Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 32
‘32 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIININIIMGAR Heimili þeirra var ávallt griðastað- ur og hlífðarskjól. Með fráfalli séra Þórhalls hefir íslensk kristni og kirkja orðið fyrir "sárum missi, sárari er hann samt ástvinum hans. Þótt hann sé horf- inn munum við njóta verka hans, fyrirbæna og hugsana. Blessuð sé hans minning. Jón Bjarman. Við sr. Þórhallur rifjuðum oft upp skyldleika okkar er við áttum fund og ég rifjaði upp bíltúrana með föður hans Höskuldi í Skriðu. A æskuárum mínum var malar- náma skammt frá okkur og við bræður húkkuðum gjarnan far með malarbílunum, enda bílar þá fátíðir og bílferðir eftirsótt ævintýri. Nokkuð voru viðtökur bílstjóranna misjafnar, en fljótt fundum við að einn þeirra bar af hinum í ljúf- mennsku og greiðvikni. Það var Höskuldur í Skriðu, og síðan var setið um hann. Höskuldur lést á besta aldri og var mörgum harm- dauði. Sr. Þórhallur var einkasonur hans og konu hans Bjargar Steind- órsdóttur frá Þrastarhóli sem lifir son sinn. Ég kynntist sr. Þórhalli þegar hann var orðinn prestur, fyrst á Þrautreyndar þvottavélar sem hafa sannaö gildi sltt á íslandl. Stærö: fyrir 5 kg. Hæö: 85 cm Breldd: 60cm Dýpt: 60 cm — Einnig: kæliskápar \ eldunartæki og uppþvottavélar á einstöku veröi FAGOR FE-844 Staðgreitt kr. Afborgunarverð kr. 50.500 - Visa og Euro raögreiðslur RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 568 58Ó8 Gingko biloba er ein elsta jurtategund jarðarinnar. Það hefur stundum verið nefnt musteristré af því að jurt- in, sem talin var löngu útdauð fannst lifandi í afskekktum musterisgarði í Kjna. Á síðari árum hefur Gingko mikið verið rannsakað af vest- rænum vísindamönnum. Ötví- rætt kemur fram gagnsemi þess M 3L, við ýmsum öldr- ** j unareinkennum. Virkni Gingko virðist tengjast bættri blóðrás vegna flavonoida sem jurtin ■ er auðug af. Ulftir Ragnarsson læknir segir: „Ég hefséS mjög júkvœð dhrif Gingko bilobu hjá mörgum sem ég hef ráðlagt að reyna pað við minnisleysi, til að örva blóðrás, einkum í heila. Það lifnar oftyfir starfiemi heilans. Bestur árangur nœst meðþví að nota það samfellt í lengri tima. “ GINGKO BH.OBA 'IW« IIWto lEÍIsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN! hugsjón og örugga rót sem fylgdi honum alla tíð meðan dagur var. Að öðram starfssystkinum mín- um ólöstuðum tel ég sr. Þórhall hafa verið í hópi mætustu manna í okkar stétt. Hann var greindur, athugull, reikningsglöggur og ráð- hollur. Honum var lagið að finna lausnir og úrræði sem dugðu þar sem vandi var fyrir. Atvikin höguðu því þannig að við vígðumst í sama prófastdæmið og áttum þar sam- leið í tæpan áratug. Það var mér mikils virði nývígðum að eiga vin- áttu og félag við sr. Þórhall. Oft lá líka leiðin til hans þegar ekið var fram hjá Möðruvöllum þar sem rædd voru viðfangsefni og vandi kirkju og presta og þá kannski setið að spjalli fram á nótt. Er mér bæði Ijúft og skylt að færa þakkir mínar opinberlega fram við vega- mót. Þórhallur hefur skilað miklu verki fyrir kirkju sína sem nú má sjá á bak einstökum starfsmanni og er mikil eftirsjá að honum enda skarð hans vandfyllt. Heilagur andi mun þó enn á ný senda kirkju sinni starfsfólk og Jesús Kristur fela sr. Þórhalli ný verkefni. Ég sendi mínar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og ástvina og bið algóðan Guð að leggja líkn með þraut. Úlfar Guðmundsson. Kveðja frá Sóknarnefnd Akur ey r ar kirkj u Að morgni laugardagsins 7. október bárust þau sorgartíðindi, að séra Þórhallur Höskuldsson hefði látist snögglega þá um nótt- ina. Þessi tíðindi settu hrímkaldan haustsvip á líf og tilveru okkar sém með honum störfuðu, kom sem reiðarslag sem enginn vildi trúa. Séra Þórhallur var kosinn sókn- arprestur við Akureyrarkirkju árið 1982. Áður hafði hann verið þjón- andi prestur í Möðruvalkiklausturs- prestakalli um 14 ára skeið, við miklar vinsældir sóknarbarna sinna. Hann var því reyndur og virtur klerkur þegar hann var kos- inn prestur í Ákureyrarsókn. Öll embættisverk leysti hann af hendi með