Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA Sögulegur sigur hjá Gladbach Bayern Miinchen mátti sætta sig við fyrsta tapið á heima- velli í vetur þegar Borussia Mönch- engladbaeh kom sá og sigraði 2:1 í Miinchen um helgina. Þetta var sögulegur sigur því Gladbach hafði ekki sigrað Bayem í deildarleik í Miinchen í þrjá áratugi eða í 31 leik. „Allt tekur enda,“ sagði Bernd Krauss, þjálfari Gladbach. „Lið mitt kom hingað til að setja mark sitt á leikinn og baráttan fór ekki framhjá neinum. Við hefðum getað bætt við fleiri mörkum í seinni hálfleik." Stefan Effenberg, besti leikmað- ur vallarins, var með glæsilegt mark af löngu færi um miðjan fyrri hálfleik gegn sínum gömlu félögum og 10 mínútum fyrir leiks- lok gerði austurríski landsliðsmað- urinn Andreas Herzog sjálfsmark en Frakkinn Jean-Pierre Papin minnkaði muninn á síðustu mínútu. Bayem sigraði í fyrstu fimm leikjunum en hefur nú tapað tveim- ur í röð. Þjálfarinn Otto Rehhagel hefur verið með miklar manna- breytingar á milli leikja og þær hafa ekki skilað tilætluðum ár- angri. „Gladbach lék skynsam- lega,“ sagði hann. „Allir sem vilja ná titlinum verða að skilja að við verðum að ganga í gegnum erfið- leika eins og þessa.“ Liðið mætir Raith Rovers, mótherjum Skaga- manna, í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í Skotlandi í dag. Meistarar Dortmund náðu 2:2 jafntefli í Bremen og var það besti leikur umferðarinnar en sömu úr- slit urðu hjá Köln og Leverkusen. Fyrsta mark Eyjólfs Eyjólfur Sverrisson skoraði fyrsta markið fyrir Hertha Berlín á sunnudaginn. Hann skoraði á 72. mínútu — fyrra markið í 2:2 jafntefli gegn efsta liði 2. deildar, Leipzig. Hertha Berlín er í 10. sæti deildarinnar. JWflrfltttiMaftiifo Góð byrjun hjá Bohinen með Blackbum Norðmaðurinn Lars Bohinen var maður leiksins þegar Black- burn vann Southampton 2:1 í ensku úrvalsdeildinni um helgina en hann gerði glæsilegt mark í fyrsta leik sínum fyrir meistarana um miðjan fyrri hálfleik. „Við lékum mjög vel og sköpuðum mörg færi,“ sagði Ray Harford, yfirþjálfari Blackbum, og hældi Norðmanninum. „Hann stóð sig vel og áhorfendur kunnu að meta frammistöðu hans. Ég ætlaði að skipta honum út af en það hefði ver- ið dauðadómur minn. Hann er alltaf að og mjög útsjónarsamur í teignum en í hálfleik varð ég að segja honum að vera ekki of æstur. En það er gaman að skora í fyrsta leik.“ Bohinen skoraði eftir sendingu frá Stuart Ripley sem lék mun betur en að undanförnu en Dave Merrington, yfirþjálfari Southampton, var ekki í vafa hver hefði verið bestur. „Ef ég ætti að velja mann leiksins þá yrði það Bohinen." Alan Shearer gerði seinna mark Blackburn beint úr aukaspyrnu 20 mínútum fyrir leikslok og hefur hann þar með gert 12 mörk fyrir Rovers á tímabilinu. Les Ferdinand er einnig kominn með 12 mörk fyrir Newcastle sem vann QPR, 3:2. Keith Gillespie gerði fyrsta og þriðja mark aðkomumanna sem eru í efsta sæti. QPR var marki yfír í hálfleik — Daniele Dichio skor- aði með skalla — en Gillespie jafn- aði strax eftir hlé. Ferdinand, sem lék í níu ár með QPR, fékk góðar móttökur hjá fyrrum stuðnings- mönnum sínum en það kom ekki í veg fyrir að kappinn skoraði. Dichio jafnaði um miðjan hálfleikinn en Gillespie svaraði að bragði. Paul Scholes tók stöðu Erics Can- tona sem er meiddur og tryggði Manchester United 1:0 sigur í ná- grannaslagnum gegn City. Þetta var áttunda tap City í röð og er liðið með eitt stig á botninum. Irski landsliðsmaðurinn Roy Keane meiddist og er talið að hann Ieiki ekki með United næstu sjö vikumar. Chelsea gerði góða ferð til Birm- ingham og vann Aston Villa 1:0 með marki Dennis Wise. Arsenal fór á kostum í Leeds og vann 3:0. Paul Merson skoraði af 35 metra færi í fyrri hálfleik en Dennis Bergkamp og lan Wright bættu við eftir hlé. John Lukic lék 400. leik sinn fyrir