Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ■ HERBERT Arnarson, skytta í körfuboltaliði ÍR, gaf sér tíma í léik- hléi gegn Val á sunnudaginn og tók þátt í skotkeppni áhorfenda. Hann vann sér inn kippu af gosdrykkjum þegar hann hitti frá vítalínu — yfir endilangan völlinn! ■ BERGSVEINN Bergsveinsson landsliðsmarkvörður, Gunnar Andr- ésson, Ingimundur Helgason og Jóhann Samúelsson leikmenn UMFA létu sér vaxa yfirvararskegg fyrir fyrri leikinn við Negótínó og ætluðu ekki að raka sig nema þeim tækist að komast áfram í keppninni. Það tókst þeim og strax að leik lokn- um á sunnudaginn voru rakhnífamir brýndir og motturnar látnar hverfa. ■ SEBASTÍAN Alexandersson, varamarkvörður UMFA, átti hug- myndina og var sennilega með þeim „myndarlegustu". Hann rakaði ekki skeggið af eins og félagarnir en sagð- ist ætla að gera það þegar hann kæmi heim. Hann hafði ekki tekið rakvélina með í töskunni, sagðist aðspurður ekki hafa verið svo sigur- viss. ■ LEIKMENN Negótínó heim- sóttu Gullfoss og Geysi á laugardag- inn og þótti mikið tii koma. Fyrir leikinn á sunnudag höfðu þeir frekar hægt um sig en fóru þó í heimsókn íÞfémR FOLK í Kolaportið þegar það var opnað fyrir hádegi. ■ FIMM íslenskir keppendur eru á meðal þátttakenda á Evrópumóti fatlaðra í borðtennis sem nú stendur yfir í Danmörku. Þeir e_ru: Jón Heiðar Jónsson og Viðar Árnason sem keppa í flokki sitjandi hreyfi- hamlaðra, Sigríður Þ. Árnadóttir og Hulda Pétursdóttir í flokki standandi hreyfihamlaðra og Jón Grétar Hafsteinsson í flokki þroskaheftra. ■ KONA var í dómaratríóinu á leik Kaiserslautern og Schalke og er það í fyrsta sinn í 33 ára sögu þýsku deildarinnar í knattspyrnu. Sú sem reið á vaðið heitir Getrud Gebhardt. ■ MIGUEL Indurain, spænski hjólreiðakappinn snjalli, hætti eftir 31 mínútu er hann hugðist bæta heimsmetið í klukkustundar-hjólreið- um í Bogota í Kólumbíu á sunnu- dag. Indurain sá fram á að hann næði ekki metinu, en það setti Tony Rominger frá Sviss í fyrra, er hann komst 55,291 kílómetra á einni klukkustund. Indurain setti heims- met í september í fyrra en það stóð aðeins í 50 daga. ■ JEAN-Pierre Papin, Frakkinn í liði Bayern Munchen, hefur fengið tilboð frá franska liðinu Marseille, sem hann lék með áður en hann fór til AC Milan á Italíu. Otto Rehhag- el, þjálfari Bayern, segir að félagið muni ekki selja fleiri leikmenn á þessu tímabili og því fari Papin hvergi. Hann skoraði fyrir Bayern gegn Gladbach um helgina. ■ JOHN Harkes, hefur ákveðið að leika í bandarísku deildinni næsta ár og hefur Knattspyrnusamband Bandaríkjanna samþykkt að greiða Derby 500.000 pund fyrir landsliðs- manninn en Derby fékk hann á 800.000 pund frá Sheffield Wed- nesday fyrir tveimur árum. ■ POUL-Erik Hoyer-Larsen frá Danmörku sigraði Hendrawan frá Indónesíu, 17-18, 17-14 og 17-16 í úrslitum á Opna danska meistara- mótinu í einliðaleik karla í badmin- ton. Lim Ziaoqing frá Svíþjóð sigr- aði í kvennaflokki, vann Wang Chen frá Kína, 11-6 og 11-3, í úrsitum. