Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndin „ A köldum klaka fær góða dóma í Bretlandi Þykir enn betri í annað sinn MYND Friðriks Þórs Friðriks- sonar,„A köldum klaka“ hefur fengið mjög góða dóma í Bret- landi, þar sem hún hefur verið sýnd að undanfömu. Dómur í The Observerer þar engin und- antekning. Vegna mistaka við vinnslu fréttarinnar í gær, er fréttin birt á nýjan leik hér á eftir. . Þar er myndin dæmd ásamt tveimur öðmm, „Forget Paris“ og „Funny Bones. „Eg hrósaði Friðriki ÞórFriðrikssyni í há- stert fyrir „Á köidum klaka“ þegar ég sagði frá Edinborgar- hátiðinni. Myndin er jafnvel enn betri í annað sinn,“ segir í upp- hafi dómsins. Að því búnu rekur gagnrýnandinn söguþráð mynd- arinnar og tekur svo fyrir myndatökuna. „Þegar flugvél hans [aðalsögnhetjunnar] lækk- ar flugið við komuna til lands- ins, breytist myndin úr hinu hefðbundna formi og yfir í breiðtjaldsformið til að ná hin- um ótrúlegu víðmyndum sem hafa heillað eins ólíka gesti og William Morris, Ludwig Witt- genstein og W.H. Auden. Don Burgess, sem hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir „Forr- est Gump“, tekur „Forget Paris“ og Edward Serra, franski kvik- myndaleikstjórinn sem ábyrgur er fyrir flestum mynda Patrice Lecomte, tekur „Funny Bones“. Hvoragur stenst Ara Kristins- syni snúning og þeim mynd- skeiðum sem hann tók upp í „Á köldum klaka". Þessi mynd kemur frá 250.000 manna þjóð, eins og Hirata [að- alsöguhetjan] er upplýstur um við komuna af fyrsta Islendingn- um sem hann hittir, leiðsögu- manninum í flugvallarrútunni. Myndin fléttar mjög vel saman meðvitað þjóðarstolt Islendinga, hversu blátt áfram þeir em og hina sífelldu spurningu sem dyn- ur á hinum stóiska Asiubúa: „How do you like Iceland?". Hann svarar ævinlega: „Afar einkennilegt land.“ Á leið sinni til að veita anda foreldranna frelsi, lendir Hirata í ýmsum uppákomum; fyndnum, sérkennilegum og óttalegum, eftir því sem hann ferðast lengra og lengra í leigubíl, vöru- bíl, fólksbíl, fótgangandi, í jeppa og á hestbaki. Eins og allar al- vöra vegamyndir er „Á köldum klaka“ ferð í tíma og rúmi, ferðalag um innri mann ferða- langsins.“ ísland í raun í Independent birtist heilsíðu- umfjöllun um „Á köldum klaka“ undir fyrirsögninni „Brjáluð mynd, brjálað land“ og fer höf- undur afar jákvæðum orðum um Friðrik og mynd hans, sem hann segir eina fyndnustu mynd árs- ins. Finnst höfundi lýsingar á íslenskum þjóðarréttum svo sem sviðum, súrsuðum hrútspungum og hákarli dæmigerðar fyrir þann sérkennilega húmor sem ráði ríkjum í myndinni og segir svo: „Það sem er þó undarlegast við þessa mynd er að hún lýsir íslandi eins og það er í raun og FRIÐRIK Þór Friðriksson. Morgunblaðið/Kristinn veru. Jafnvel þótt landið eigi fleiri Nóbelsverðlaunahöfunda og alheimsfegurðardrottningar miðað við fólksfjölda en nokkuð annað land í heimi, þá eru þar fleiri sauðkindur en menn. Og stór hluti fólksins sem þar býr, er þunglynt og í sjálfsmorðshug- leiðingum á veturna, lætur sér nægja sjálfsmorðshugleiðingar á vorin og er áfengissjúkur árið úm kring.