Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995_________ AÐSEIMDAR GREIIMAR Athugasemd varðandi skipu- lagsmál á Hveravöllum BRÚIN yfir Seyðisá. Frá forseta Ferðafélags Islands í TILEFNI af fréttum og um- ræðu í fjölmiðlum, sem verið hefur síðustu daga í kjölfar stuttrar greinar um skipulagsmál á Hvera- völlum, er ég ritaði nýverið í Fréttabréf Ferðafélags íslands, vil ég taka efftirfarandi fram: 1. Heyrst hefur sú staðhæfing, að þjónusta sú, sem Ferðafélagið veitir nú á Hveravöllum, og að- staða félagsins þar, megi teljast ófullnægjandi miðað við kröfur tímans. Því er til að svara, að gæði þjónustu fjarri byggðum eru ætíð afstæð, en forsvarsmenn fé- lagsins hafa almennt ekki orðið varir við óánægju ferðamanna sökum ófullnægjandi aðstöðu á Hveravöllum - fremur þakklæti fyrir þá þjónustu, sem veitt er. Félagið heldur þar uppi, sem víða annars staðar á hálendinu, ferða- mannaþjónustu með einföldu og hefðbundnu sniði, er almennt hef- ur mælst vel fyrir. Ekki er fyrirsjá- anleg mjög brýn þörf fyrir stór- aukið gistirými á þessum stað, en hins vegar er ekki ólíklegt að umferð fólks á litlum bifreiðum (dagsferðir) muni fara vaxandi á næstunni í kjölfar nýrrar brúar á Seyðisá og getur þetta skapað þörf á breyttum áherslum í þjón- ustu miðað við það sem verið hef- ur. Ferðafélagið hefur bæði burði og vilja til að mæta þörfum þess- ara velkomnu gesta á Hveravöll- um, gesta sem einungis munu hafa þar stutta viðdvöl. En lengi má bæta aðstöðuna og þrátt fyrir það, er hér sagði, gera forystu- menn félagsins sér mætavel grein fyrir því, að þörf er á vissum end- urbótum á húsakynnum félagsins á þessum stað og liggja að sjálf- sögðu fyrir hugmyndir um það á vettvangi félagsins, hvernig standa mætti að þeim umbótum. 2. Komið hafa fram ummæli um, að fjármunum þeim, sem ganga til félagsins fyrir selda þjónustu á Hveravöllum, sé lítt varið til uppbyggingar á staðnum sjálfum, heldur fari þeir til ann- arra þarfa félagsins. Sannleikur- inn er sá, að meirihluti innkomins fjár af þjónustunni þarna rennur til reksturs aðstöðunnar, m.a. vegna launagreiðslna til starfs- manna eða gæslumanna sumar sem vetur og vegna viðhalds mannvirkja og innbúnaðar húsa, sem er ótrúlega kostnaðarsamt. Þar að auki tekur félagið þátt í launagreiðslum til gæslumanns á vegum Náttúruverndarráðs á staðnum. Ferðafélagið („félag allra landsmanna", eins og það hefur oft verið nefnt) hefur skyld- um að gegna við ferðamenn víðs- Mikilvægt er að fundin verði heppileg lausn á þeim vanda sem steðjar að Ferðafélagi íslands, segir Páll Signrðsson, vegna skipulagsmála á Hveravöllum. vegar um hálendi og óbyggðir: það þarf að byggja nýja gönguskála, sem skila litlum eða jafnvel engum tekjum, og halda hinum eldri við, og það heldur uppi mikilli ferða- starfsemi. Þessi starfsemi væri vitanlega óhugsandi ef einhveijir liðir í rekstri félagsins skiluðu ekki hagnaði, en áhöld munu reyndar vera um það hvort um teljandi hagnað sé að ræða af aðstöðunni á Hveravöllum, einkum ef sjálfboðavinna félagsmanna þar er metin til fulls verðs. Skyldi þetta m.a. haft í huga, þegar metnar eru ágóðavonir þeirra, sem leggja vilja út í nýjan rekstur á þessu svæði. 3. Því hefur verið haldið fram, að umgengni ferðamanna sé ekki nógu góð á Hveravöllum og þá um leið látið að því liggja (að vísu með óbeinum hætti), að Ferðafé- lagið beri ábyrgð á því. Hið rétta er hins vegar, að á síðustu árum hafa, sem betur fer, farið fram stórfelldar umbætur á hverasvæð- inu og nágrenni þess, bæði til aukins öryggis og hagræðis fyrir ferðamenn. Nægir í því sambandi að benda á vandaða göngupalla um hverasvæðið og göngustíga utan þess, sem komið hefur verið upp með myndarbrag. Verður þetta að teljast til fyrirmyndar á fjölsóttum en viðkvæmum ferða- mannastað. 