Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBÉR 1995 B 5 KÖRFUKNATTLEIKUR EVRÓPUKEPPNIN í HANDKNATTLEIK Frábær vamarleikur Haukar sigruðu KR örugglega en KR-ingar kærðu leikinn þvíleikmaður í banni sat á bekknum allan leikinn HAUKAR sigruðu KR-ingar ör- ugglega á heimavelli sínum á sunnudagskvöldið, með 93 stigum gegn 72. Haukar léku án Bandaríkjamannsins Jason Williford sem var í leikbanni og kom það ekki að sök, að minnsta kosti ekki enn, því Williford sat á bekknum hjá Haukum allan leikinn án þess að vera á skýrslu, og kærðu KR-ingar leikinn vegna þessa um leið og honum lauk. Haukar byijuðu hreint út sagt frábærlega og voru komnir með 13 stiga forskot eftir rúmar fjórar mínútur. KR- Stefán ingar hreinlega Eiríksson vissu ekki hvort þeir voru að koma eða fara og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður höfðu KR-ingar aðeins gert 12 stig á móti 30 stigum Hauka. En þá mættu líka KR-ingar til leiks og minnkuðu forskot Haukanna hratt og örugglega, og niður í þrjú stig þegar flautað var til hálfleiks, 40:37. Haukar byijuðu síðari hálfleik- inn af álíka krafti og þann fyrri og voru fljótlega komnir með um tíu stiga forskot. KR-ingar voru þó enn ekki á þeim buxunum að gefast upp, náðu aftur að minnka muninn niður í þijú stig; 66:63, þegar um átta mínútur voru eftir, en lengra komust þeir ekki. Hauk- ar náðu frumkvæðinu aftur og þá brotnaði KR-liðið endanlega og Haukar völtuðu yfir þá í lokin. Það var frábær varnarleikur Haukanna sem lagði grunninn að sigri þeirra, auk þess sem Jón Arnar Ingvarsson lék hreint frá- bærlega, einkum í síðari hálfleik. Hann gerði 26 stig og átti níu stoð- sendingar. Sigfús Gizurarson var gríðarlega sterkur í vörninni og mikilvægur í sókninni, Pétur Ing- varsson lék mjög vel sem og Ivar Ásgrímsson, og Björgvin Jónsson kom mjög sterkur inn í liðið, í sókn og vörn. Hjá KR-ingum var Bow stigahæstur með 29 stig, en átti í erfiðleikum gegn Sigfúsi í sókn- inni. Sterk liðsheild á bak við þennan sigur „Það er sterk liðsheild sem stendur á bak við þennan sigur, þótt menn vanti þá eru margir tilbúnir til að hlaupa í skarðið og gera jafnvel betur. Við spiluðum sterkan varn- arleik og það skilar sér alltaf þeg- ar á líður. Svo erum við með ansi góðan heimavöll, við höfum sigrað örugglega í öllum leikjum okkar í vetur og áhorfendur voru frábærir í dag,“ sagði Jón Arnar Ingvars- son, besti maður Hauka. „Þeir einfaldlega spiluðu betur en við. í fyrri hálfleik grófum við eigin gröf en náðum að grafa okk- ur aftur upp, það sama var upp á teningnum í síðari hálfleik en þá náðum við ekki að grafa okkur upp aftur,“ sagði Axel Nikulásson, þjálfari KR. Aðspurður hvort liðið hefði vanmetið Haukana, þar sem Bandaríkjamaðurinn Williford var í banni, sagði Axel svo alls ekki vera, slíkt gerðist bara í huga blaðamanna og áhorfenda. „Við vitum það vel og það vita allir leik- menn að lið tvíeflast ef þau missa góðan leikmann. Þess vegna vorum við þvert á móti enn hræddari við þá,“ sagði Axel. Um kæru KR-inga sagði Axel að þeir ætluðu að láta á það reyna hvort leikmaður sem væri í banni hefði heimild til að sitja á varamannabekknum allan leikinn. Auðvelt hjá Þór í Kópavogi ÞÓRS ARAR komust