagið kemur til liðsviðV.R. Skólanefnd kynnti tillögur sínar á félagsfundi 11. mars. Hlutu þær góðar undirtektir, en þó töldu menn rétt að taka upp kennslu í vélritun til viðbótar við þær greinar, sem nefndin hafði lagt til, að yrðu kennd- ar í skólanum. Samþykkt var að leita samstarfs við Kaupmannafélag Reykjavíkur um þetta nauðsynja- mál. Undirtektir munu hafa verið góðar, en því miður er ekki unnt að skýra frá umræðum á vettvangi kaupmanna, höfundur þessarar greinar hefur ekki komið höndum yfir elstu gjörðabók þess félags. Sameiginlegur fundur V.R. og Kaupmannafélagsins um skólamálið var síðan haldinn 23. mars. Þar gerði Jón Ólafsson grein fyrir tillög- um skólanefndar V.R., en síðan hófust umræður. Guðmundur Finnbogason varpaði í ræðu fram þeirri hugmynd, að þýskukennsla yrði minni en nefndin hafði gert ráð fyrir og kennsla í dönsku og ensku aukin, einnig yrði kennd vörufræði og sýnishorn notuð við þá kennslu. Guðmundur lagði einnig til, að nemendur hefðu nokk- urt valfrelsi um námsgreinar, enda hlyti undirbúningur þeirra að vera allmismunandi. D. Thomsen gagn- rýndi hugmyndina um notkun sýn- ishorna í vörufræðikennslu og taldi þau ekki koma að nægilegum not- um. Flestir ræðumanna töldu sjálf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.