Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 1
UMTENGINGUOG DRATTÖKUTÆKJA - 200 ÞÚSUND GÍRKASSAR íBOUTHÉON- FORD TRANSITKOMINNAFTUR TIL ÍSLANDS - DAEWOO BÝÐUR VEL ÍBRETLANDI 4í f yrir nyjá buiiiHH Sötomenn / ^rT^Q-. P^fr^ðattmboðanna %Æjf£ fy annast útvegun lánsins á 15 mínútum ?li12 Glitnirhí DÓTTURFYRIRT/SKI ÍSLANDSBANKA SUNNUDAGUR15. OKTOBER 1995 BLAÐ c Tigra kemur í lok október BILHEIMAR hf., umboðsaðili Opel flytur inn fyrsta bílinn af Tigra gerð í endaðan október. Tigra er lítill sportbíll sem var frumsýndur á bílasýningunni í Frank- furt 1993. Hann verður líklega á verði frá 1.650.000 kr., þ.e. bíllinn með 1,4 lítra, 90 hestafla véliinni. Tigra fæst einnig með 1,6 lítra, 101 hestafla vél. Bílheimar taka inn Tigra með 1,4 lítra vélinni sem er að öðru leyti mjög vel búinn, m.a. með ABS-hemlalæsivörn og líknarbelg í stýri. Þá verður í fyrsta sinn boðin til sölu Opel Frontera jeppa í nýju húsnæði Bílheima á Sævar- höfða. Grunngerð, fernra dyra bílsins verður á 3-3,1 milljón kr. Hann er búinn 2,4 lítra bensín- vél, 136 hestöfl. ¦ OPEL Tigra. Jaguar smíðar ibíl BÍLAFRAMLEIÐENDUR sem hafa byggt sitt orðspor og ímynd á fram- leiðslu stórra eðalbíla þar sem ekkert er til sparað í tækni og hráefni eru einn af öðrum að snúa við blaðinu og gerast alþýðlegri. Eins og kunn- ugt er hyggst Mercedes-Benz setja á markað byltingarkenndan smábíl, svokallaða A-línu, árið 1997 og er auk þess í samstarfi við svissneska úraframleiðandann Swatch um fram- leiðslu á örbílnum Swatchmobile. Nú berast fregnir af því að Jaguar hafi hafið undirbúning á hönnun á bíl í milliflokki, X400, sem kemur fyrst á markað árið 2001 sem 2002 árgerð. Þetta yrði minnsti bíll sem Jaguar hefur smíðað. Áður hefur verið sagt frá áformum Jaguar um smíði á jeppa, X500, í Bandaríkjunum sem kemur á markað síðla árs 2000. Jaguar er í samstarfi við Lincoln/Mercury og Ford í Evrópu um hönnun á X400 sem verður lítill afturhjóladrifmn bíll. Kunnugir segja að tilgangurinn með smíði X400 sé afar einfaldur. Jaguar þarfnist sölubíls sem er einu númeri minni en X200, sem verður smíðaður í Castle Bromwich í Eng- landi og keppir á sama markaði og 5-lína BMW. Ford í Evrópu vantar bíl sem gæti leyst Scorpio af hólmi og Lincoln/Mercury væri akkur í því að fá alveg nýjan bíl til að keppa við Acura, Infmiti og Lexus í Bandaríkj- unum. Líklegt þykir að bíllinn verði búinn V6 og V8 vélum. Áætlanir gera ráð fyrir 100 þúsund bfla sölu á ári. ¦ Jepplingur frá Honda HONDA hefur sett á mark- að í Japan CR-V, nýjan smájeppa, (jeppling), sem ætlað er að keppa við við Toyota RAV4. Þetta er fyrsti jeppinn sem Honda smíðar upp á eigin spýtur. Honda ráðgerir að selja 3 þúsund CR-V á mánuði. BíIIinn er mpð nýrri gerð fjórhjóladrifsbúnaðar og nýrri tveggja lítra, neyslu- grannri vél. EITTHVAÐ í þessa veru mun nýr Jaguar X400 líta út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.