aftur á sig- urbraut með 69:92 sigri á Breiðabliki í Smáranum á sunnudagskvöldið. Eftir þijá tapleiki í röð ráku þeir slyðru- ■■■■■ orðið af sér. Mót- Hörður spyrnan var Magnússon reyndar ekki mik- skrifar il, það var aðeins í byijun leiksins sem Blikum tókst að stríða gest- unum. Það virðist augljóst að Blikaliðið á ekki langa lífdaga í úrvalsdeildinni; leikur liðsins var í molum, mikið um ótímabær skot og lítil barátta. Fred Will- iams fór á kostum i liði Þórs, gerði 16 fyrstu stigin og endaði með 43 stig. Bandaríkjamaðurinn Michael Thoele gerði 29 stig fyrir Blika en hittni hans var reyndar ekki góð. Það má þó til sanns vegar færa að félagar hans gerðu of lítið af því að spila hann uppi. Áður er minnst á góða frammistöðu Fred Williams en hann ásamt þeim Kristni Frið- rikssyni og Kristjáni Guðlaugs- syni í Þórsliðinu gerðu 85 af 92 stigum liðsins. Njarðvíkingar iéku við hvem sinn fingur NJARÐVÍKINGAR léku við hvern sinn fingur þegar þeir unnu sannfærandi sigur á Skallagrími frá Borgarnesi, 92:63 í „Ljónagryfjunni" í Njarðvík á sunnudaginn. í hálf- leik var staðan 39:29 og sýndu íslandsmeistararnir oft á tíðum skínandi góðan leik bæði í vörn og sókn og höfðu Borgnesing- ar lítið í hendurnar á Njarðvík- ingum að gera að þessu sinni. Björn Blöndal skrifar frá Njarðvik Jafnræði var þó með liðunum framan af en á síðustu mínútum fyrri hálfleiks datt allur broddur úr leik Skallagríms- manna og Njarðvík- ingar náðu upp 10 stiga mun á nokkr- um mínútum. í síð- ari hálfleik héldu Njarðvíkingar sínu striki á meðan hvorki gekk né rak hjá Borgnesingum og í lokin skyldu 29 stig á milli. „Við vorum inni í leiknum allt þar til á síðustu mínútunum í fyrri hálfleik en síðan ekki söguna meir og að menn voru ekki komnir hingað til að sigra. Það vantar allan stöðugleika hjá okkur, því við erum að vinna stórt og fáum síðan skelli eins og hér,“ sagði Tóm- as Holton þjálfari og leikmaður Borgnesinga eftir leikinn. Bestir í liði Njarðvíkinga að þessu sinni voru þeir Teitur Örlygsson og nýliðinn Páll Kristinsson sem vex með hveijum leik og þar er greini- lega mikið efni á ferð. Hjá Skalla- grími voru Bragi Magnússon og ÍR-ingar létu Ijós sitt skína og burstuðu Val Við höfum ekki verið að spila góðar sóknir svo að við ætluð- um nú að byggja upp sóknarleik- ■■■■■■ inn, sagði Eirikur Stefán Önundarspn, leik- Stefánsson maður ÍR, eftir skrifar 119:60 sigur á Val í Seljaskóla á sunnu- daginn. „Það er meiri pressa á okk- ur en í fyrra og fólk er að spyija hvað sé að og það er sóknarleikur- inn. En við náðum að láta ljós okk- ar skína og erum vonandi komnir á beinu brautina." Valsmenn náðu að halda jöfnu í 5 mínútur en þá skildu ÍR-ingar þá eftir. Það gekk ekkert upp hjá Hlíðarendadrengjunum, þeir nýttu 9 af 17 skotum innan teigs, 3 af 13 utan teigs og ekkert af 11 þriggja stiga skotum sínum. Það sama var upp á teningnum eftir hlé, Valsmenn náðu að þrauka fyrstu 5 mínúturnar en þá stungu ÍR-ingar af og var ekki einu sinni gaman að leiknum. ÍR-ingar gátu sýnt allar sínar bestu hliðar og hættu ekki þrátt fyrir litla mótstöðu, settu vara- mennina inná um miðjan síðari hálf- leik og þeir spjöruðu sig ágætlega. John Rhodes réð ríkjum undir