Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ báðar heimili og sinntum fjölskyldu og heimilisstörfum. í gegnum árin höfum við fylgst hvor með annarri, séð börnin okkar vaxa úr grasi, tek- ið þátt og glaðst á afmælum þeirra á meðan þau voru ung og síðar á merkisdögum í lífi þeirra og okkar sjálfra. Nú á síðustu árum okkar Kristín- ar, þegar við vorum báðar orðnar einar eftir á heimilum okkar, var kærkomið að taka upp nær daglegt samband, þó ekki væri nema í síma. Þannig héldum við áfram að fylgjast með börnum okkar og flölskyldum þeirra og öllu því sem skipti okkur • miklu máli. Auk þess veitti það okk- ur styrk og ánægju að geta rætt um hvaðeina sem á dagana dreif. En nú er sambandið slitið, í bili að minnsta kosti. Tími gafst ekki til að kveðja og þakka fyrir samfylgd og vináttu á liðnum árum. En þessi kveðjuorð verða að nægja, svo langt sem þau ná. Nú á þessum stundum verður mér hugsað með innilegri samúð til Jóns Egils, einkasonar Kristínar, og fjöl- skyldu hans. Þau voru svo nátengd sonur og móðir. Jón Egill, Sigríður kona hans og litlu drengirnir þeirra, Skúli og Egill, voru lífsgæfa hennar og gleði. Eg sendi þeim samúðar- kveðjur mínar og barna minna og bið forsjónina að fylgja þeim. Þuríður Árnadóttir. Kristínu Jónsdóttur kynntist ég þegar ég var í menntaskóla. Líkt og hjá Ingveldi Alberts í Bólstaðarhlíð- inni og Nönnu Eggerts á Starhagan- um var alltaf ijúkandi heitt kaffi á könnunni í eldhúsinu hennar á Vest- urgötu 52. Væri ekki til meðlæti var umsvifalaust sent út í bakarí og oftst var það einkasonurinn og auga- steinninn hennar, Jón Egill, sem hljóp. Vinir hans voru ávallt seint og snemma boðnir velkomnir. Um- ræðuefnin gátu orðið mörg en ég fann fljótt að þegar Kristín tók þátt í umræðunni barst talið oftast að einhvetju sem Jón Egill var að fást við enda er og verður Kristín í mínum huga fyrst og fremst „mamma hans Jóns“. Kristín var stór kona í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Þegar leiðir okkar lágu saman var hún orðin sár- þjáð af liðagigt en hún hélt ávallt reisn sinni. Augun hennar fallegu geisluðu jafnan umhyggju og ástúð en sjúkdómurinn hamlaði henni á margan hátt. Hann hefur án efa gert hana ófélagslyndari og ófram- fæmari en efni stóðu til því í eðli sínu var hún félagsvera, forvitin um menn og málefni. Hún var mikill húmoristi og kunni vel þá list að gera grín að sjálfri sér og sínum. Þannig náðum við oftast saman. Þáttaskil urðu í lífi Kristínar þegar hún kynntist Diddu tengdadóttur sinni. Hún eignaðist í senn dóttur og vinkonu og síðast en ekki síst vináttu stórfjölskyldunnar ogtryggð- artröllanna í Bólstaðarhlíð 58. Mat hún þetta mikils og ræddi gjarnan þegar við hittumst einar sem var því miður alltof sjaldan. Hún naut þess einnig að sjá fjöi- skylduna sína vaxa með tveim litlum pittum, Skúla og Agli. Gömlu vinirn- ir urðu þó ekki útundan, til að mynda lét hún sér afar annt um að koma mér í hjónaband og barneignir. Hún færði þetta oft í tal m.a. þegar við hittumst á fæðingardeildinni að sjá Skúla nýfæddan. Og hún hló dátt og fölskvalaust þegar tengdadóttirin minnti hana á að sjálf hefði hún far- ið alltof seint í slíka hluti. Síðasta fund okkar Kristínar átt- um við einar að svo miklu leyti sem það er hægt á biðstofu lækna. Þegar ijölskyldumálaflokkurinn var að mestu leyti tæmdur tókum við að ræða sameiginlegt vandamál nefni- lega biðina á læknastofunni. Við vorum sammála um