“ í dómi um myndina sem birt- ist í sama blaði er hún enn á ný borin saman við^Forget Paris“ og sagt að „Á köldum klaka“ sé mun ljóðrænni og draumkenndari en sú banda- ríska. Þykir gagnrýnanda greinilega nokkuð til hins „djúpfrysta lands“ koma. Eftir að hann hefur rakið söguþráð- inn segir: „Þetta er allt dæmi- gert fyrir vegamynd en „Á köldum klaka“ býr yfir nokkr- um laglegum hlutum sem gera hana að betri mynd. Hin svip- brigðalausa framkoma Naga- se’s [aðalleikarans] er einn þeirra. Hún hæfir hinum knappa húmor myndarinnar, frumlegri sviðsmynd og þeirri tilfinningu að þrátt fyrir mis- muninn á yfirborðinu á „heima" og „heiman", (báðar þjóðirnar [Islendingar og Japanir] stunda veiðar og siglingar, menning beggja er gegnsýrð hinu yfir- náttúrulega) sé fleira sem sam- eini þær en sundri.” Fimm hundruð ár á kortínu Morgunblaðið/Kristinn ÁHUG AS AMUR gestur virðir fyrir sér Finnland og fleiri lönd. Landakort hafa tekið líflegum breytingum í gegnum aldimar. Þóroddur Bjamason virti fyrir sér þróun Finnlands á landa- kortinu og leitaði jafnframt íslands. FINNLAND er búið að vera á Evrópukortinu í 500 ár og nú gefst íslendingum kostur á að sjá yfirlit yfír hvernig afstaða landsins á íandakortinu hefur þróast frá því kortagerðamenn fóru að finna því stað. Sýning þessi er í Þjóðarbókhlöð- unni og er sett upp í tengslum við komu forseta landsins, Martti Ahtisaari, til íslands nýlega. Sýn- ingin veitir yfirlit yfir elstu gerðir korta af Finnlandi, frá 15. aldar kortum, þar sem menn eru nokkuð að teikna landið út í bláinn og dularfullar, þjóðsagnakenndar heimildir og hindurvitni ráða ríkj- um, og fram í vísindalega korta- gerð á 17. öld. Sýningin er sett upp í anddyri bókhlöðunnar á myndastanda sem tengjast allir með lömum þannig að áhugasamir geta fetað sig nokkuð örugglega eftir þeim og ef litið er hratt yfir gæti maður hugsað sýninguna sem forneskju- lega teiknimyndasögu um vöxt landsins. Því miður eru kortin bara Ijósmyndir af kortum sem stækk- aðar hafa verið upp fyrir okkur og því er upplýsingagildi þeirra ofar listrænu og sögulegu gildi þeirra sem gömlum litum á göml- um blöðum. Jörðin er pönnukaka Á korti númer eitt, elsta kortinu átti ég erfítt með að finna Finn- land sem mér skilst að hafí átt að vera þar í líki skíðamanns sem jafnframt er fyrsti Finninn sem birtist á mynd. Meira áberandi eru afturámóti ýmsar furðuskepnur sem veltast um heiminn en eru því miður horfnar af yfirborði jarðar í dag enda allar ófrýnilegar. Jörðin er enn pönnukaka og Jerúsalem er í miðju kortsins að ósk hæstráð- anda þessa tíma, kaþólsku kirkj- unnar. Blaðamaður fetar sig hægt frá korti til korts og verður á að leita íslands sem enginn virðist hafa heyrt af enn. A mynd tvö blása ellefu verur af miklum móð á heiminn og eiga þær eftir að koma oftar við sögu en þarna eru líklega á ferðinni veðurskýring- armyndir þessa tíma. Enn er erfitt að finna Finnland en þó er Skandinavía að fæðast og er því afar smá. Á mynd þijú er jörðin sýnd sem spilaborð í sannfærandi fjarvídd og nú vantar bara teningana til að færa til mennina. Grænland er komið á kortið og tengir Finnland og Rússland saman en seinni tíma útskýringar kenna plássleysi á blaðinu um staðsetninguna en í dag myndi sú afsökun varla ganga. Fallega dregnir fjallgarðar í mynd fimm eru sannfærandi en þó eins og litlar perlufestar sem teygja sig í allar áttir. í snoturri mynd sex eru veðurguðirnir enn að blása og nú fer ég að greikka sporið og kem að korti þrettán frá árinu 1539 sem sýnir mér mikið menningarlíf á íslandi sem nú er greinilega orðið eftirsóttur staður því fjöldi skipa öslar nú í áttina til þess innan um risavaxna furðufiska sem í dag eiga sér afkomendur á hafsbotni. Finnland er að smokra sér á sinn stað á kortinu og afstaða þess er að skýrast. Líflegt er um að litast á landinu og fólk er við ýmsa iðju. Litagleði hefur ekki hrjáð korta- gerðamenn fram að korti númer 26 eftir niðurlenska landfræðing- inn Gerard Mercator frá 1595. Kortið, sem hefur að geyma ýmsar nýjungar, er litað ærið tilviljana- kennt en þó í