Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 15 Framtíð Ikarus þykir fólgin í einka væðingu VIÐSKIPTI IKARUS er ekki alveg óþekkt fyrirbæri hér á landi, því fyrir um rúmum áratug keyptu Strætisvagnar Reykjavíkur og Kópa- vogs slíka vagna, og olli sú ráðstöfun talsverðu fjaðrafoki. Búdapest. Reuter. IKARUS Jarmugyarto Rt í Ung- verjalandi, einn umsvifamesti strætisvagnaframleiðandi heims á árum áður, votiar að fyrirhuguð einkavæðing fyrirtækisins muni tryggja áframhaldandi framleiðslu strætisvagna í landinu að sögn Adams Angyals stjórnarformanns. Ungverska stjórnin verður að veija Ikarus gegn Ijárfestum, sem munu leggja fyrirtækið niður þegar þeir hafa keypt það og fengið að- gang að mörkuðum þess, sagði Angyal í samtali við Reuter. Hanm sagði að ef menn gerðu sér grein fyrir þessu mundi Ikarus halda velli þegar fyrirtækið hefði verið einkavætt. Verð þess og skuldir væru samningsatriði. Tilboð frá Volvo Angyal neitaði að nefna bjóðend- ur í 63,9% hlutabréfa, sem eru í eigu einkavæðingarstofnunarinnar APV Rt, en Volvo í Svíþjóð mun hafa boðið 100 milljónir dollara í 75% hlutabréfa í Ikarusi í vor. Samningaviðræður munu hafa farið út um þúfur vegna ágreinings eig- enda Ikarusar samkvæmt góðum heimildum. Einkavæðing Ikarusar verður að fara fram með samþykki annars stórs hluthafa, rússnesku fyrir- tækjasamtakanna AO AVTOT- RAKTOREXPORT (ATEX), sem á 30,4% í fyrirtækinu. APV og ATEX samþykktu ný- lega að bjóða hlutabréf sín til sölu í sameiningu, en eiga eftir að koma sér saman um verðgildi þeirra að sögn Angyals. ATEX reynir að endurheimta 50 milljóna dollara, sem fyrirtækið fjárfesti í Ikarusi 1991. Angyal tel- ur það óraunhæft, þar sem hluta- bréfin hafi lækkað verulega í verði á síðustu fimm árum. Aðalmarkaðurinn hrundi Ikarus smíðaði allt að því 13.700 strætisvagna á ári á síðasta áratug, en aðalmarkaður fyrirtækisins í Sovétríkjunum gömlu hrundi um leið og þau. Þangað voru seldir um 8.000 Ikarusvagnar á ári. í fyrra framleiddi Ikarus 1574 vegna og búizt er við að álíka marg- ir verði framleiddir í ár. í októberbyijun fékk Ikarus lán upp á þijá milljarða forinta (22.4 milljónir dollara) frá ríkisbankanum Magyar Hitel Bank Rt, sem á 4,35% í Ikarusi. Ungverska stjórnin ábyrg- ist lánið í þrjú ár. gardeur Ný sending af gardeur buxum kVerið velkomin. Tískuverslun, Seltj. s: 561 1680. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Tuch silkiblússá ■% .... - Morris pils, sítt :: Barnafatnaður Rósóttur jakki 2-5 ára Rósóttpils 2-5 ára Bolir Nýtt kortatímabil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.