Leeds. Hollendingurinn Richard Sneekes hjá Bolton fékk að sjá rauða spjald- ið snemma í seinni hálfleik og Barry Horne hjá Everton sömuleiðis 10 mínútum síðar en liðin gerðu 1:1 jafntefli. Liverpool náði aðeins markalausu jafntefli á heimavelli gegn Coventry. Nottingham Forest stöðvaði Tott- enham og vann 1:0 á White Hart Lane en Spurs hafði ekki tapað í síðustu fímm leikjum. Steve Stone Marki fagnað Reuter PAUL Scholes tók stöðu Erics Cantona sem er meiddur og tryggði Manchester United 1:0 sigur í nágrannasiagnum gegn City. Hér fagnar hann marklnu. gerði eina mark leiksins eftir send- ingu frá Bryan Roy. Middlesbrough vann Sheffíeld Wednesday 1:0 og skaust upp í fjórða sætið. Nýliðarnir eru taplaus- ir í síðustu átta leikjum og hafa feng- ið fæst mörk á sig í deildinni en Craig Hignett gerði sigurmarkið að þessu sinni úr vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik. Fullt hús og marka- talan 33:0 BYRJUN Ajax í hollensku deild- inni er með ólíkindum. Liðið hefur ekki tapað stigi heldur sigrað með yfirburðum í öllum níu leikjunum og markatalan er 33:0. Um helgina varð Twente Enschede að láta í minni pokann en úrslit urðu 3:0. Marc Overm- ars, sem var með þrennu fyrir Hollendinga gegn Möltubúum í Evrópukeppni landsliða í liðinni viku, gerði tvö mörk en Finninn Jari Litmanen braut ísinn. Porto tap- laust í ár MEISTARAR Porto unnu Braga 3:0 um helgina og hafa ekki tapað leik í portúgölsku deildinni í eitt ár. Bobby Robson, þjálfari liðsins, hel'ur verið fjarri góðu gamni að undanförnu vegna veikinda en var væntanlegur til Porto í gær frá Bretlandi þar sem hann gekkst undir upp- skurð. iiilpp Reuter MARCEL Desailley hjá AC Mllan t.v. og Allesandro Del Piero t.h. berjast um boltann á sunnudag. AC Milan á góðri leið Marco Simone og George Weah skoruðu fyrir AC Milan á fyrsta stundarfjórðungnum gegn Ju- ventus en Alessandro Del Piero minnkaði muninn fyrir gestina skömmu fyrir leikslok. 83.000 áhorf- endur troðfylltu San Siro-leikvanginn og þeir þurftu aðeins að bíða í fimm mínútur eftir fyrsta markinu sem Simone gerði af 25 metra færi eftir aukaspyrnu. Sjö mínútum síðar var Weah á ferðinni, ptjónaði sig í gegn- um vöm Juve og skoraði af snilld en Piero stóð einnig vel að sínu marki. Þetta var fyrsti sigur AC Milan gegn Juve á San Siro í fimm ár og gleðin var mikið. „Milan sýndi að lið- ið er sterkast í deildinni um þessar mundir," sagði Silvio Berlusconi, for- seti félagsins. Roberto Baggio og Dejan Savicevic léku ekki með vegna meiðsla og leikstjórnandinn Demetrio Albertini var í banni en það kom ekki að sök. Milan sótti sérstaklega stíft í fyrri hálfleik „en ég vona að þetta sem var sem köld vatnsgusa í andlitið herði okkur í framtíðinni," sagði Marcello Lippi, þjálfari Juve. Parma vann Udinese 1:0 og er tveimur stigum á eftir AC Milan í ítölsku deildinni. Alessandro Melli gerði eina mark leiksins með skalla undir lokin en áður höfðu Hristo Stoichkov og Dino Baggio hitt mark- ramma Udinese. Nevio Scala, þjálfari Parma, skipti Melli inn á fyrir Stoichkov og breyt- ingin gerði gæfumuninn en Melli skoraði eftir að hafa verið innan við fímm mínútur inná. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð og liðið sýndi að það er líklegt til að vera með í barátt- unni um titilinn. Roy Hodgson, nýr þjálfari Inter, sá liðið gera 1:1 jafntefli við Atal- anta á útivelli en Marco Delvecchio hjá Inter var vikið af velli þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Torino komst í 2:0 eftir hálftíma leik en Roma gafst ekki upp og tókst að jafna áður en yfir lauk. Lazio vann Padova 2:0 og sömu úrslit urðu í leik Fiorentina og Nap- olí. Daniel Carnasciali og Massimo Orlando gerðu mörk Fiorentina gegn gangi leiksins. SVIÞJ/ENGL: 1 12 122 2X1 212X ITALIA: 1 X 2 1 1 X 111 1X12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.