körf- unni og tók 24 fráköst, Márus Arn- arson gaf aldrei neitt eftir og Eirík- ur sýndi góða takta. „Við spiluðum illa. Að vísu erum við ekki með gott lið en ekki svona lélegt og við eigum að geta haldið liðum undir hundrað stigum ef við lengjum sóknirnar," sagði Bergur Már Emilsson, sem var stigahæstur Valsmanna. „Það þarf að gera ein- hveijar breytingar, ef ekki að fá útlending þá allavega hugarfars- breytingu." Liðið fékk engan tíma, tapaði boltanum í 26 skipti og reyndi 17 þriggja stiga skot og aðeins eitt rataði ofan í. Keflvíkingar höfðu betur Keflvíkingar unnu þýðingamik- inn sigur gegn nágrönnum sínum frá Grindavík 84:75 í Kefla- ■■■■■I vík á sunnudags- Björn kvöldið og sýndu Blöndal þeir á köflum skrifarfrá glimrandi leik sem Keflavik gestirnir áttu ekk- ert svar við þegar mest þurfti á að halda. í hálfleik var staðan 46:42 fyrir Grindavík. Jafnræði var þó með liðunum legi vel og skiptust þau á að hafa forystuna. Grindvíkingar höfðu 4 stiga forskot eftir fyrri hálfleikinn þar sem bæði lið léku hraðan og oft skemmtilegan körfuknattleik. í síðari hálfleik náðu Keflavíkingar að halda dampi á sama tíma og leikur Grindvíkinga varð ómark- viss og tilviljanakenndur og settu þeir aðeins 29 stig í síðari hálfleik. „Við lékum einfaldlega ekki af nægjanlegri skynsemi í síðari hálf- leiknum. Leikurinn var í járnum og þá má lítið bera útaf. Einnig var þetta spuming um liðsbreidd,“ sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga eftir leikinn. Bestu menn í liði Keflavíkur að þessu sinni voru Lenar Burns, Falur Harðarson, Guðjón Skúlason og Davíð Grissom. Bestu menn Grindvíkinga voru Guðmundur Bragason og Herman Myers. Akumesingar stóðu íTindastóli Tindastóll sigraði ÍA 83:76 í jöfnum og spennandi leik á Sauðárkróki. Mikil barátta var hjá báðum liðum. Mil- ton Bell og Torrey John voru í aðal- hlutverkum. Liðin skiptust á um að hafa forystu, en mesti munur í fyrri hálfleik var níu stig. Bell var mjög góður í liði Skagamanna og Haraldur Leifsson var sterkur undir körfunni. Hjá Tindastóli var Torrey mjög góður og eins Hinrik. Björn Bjömsson skrlfar frá Sauðárkróki Tindastólsmenn lentu snemma í villuvandræðum og gátu því illa beitt sér. Þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk Ómar Sigmarsson fimmtu villuna og Torrey, Lárus og Arnar voru allir komnir með fjórar villur. Þá breytti Páll Kolbeinsson í svæðisvöm sem gaf góða raun. Þegar ein og hálf mínúta var eftir spilaði Torrey sig inn í þrönga stöðu og tókst að fiska fimmtu villuna á Bell, sem var frekar harður dómur. Eftirleikur- inn var því auðveldur fyrir Tinda- stól því Skagamenn skoruðu ekki eitt stig eftir það. Páll Kolbeinsson, þjálfari Tinda- stóls, sagði að leikurinn hafi verið frekar erfiður. „Strákarnir voru að leika undir getu, en sigurinn er fyrir öllu,“ sagði Páll. KA og Afturelding áfram eftir stóra sigra en Víkingur og kvennalið Stjörnunnar eru úr leik FUNI sk 'ÖLNÍNG A.IFTAROS HT BILA - NOA’ sx » nsu\c Veisla að Varmá Takk fyrir stuðninginn! Morgunbiaöið/Ami Sæberg STEMMNINGIN að Varmá var góð á sunnudagskvöldíð er Afturelding gjörsfgraðí Negótínó frá Makedóníu í Evrópukeppninni, og hér þakka leikmenn liðsins áhorfendum fyrir