Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Hrímbakur E A í næst síðasta túmum HRÍMBAKUR EA, ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa hf. er nú í sínum næstsíðasta túr, undir merkjum ÚA. Togarinn er til sölu og ef hann ekki selst fljót- lega, verður honum lagt eftir næsta túr og hefur öllum skipveij- um verið sagt upp störfum. 20 ára og þarfnast endurbóta Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri ÚA, segir að Hrímbakur sé orðinn gamall og því sé komið að því að gera á honum miklar endur- bætur. Hann var smíðaður í Pól- landi fyrir um 20 árum. Þá geta hin skipin veitt þann fisk sem Hrímbakur hefði annars komið með að landi og það sé í raun hagkvæmara. Auk Hrímbaks, er gamli Svalbakur EA einnig til sölu. Erlendir aðilar hafa sýnt áhuga á Hrímbaki og þá hafa bæði innlend- ir og erlendir aðilar sýnt áhuga á Svalbaki en hann hefur ekki veiði- rétt í íslenskri lögsögu. Tæpast þörf á nýju skipi Aðspurður sagði Gunnar, að á þessari stundu væri ekki ákveðið hvort keypt yrði annað skip, ef þessi tvö seldust. „Afkastageta skipa okkar er það mikil að við getum náð þeim kvóta sem við höfum með þeim skipum sem verða áfram í rekstri,“ sagði Gunnar. Fyrirlestur um afleið- ingar heilablóðfalls LORETTA M. Fitzgerald háskóla- kennari við The University of New England Annidale í Ástralíu flytur opinn fyrirlestur á vegum heilbrigð- isdeildar Háskólans á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 18. október og hefst hann kl. 16.00. Fyrirlesturinn nefnist „Vitrænar og tilfinningalegar afleiðingar heilablóðfalls". Hann verður fluttur í húsi skólans við Þingvallastræti, stofu 16. 1 hæð. Loretta M Fitzgerald er á fyrir- lestrarferð um Norðurlönd og hefur nú viðkomu á Akureyri, hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og ritað greinar í-blöð og tímarit. Fyrirlest- urinn er öllum opinn. Salt skolað af SLYSAVARNASKÓLI sjómanna hélt námskeið fyrir sjómenn á Akureyri á dögunum. TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í björgunaræfingu en að henni lokinni brugðu sjómenn á leik og hjálpuðust að við að skola saltið hvor af öðrum. Það er of mikill asi á öllum „ÞAÐ er best að vera allaf rólegur, hafajafnvægi í hug- anum,“ sagði Kristín Hall- grímsdóttir sem fagnaði 103 ára afmæli sínu á heimili son- ardóttur sinnar á Akureyri í gær. Kristín, sem er elst Norðlendinga, taldi jafnvægi hugans og rólegheitin helstu skýringar á langlífi sínu. Kristín fæddist í Úlfsstaða- koti í Blönduhlíð þar sem nú heitir Sunnuhvoll 17. október árið 1892 og ólst þar upp. Hún giftist Pétri Valdimarssyni frá Merkigili í Austurdal, en hann fæddist árið 1896 og lést 1973. Fyrstu árin bjuggu þau í Fremrikotum í Norður- árdal, en fluttust árið 1935 að Neðri-Rauðalæk í Glæsi- bæjarhreppi. Þar bjó Kristín alla tíð síðan eða þar til hún á 102. aldursári, í febrúar á Iiðnu ári, flutti í Skjaldarvík. Hún eignaðist fjögur börn, þijá syni; Steingrím fæddan 1916, Ingólf fæddan 1920, og Guðbjörn sem fæddist árið 1927. Dóttir þeirra hjóna, Helga Ingibjörg, fæddist árið 1933 en lést árið 1949. Langömmubörn hennar eru 23 að tölu og langalangömmu- börn 8. Morgunblaðið/Kristján KRISTÍN Hallgrímsdóttir hélt upp á 103 ára afmæli sitt á heimili sonardóttur sinnar á Akureyri í gær, en Kristín er elst Norðlend- inga. Lífsgæðakapphlaupið Kristín er vel ern og fylgist með því sem gerist í þjóðfé- laginu. Heyrnin er farin að gefa sig eftir röska öld og sjónin einnig. „Það er of mik- ill asi á öllum núna, það er svo mikill flýtir á fólkinu. Mér finnst fólkið hafa verið ró- legra áður fyrr, en það er sjálfsagt þetta lífsgæðakapp- hlaup sem veldur þessum asa,“ sagði Kristín. Ekkert atvinnuleysi hjá málmiðnarmönnum ATVINNUÁSTAND hjá málmiðn- aðarmönnum á Akureyri er mjög gott um þessar mundir og er at- vinnuleysisskrá Félags málmiðn- aðarmanna auð í dag. Hákon Há- konarson, formaður félagsins, segir að atvinnuástandið nú sé betra en undanfarin 6-7 ár og það sé mikið gleðiefni. Hákon segir að störfum í málm- iðnaði á Akureyri hafi verið að fjölga að undanförnu en að vísu mjög hægt. „Menn hafa farið sér hægt í auka við sig eftir þær hremmingar sem þessi starfsgrein hefur orðið fyrir á Eyjafjarðar- svæðinu á undanförnum árum. Hins vegar er margt sem bendir til að þessi mál séu að þróast til betri vegar, án þess þó að það þýði að allar okkar áhyggjur séu að baki.