einstökum virðuleik, fágun og af ljúfmennsku, svo að eftirtektarvert var, enda öll hans framkoma á þá lund. Hann var lifandi af áhuga um ailt það er viðkom kirkjunni og kirkjunnar málum og óþreytandi að gefa góð ráð og benda á færar leiðir í öllum þeim málum er að henni lutu. Séra Þórhallur bar hag þeirra er minna máttu sín í þjóðfélaginu, mjög fyrir btjósti. Baráttu hans fyrir bættum hag og betri skilningi á málefnum atvinnulausra, mun lengi minnst. Einnig áttu aðrir sem halloka fóru í þjóðfélaginu, ötulan stuðningsmann í sr. Þórhalli. Þessi störf fóru ekki hátt, og munu fæst- ir gera sér grein fyrir umfangi þeirra verka sem unnin eru í kyrr- þey- Séra Þórhallur var mikils metinn innan Þjóðkirkjunnar, sat í mörgum nefndum og ráðum á hennar veg- Möðruvöllum og síðan á Akureyri. Ég kom gjarnan við hjá honum á skrifstofunni, er ég átti leið um Akureyri og við ræddum ýmislegt gamalt og nýtt, eða reyndum að ræða. Það var aldrei friður á þess- ari skrifstofu, síminn þagnaði ekki og oft var knúið dyra. Frammi í safnaðarheimilinu hafði hann at- hvarf fyrir atvinnulaust fólk, sem hann reyndi að . sinna af kost- gæfni. Nokkrum sinn um gekk ég með sr. Þórhalli um miðbæinn á Akureyri og þá var eins gott að þurfa ekki að flýta sér. Hann var sífellt stöðvaður af fólki sem vildi eiga við hann orð, og það voru yfírleitt ekki svonefndir betri borg- arar. Ég vissi að heimili hans var ,undirlagt af sama annríki og trú- lega var nætursvefn hans oft naumt skammtaður. Eitt sinn spurði ég kunningja mína á Akureyri, sem áttu í vand- ræðum, hvort þeir hefðu leitað til Félagsmálastofnunar. Nei, sögðu þeir, en við höfum talað við sr. Þórhall. Ég hygg að þessi orð lýsi honum best, því starfi sem hann skilaði og því áliti sem fólk hafði á honum. Fyrir nokkrum árum var sr. Þór- hallur kosinn form. þjóðmálanefnd- ar kirkjunnar. Einnig þar var hann fullur af áhuga og átti ég mörg símtöl við hann um það áhugamál hans að kirkjan beitti sér meira í þágu olnbogabarna þjóðfélagsins. I þessum anda starfaði hann og ég hygg ekki ofmælt að fyrir þá hugsjón hafi hann látið líf sitt. Það eru margir daprir á Akureyri þessa dagana og einn lýsti þessu svo; við erum öll lömuð hérna. Sr. Þórhallur var hvorki stjórn- málamaður né tískuprestur og vildi hvorugt vera, en hann vann störf sín í kyrrþey og á þann hátt að fólkinu fannst gjarnan að það væri að gera honum sérstakan greiða með því að koma til hans með vandamál sín. Einnig var sr. Þór- hallur mikill fjölskyldumaður og kona hans og börn hafa misst mik- ið við fráfall hans, en vonandi eiga afkomendumir eftir, þótt síðar verði, að njóta á einhvern hátt upp- skerunnar af því sem hann sáði til. Þau mega vera stolt af honum. Minning sr. Þórhalls mun lengi lifa í huga norðlenskrar alþýðu og allra þeirra sem af honum höfðu kynni. Jón Kjartansson frá Pálmholti. Við fráfall starfsbróður og vinar leitar hugurinn til baka og góðar minningar koma upp í hugann. Það var ekki fjölsetinn bekkurinn í guð- fræðideild Háskóla Islands þegar séra Þórhallur hóf þar nám. Það mátti teljast að halda gegn straumi að setjast í guðfræðideild og flestir völdu aðra kosti enda freistuðu hvorki laun né starfskjör. Sr. Þór- hallur átti þegar í upphafi lifandi Faber-CasteH Á morgun frá kl. 15.00 - 18.00, þriðjudag frá kl. 10.00 - 13.00 og á miðvikudag frá kl. 15.00 - 18.00 verður Sara Vilbergsdóttir myndlistarmac verslun okkar og kynriir Faber Casl pastelliti. Af því tilefni bjóðum við viðskiptavir okkar 15% kynningarafslátt af Faber Castell vöri fsíðumúla 7-9. Sími: 568 8577Í Iðntæknistofnun rrr^=i KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA RANNSÓKNAÞJÓNUSTA HÁSKÓLANS Nýjungar í vinnslu og meðferð sjávarafurða Ráðstefna 17. október á Scandic Hótel Loftleiðum Kynntar verða niðurstöður úr átta mismunandi rannsóknaverk- efnum í Evrópu. Meðal þeirra eru: - Aukið geymsluþol fisks - Háþrýstimeðferð matvæla - Sous Vide: Framtíðarmöguleikar RANNÍS Skráning og nánari upplýsingar hjá Iðntæknistofnun í síma 587 7000. Verð: 4.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.