Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D/E 237. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Salilin dreg- ur sig í hlé Stokkhólmi. Reuter. MONA Sahlin, aðstoðarforsætis- ráðherra Svíþjóðar, sagði í gær- kvöldi að hún hygðist ekki gefa kost á sér til að taka við af Ing- var Carlsson, forsætisráðherra og leiðtoga sænskra jafnaðarmanna, þegar hann lætur af embætti á næsta ári. Hún útilokaði hins veg- ar ekki að hún myndi gefa kost á sér síðar. Sahlin kvaðst hafa tekið þessa ákvörðun til að lægja öldurnar, sem hafa risið vegna misnotkunar opinbers greiðslukorts, og leyfa flokksmönnum að velta málinu fyrir sér. „Nú er ég eins og hver annar flokksfélagi,“ sagði Sahlin í sam- tali við sænska sjónvarpið. „Ef flokkurinn leitar til mín á ný eftir nokkrar vikur eða mánuði veit ég ekki hveiju ég mun svara.“ ■ Sahlin höfðar/17 Reuter Sópað á geimsýningu RÚSSNESK geimsýning er nú haldin i Shah Alam í Malasíu. A sýningunni eru sextán geimflaug- ar í fullri stærð, auk líkana af fjar- stýrðum ökutækjum, lendingar- ferjum og gervihnöttum. Þetta er fyrsta sýningin af þessu tagi, sem haldin hefur verið utan Rússlands. A myndinni sést vinnukona sópa við rússneskan geimjeppa. Alsírskir öfgamenn grunaðir um hryðjuverk í París Juppé fordæmir „villi- mennsku“ París. Reuter. ALAIN Juppé, forsætisráð- herra Frakklands, lýsti því yfir í gær að Frakkar myndu ekki „gefast upp fyrir viíli- mennsku“. Tuttugu og átta særðust er sprengja sprakk í neðanjarðarlest í miðborg Par- ísar í gærmorgun og er talið víst að samtök heittrúarmanna frá Alsír beri ábyrgð á tilræð- inu. Til stendur að Jacques Chirac Frakklandsforseti eigi fund með Liamine Zeroual hershöfðingja, forseta Alsír, í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna í New York eftir viku. I yfirlýsingu Juppés sagði að ekki yrði hætt við fund Chiracs og Zerouals. „Frakkar munu halda áfram viðræðum sínum við Alsír. Engin hermd- arverk, sama hversu lúaleg og tillitslaus þau kunna að vera, munu þagga niður rödd okk- ar,“ sagði forsætisráðherrann. Á myndinni sjást slökkviliðs- menn og sjúkraliðar flylja eitt fórnarlamba sprengjutilræðis- ins á braut. Reuter ■ Særðir farþegar/17 Warren Christopher ber vitni fyrir bandarískri þingnefnd Enginn friður án þátt- töku Bandaríkjahers Moskvu, Sarajevo, Washington. Reuter. Kozyrev varar við að hunsa Rússa Evrópudómstóllinn Ólöglegt að hygla konum Lúxemborg. Reuter. EVRÓPUDÓMSTÓLLINN kvað upp þann úrskurð í gær, að regl- ur, sem ætlað væri að jafna stöðu kynjanna, brytu gegn jafnréttis- lögum í Evrópusambandsríkjum. Málið höfðaði landslagsarki- tekt í Bremen í Þýskalandi, Eck- hard Kalanke, er samstarfskona hans var tekin fram yfir hann í yfirmannsstöðu þótt hann hefði lengri starfsaldur og hefði gegnt stöðunni í forföllum. í úrskurðin- um sagði meðal annars: „Lög í einstökum ríkjum, sem tryggja konum algeran og skil- yrðislausan forgang við stöðuveit- ingar og stöðuhækkun, gera meira en að jafna rétt karla og kvenna og bijóta því gegn gild- andi lögum í ESB.“ Á þetta til dæmis við um lög í Bremen en þau skylda borgar- stofnanir til að hygla konum við stöðuveitingar að því tilskildu, að þær hafi sambærilega menntun og umsækjendur úr hópi karla og konur séu færri en karlar á viðkomandi sviði. WARREN Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, mætti í gær fyrir hernefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings og sagði að ekki yrði hægt að knýja fram friðarsam- komulag í Bosníu án þátttöku bandarískra hermanna. Fulltrúar fímmveldanna í tengslahópnum svo- kallaða kváðust í gær ætla að hraða friðarumleitunum í Bosníu, en bættu við að margar hindranir væru í vegi og væri óvíst hvaða hlutverki Rúss- ar myndu gegna í því að tryggja að friðarsamkomulag verði haldið. Tengslahópurinn hélt viðræður í Moskvu í gær og að þeim loknum héldu Richard Holbrooke, samn- ingamaður Bandaríkjamanna, Igor Ivanov, fulltrúi Rússa, og Carl Bildt, erindreki Evrópusambandsins, til Serbíu til viðræðna við Slobodan Milosevic, forseta landsins. Andrei Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss- lands, setti viðræðurnar í Moskvu með þeim orðum að menn skyldu varast að hunsa vilja Rússa. Ágreiningur um hlutverk Rússa Bandaríkjamenn, Bretar, Frakk- ar, Rússar og Þjóðveijar eru í tengslahópnum og þeim tókst ekki að leysa úr ágreiningi um það hvert hlutverk Rússa ætti að vera í alþjóð- legu friðargæsluliði, sem verið er að mynda undir forystu Atlantshafs- bandalagsins (NATO). Rússar hafa útilokað þátttöku rússnesks herliðs undir stjórn NATO, en Bandaríkjamenn hafa hafnað tillögu Rússa um að Rússar og NATO stjórni friðargæsluliðinu til skiptis. Strobe Talbott, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, ræddi þessi mál við Kozyrev á sérstökum fundi í gær. Efasemdir á Bandaríkjaþingi Bill Clinton Bandaríkjaforseta er mikið í mun að fá Bandaríkjaþing á sitt band til að geta beitt banda- ríska hemum í Bosníu og í gær sendi hann Cristopher, Wiiliam Perry varnarmálaráðherra og John Shalikashvili, yfirmann bandaríska herráðsins, til að sannfæra hernefnd öldungadeildarinnar. Miklar efasemdir eru meðal þing- manna um það hvort senda beri bandaríska hermenn til Bosníu. Nefndarmenn kváðust efast um eðli þessarar aðgerðar og varanleika friðarsamkomulags. Þeir skoruðu einnig á forsetann að leita samþykk- is þingsins við því að senda 20 þús- und hermenn til Bosníu. Christopher sagði að þessi aðgerð yrði ekki áhættulaus, en bandarísk- ir hermenn yrðu ekki sendir á vett- vang nema um væri að ræða „frið til að gæta“. Bandaríkjamenn yrðu heldur ekki nema um eitt ár í Bos- níu. „Það verður ekki friðarsamkomu- lag í Bosníu nema NATO, og Banda- ríkjamenn sérstaklega, taki frum- kvæðið að framkvæmd þess,“ sagði Christopher. Vopnahléð í Bosníu hefur nú stað- ið síðan á fimmtudag og fregnir herma að átökum sé að linna í norð- vesturhluta landsins, góðar horfur séu á fangaskiptum og aðgangur verði leyfður að einangruðum svæð- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.