stuðninginn. Frá vinstri: Bjarki Sigurðsson, Jóhann Samúelsson og Alexej Trúfan. ÞAÐ reyndist leikmönnum Aft- ureldingar létt verk að leggja Negótínó frá Makedóníu að velli í seinni leik félaganna í Borgarkeppni Evrópu á Varmá á sunnudagskvöldið. Lið Neg- ótínó er tæplega miðlungslið á íslenskan mælikvarða og veitti aldrei verulega mótspyrnu í leiknum. Þegar kom var fram í síðari hálfleik má segja að Mosfellingar hafi setið að veisluborðum þegar þeir rúll- uðu yfir gesti sína með hrað- aupphlaupum og innbyrtu tólf marka sigur, 35:23. Fyrsta markið kom þegar tæp- lega tvær mínútur voru liðnar af leiknum og var þar að verki ■^■■■1 Bjarki Sigurðsson. jvar Hann gaf þar með Benediktsson félögum sínum tón- skrifar inn og í framhaldinu náði Afturelding fimm til sex marka forystu sem þeir héldu fram að leikhléi. Makedóníumenn léku hægan handbölta og virtust ekki vera nein- ir sérstakir bógar í íþróttinni. Sókn- arleikurinn gekk út á tvo leikmenn, skytturnar Dragan Sukara og Mile Maslarkov og ef gengið var út í þá gerðist ósköp fátt hjá félögum þeirra. Afturelding lék sex núll vörn mestan hluta leiktímans en skiptu á milli niður í fimm plús einn þar Víkingar áttu enga möguleika VÍKINGAR áttu aldrei möguleika gegn tékkneska liðinu Gumarný Zubrí í 1. umferð Evrópukeppni fé- lagsliða. Þeir töpuðu fyrri leiknum sl. fóstudag með með sjö marka mun, 23:16, en munurinn varð fimm mörk, 27:22, í fyrradag. Báðir leikirnir fóru fram í Tékklandi. Árni Indriðason, þjálfari Víkings, sagði að seinni leikurinn hefði verið betri af hálfu Víkings, en það hefði verið borin von að jafna sjö mörkin úr fyrri leiknum. Hann var sérstak- Iega ánægður með varnarleikinn en sagði að sóknarbrotin hefðu verið allt of mörg. „Við gerðum of mörg mistök, misst- um boltann 15 til 20 sinnum eins og í fyrri leiknum og það gengur ekki í deildarkeppni, hvað þágegnjafn sterku liði og því tékkneska í Evrópu- keppni. Við erum einfaldlega ekki nógu sterkir í bili en staðan var 12:8 í hálfleik." Dómararnir voru frá Austurríki, þeir sömu og dæmdu fyrri leikinn, og sagði Árni þá hafa verið sérkenni- lega og dæmigerða heimadómara. „Við vorum oftast einum færri en eins og áður komust mótherjarnir upp með mikla hörku. Eg hef tekið þátt í mörgum Evrópuleikjum og aldrei fengið eins góðar móttökur ulan vall- ar en þeir létu heldur betur finna fyrir sér innan vallar.“ Mörk: Knútur Sigurðsson 8/5, Birg- ir Sigurðsson 6, Guðmundur Pálsson 3, Þröstur Helgason 2, Halldór Magn- ússon 1, Krislján Ágústsson 1. Varin skot: Reynir Reynisson 12. • KA pakkaði norsku Víkingunum saman NÚ ER Ijóst að fyrstu skref KA-manna í Evrópukeppni í handknattleik verða fleiri því liðið sigraði norska liðið Viking frá Stavanger 27:20 á Akureyri si. sunnudag og er KA komið í 2. umferð í Evrópukeppni bik- arhafa. Samtals sigraði KA með sex marka mun eftir eins marks tap í Noregi. Ekkert ann- að en sigur kom til greina á Akureyri og áhorfendur studdu liðið með sltkum sóma að gest- irnir voru slegnir út af laginu og raunar var KA miklu betra liðiðá vellinum. Leikurinn einkenndist af tauga- veiklun í byijun. Viking komst í 2:1 og hafði markvörðurinn Steinar Ege þá varið víta- kast frá Duranona. KA-menn