Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Gjögraíá X" Bjarnarfjall nnðriðajbaflir / 'ovsdalur Hágöng' ***”*&. Kaldbakur 4 HeiðartiúsA" Grenivík Blámanns* hattur Látrastrandarhlaupið er fastur liður á haustin hjá þeim Sigurði Bjark- lind og Karli Ásgrími I Halldórssyni. Án þess- arar þrekraunar telja þeir sig ekki í stakk búna til að mæta vetrinum og voru þeir nú að ljúka sjöttu ferðinni í Fjörður. Hugsanlega kann mönnum að þykja það undarlegt uppátæki að þræða sömu erfiðu leiðina á hverju hausti, a.m.k. er erfitt að koma auga á tilganginn í fljótu bragði. Skyldu einhverjir leyndardómar búa þarna að baki? Hlaupagarparnir geta tæplega ^lokkast undir unga ofurhuga. Sig- urður er 48 ára gamall kennari og þekktur fyrir afrek sín í fall- hlífarstökki á árum áður. Hann hefur verið iðinn við langhlaup síðustu ár. Karl er skrifstofumað- ur, tíu árum yngri en Sigurður og ekki ýkja langt síðan hann fékk hlaupabakteríuna. Áður hafði hann reynt fyrir sér í þríþraut, sem byggir á hlaupi, sundi og hjólreið- um. Það sem þeir Sigurður og Karl eru að gera á lítið skylt við venju- legt heilsubótarskokk eða trimm á jafnsléttu. Þeir hlaupa yfir fjöll og firnindi og fara jafnvel skokkandi - á milli sveitarfélaga í stað þess að nota bíl. Karl segist t.a.m. ekki setja það fyrir sig að hlaupa frá Akureyri austur að Illugastöðum til að skreppa í sund! Hann er ekki nema einn og hálfan tíma á leiðinni. Þótti illa bilaður „Ég held að Sigurður Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands, sé upp- - hafsmaðurinn að fjallaskokki hér Norðurlandi. Þegar ég byijaði á þessu lágu leiðir okkar töluvert saman,“ sagði Sigurður Bjarklind. „Við vorum hlaupandi allan skratt- ann, eins og yfir Bíldsárskarð, frá Ólafsfirði til Siglufjarðar og fleiri leiðir. Ég held satt að segja að fáir hafi trúað því að það væri hægt að hlaupa svona dagleiðir á nokkrum klukkutímum og Sigurð- ur þótti illa bilaður að gera þetta. Síðan fóru menn að prófa sjálfir og komust að því að þetta er hægt.“ „Maður þróar smám saman að- ferð við að halda orku og þreki alla leið en auðvitað fer enginn slíkar vegalengdir án þess að vera í góðri æfingu,“ sagði Karl. „Það er ágætt að byija á Bíldsárskarði og öðrum styttri fjallaleiðum áður en maður fer að fikra sig í 6-8 tíma hlaup.“ Karl og Sigurður hlaupa 10-13 kílómetra nánast á hveijum ein- asta degi, líka helgidögum. Viku- skammturinn er því um 70 kíló- metrar og þeim þykir ekkert varið í að hlaupa á jafnsléttu eins og allflestir trimmarar gera. Nei, þeir leita uppi snarbrattar brekkur, hóla og hæðir. Allt er þetta nauð- synlegur undirbúningur fyrir fjallaskokkið. Þar eru engar hlaupabrautir; í mesta lagi göngu- slóðar eða fjárgötur. KARL Ásgrímur Halldórsson á Messukletti á Hnjáfjalli. Þar er skyldustopp enda útsýni fagurt. „Þarna eru rúmir 4 tímar að baki og rúmlega einn og hálfur eftir. Á þessum síðasta legg fer að reyna á þrekið fyrir alvöru,“ segir í greininni. Hlaupa dagleiðirá nokkrum klukkutímum Holl hreyfing eða óðs manns Flestir leggja stund á einhvers konar útiveru og líkamsrækt sér til hressingar og sáluhjálpar. Hins vegar eru varla margir sem hlaupa 70 km á viku og sleppa helst ekki degi úr. Stefán Þór Sæmundsson ræddi við tvo slíka garpa á Akur- eyri en þá höfðu þeir fyrir skömmu hlaupið út Látraströnd og í Fjörð- ur sem er hátt í 6 tíma hlaup við mjög erfíðar aðstæður. ÞORGEIRSFJÖRÐUR. Mikill reki er á ströndinni. Þönglabakki er handan við víkina. Flatéy ) 1200 D 5 10km Eflaust má kalla þetta fíkn Nú er tekið að snjóa norðan- lands og með fannfergið síðastlið- inn vetur í huga vaknaði sú spurn- ing hvort það væri ekki vonlaust að hlaupa úti um hávetur. „Nei, við hlaupum líka í brjáluðu veðri. Vissulega var oft þungfært síðasta vetur og einu sinni var ekki hægt að hlaupa nema lítinn hring á Eyrinni vegna ófærðar og byls, en maður lét sig hafa það,“ sagði Sigurður. Þegar svona er komið er þetta þá ekki orðið meira en regluleg líkamsrækt? Er hlaupið ef til vill fíkn? Sigurður: „Eflaust má kalla það fíkn. Maður verður háður því að hlaupa og líður illa ef einhver dag- ur dettur út.“ Karl: „Ég er nú ekki eins harð- ur og Siggi því ég tek mér alltaf frídag öðru hveiju. Hitt er satt að maður fyllist vanlíðan ef hlé verður á hlaupinu og besta ráðið við að losna við streitu og amstur er að drífa sig út og hlaupa." Engu að síður hljóta að vera takmörk fyrir öllu. Hafið þið ekki uppgötvað líkamsræktarstöðvarn- ar og íþróttasalina sem megin- þorri landsmanna sækir að stað- aldri? Langhlaupararnir líta hvor á annan, hrista höfuðið og fræða spyijandann á því að hopp og sprikl í þungmettuðu lofti undir dynjandi diskótakti freisti þeirra ekki. „Auðvitað er öll líkamsrækt af hinu góða og ég vil alls ekki draga úr því,“ sagði Sigurður. „Mér hef-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.