náttfatalitunum. í handlituðu korti Adrians Veen og Jodocus Hondius nr. 27 eru Norð- urlöndin böðuð sól sem aldrei fyrr. Allnákvæmar borgarmyndir Finnland á hjara Evrópu barr- okktímans, 1662, er á korti númer 37. í jöðrum þess er nýjasta tískan í klæðnaði Evrópumanna sýnd auk þess sem allnákvæmar borgar- myndir fylgja með. Gagnrýnin hugsun hefur enn ekki náð til eyj- unnar Fríslands, eins og segir í sýningarskrá, því Frísland þetta er eins og systurland íslands rétt við hlið þess og miðað við teikning- ar af því hefur verið mikil menning þar á þessu tíma en þó er það ráð- gáta. Fallegasta kortið á sýningunni, eða ljósmynd af korti, er kort núm- er 50 að mínu áliti en samkvæmt heimildum var það límt á líndúk og hefur gulnað og sprungið á liðn- um öldum. Þarna er höfundur orð- inn allvísindalegur og allt farið að púslast saman á raunsæjan hátt, sem er miður, því nú til dags breyt- ast kortin ekki eins ört og upplýs- ingin hefur njörvað landfræðileg landamæri niður þó líflegt sé um að litast í manngerðum landamær- um þjóða á þessari öld sem breyt- ast á álíka hraða og heimsmynd manna hér áður fyrr. Sýningin er opin á opnunartíma Þjóðarbókhlöðunnar og stendur til 26. þessa mánaðar. Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum Geistleg gamanmál FIMM sagnamenn úr röðum presta munu láta gamminn geisa í Kaffileikhúsinu í Hlað- varpanum í kvöld, en fyrirhug- að er að efna til starfsgreina- sögukvölda annað veifíð í vetur. Ríða prestamir á vaðið. Séra Gunnar Sigutjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju og einn sagnamanna, segir að dagskráin verði með óformlegu sniði. „Við munum troða upp hvert í kapp við annað og hvert á fætur öðru og munum leggja höfuðáherslu á að vera skemmtileg." Séra Gunnar segir að fáar starfsstéttir séu jafn auðugar af sagnamönnum og prestar en bætir við að stemmningin sé engu að síður að verulegu leyti undir gestunum komin. „Ef gesturinn kemur með því hug- arfari að skemmta sér er alveg eins víst að hann geri það.“ Auk séra Gunnars munu séra Ámi Pálsson, séra Dalla Þórð- ardóttir, séra Irma Sjöfn Ósk- acsdóttir og séra Kristján Valur Ingólfsson koma fram í Kaffi- leikhúsinu í kvöld. Hjálmar Sigurður Sighvatsson Bragason Signrður Bragason á Háskóla- tónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu í dag mið- vikudag syngur Sigurður Bragason barítón við undirleik Hjálmars Sighvatssonar píanóleikara. Tónleikarnir eru hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Á efnisskránni eru sönglög eftir Fryderyk Chopin og Franz Liszt. Sigurður hefur komið fram víða erlendis og hann hefur komið fram í mörgum sjón- varps- og útvarpsþáttum, meðal annars í þýska útvarp- inu, WDR og útvarpsþættinum „Comparing Notes“ í BBC. í júní 1995 söng hann hlut- verk Kalmans, annað aðalhlut- verkið í nýrri óperu Atla Heim- is Sveinssonar, Tunglskinseyj- unni, sem var flutt í Bielefeld, Köln og Bonn í Þýskalandi. Handhöfum stúdentaskír- teina er boðinn ókeypis að- gangur, en aðgangseyrir fyrir aðra er 300 krónur. Gítarleikur á Akrarnesi EINAR Kristján Einarsson gítarleikari heldur tónleika í sal Tónlistarskólans á Akra- nesi í kvöld kl. 20.30. Þar flytur hann meðal ann- ars verk eftir spænsku tón- skáldin Isaac Albeniz og Francisco Tarrega og suður- amerísku tónskáldin Agustin Barrios og Heitor Villa-Lobos. Einar stundaði nám við Tón- skóla Sigursveins og í Manc- hester á Englandi. Hann er hefur komið fram víða, bæði hér á landi og erlendis. Einar lék nýlega einleik með Sin- fóníuhljómsveit íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.