Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER1995 B 3 ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Getum gert vel gegn Rússum en hvaða möguleika á ísland gegn Rússum? „Ég held að við getum gert vel gegn þeim, sérstaklega ef við fáum fullt af fólki, það skiptir svo ótrúlega miklu máli. Áhorfend- ur sýndu það til dæmis á Akureyri um helgina þegar þeir gjörsamlega kaffærðu Norðmenn." Nú hafa markverðirnir ekki varið vel í síðustu landsleikjum, en þeir eru enn í hópnum. „Ég hef séð eins marga leiki í deildinni og ég hef getað og gert könnun á því hvernig markverðirnir eru að veija og hvaðan. Guðmundur og Bergsveinn eru okkar lang- reyndustu markverðir, sem hafa séð ýmislegt í gegnum tíðina, en vanda- málið hefur ef til vill verið að veija langskot og þess vegna ætlum við að taka á móti þeim framar til að reyna að fá markverðina meira inn í ieikinn. Eins og staðan er núna treysti ég þessum tveimur best allra markvarða í landinu, en það er enn eitt sæti laust í hópnum." „Þjálfaramir" í hópnum, Valdi- mar og Jón, hafa ekki leikið eins og þeir eiga að sér. Hefur þú ekki hugleitt að fá aðra inn fyrir þá? „Það er slæmt að vera spilandi þjálfari og sérstaklega á fyrsta ári því stjórnarmenn og aðrir í kringum liðin vilja breytingar og árangur strax, hafa ekki tíma til að bíða. Valdimar hefur ekki verið eins skarpur og hann hefur verið undan- farin ár og ég hef rætt þetta nokk- uð við þá og treysti þeim til að vinna sig út úr þessari stöðu,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Síðast þegar þjóðirnar áttust við, á HM i Laugardalshöllinni þann 16. maí, sigraði Rússland 25:12 og Dmítríj Filippov gerði tíu mörk i leíknum. Staðan um miðjan síðari hálfleik var 11:15 fyrir Rússa, en þeir gerðu 10 mörk gegn einu á lokakaflanum. í íslenska liðinu gegn Rússum í maí voru níu leik- menn sem nú eru í 15 manna lands- liðshópnum. GEIR Sveinsson gerði fjögur mörk fyrir Montpellier sem vann Dukla Prag 24:19 í Prag í fyrra- dag. Franska liðið vann fyrri leikinn 25:24 og er því komið áfram í Evrópukeppni meistara- liða í handknattleik. „Við lékum mjög illa í fyrri leiknum og vissum að með góðum leik ættum við að sigra í Prag,“ sagði Geir við Morgunblaðið. „Á milli leikjanna lékum við deildar- leik í París og unnum Gagnyi 33:17. Það gaf okkur aukið sjálfs- traust en félagið lagði allt í að komast áfram í Evrópukeppninni og var mikill hiti í herbúðunum. Fundir voru stífir og langir og meðal annars var skipt um fyrir- liða en þegar á reyndi var þetta aldrei spurning. Við komumst i 4:0 og eftirleikurinn var auðveld- ur þó staðan hafi verið 9:9 í hálf- leik.“ í dag verður dregið í næstu umferð og vonast Geir til að fá gömlu félagana í Val. Möguleik- arnir á því eru einn á móti átta því liðunum 16 er skipt í tvo styrkleikaflokka og er Montpelli- er í öðrum en Valur í hinum, að sögn Geirs. Landsliðið Morgunblaðið/Sverrir GEIR Svelnsson var markahæstur gegn Rússum á HM með fjögur mörk. Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA Hornamenn: Gunnar Beinteinsson, FH Páll Þórólfsson, UMFA Bjarki Sigurðsson, UMFA Valdimar Grimsson, Selfossi Sigurður Sveinsson, FH Línumenn: Geir Sveinsson, Montpellier Róbert Sighvatsson, UMFA Skyttur: Júlíus Jónasson, Gummersbach Einar G. Sigurðsson, Selfossi Patrekur Jóhannesson, KA Dagur Sigurðsson, Val Jón Kristjánsson, Val Ólafur Stefánsson, Val Þorbjörn valdi fimmtán leikmenn en ekki sextán eins og algengt er. Hvers vegna? „Ég kaus að hafa eitt sæti opið því það verða leiknar þxjár umferðir í deildinni áður en að leikjunum kemur og því er ágætt að hafa opið fyrir einn leikmann til viðbótar," sagði Þorbjöm. Fyrri leikurinn verður í Kaplakrika miðvikudaginn 1. nóvember og hefst kl. 20.30. „Ég hefði kosið að leika í Laugardalshöll, ekki vegna þess að mér finnist Kaplakriki slæmur. En því miður þá hefur Sjálfstæðis- flokkurinn forgang í Höll- inni en ekki við,“ sagði Þor- bjöm. Rússar eru taldir sigur- stranglegastir í riðlinum og ísland og Rúmenía beijast væntanlega um annað sætið ÞORBJÖRN Jensson, landsliðs- þjálfari íslands í handknattleik, tilkynnti í gær fimmtán manna landsliðshóp sem taka mun þátt íleikjunum gegn Rússum í Kaplakrika miðvikudaginn 1. nóvember og í Moskvu sunnu- daginn 5. nóvember. Geir fagnadi í Prag KARATE / ÍSLANDSMÓTIÐ í KUMITE Yfirburðir Þórshamars Hjalti Ólafsson þrefaldur meistari FÉLAGAR úr Karatefélaginu Þórshamri sigruðu íöllum flokkum nema einum á íslandsmótinu í Kumite sem fram fór í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn. Maður mótsins var Hjalti Ólafsson sem sigraði í -80 kg flokki, opnum flokki og var í sigursveit Þórs- hamars í sveitakeppninni — þrefaldur íslandsmeistari. Keppt var í sex flokkum og voru keppendur 24 talsins. Það var hart barist í mörgurn viðureignum á mótinu. Kepp- endur voru þó með færra móti en áður og aðeins þijár ValurB. konur sem skráðu Jónatansson sjg y] peppni 0g er sknfar það afturför frá því fyrra er tíu konur voru þátttakendur. Hjalti Ólafsspn úr Þórshamri vann í öllum sínum viðureignum, bæði í -80 kg flokki og opnum flokki, og verður því að teljast maður mótsins. Hann mætti Karli Viggó Vigfússyni úr Haukum í úrslitum í opnum flokki og hafði mikla yfírburði. Karl Viggó sigraði í +80 kg flokki nokkuð sann- færandi. Jón Ingi Þorvaldsson, Þórs- hamri, sigraði í -73 kg flokki og Ásmundur ísak Jónsson, Þórshamri, sigraði alla sína andstæðinga í -65 kg flokki og fékk sérstök verðlaun frá dómurum mótsins fyrir góða frammistöðu. í kvennaflokki sigraði Edda Blöndal, Þórshamir, Eydís L. Finnbogadóttir, úr sama félagi, varð önnur. Karl Gauti Hjaltason, formaður Karatesambands íslands, var ánægður með mótið. „Mótið gekk vel fyrir sig og ég er nokkuð ánægð- ur með það. En það er leiðinlegt að sjá hve kvennaflokkurinn er fá- mennur núna, aðeins þijár á móti tíu í fyrra. Annars er uppgangur í karateíþróttinni hér á landi og stunda um tólf hundruð manns íþróttina. Við erum með mjög öflugt unglingastarf, sérstaklega hér á Reykjavíkursvæðinu, og það eru Morgunblaðið/Jón Svavarsson LIÐSMENN Þórshamars voru í sérflokki á Íslandsmótinu. alltaf að bætast við ný karatefélög út um allt land. Það er þó engin launung