Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ljóska Já, herra ... ég þarf að fá dálít- Nýja möppu ... nokkra blý- Áttu til einhvern D-mínus úða? ið skóladót... anta ... og kannski penna ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Meira af kappi en forsjá Frá Kristjönu Jacobsen: ÉG ER sammála grein sem Hilmar J. Hauksson skrifaði til Morgun- blaðsins 30. sept. sl. Þar fjallar hann um einsetinn skóla og ein- stæða foreldra. Ekki vil ég gagn- rýna heilsdagsskólann sem slíkan, en það sem mér finnst gagnrýni- vert er að sá réttur sem einstæðir foreldrar hafa haft sem eiga böm á aldrinum 6-9 ára, að þeir þurfi að líða fyrir ákvörðun um heils- dagsskólann, m.ö.o. að lokað hefur verið skóladagheimilum og hætt niðurgreiðslum til dagmæðra. Fyr- ir börn á þessum aldri, sem þessi hópur (einstæðir foreldrar) gátu treyst á, og er mörgum nauðsyn- legt að gera áfram, til að geta stundað sína vinnu. En réttur þessa hóps til að tryggja öryggi sinna barna, var tekinn af þeim fyrirvaralaust og peningamir, sem við það sparast notaðir til að greiða kostnað við heilsdagsskól- ann, en þar borga þeir jafnt og giftir eða fólk í sambúð. Ég er hissa á hve lítið hefur heyrst frá einstæðum foreldmm í sambandi við svo þýðingarmikið mál sem þetta er, og hefur verið í gildi sl. 2 áratugi a.m.k. að ég held. Heils- dagsskólagæslan getur ekki nýst öllum eins og skóladagheimili og dagmæður geta gert með sinn sveigjanlega vinnutíma, og allir vita að einstæðir foreldrar vinna ekki almennt frá 8-4 eða 9-5, án efa er helmingur þeirra eða meira sem vinnur til kl. 6 eða leng- ur, og þar getur skólagæslan ekki brúað bilið fyrir foreldra. Betra væri að sjá minna kapp og meiri forsjá í verki þama, og að reyna ■að koma til móts við þarfir allra barna á skólatíma, og í vinnutíma foreldra. Ekki finnst mér nú stór- mannlegt að þessi hópur verði að fórna hagsmunum sinna barna fyrir heilsdagsskólann, það hljóta að vera til aðrar og sanngjarnari leiðir. Ekki er heldur alveg víst að það sé æskilegast að börn sem eru að byrja sína skólagöngu, dvelji allan daginn í skólanum, það er næsta víst að það gengur ekki í öllum tilvikum þótt það gangi prýðisvel í öðrum, en þarfir barna eru ekki eins frekar en annarra, og ég vil meina að það eigi að vera fleiri en einn valkostur, þar sem það er hægt, og þarna er það hægt ef vilji er fyrir hendi. Að lokum vil ég óska okkur öllum til hamingju með heilsdagsskólann, hans var vissulega þörf. KRISTJANA JACOBSEN, Vaglaseli 1, Reykjavík. Til fjármála- ráðherra Frá Hannesi Ríkarðssyni: ÉG VAR að heyra það í fréttum áðan, að þú hefðir ákveðið að fresta gildistöku olíugjalds um tvö ár. Þér getur ekki verið alvara með þessari ákvörðun. Ástæða reiði minnar er bæði persónuleg og almenns eðlis. í apríl sl. þurfti ég að endurnýja bifreið mína. Valið stóð á milli dísel- og bensín- vélar. Klárt er, að díselbílar eyða minna eldsneyti. Skattar af díselbílum hafa verið innheimtir á annan hátt en af bensínknúnum. Nú stóð til að sam- ræma þetta milli þessara tveggja tegunda. Á þeim forsendum valdi ég díselbíl þrátt fyrir, að ég aki sjaldan meira en 10.000 km á ári. Vegna þess, að til stóð að breyta innheimtuaðferðinni keypti ég ekki vegaléngdarmæli með stimpli frá hinu opinbera og sætti mig við gjaldið fram að áramótum. Öruggt má telja, að ég hefði (og væntanlega fleiri) valið bensínvél- ina hefði ég vitað þetta, eða a.m.k. sett mæli á bílinn strax. Mér er fullkomlega ljóst, að hið opinbera á eftir að komast upp með þetta, jafnvel þótt farið yrði með þetta fyrir hæsta dómstól og umboðs- mann. Samt þarf að benda á þetta. Komum nú að almenna þættinum í þessu máli. Ég fullyrði, að það er minni mengun af díselbílum vegna minni eyðslu og fullkomnari bruna. Ég fullyrði einnig, að það er minni slysahætta af díselbílum sökum minni snerpu og hámarks- hraða. Það er ekki nokkur vafi á, alla vega til lengri tíma séð, að það er hagkvæmara fyrir þjóðar- búið að kaupa minna af olíu. Ekki ætlar þjóðinni að takast að ná markmiðum um útblástursminnk- un á næstu árum, samkvæmt svör- um hins opinbera, og væri fjölgun díselbíla á kostnað hinna þó við- leitni til þess. Hraðakstur og spyrnuakstur á dísel er einfaldlega ekki eins fjörugur og á hinum. Kæri Friðrik, sjáðu þig nú um hönd og veiddu atkvæði með olíu- gjaldinu frekar en að glata þeim, pólitík gengur nú einu sinni mest- megnis út á það. Mér þætti gaman að frétta meira um þetta mál, sem er mjög í h'kingu við apótekaramálið en þó sýnu klaufalegra. Með þverrandi virðingu, HANNES RÍKARÐSSON, Kjarrvegi 1, Reykjavík. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í uppiýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta,,ef ekki.fylgir.fyrirvarUiér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.