að læknastéttin væri ein af fáum stéttum landsins sem stunda þjónustu án þess að vera nógu vel meðvituð um það hlutverk sitt. Við flissuðum að réttast væri að fá Heiðar Jónssonn snyrti í að þroska stéttina dálítið þegar læknir Kristínar birtist skyndilega. Hún stóð virðulega upp, blikkaði mig og sagði af meðvitaðri eða ómeðvitaðri hlé- drægni en töluverðri stríðni: „Við kíkjum á þetta með Heiðar“. Af eigingirni þess sem eftir situr MINIMINGAR SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 37 mncjoF • nohim.it • sh viTMtsron • km r o<: sma n iiiKi i.hjA sakna ég slíkra augnablika og margra fleiri í gegnum árin. En góð- ar minningar lifa og ylja og samskon- ar blik og blikið í augum hennar þegar hún kvaddi mig á læknastof- unni forðum má oft sjá í augum stubbanna hennar þriggja, Skúla, Egils og Jóns Egils. Saman geymum við og ávöxtum minningu um stóra og góða konu sem stundum vildi vart sjást en hafði svo margt gott að gefa lífinu. Guð geymi og blessi góða konu. Inga Steinunn. t Þökkum innilega þeim, er sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KJARTANÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Víðihlíð 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks deild- ar B-4 á Borgarspítala fyrir einstaka alúð og umönnun á undanförnum árum. Egill Þ. Einarsson, Agla Egilsdóttir, Einar Þór Egilsson, Hrefna S. Einarsdóttir, Alda Berglind Egilsdóttir, Atli Freyr Fjölnisson. 'FIN FYRIRTÆKI Heildverslun. Höfum í einkasölu heildverslun. Um er að ræða fyrirtæki í rúmgóðu húsnæði, vel tækjum búið með þekkt umboð. Uppl. á skrifst. Þjónustufyrirtæki. I einkasölu sérhæft þjónustufyrirtæki á sviði hreingerninga. Fyrirtækið er búið fullkomnum tækjum og hefur góð viðskiptasambönd. Bókabúð. I einkasölu er bókabúðin Ásfell, Mosfellsbæ. Góð staðsetnine og rúmgott húsnæði. Framköllunarþjónusta. Söluturn. I einkasölu Söluturninn Laugarásvegi 2 Reykjavík. Bíllúga. Mjög hagstætt verð. Söluturn og skyndibitastaður. Staðsetning Múlahverfi. Staðurinn er mjÖR vinsæll fyrir góðar samlokur og annan brauðmat. Staðurinn er opinn virka daga frá 9.00-18.00. VIÐSKIPTAÞJÓN US TAN FFitgme/i/ih'Aa / (i/rH/'/'íítni Kristinn B. Ragnarsson, viðskiptafrœðingur Síftuniúli :í I • / ()}{ livyA' /(irík • Sími .56// 9299 • Ta.x 5011 1015 FYRIRTÆKJASALA Skipholti 50b 2.hæd t? 5519400 Opið í dag kl. 1417 Opið virka daga kl. 9-18 í dag auglýsum við aðeins lítið sýnishorn af þeim 300 fyrirtækjum sem við erum með á söluskrá. Heilsaðu upp á sölumenn Hóls í dag og kynntu þér fjölmörg tækifæri á eigin atvinnurekstri! Prentsmiðja. Vorum að fá í einkasölu litla rót- gróna prentsmiðju, vel tækjum búna. Traustir og góðir viðskiptavinir. 15012. Söluturn - matvara. Vorum að fá í sölu glæsi- legan söluturn sem er staðsettur við mikla umferðar- götu í Reykjavík. Myndbönd - matvara - sælgæti er uppistaðan í þessum rekstri. Langur og góður húsaleigusamningur. 10002. tr Snyrtivörur - heimakynning. Þeir sem hafa gaman af því að umgangast skemmtilegt fólk ættu að líta á þetta fyrirtæki, því að starfsemin fer að mestu fram í góðra vina hópi í heimahúsum. 16007. Pizza — heimsending. Þetta fyrirtæki hefur náð góðri- markaðshlutdeild í pizza-heimsendingum enda með bragðmiklar og góðar pizzur. Allar upplýsingar eru góðfúslega gefnar á Hóli - gakktu í bæinn! 