Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Regnboginn frumsýnir í næstu viku bandarísku myndina Murder in the First. Myndin er byggð á sannri píslarsögu ungs fanga í hinu ill- ræmda Alcatraz-fangelsi sem leiddi að lokum til þess að fangelsið var lagt niður. ívítis- Þrjár stjörnur ÞAÐ eru þijár kvikmyndastjörnur af yngri kynslóðinni sem fara með aðalhlut- verkin í Murder in the First. Christian Slater leikur lögfræðinginn James Stamp- hill, Kevin Bacon leikur fangann Henri Young, og Gary Oldman leikur fangavörð- inn Glen. Christian Slater er fæddur 18. ágúst 1969 í New York og starfar móðir hans við að velja leikara í kvikmyndahlutverk. Ferill hans sem leikara byrjaði reyndar sem hálfgert grín, því mamma hans taldi það skondið að velja hann átta ára gaml- an í smáhlutverk í saápuóperu í sjónvarpi sem kallaðist One Life to Live. Níu ára ferðaðist hann svo með leikhópi sem sýndi The Music Man og sextán ára fór hann með fyrsta hlutverk sitt í kvikmynd, en það var í The Legend of Billie Jean og lék hann þar með systur sinni, Helen. Fleiri hlutverk áskotnuðust honum fljótlega og meðal mynda sem hann lék í var In the Name of the Rose, þar sem hann lék með Sean Connery. Tímamótin á ferli hans voru þegar hann lék á móti Wynonu Ryder í Heathers, en í þeirri mynd lék hann morðingja og þótti um margt minna á Jack Nicholson. Svipuð hlutverk fylgdu í kjölfarið ásamt ýmsum uppákomum í einkalífinu, en hann var m.a. handtekinn fyrir öivunarakstur og fyrir að ætla um borð í farþegaflugvél vopnaður byssu. Slater hefur reynt að bijótast út úr þeirri ímynd að vera uppreisnargjarn ungur maður í myndum eins og Yoúng Guns II og True Romance, og eru hlut- verk hans í myndunum Untamed Heart og Murder in the First Iiður í því. Kevin Bacon hefur getið sér orð fyrir að geta brugðið sér í nánast hvaða hlut- verk sem er og þá ekki síst að leika flókna persónuleika. Þannig hefur hann leikið fauta í myndinni The River Wild, land- gönguliða í A Few Good Men og samsæris- mann í JFK. Bacon fæddist 8. júlí 1958 í Fíladelfíu og hóf leiklistarnám þar. Hann hefur leikið jafnt á sviði sem í kvikmynd- um og hlotið Obie verðlaun fyrir sviðs- leik. Hann hélt áfram leiklistarnámi í New York þar til hann fékk sitt fyrsta kvik- myndahlutverk, en það var í National Lampoon’s Animal House. Stuttu síðar lék hann svo í Diner og Footloose og þar með var hann orðinn frægur, en meðal ann- arra mynda sem hann hefur Ieikið í má nefna Quicksilver og Flatliners. Hinn enski Gary Oldman er fæddur i fátækrahverfi í Suður-London 21. mars 1958, en hann varð fyrir áfalli þegar fað- ir hans, sem var logsuðumaður, fór að heiman fyrir fullt og allt þegar Oldnian" var sjö ára gamall. Æskuárin voru heldur ömurleg í fátækrahverfinu og harðn- eskjulegum drengjaskóla sem hann gekk í. Á unglingsárunum þegar hann af- greiddi í íþróttavöruverslun smitaðist hann af leiklistarbakteríunni og hóf að nema hjá Greenwich Young People’s The- ater, en frammistaða hans leiddi til þess að hann fékk styrk til að nema leiklist við Rose Buford Drama College. Hann fékk fljótlega margvísleg hlut- verk í leikritum og árið 1985 var hann valinn besti leikarinn það árið. Fyrsta kvikmyndahlutverkið var í Syd og Nancy þar sem hann lék pönkarann Syd Vicious úr Sex Pistols. Hann hefur gjarnan ieikið sögufrægar persónur, en meðal þeirra eru leikritaskáldið Joe Orton í Pick Up Your Ears, Lee Harvey Oswald í JFK og Ludwig Van Beethoven í Immortal Beloved. Meðal annarra kvikmynda sem hann hefur leikið í eru Bram Stoker’s Dracula, True Romance, Roemeo is Ble- eding, Leon, og The Scarlett Letter. Old- man var kvæntur bandarísku lerikkon- unni Umu Thurinan um eins árs skeið, en þau skildu 1991. Morðið holunni HENRI Young (Kevin Bacon) er fangelsaður fyrir smáþjófnað en hlýtur hrottalega meðferð i Alcatraz. MURDER in the First býggir á atburðum sem áttu sér stað á fjórða áratugnum og segir frá sérstæðum samskiptum tveggja ungra manna. Annar þeirra er dæmdur fangi í hinu al- ræmda Alcatraz fangelsi (Kevin Bacon), en hinn er framagjarn ungur lögfræðingur (Christian Slater), og þeir eiga eftir að hafa afgerandi áhrif á líf hvors annars um leið og þeir breyta framrás bandarískrar réttarfarssögu. Saga þeirra er tilfmningaþrungin og lýs- ir för annars þeirra í hyldýpi ómennskunnar og staðföstum ásetningi hins að ná honum til baka og svipta um leið hulunni af þeim ólýsanlega hrottaskap sem hann hefur þurft að þola í fanga- vistinni. Hin sérkennilega vinátta sem tekst með lögmanninum rétt- sýna og hinum truflaða og inn- hverfa sakamanni leiðir til átaka sem