Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JHttgifiifl'Iflft^ 1995 Aðalsteinn þjálfari Víkings PÉTUR Pétursson, fyrrum lands- liðsmaður í knattspyrnu, gaf ekki kost á sér áfram sem þjálfari 2. deildarliðs Víkings og mun Aðal- stein Aðalsteinsson taka við starfi hans. Pétur sagði í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að það ætti eftir að koma í Ijós hvað hann gerir — hvort hann haldi áfram þjálfun, eða snúi sér ein- göngu að fyrirtæki sínu. Aðalsteinn, sem lék með Vík- ingsliðinu í sumar, mun skrifa undir tveggja ára samning í vik- unni. Hann hyggst hætta sjálfur að spila og mun einbeita sér alfar- ið að þjálfun. EM 23 ára í frjálsum FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND Evrópu, AEA, tílkynnti um hielg- ina að ákveðið hefði verið að koma á fót sérstakri Evrópu- keppni fyrir 23 ára og yngri í stað Evrópubikarkeppni í sama aldursflokki. Fyrsta keppnin á að fara fram 1997 og verður mótsstaður ákveðinn í apríl nk., en síðan er áformað að Evrópu- keppnin verði annaðhvert ár. Ársþing sambandsins fór fram um helgina og var Carl-Olaf Ilomen endurkjörinn formaður tíl næstu tveggja ára. ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTOBER HANDKNATTLEIKUR BLAÐ B m m KA og Afturelding áfram LIÐ KA og Aftureldingar komust áfram í Evrópukeppninni í handknattleik um helgina, eftir örugga sigra á heimavelli. Víkingur og kvennalið Stjörnunnar eru hins vegar úr leik. Á myndinni er KA-maðurinn Leó Örn Þorleifsson í baráttu við andstæðingana úr Víkingi frá Stafangri í KA-heimilinu á sunnudag. Þrjú dauðaslys í hnefa- leikum og íshokkí ÞRIR íþróttamenn lét.u lífið í keppni um helgina, tveir í hnefaleikum í Skotlandi og á Filipseyjum og einn í æfinga- leik i ishokki í Svíþjóð. Skoski hnefaleikamaðurinn James Murrey, sem var 25 ára, lést á sunnudag í kjölfar áverka sem hann hlaut í 12. lotu í keppni sl. föstudag. Hann komst aldrei til meðvitundar en rann- sókn leiddi í 1jós að blætt hafði inn á heilann. Breska læknafé- lagið brást þegar við og fór enn einu sinni fram á að hnefaleikar yrðu bannaðir. 19 ára piltur, Restituto Esp- ineli, lést á sjúkrahúsi í Manila á sunnudagskvöid, þremur dög- um eftír að hann hafði tapað á stigum í hnefaleikakeppni. Hann féll niður í búningsklefa eftir keppnina og fram kom að blætt hat'oi inn á heila. Sviiim Bengt Akerblom, sem var 28 ára, lést einnig í fyrra- dag. Brotið var á samherja hans sem kastaðist við það upp í Ioft og rakst annar skautí hans í háls Akerbloms með fyrrnefndum afleiðingum en Akerblom misstí mikið blóð og lést á spítala skömmu síðar. íshokkísamband Svíþjóðar sagði að skylda ætti leikmenn að vera með sérstakar hálshlíf- ar en sumir leikmenn hafa ver- ið þvi mótfallnir og bera því við að slíkar hlifar ertí húðina. Orebro bauð Amóri nýjan samning til tveggja ára ÖREBRO hefur boðið Arnóri Guðjohnsen nýjan samning til tveggja ára með endurskoðunar- ákvæði eftír eitt ár. Hann er tílbúinn að vera áfram hjá félaginu að vissum krSfum uppfylltum og er Orebro að skoða óskir hans en Artiór vil 1 að geng- ið verði frá hlutunum i þessum mánuði, þvi önnur tilboð frá sænskum félögum og öðrum séu á borð- inu. Arnór átti stórleik með örebro sem vann Trelleborg 2:0 í sænsku deildiuni um helg- ina. Hann gerði fyrra markið og lagði upp hitt þremur min- útum sfðar f seinni hálfleik. Arnar, sem átti stórglæsilega hjólhestaspyrnu frá vitateigs- línu — rétt yfir, fékk mjög góða dóma bæði f sjónvarpi og blððum. Örebro er f sjötta sæti með 34 stig en Ar nór sagði við Morgunblaðið að möguleikar á Evrópusætí væru miklir þvf þrfr leikir væru eftir og þar af tveir á heimavelli. A rnór lék sem miðherji og sagðist nann kunna miklu bet- ur við sig í þeirri stöðu en á vinstri kantinum. „Ég hef að- eins verið miðherji f tveimur Ieikjum en það er allt annað lff. Sem slík ur er ég meira f boltaum og þetta var einn af betri leikjum iníuiuu." Rúnar Krist insson átti góð- an leik með Orgryte, sem vann Norrköping 2:0 — var valinn maður leiksins bæði í Göte- borgs Posten og Svenska Dag- bladet. Steingrímur hætti keppni í Skotlandi STEINGRÍMUR Ingason hætti keppni eftir að gírkassi í Nissan bfl hans bilaði, undir Iok fyrri keppnisdags, f ralli f Skotlan di á fðstudag. II a nn var þá í tólfta sæti af 149 keppendum. Þessi sami gfr- kassi bilaði i bfl Steingríms f alþjóðarallinu hér á landi fyrr í haust. Þrátt fyrir áfallið í Skotlandi ætlar Steingrímur að taka þátt í rallkeppni í Englandi um næstu helgi. Rússar koma með sitt sterkasta lið Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Evrópuleikirnir / B5 Islendingar og Rússar leika fyrri leik þjóðanna í Evrópukeppn- inni í handknattleik í Kapla- krika miðvikudaginn 1. nóvember. Rússar leggja greinilega mikið upp úr leiknum því þeir koma hingað til lands með alla sína sterkustu handknattleiksmenn og ná í menn sem leika á Spáni, í Frakklandi og Þýskalandi, að sögn Þorbjörns Jenssonar, landsliðsþjálfara ís- lands. í rússneska landsliðshópn- um eru 11 af þeim 16 sem léku á heimsmeistaramótinu hér á landi í maí og allir þeir bestu eru með. Markverðirnir Lavrov og Su- kossian verða báðir með og aðrir leikmenn sem voru á HM eru línu- maðurinn Torgovanov, horna- mennirnir Voronin, Koulechov og Filippov, sem er reyndar leikstjórn- andi Stjörnunnar. Stórskyttan Kudinov kemur einnig og sömu sögu er að segja af Pogorelov, Atavin, Grebnev og Kulintchenko. Aðrir leikmenn verða Demidov, Gaino Koksharov, Igor Lavrov og Kiselov. HANDKNATTLEIKUR: ÞORBJÖRIM VELUR LANDSLIÐIÐ SEM MÆTIR RUSSUM / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.