Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sat fastur í 36 tíma Endurhæfingarlíf- eyrir í fyrra horf ÖKUMAÐUR sat fastur I bíl sínum á Klettshálsi á Barða- strönd frá sl. sunnudagskvöldi fram á þriðjudagsmorgun, þeg- ar vegagerðarmenn ruddu háls- inn. Maðurinn var með nesti, ornaði sér við gas og leiddist ekki, því sendibíll hans var full- ur af mörg hundruð bókum, en hann var á yfírreið um Vestfírði til að selja bækurnar. Að sögn lögreglunnar á Pat- reksfirði lagði maðurinn á Klettsháls á sunnudagskvöld. Hann var á störum Dodge-flutn- ingabíl og ágætlega búinn. Bíll- inn bilaði hins vegar og ljósin slokknuðu. Á meðan maðurinn var að bjástra við að koma því í samt lag skóf að bílnum, svo hann sat fastur. Að sögn Kristjáns P. Vigfús- sonar, verkstjóra Vegagerðar- innar, átti að moka Klettsháls á mánudag, en þá var vitlaust veður og hætt við mokstur. í gærmorgun var hins vegar byij- að að moka og þá komu vega- gerðarmenn að bílnum. HEILBRIGÐISRÁÐHERRA gaf Tryggingastofnun í gær fyrirmæli um að greiða þeim, sem njóta endur-. hæfíngarlífeyris, að auki ýmsar tengdar bætur sem þessir sjúklingar áttu rétt á fyrir 1. október. „Ég sendi tilkynningrj til Trygg- ingastofnunar um að þessar bætur verði greiddar eins og þær voru greiddar fyrir 1. október og þeir sem ekki hafa fengið greiðslu 1. október fá hana greidda afturvirkt," sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrjgðisráð- herra. Forsaga málsins er að lögum um almannatryggingar var breytt í des- ember 1993 og ákvæði um endur- hæfíngarlífeyri var þá flutt yfir í lög um félagslega aðstoð. Orðalagi laga- greinarinnar var einnig breytt lítil- lega og fyrir skömmu gaf heil- brigðisráðuneytið út þá lagatúlkun að þeir sem lagagreinin ætti við ættu ekki lengur rétt á að fá ýmsar tengdar bætur, svo sem uppbót vegna iyfjakostnaðar, barnalífeyri og heimilisuppbót. Endurhæfíngar- lífeyrir er um 37 þúsund krónur á mánuði en með tengdum bótum hækkaði hann a.m.k. um 15-20 þús- und krónur. Um 130 manns þiggja endurhæfingarlífeyri. Stóð aldrei til að skerða Ingibjörg Pálmadóttir sagði að la- gatúlkun ráðuneytisins væri efalaust alveg rétt, samkvæmt orðanna hljóð- an, en aldrei hefði staðið til að skerða rétt þessa hóps sérstaklega og því hefði hún gefíð þessi fyrirmæli í gær. Hún sagðist telja að þar með væri óþarfi að breyta lögunum um félagslega aðstoð að sinni, en verið væri að endurskoða almannatrygg- ingalöggjöfína og þá yrði þetta mál tekið sérstaklega fyrir. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður lagði á mánudag fram og mælti fyrir lagafrumvarpi þar sem gert er ráð fyrir að lagagreinin um endurhæfíngarlífeyri verði færð í upphaflegt horf. Hún sagðist í gær fagna því að heilbrigðisráðherra hefði dregið til baka ákvörðun sína um að skerða bætur til þeirra sem eru í endurhæfingu. „Ég fagna því fyrir þeirra hönd sem ætlað var að lifa á 37 þúsund krónum á mánuði, óháð því hvort þeir væru með böm á fram- færi eða þyrftu að bera lyfla- og lækniskostnað,“ sagði hún. Hún sagði að áfram vantaði laga- stoð fyrir ákvörðun ráðherra. Mikil- vægt væri að sú lagastoð kæmi inn í lög um félagslega aðstoð þannig að réttur þessa hóps til framfærslu væri tryggður. Því sagðist Ásta Ragnheiður ekki telja ástæðu til að draga til baka frumvarp sitt. Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra senda sljórnvöldum athugasemd Mikil yfirvinna varhugaverð ALÞJÓÐASAMTÖK flugumferðar- stjóra telja varhugavert hvað ís- lenskir flugumferðarstjórar þurfa að vinna mikla yfírtíð. Þeir telja það óæskilegt með tilliti til öryggissjón- armiða og munu gera athugasemd við íslensk stjómvöld vegna þess. Mikil yfirvinna Hér er vinnuvika flugumferðar- stjóra 40 stundir og við bætast um 100 yfirvinnustundir á mánuði þegar mest er að gera. Vinnuvika starfs- bræðra þeirra í nágrannalöndum er 32-35 stundir og sjaldgæft að þeir skili þar meira en 10 yfírvinnustund- um á mánuði, að sögn Þorleifs Bjömssonar, formanns Félags flug- umferðarstjóra. Þorleifur sagðist ekki hafa séð listann yfír hálaunaða ríkisstarfs- menn þegar hann var inntur eftir skýringu á því að flugumferðarstjór- ar em þar fjölmennasti hópurinn. Þorleifur taldi líklegt að þetta mætti skýra með greiðslu sem flugumferð- arstjórar fengu í fyrra að genghu dómsmáli. Starfsævi flugumferðarstjóra var skert um 7 ár 1990 og starfslok færð frá 70 ára aldri til 63 ára. í kjarasamningi var tekið tillit til hinn- ar skertu starfsævi en í kjölfarið sett bráðabirgðalög og uppbótin skorin niður. Flugumferðarstjórar fóru í mál gegn ríkinu og unnu það. í fyrra voru þeim greidd vangoldin laun aft- ur til september 1990. Þessi greiðsla nam frá 1 til 1,5 milljóna á mann með vöxtum og dráttarvöxtum. Yfirvinna í stað fleira fólks Að sögn Þorleifs er mikil yfirvinna að hluta skýring á háum launa- greiðslum. Hann segir að um 40% launa flugumferðarstjóra að meðal- tali séu fyrir yfirvinnu. „Það hefur verið stefna stjórnvalda að láta vinna yfirvinnu frekar en að fjölga mönn- um,“ sagði Þorleifur. Hann sagði mikið vinnuálag hafa loðað við stétt- ina síðustu 30 ár. Frumvarp um lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra Þingmenn njóti sömu réttinda og kjósendur LÍFEYRISRÉTTINDI þingmanna og ráðherra verða þau sömu og annarra launþega samkvæmt lagafrumvarpi sem Pétur Blöndal og sex aðrir þing- menn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram á Álþingi. „Aðalmarkmiðið með frumvarpinu er að þingmenn njóti sömu lífeyris- réttinda og þeir sem þá kjósa, þann- ig að þingmenn geti sett sig í spor sinna umbjóðenda hvað varðar lífeyr- isréttindi," sagði Pétur Blöndal við Morgunblaðið. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að ríkisábyrgð verði afnumin af líf- eyrisréttindum þingmanna og þeir velji sér lífeyrissjóð sem starfi án ríkisábyrgðar og greiði I hann. Ið- gjaldsframlag Alþingis skuli vera í samræmi við reglur lífeyrissjóðsins, þó ekki hærra en 6,5% af launum þingmanns. Til að standa undir lífeyrisréttind- um þingmanna þyrfti 56% iðgjald í þingmannadeild Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins, en ekki 10% eins og nú er. Lífeyrisréttindi ráðherra krefj- ast 80% iðgjalds í ráðherradeildina. í frumvarpi þingmannanna er gert ráð fyrir því að þingfararkaup alþing- ismanna verði hækkað varaniega sem nemi lífeyrishlunnindum umfram þau réttindi sem 10% heildariðgjald veitir. Þingmenn geti þó valið að halda nú- verandi lífeyrisréttindum út kjörtíma- bilið, að sögn Péturs af tillitssemi við þá sem buðu sig fram með hliðsjón af þeim kjörum sem voru í boði fyrir kosningar. Fyrsta skrefið Pétur sagðist gera ráð fyrir að umframlífeyrishlunnindi þingmanna væru ígildi 25% launahækkunar að jafnaði, sem þýddi að þingfararkaup- ið myndi samkvæmt frumvarpinu hækka um 50 þúsund krónur, úr 195 þúsund krónum í 245 þúsund. Þá mætti meta lífeyrishlunnindi ráðherra til 60% hækkunar ráðherra- launa, eða úr 155 þúsundum í um 250 Jnisund krónur. „Eg sé þetta sem fyrsta skrefíð til að taka á þeim gífurlega vanda sem er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. í þessu frumvarpi er ekki tekið á réttindum sem menn hafa aflað sér nú þegar, nema að því leyti að þau verði verðtryggð miðað við neysluvísitölu eins og lffeyrisréttindi annarra landsmanna. Það verður síð- an að taka á þessum áunnu réttind- um seinna meir á sama hátt og áunn- um réttindum annarra opinberra starfsmanna, sem nema nú eitthvað um 50 milljörðum króna. Heildar- skuldbinding sjóðsins, umfram eign- ir, nemur um 70 milljörðum króna, sem þýðir um 600 þúsund króna framtíðarskattlagningu á hvern vinnandi mann í landinu. Það er orð- ið verulega brýnt, bæði fyrir opin- bera starfsmenn og aðra skattgreið- endur, að tekið sé á þessum vanda,“ sagði Pétur. Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson. Fokker festist í snjóraðningi FOKKER flugvél Flugleiða, sú fyrsta sem lendir á ísafirði í tvo sólárhringa, lenti í erfiðleikum á ísafjarðarflugvelli rétt fyrir klukkan 9 í gærmorgun. Eftir að flugvélin hafði lent og var komin út að brautarenda, fór hægra hjól hennar út í siyóruðn- •ng og festist. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst flugmönnum vélarinnar ekki að losa hana með hennar eigin afli og varð því að kalla á aðstoð. Var fengin jeppabifreið til að kippa í vélina en jeppanum tókst ekki að losa þetta 20 tonna ferlíki. Voru því allir farþegar fluttir frá borði og ekið í rútu að flugstöðvarbyggingunni. Vörubifreið Flugmálasljórnar kom síðan til aðstoðar og tókst henni að losa flugvélina um hálf- tíma eftir að hún lenti. Ekki urðu neinar skemmdir á vélinni. Myndin var tekin er vörubifreið Flugmálastjórnar var að losa vélina. Mikið af kolmunna fyrir sunn- aii land ÖRFIRISEY RE-4 hefurlóðað á mikið magn af kolmunna á svæði allt frá Reykjanesgrunni að Hornafjarðardjúpi. Að sögn Einars Jónssonar fiskifræð- ings, sem er um borð í Örfíris- ey, er þetta í fyrsta sinn sem menn verða varir við jafn stór- an kolmunna því helmingurinn virðist vera fullvaxinn. Mjög langt er síðan kolmunni hefur veiðst við ísland. Trausti Eiríksson skipstjóri sagði að þeir hefðu orðið varir við kolmunna allt frá Reykja- nesgrunni austur í Homafjarð- ardjúp. „Þetta er mjög mikið magn og þétt á köflum,“ sagði hann. „Við höfum orðið varir við kolmunna áður en ekki verið með veiðarfæri, sem hafa getað tekið þetta, fyrr en núna þegar við höfum verið að reyna við smokkfiskveiðar." Kol- munninn er þorskfískur og er veiddur til bræðslu en vitað er til að Færeyingar hafí nýtt hann í maming. Tíu tonn á klukkustund Einar Jónsson fískifræðing- ur er um borð í Örfirisey, en skipið er á tilraunaveiðum. Sagði hann að reynt hefði ver- ið að forðast kolmunnann. „Við byrjuðum út af Grindavíkur- dýpi og þar toguðum við í svona lóðningu og fengum sem svaraði tíu tonnum á klukku- stund,“ sagði hann. „Síðan emm við búnir að fara með öllum köntum og forðast þess- ar lóðningar og höfum reynt að toga undir þeim því trollið fyllist annars, en þessar lóðn- ingar em samfelldar á kantin- um.“ Einar sagði erfitt að segja til um hversu breiðar þær væm, þar sem einungis hafi verið togað í ytri kantinn út á 400 faðma dýpi en þar hafi þær þrotið. Miðað við hvað þær væra þykkar og iangar þá væri um mikið magn að ræða að hans mati. Viðræður að hefjast í Moskvu VIÐRÆÐUR milli íslenskra, norskra og rússneskra stjóm- valda um þorskveiðar í Bar- entshafí hefjast fímmtudaginn 19. október. 23. október hefy ast viðræður í Moskvu milli íslenskra, færeyskra, norskra og rússneskra stjómvalda um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. í sendinefnd Íslands vegna þorskveiðanna verða Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Arni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, Guðmundur Eiríksson, þjóð- réttarfræðingur utanríkisráðu- neytisins og Albert Jónsson, deildarstjóri í forsætisráðu- neytinu. í sendinefnd íslands vegna síldarstofnsins verða auk framangreindra Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar og Krist- ján Þórarinsson, stofnvistfræð- ingur LÍÚ. Guðmundur Eiríks- son verður formaður sendi- nefndanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.