verða upphafið að endalokum eins alræmdasta fangelsis sem sögur fara af. I mars árið 1938 er manni varp- að í neðanjarðarklefa í Alcatraz fangelsinu sem stendur á hijóstr- ugri klettaeyju í San Francisco- flóa. Klefínn er aðeins um 1,5 metrar á hæð og maðurinn er nak- inn og aleinn. Stálhurð klefans er skellt í lás og fimm fermetra her- bergið verður kolsvörtu myrkrinu að bráð. Þögnin er algjör. Kaldir steinveggirnir eru rakir af sjávar- sagga og myglusveppirnir eru alls staðar. Á klefanum er enginn gluggi og í honum er ekkert fleti, enginn hiti, hvorki klósett né vask- ur og loftleysið er algjört. Ungi maðurinn rýnir í myrkrið,*íiann er skítugur, hungraður og berst við að halda vitglórunni. Einu sam- skiptin við umheiminn eru þegar matnum hans er ýtt inn um loku neðst á klefahurðinni á nokkurra daga fresti. Þá heyrist örlítið hljóð eitt augnablik og smá skíma sést, en fyrr en varir er lokunni skellt aftur og myrkrið og einsemdin umlykur mannin enn á ný. Hann hættir að gera sér grein fyrir því hve margir dagar líða í þessari prísund og smátt og smátt renna dagarnir saman við vikur, mánuði pg loks ár í þessari myrkraveröld. í júní 1941 er honum loks hleypt út úr dýflissum ALcatraz. Ringlað- ur og skelfingu lostinn kemst hann að því að hann hefur dvalist meira en þijú ár í myrkrinu í iðrum fang- elsisins. Og að fáum klukkustund- um liðnum sér hann þann sem hann telur eiga sök á þeim þjáning- um sem hann hefur þurft að líða og í uppljómuðum matsalnum myrðir hann þennan örlagavald sinn með köldu blóði fyrir framan 200 vitni. Með þessu hefndarverki öðlast hinn ungi Henri Young það eina frelsi sem hann telur sig eiga völ á það sem eftir er. Hann er svo fluttur frá Alcatraz til borgar- fangelsisins í San Francisco en þar bíður hans ákæra fyrir morð af yfirlögðu ráði. Þegar sólin hnígur til viðar á þessum fyrsta bjarta degi sem hann hefur upplifað í rúm þijú ár verða hins vegar straum- hvörf í þeirri -eldraun sem hann hefur þurft að ganga í gegnum, því að án þess að hann viti af því er hafin leit að réttlætinu í hans nafni. Leikstjóri Murder in the First er hinn þrítugi Marc Rocco sem áður hefur meðal annars gert myndina Where the Day Takes Yoy, en hún fjallar um líf heimilis- lausra unglinga í Hollywood. Sú mynd var af fjölda gagnrýnenda talin eina af tíu bestu myndum ársins 1992 í Bandaríkjunum. Höf- undur handritsins er Dan Gordon, en hann á m.a. að baki handritin að Wyatt Earp og Passenger 57. Rocco hreifst þegar af sögunni um fangann Henri Young þegar hann las frumgerð kvikmyndahandrits- ins, og eyddi svo nærri níu mánuð- um í að rannsaka mál fangans með því að kynna sér skjöl og fjöl- miðlaumfjöllun um mál hans. „Ég vildi ekki gera myndina að einhverskonar Hollywood útgáfu af réttardrama eða fangelsissögu, heldur viidi ég ná fram raunsæinu og sem mestri nákvæmni hvað varðar sögusviðið og þann .tíma sem atburðirnir áttu sér stað. Ég tel að með nákvæmum rannsókn- um og nákvæmni við gerð allra smáatriða þá sé hægt að gera sög- una nánast óháða því tímabiii sem hún skeður á,“ segir Rocco. Hann fór meira en 15 ferðir til Alcatraz í rannsóknum sínum og undirbúningi fyrir gerð myndar- innar. Þá átti hann samtöl við fyrr- verandi fanga sem þar höfðu dval- ist og einnig fangaverði og lög- fræðinga. Sjálfur dvaldist hann svo innilokaðuir í einangrunarklefa í fangelsinu eina helgi til að fá nasa- sjón af vistinni á slíkum stað. „Ég held að okkur hafi tekist vel upp,“ segir Rocco. „Það er ekkert í myndinni sem ekki átti sér stað í raunveruleikanum í Alcatraz.” CHRISTIAN Slater Fangelsið Alcatraz er kannski einn aðalleikarinn í myndinni Murder in the First. Stundum kall- að Kletturinn eða Djöflaeyjan rís þessi dularfulla virkiseyja úr hafí, og einhver böivun virðist hafa fylgt henni um aldir. Á 80 ára yfirráða- tíma Spánveija tók enginn sér bólfestu í eynni, og á rússnesku landakorti frá 1823 er eyjan merkt sem Yandræðaeyja. Um miðja síðustu öld var komið upp vita á eyj- unni og síð- an varnar- virki til að veijast hugsan- legum árásum á San Francisco frá hafi. Eyjan heyrði um áratuga skeið undir hermálaráðuneytið og þar var her- fangelsi til að byija með, en upp úr 1930 var því breytt í almennt fangelsi sem einungis var ætlað að taka við harðsvíruðustu glæpa- mönnum. Fangelsið varð fljótlega að ógnvekjandi goðsögn og rekja má lokun þess árið 1963 til þeirra atburða sem kvikmyndin Murder in the First greinir frá. RÚMLEGA þriggja ára vist í einangrunarklefa í iðrum fangelsisins sviptir Young öllu raunveru- leikaskyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.