“ Bjartari tímar framundan Hákon segir að menn bindi mikl- ar vonir við þau nýju fyrirtæki sem hafa verið að hasla sér völl á þessu sviði og nefnir í því sambandi fyrir- tækið Frost hf. „Þá eru komnir nýjir eigendur að Slippstöðinni Odda hf. og til- koma flotkvíarinnar mun alveg tví- mælalaust styrkja verkefnaöflun fyrirtækisins. Þannig að við horfum mun bjartari augum til framtíðar- innar nú en áður,“ sagði Hákon. Hjá bifvélavirkjum er ástandið einnig þokkalegt en hins vegar sjá menn ekki verkefni margar vikur fram í tímann hverju sinni. Hákon segir að atvinnuástandið í bílgrein- inni hafí verið gott síðustu 2-3 ár en fyrir þann tíma var nokkuð at- vinnuleysi í þeirri grein. „Það er með bílaverkstæði eins og önnur þjónustufyrirtæki, að um leið og fólk fer að hafa meiri pen- ing í veskinu, kemur það fram þar. Fólk lætur þá gera fyrr og betur við bíla sína og kaupir meira af nýjum bflum, heldur en þegar vesk- in eru tóm eða ávísanaheftin í ein- tómum minus,“ sagði Hákon. Kristín Hallgrímsdóttir 103 ára í gær Morgunblaðið/Benjamí Eyfirskt kvöld haldið á Hótel íslandi Holtsel snyrtileg- asta býlið Eyjafjarðarsveit. MARGIR ferðamenn og gestir sem koma í Eyjafjarðarsveit tala um að þar séu mörg blómleg býli og snyrtimennska meiri en í öðrum sveitum. Til að gæta þess að bændur og aðrir íbúar sveitarinnar sofni ekki á verðinu er starfandi umhverfís- nefnd í hreppnum, hún veitti ný- lega verðlaun fyrir snyrtilegasta býli sveitarinnar og einnig fyrir fegurstu lóð og umhverfi við ein- býlishús. Snyrtilegasta býli sveit- arinnar var valið Holtsel. Þar er tvíbýli og eru ábúendur Guðrún Egilsdóttir og Guðmundur Jón Guðmundsson og Ásta Sveinsdótt- ir og Kristinn Jónsson. Þau fá í verðlaun skjöld sem festur er á bæjarskilti við heimreið. í öðru sæti varð einbýlishúsið Vallartröð 2 á Hrafnagilshverfi en þar búa Friðrik Kristjánsson og Gerður Pálsdóttir. í þriðja sæti varð ein- býíishúsið Rein 1. Espihóll í fjórða sæti og Stóri-Hamar 11 í fímmta sæti. EYFIRSKT kvöld verður haldið á Hótel íslandi næstkomandi föstu- dagskvöld, 20. október, en þar koma fram skemmtikraftar úr Eyjafírði og Akureyri. Kynnir á samkomunni er Þráinn Karlsson leikari, en meðal þess sem boðið er upp á er söngur Karlakórs Akureyrar-Geysis sem syngur létt lög undir stjóm Roars Kvam við undirleik Richards Simm píanóleik- ara. Fjórir af bestu hagyrðingum Eyjafjarðar kasta fram stökum og kveðast á undir handleiðslu Þráins. Leikhúskvartettinn, sem skipaður er þeim Atla Guðlaugssyni, Jóhannesi Gíslasyni, Jónasínu Ambjörnsdóttur og Þuríði Baldursdóttur, syngur við gítarundirleik Birgis Karlssonar. Þá flytja Atli og Þuríður kattadúettinn og Michael Jón Clarke syngur við undirleik Richards Simm. Boðið er upp á þriggja rétta mat- seðil en norðlenskt djasstríó leikur fyrir matargesti. Að skemmtidagskrá lokinni stígur sveiflukóngurinn norðlenski Geir- mundur Valtýsson á svið ásamt hijómsveit sinni. Áður hafa verið haldin m.a. skagf- irsk, þingeysk og húnvesk kvöld á Hótel íslandi. „Þetta er viðleitni til að sækja skemmtikrafta út á lands- byggðina sem mér þykir afar virðing- arvert," sagði Tryggvi Pálsson for- maður Karlakórs Akureyrar-Geysis. „Þama taka sig saman menn úr ýmsum byggðarlögum og bjóða upp á það besta úr þeirra heimabyggð. Þarna gefst gott tækifæri fyrir brott- flutta Akureyringa og Eyfírðinga að skemmta sér saman eina kvöldstund.*1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.