jöfnuðu þegar hátt í 8 mínút- ur voru liðnar af leiknum. I stöðunni 3:3 brenndi Rune Erland af vítakasti og nú hrökk allt í baklás hjá gestunum sem komust ekki á blað næstu 10 mínúturnar meðan KA skoraði fjögur mörk. KA-menn voru komnir með frum- kvæðið og héldu forystunni til leik- hlés. Patrekur var hvíldur á þessum kafla því skotgleði hans hafði ekki borið tilætlaðan árangur. Hann kom þó aftur inn á í lokin en misnotaði vítakast. Það kom ekki að sök, félag- ar hans Duranona, Jóhann og Leó Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri Örn voru í góðum g'r. Staðan í leik- hléi var 12:8 og var það óþarflega lítill munur miðað við gang lei.ksins. Góður kafli KA-manna í upphafi seinni hálfleiks réði úrslitum í þess- um leik. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð. Norðmennirnir læddu inn einu marki eftir tæpar 4 mín. en KA svar- aði með þremur til viðbótar og stað- an var skyndilega orðin 19:9 þegar rúmar 7 mínútur voru liðnar af hálf- leiknum. Margt gladdi augað á þess- um kafla. Duranona skoraði 17. markið með því stökkva himinhátt upp og þruma knettinum nánast lóð- rétt niður í markið. Guðmundur varði víti og Duranona sýndi skemmtileg tilþrif á línunni þegar hann skoraði 19. markið. Skömmu síðar skoraði hann enn eitt glæsimarkið eftir að hafa hoppað upp jafnfætis. Víkingarnir norsku áttu ekki möguleika á að vinna upp 10 marka forskot. Þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum og staðan 25:15 fóru KA-menn að slaka á og tóku sér hvíld frá markaskorun í 9 mínútur. Þá tókst gestunum að minnka mun- inn örlítið en sigurinn var fjarri því að vera í hættu. Síðasta mark KA var dæmigert fyrir yfirburði liðsins, en þá skoraði Björn Björnsson vara- markvörður með skoti yfir endilang- an völlinn. Kúbumaðurinn Julian Duranona var frábær í þessum leik. Hann er búinn að öðlast mikla leikgleði, bros- ir og fagnar þannig að aðrir hrífast með, og hann getur skorað mörk af öllu tagi. Þau urðu 9 í þessum leik. Merkilegt hvað svona stór mað- ur er lipur. Jóhann G. Jóhannsson lék einnig listavel og skoraði 6 mörk, þar af 4 úr hraðaupphlaupi. Leó Örn og Patrekur skoruðu mikilvæg mörk, vörnin var mjög góð og markverðirn- ir Guðmundur Arnar og Björn vörðu prýðilega. Hjá Viking var það aðeins línumaðurinn Erland Södal sem blómstraði. Hann skoraði 7 mörk. KA-menn héldu öðrum leikmönnum niðri, örvhenta skyttan Lauritsen komst lítt áfram og hinn frægi Rune Erland var slakur, en hann hefur reyndar verið að glíma við meiðsl. Þátttöku Víkinganna í Evrópukeppni bikarhafa er lokið en gulir og glaðir KA-menn halda út í óvissuna. Spænsku liðin á óskalista Alfreðs „SPÆNSKU liðin Teka og Vigo eru í pottinum og þau eru á óskalistanum hjá mér sem mótherjar okkar í 2. umferð," sagði Alfreð Gislason, þjálfari KA-maima, eftir sigurinn á Viking frá Noregi. Alfreð var hæstánægður með sína menn og jjómaði af stolti. „Viking er með gott lið en þetta var ekki þeirra dagur. Eg var orðinn nokkuð öruggur með sigur eftir að fimm mínút- ur voru liðnar af seinni hálf- leik því þá vissi ég að þeir gætu ekki unnið þetta upp. Við sýndum mjög góðan leik,“ sagði Alfreð. Gunnar Blomback, þjálfari Vikings, sagði liðið ekki