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði fyrir nokkrum árum að ef íslensk félagsiið og landslið ættu að komast lengra í alþjóða stórmótum yrðu leikmenn- irnir að geta æft allt árið í skjóli fyrir vetrarveðri og vindum. Yfirbyggðir knattspyrnuvellir væri svarið og mikilvægt væri að menn samein- uðust um að koma slík- um mannvirkjum upp í helst ölium landsfjórð- ungum. Tillaga form- annsins fékk góðan hijómgrunn innan hreyfingarinnar en ekkert hefur orðið úr framkvæmdum, fyrst og fremst vegna þess að ein- stök félög hafa ekki bolmagn til að standa í slíkum fjárfestingum, bæjarstjórnir telja sig ekki hafa fé aflögu og félög og sveitarstjórn- ir hafa ekki séð ástæðu til að sam- einast um svona byggingar. Umræðan um nauðsyn yfir- byggðra valla hefur verið áberandi að undanförnu. Forystumenn, þjálfarar og leikmenn hafa ítrekað bent á nauðsyn þeirra með fram- tíðina í huga og svo virðist sem almennur skilningur sé innan knattspyrnuhreyfingarinnar á því að kominn sé tími til að félögin hugsi fyrst og fremst um hag heildarinnar frekar en frekari upp- byggingu hvert í sínu horni. Engum dylst að miklir peningar eru í alþjóða knattspymu. Félagsl- ið fá milljónir fyrir það eitt að vera með í Evrópukeppni og hagn- aðurinn eykst eftir því sem lið komast lengra í keppni. Til dæmis gera síðustu mótheijar Skaga- manna ráð fyrir að fá a.m.k. sem svarar um 50 milljónum króna fyrir sjónvarpsrétt vegna næstu umferðar. Landslið í úrsiitakeppni Evrópumóts eða heimsmeistara- keppni fá hundruð milljóna 1 sinn hlut. Það er því að miklu að keppa og ljóst að aukinn árangur skilar sér í auknum fjármunum sem nýt- ast til viðhalds og frekari upp- byggingar. Yfirbyggður knattspyrnuvöllur kostar sjálfsagt um hálfan milljarð eða meira. Það eru miklir pening- ar en margt smátt gerir eitt stórt. Bent hefur verið á að mörg knatt- spyrnulið fara árlega í æfingaferð- ir til útlanda, ferðir sem kosta oft um tvær milljónir króna. Forystu- mennirnir hafa sagt að þeim pen- ingum væri betur varið í sameigin- legt hús á heimaslóðum og safn- ast þegar saman kemur. Eins hafa forsvarsmenn félaga lýst því yfir að beina ætti opinberum styrkjum til hreyfingarinnar í einn sterkan farveg í þeim tilgangi að koma upp yfirbyggðum velli sem kæmi öllum til góða. í því sambandi er um umtalsverðar upphæðir að ræða, fjármagn sem nægir til að láta drauminn verða að veruleika. Markvisst hefur verið unnið að uppbyggingu og eflingu knatt- spymunnar undir traustri og fram- sýnni stjóm KSÍ en félögin em KSÍ og framhaldið er undir þeim komið. íslendingar eru kröfuharðir þegar um keppni afreksíþrótta- manna er að ræða en kröfur um að íslenskir knattspyrnumenn séu í fremstu röð eru ekki raunhæfar fyrr en þeir sitja við sama borð og mótheijarnir hvað aðstöðu ailt árið áhrærir. Aflið til að bæta úr þessu er til staðar ef menn ganga ein- huga og sameinaðir til verks. Steinþór Guðbjartsson Yfirbyggðir vellir háðir einhug og samvinnu félaganna Hvers vegna er karatemaðurinn HJALTIÓLAFSSON langbesturá Islandi ? Ætla mér heims- meistaratitilinn HJALTI Ólafsson úr karatefélaginu Þórshamri varð þrefaldur meistari á íslandsmótinu í Kumete sem fram fór í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn. Hann