4. Komið hafa fram ábendingar um, að starfsemi Ferðafélagsins á Hveravöllum skapi ekki atvinnu fyrir fólk úr næstu byggðum og að tekjur renni þannig ekki til „heimamanna“. Þetta er atriði, sem vel er þess virði að tekið sé til gaumgæfilegrar athugunar og umræðna á vettvangi félagsins, sem og allt það annað, er verða má til góðs í samskiptum félagsins við fólk, sem kann að hafa hags- muna að gæta við ýmsar aðstæð- ur. 5. Flogið hefur fyrir, að nýrri skáli félagsins á Hveravöllum hafi verið reistur, um 1980, án nægi- legs samþykkis sveitarstjórnar. Mér er að vísu ekki persónulega kunnugt um það, hvernig staðið var að því máli af hálfu félagsins, en af viðtölum við gegna menn tel ég mig a.m.k. geta fullyrt, að þar ha.fi eigi verið farið að með öðrum hætti en almenn og ágreiningslaus venja var fyrir á þeim tíma, enda var sú framkvæmd látin fullkom- lega átölulaus um mjög langt ára- bil. Hafa heimamenn ætíð notfært sér skálann með glöðu geði, t.d. sem kærkomna bækistöð við sauðfjársmölun á haustum, og þar hafa þeir vissulega verið velkomn- ir gestir. Hefð er því komin á stöðu skálans á þessum stað. 6. Fyrir hönd félagsins stend ég að sjálfsögðu við ummæli mín í nefndu fréttabréfi um að ekki hafi verið haft formlegt samband við stjórn félagsins, er unnið var að undirbúningi og afgreiðslu nú- verandi aðalskipulags Svínavatns- hrepps, sem gerir ráð fyrir því að verulegur hluti aðstöðu félagsins hverfi af svæðinu. Um þetta atriði vísa ég nánar til glöggrar greinar- gerðar Höskulds Jónssonar, fyrr- verandi forseta Ferðafélagsins, sem birtast mun hér í blaðinu, en hún færir fullar sönnur á þessa staðhæfingu mína. 7. Mikilvægt er, að fundin verði heppileg lausn á þeim vanda sem nú steðjar að Ferðafélaginu vegna nefndra skipulagshugmynda, þannig að félagið haldi sínum hlut (og geti helst bætt hann) en jafn- framt sé tekið tillit til eðlilegra og réttmætra ætlana „byggða- manna“ um atvinnustarfsemi þeirra við ferðamannaþjónustu á hálendinu. Höfundur er forseti Ferðafélags tslands. BOÐSKAPUR aug- lýsinganna sem Lána- sýsla ríkisins byijaði að birta 22. september er hæpinn í meira lagi. Þennan dag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu með fyrirsögninni: Akvörðun sem tryggði framtíð afa og ömmu fyrir 30 árum getur nú tryggt framtíð þína næstu 20 ár. í textan- um, sem á eftir fer, eru auglýst þau for- réttindi að geta ávaxt- að sparifé sitt með verðtryggðum spari- skírteinum ríkissjóðs sem nú bjóð- ist til 20 ára. „Þannig tryggir þú fjárhagslega framtíð þína næstu 20 árin,“ segir þar. Sé farið í saumana á boðskapnum kemur fljótt í ljós hve haldlaus hann er. Ef að er gáð má telja hann skyld- ari öfugmælum en alvöru. Auk þess sem deila má á tilganginn með birtingunni, átelja hvað verið er að auglýsa. Vegna þess að beiðni ríkisins um að fá meira að láni þýðir í rauninni að auglýst er eftir ótryggri framtíð afa og ömmu, barna þeirra og barna- barna. Vítahringurinn í meira en áratug hafa ríkis- stjórnir landsins haft það mark- mið ofarlega á blaði að reka ríkissjóð án halla. Hætta að slá lán fyrir hluta út- gjaldanna. Nú virðist það komið efst á blað. Heitstrengingarnar hafa orðið háværari með hvetju ári og al- gengt er orðið að ráð- herrar vari við því að auka skuldir ríkisins og skírskoti jafnframt til þess hve siðiaust sé að halda uppi þjón- ustu nú sem uppvax- andi kynslóð er ætlað að borga síðar. En árangurinn læt- ur á sér standa. Síðasta kjörtíma- bil var hallinn að jafnaði 8-9 millj- arðar á ári og vantaði tvö árin um það bil eina krónu af hveijum tíu sem þjónusta og fjárfestingar rík- isins kostuðu. Hallinn er tvöfalt meiri sé dæmið reiknað til enda og skuldbindingar um greiðslu líf- eyris og ógreiddir vextir tekið með. Því kemur ekki á óvart að annar veruleiki skuli blasa við í skýrslum og úttekt frá fjármála- ráðuneytinu en í auglýsingum frá undirstofnun þess, Lánasýslunni. Þar má finna lýsingu á þessa leið: „Auk þeirra neikvæðu áhrifa sem vaxandi halli á ríkissjóði hefur á vexti, hagvöxt og atvinnuleysi leiðir hann til stóraukinna vax- taútgjalda ríkissjóðs. í því dæmi Áframhaldandi skuldasöfnun þrengir framtíðarkosti þjóðar- innar, að mati Harðar Bergmann, sem hér fjallar um boðskap lánasýslunnar. sem rakið var í fjórða kafla kemur í ljós að vaxtaútgjöld nær tvöfald- ast á tímabilinu 1994-1998 og verða um 20 milljarðar króna árið 1998. í reynd má því rekja allan hallarekstur rikissjóðs til vaxta- greiðslna og þannig að verulegu leyti til hallareksturs og skulda- söfnunar fyrri ára. Með viðvarandi hallarekstri er því verið að skerða lífskjör komandi kynslóða. Sú leið getur ekki talist ábyrg.