hafa ráðið við vörn KA í þessum leik og að flestir leikmenn hefðu verið að spila undir getu. Hann sagði að Rune Er- land væri ekki orðinn góður af meiðslum og liefði þvi lítið getað spilað. Gunnar sagði að vissulega hefði betra liðið sigr- að í þessum leik og liann full- yrti að áhorfendur hefðu haft sitt að segja og öll stemmning- in í kringum leikinn. sem Þorkell Guðbrandsson tók Maslarkov á vinstri vængnum úr umferð. Vörn Negótínó var slök, _ mjög opin og því gripu þeir oftar en ekki til þess að ráðs að bijóta mjög gróft þegar leikmenn UMFA höfðu gengið i gengum hana. Það leiddi af því að þeir voru oft utan vallar og jafnvel tveir í einu. Eftir fjögurra mínútna leik í síð- ari hálfleik höfðu heimamenn náð átta marka forksoti, 18:10, og þ£ má segja að leikmenn Negótínó hafi endanlaga lagt niður rófuna. Sóknarleikurinn hrundi til grunna og leikmenn Aftureldignar nýttu sér það og slógu upp hraðaupp- hlaupsveislu. Bilið breikkaði ogþeg- ar tíu mínútur voru til leiksloka munaði tíu mörkum á liðunum og enn bættu Mosfellingar við á loka-» kaflanum. „Eftir að hafa séð fyrri leikinn þá sá ég að það væri einungis skylduverkefni að slá þetta lið úr keppninni heima. Ég vona bara að sigurinn og sú stemmning sem myndaðist í hópnum í kvöld hjálpi okkur í þeirri erfiðu stöðu sem við erum í deildinni. Deildarkeppnin er það sem skiptir máli og að henni verðum við að einbeita okkur,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari UMFA. „Ég hafði það á tilfinningunni í leiknum úti að ef okkur tækist að ná upp baráttu og forskoti gegn þeim hér heima þá myndu þeir gef- ast upp. Þeir eru engir bógar og það kom í ljós að ég hafði rétt fyr- ir mér,“ sagði Páll Þórólfsson, besti Ieikmaður UMFA í leiknum en hann lék við hvern sinn fingur. „í leikhléi vorum við enn með í leiknum, en í þeim síðari gerðum við of mikið af mistökum í sókninni og þeir fengu alltof mörg hraðaupp- hlaup. Dómagæslan var slök og bitnaði frekar á okkur en Aftureld- ingu. En í heildina var sigur Aftur- eldingar sanngjarn,“ sagði Cane Krstevski, þjálfari Negótínó. ^ Stjaman úr leik Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru úr leik í Evrópukeppni bikarhafa í kvennaflokki eftir að hafa tapað fyrir grísku meisturunum Anagen- isi Artas í Grikklandi. Stjarnan vann fyrri leikinn með 8 marka mun, 24:16, en það dugði skammt því liðið tapaði á útivelli með 11 marka. mun, 30:19. Fyrri hálfleikur var jafn og þegar nokkrar mínútur voru til leikhlés var staðan 11:10 fyrir gríska liðið. Þá var Herdísi Sigurbergsdóttur vísað útaf í þriðja sinn og því útilok- uð frá frekari þátttöku í leiknum. Staðan í hálfleik var 13:10. í síðari hálfleik gekk hvorki né rak hjá Stjörnustúlkum og gríska liðið raðacfi mörkum og vann síðari hálfleikinn 17:9 og heldur því áfram í keppninni. Stjarnan lék síðari hálf- leikinn illa að sögn Bergþóru Sig-1 mundsdóttur, fararstjóra, og eins voru dómarar leiksins mjög hliðholl- ur þeim grísku. íslensku stúlkurnar voru 26 mínútur utanvallar, en þær grísku aðeins sex mínútur. Laufey Sigvaldadóttir var markahæst Stjörnustúlkna með fimm mörk og Ragnheiður Stephen- sen gerði fjögur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.