13029. Ritfangaverslun. Spennandi bóka-, ritfanga- og gjafavöruverslun í stóru hverfi í Reykjavík. Góð álagn- ing. 12006. Hárgreiðslustofa. Góð hárgreiðslustofa í fjöl- mennu hverfi í Reykjavík til sölu. 3 stk. stólar og allt sem þarf til að gera fallegt fallegra! 21000. Vefnaðarvöruverslun með meiru. Góð versl- un á spennandi stað. Um er að ræða verslun sem selur kvenfatnað, föndurefni, vefnaðarvöru o.fl. 12023. Tískuvöruverslun. Góð tískuvöruverslun á góð- um stað í bænum sem er þekkt fyrir framúrskarandi kvenklæðnað. Glæsileg verslun á glæsilegum stað! 12022. Veitingasala. Á góðum stað er til sölu veitinga- starfsemi sem byggir á sölu á heitum mat í hádegi og kaffiveitingum. Gott eldhús og góð aðstaða. 13020. Austfírðingar og nærsveitamenn! Vorum að fá í sölu veitingastað ásamt söluturni á góðum stað á Austfjörðum. Þar er allt til alls, m.a. lottó- kassi, gullnáma og Rauða kross kassar. Hér blómstr- ar allt á haustin þegar síldin og síldardömurnar koma í bæinn! 13027. Bóka- og ritfangaverslun. Traust og góð rit- fangaverslun í Kópavogi til sölu. Einn eigandi frá upphafi. Góð staðsetning. 12001. Barnavöruverslun. Barnavörur allar stærðir og gerðir. Eigin innflutningur og heildsala. 12004. Framköllun rneð meiru. Gott framköllunarfyr- irtæki ásamt verslun á góðum stað vestur í bæ. Nú fer góður tími í hönd. Góð vinnuaðstaða. 16001. Norðlendingar athugið! Á Akureyri vorum við að fá í sölu athyglisverða verslun ásamt fleiru. Um er að ræða verslun með matvöru, sælgæti, myndbönd- um og grillmat. Góður húsaleigusamningur í boði. Nú er ekkert annað en að drífa sig á stað og gera sjálfstæður atvinnurekandi. 10051. Veitingastaður í Borgarnesi. Ef þú vilt eign- ast fallegan veitingastað í rómantísku umhverfi þá er þetta rétti staðurinn. í nágrenninu er ein stærsta sumarbústaðabyggð á íslandi og ekki skemmir að bráðum koma blessuð göngin ... 13008. Tölvuverslun. Góð tölvuverslun sem sérhæfir sig í góðri þjónustu við sína viðskiptamenn. Heildsala og smásala á hugbúnaði, bæði leikjum og fræðsluefni. Góð álagning. 12003. Knattborðstofa. Vorum að fá í sölu 8 borða bil- jarðstofu. Góð borð og aðstaða. Mikið af föstum kúnn- um. Hvernig væri að gera áhugamálið að aðalstarfi, ég bara spyr! 10011. Einn með bílalúgu. Rótgróinn söluturn við hlið- ina á menntaskóla. Hér rennur ómælt magn af sam- lokum og pylsum í svangt námsfólkið. Þessi fæst á- aldeilis frábæru verði. 10022. Dagsöluturn. Þeir, sem vilja vera búnir að vinna kl. 18 og eiga frí á kvöldin og um helgar, skulu drífa sig til okkar og athuga málið, því við getum ekki lofað að hann verði lengi á skrá þessi! 10005. Vöruflutningar. Vöruflutningar frá Reykjavík til ???? Um þetta fyrirtæki fáið þið allar uppiýsingar hjá okkur á Hóli, ekki spurning, bara koma. Takk fyrir, sjáumst! 16019. Austurlenskur matsölustaður. Einn af þeim þekktari sem sérhæfir sig í austurlenskri matargerð. Mikið af föstum kúnnum. Já, hvers vegna ekki að spreyta sig? 13005. Fiskbúð. Afar glæsileg og vel tækjum búin fiskbúð til sölu á góðum stað í Hafnarfirði. Þessi hentar sjó- sóknarfólki til sjávar og sveita! 12021. Söluturn og myndbönd. Nýlegur söluturn og myndbandaleiga á góðum stað í Kópavogi til sölu. Hagstæð innkaup á myndböndum. Gott húsnæði. 11001. Ertu að leita að stöndugu fyrirtæki? Erum með í sölu afar vel rekið fyrirtæki þar sem afkoman er í meira lagi góð. Hér er alltaf eitthvað að gerast. Líttu við á Hóli í dag og fáðu allar upplýsingar um sjoppuna sem allir eru að tala um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.