“ (Skýrsla um áætlun í ríkisfjármálum 1995- 1998, útg. fjármáiaráðuneytið, 14. júní 1994). Ef við þurrkum auglýsingaglýju Lánasýslunnar úr augunum blasir veruleikinn við. Skuldabréfasala ríkisins tryggði ekki framtíð afa og ömmu heldur hafði hún það í för með sér að þau búa við hækk- andi skatta, aukin þjónustugjöld og heilbrigðisþjónustu sem sífellt er verið að takmarka. Frekari skuldabréfasala tryggir hvorki framtíð lántakendanna, þ.e. þjóð- arinnar, né þeirra sem skuldabréf- in kaupa. Eftir fengna reynslu _af árangurslausri glímu við ríkis- sjóðshallann og þegar skuldir sjóð- ins voru orðnar hærri en árstekj- urnar og sú staða var komin upp að þær tvöfölduðust á einu kjör- tímabili mátti ljóst vera að aldrei yrði unnt að greiða skuldirnar með jafnvirði þeirra. Það virðist hrein- lega óhugsandi að þær verði greiddar að fullu. Fyrir því liggja bæði vistfræðileg og efnahagsleg rök. Við sækjum ekki lengur afla á nálæg, auðug fiskimið og tími ódýrrar orku er liðinn. Því er full- komið ábyrgðarleysi að ætla að auðveldara verði að greiða skuldir ríkisins í framtíðinni. Enn eru sleg- in ný lán fyrir vöxtunum þannig að skuldirnar tvöfaldast á sífellt skemmra tímabili. Sé lántökunum haldið áfram af sama ákafa og nú er gert eykur það vandann með hverju árinu sem líður. Það mynd- ast vítahringur: vaxandi skuldir - þyngri vaxtabyrði - minna fé til ráðstöfunar - minni þjónusta rík- isins. Er unnt að snúa við? Ég býst ekki við að ríkisstjórnin fari að taka mark á manni úti í bæ sem hefur áhyggjur af hag og framtíð barna sinna og barna- barna. Ég vænti þess heldur ekki að hún taki mikið mark á áskorun- um Sambands ungra sjálfstæðis- manna og Sambands ungra jafn- aðarmanna um að hlífa unga fólk- inu við þyngri skuldabyrðum og binda jafnvel í stjórnarskrá hömlur á hana. En ég leyfi mér hins veg- ar að vona að umhyggja atvinnu- stjórnmálamanna fyrir eigin hag valdi því að haldið verði af breiða veginum áður en komið er í frek- ari ógöngur. Skuldasöfnun, sem myndar vítahring af því tagi sem við vorum að skoða, bindur nefni- lega hendur stjórnmálamannanna fastar með hveiju ári sem líður, þrengir ráðrúm þeirra til að fram- kvæma stefnu sína, lokar leiðum. Það hlýtur að vera lítið í það var- ið að vera við völd án þess að hafa -sæmileg fjárráð, hafa úr ein- hveiju að spila. Eftir að það er orðið höfuðviðfangsefni stjórnmál- anna að draga saman seglin getur varla talist mjög gaman að stýra skútunni. Fjárvana valdhafi getur ekki talist öfundsverður. Hann á von á sparki frá kjósendum í næstu kosningum! Af þessum sökum, vegna um- hyggju valdhafanna fyrir eigin hag, getum við að Iíkindum vænst þess að hætt verði um síðir að reyna að tæla þá sem eiga peninga til að kaupa ríkisskuldabréf. Fyrsta skrefið ætti að felast í að hætta að bjóða verðtryggð spari- skírteini. íslenska ríkið hefur ekki leyfi til að taka þá áhættu að verð- tryggja skuldabréfin sem það selur og greiða jafnframt háa vexti. Slík verðtrygging þekkist naumast í öðrum ríkjum. Hún stenst ekki vegna breyttra tíma og skjótrar skuldatvöföldunar eins og áður er rakið. Þess er ekki að vænta að hægt verði að greiða slíkar skuld- ir að fullu. Það er ekki réttlætan- legt að krefjast þess að uppvax- andi kynslóð taki á sig verðtrygg- ingu auk vaxta- og skuldabyrð- anna sem við er að glíma. Von- andi verður líka hætt að tala um lánsfjárþörf ríkisins. Sjóðir og stofnanir hafa ekki þarfír.. Fólk hefur þarfír. Unga fólkið þarf húsnæði og sæmileg skilyrði til að ala upp börn sín. Ekki fleiri skuldabagga - auglýsta í litprent- uðum heilsíðuauglýsingum. Höfundur fæst við ritstörf. Hin glæfralega lánasýsla ríkisins Hörður Bergmann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.