vann í öllum sínum viðureign- um og var óumdeilanlega maður mótsins. Hann starfar nú sem framkvæmdastjóri karatefélagsins Þórshamars, sem var sigursælasta félagið á mótinu um helgina. Hjalti er 23 ára, ókvæntur og á fjögurra ára son sem heitir Ólafur. þarf að hafa rétt hugarfar gagn- vart íþróttinni. Þú ert ekki að fara í bardaga til að slást, heldur fyrst og fremst til að beita þeirri tækni sem þú býrð yfir. Ef þú færð þungt högg frá andstæðingi máttu aldrei láta það fara í skap- ið á þér og láta það bitna á and- stæðingnum.“ — Hvað æfir þú mikið fyrir mót? „Ég æfi lágmark tvo klukku- tíma á dag og allt upp í fimm tíma og þá alla daga vikunnar.“ — Hver er besti árangur sem þú hefur náð? „Ætli það sé ekki frammistaða min á alþjóðlegu móti í Þýska- landi þar sem ég keppti fyrir þýskt lið. Liðið hafnaði í öðru sæti og ég var valinn maður mótsins.“ — Nú hefur þú keppt á nokkr- um Norðurlandamótum, hvern- ing hefur þér gengið? Hjalti byrjaði að æfa karate þegar hann var tólf ára gamall og segir að til að ná ár- angri þurfi einfaldlega að æfa ■■■■■■■ mikið. Hann hefur æft og keppt tölu- Jónatansson vert erlendis og er þvi að verða nokkuð sjóaður í karate, sem er sjálfsvarnaríþrótt. Þetta var í fyrsta sinn sem hann er þrefaldur meistari; sigrði í -80 kg flokki, opnum flokki og var í sigurliði Þórshamars í liðakeppninni. „Það var stefnan að vinna þrefalt og það tókst,“ sagði Hjalti sem verð- ur þátttakandi í Norðurlanda- mótinu sem fram fer í Danmörku eftir hálfan mánuð. — Hvað þarf til að vera góður karatemaður? „Það þarf fyrst og fremst að æfa mikið og það er grundvöllur- inn fyrir því að ná árangrí eins og öðrum íþróttagreinum. Það Morgunblaðið/Jón Svavarsson HJALTI Ólafsson hafði mikla yfirburði á Islandsmótinu í kar- ate um helgina, varð þrefaldur meistari. „Það hefur gengið frekar illa. Ég hef verið óheppinn með drátt og dóma. Þessi mót virðast vera óhappa mótin mín. Ég hef verið að ná betri árangri á miklu sterk- ari mótum. í fyrra varð ég í öðru sæti í opnum flokki á alþjóðlegu móti í Svíþóð og þriðja sæti í +80 kg flokki. Ég varð einnig sigur- vegari á alþjóðlegu móti í Dan- mörku." — Nú, þegar þú er orðinn bestur á Islandi þarftu þá ekki að fara meira utan til að keppa? „Jú, það er ekki nokkur spurn- ing. Ef menn ætla að ná í allra fremstu röð verða þeir að keppa meira erlendis. Þar er barist á allt öðrum grundvelli en hér heima á Islandsmóti." — Hvert er helsta markmið þitt sem karatemaður? „Ég ætla mér heimsmeistara- titil. Ég sé í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu því ég hef keppt við tvo karatemenn sem hafa orðið í öðru sæti á HM og ég hef unn- ið þá báða. Því ætti ég þá ekki að geta orðið heimsmeistari eins og aðrir?“ — Þá er rétt að spyrja í fram- haldinu, hvenær er næsta heims- meistaramót? „Það verður í Afríku eftir eitt ár. Ég veit ekki hvort ég kemst -þangað því það er svo rosalega dýrt, kostar mörg hundruð þús- und krónur bara að komast á staðinn. En það koma fleiri heimsmeistaramót og ég er ekki orðinn gamall í þessu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.