að það eru fáir keppendur í fullorðinsflokkunum og er skýr- ingin líklega sú að þetta er mjög erfið íþrótt og mikið um meiðsli," sagði Karl Gauti. Formaðurinn sagði að næsta verkefni sambandsins væri þátttaka í Norðurlandamótinu sem fram fer í Kaupmannahöfn í lok mánaðarins. Hann sagðist reikna með að þapgað færu fjórir keppendur en ekki væri afráðið hveijir það eru. Hann sagði þó að Hjalti Ólafsson færi orugg- lega og eins Halldór Svavarsson, sem hefur æft karate í Finnlandi síðustu ár. Síðari hluti íslandsmótsins í kar- ate, Kata, verður eftir áramót. ■ Úrslit / B7 Guðni mað- ur leiksins GUÐNI Bergsson var útnefnd- ur maður leiksins — fékk hæstu einkun allra (8), þegar Bolton og Evertongerðu jafntefli, 1:1. Guðni hafði gætur á Daniel Amokachi, sem komst ekki upp með neitt múður. Guðna vann baráttuna. Jason og fé- lagar áfram JASON Ólafsson skoraði 11 mörk fyrir Forst Brixen í síð- ari leik gegn gríska liðinu Vrilissia frá Aþenu i Borgar- keppni Evrópu í handknatt- leik á ítaliu um helgina. Brix- en vann, 25:18, og er komið áfram í 2. umferð keppninnar. Júlíus með átta mörk JÚLÍUS Jónasson gerði átta mörk fyrir Gummersbach sem vann Magdeburg á útivelli i þýsku deildarkeppninni í handknattleik um helgina. FráKAtil Brentford DEAN Martin, sem lék með KA í 2. deildinni í knattspyrnu í sumar, er farinn til Brentford i ensku 2. deildinni og var David Webb, þjálfari liðsins, nyög ánægður með Martin eft- ir fyrsta leik hans um helgina — 1:1 jafntefli gegn Stockport. „Það er langt síðan nokkur hér hefur átt svona margar góðar fyrirgjafir," sagði Webb. ■ GUNNAR Hauksson, gjaldkeri Aftureldingar, dæsti þungan eftir sigurinn á sunnudaginn enda sér hann fram á verulegt tap vegna þátttökunnar. „Ég held að ég hafi fengið fyrir dómarakostnaðinum í aðgangseyri hér í kvöld, en ekki miklu meira en það,“ sagði hann brúnaþungur, en aðeins 314 greiddu aðgang að leiknum. ■ ÞAR sem leikurinn á Varmá á sunnudagskvöldið var fyrsti heima- leikur Aftureldingar í Evrópu- keppni heilsaði Jóhann Sigurjóns- son, bæjarstjóri Mosfellinga, upp á leikmenn beggja félaga áður en leik- urinn hófst ásamt Jóhanni Guðjóns- syni, formanni handknattleiksdeild- ar UMFA, og Ólafi B. Schram, formanni HSÍ. ■ FLESTIR leikmenn Negótínó hafa ekki komið út fyrir heimaland sitt fyrr en nú. Af þeim sökum not- uðu þeir tækifærið og sendu fjöl- mennan hóp, eða alls 21 mann, en aðeins tólf af þeim voru leikmenn liðsins. Eitt af því fáa sem þeir höfðu heyrt um á Islandi eru Gullfoss og Geysir og óskuðu þeir sérstaklega eftir því áður en þeir komu til lands- ins að fá að sjá þessa staði. ■ SLA VKO Bambír sem eitt sinn þjálfaði íslenska kvennalandsliðið í handknattleik var túlkur Make- dóníumanna hér á iandi en þeir tala vart annað en sitt eigið móður- mál. Bambír er Króati og fyrrum landi þeirra í gömlu Júgóslavíu. ■ EINN maður frá sjónvarpsstöð í Negótínó var með hópnum og tók hann upp leikinn auk þess að taka viðtöl fyrir leikinn með aðstoð Bam- bírs. Leikurinn verður sýndur í sjón- varpinu í Negótínó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.