Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Náttúra Is- lands og vatns- aflsvirkjanir í VETUR var haldin ráðstefna um virkjanir norðan Vatnajökuls og í kjölfarið var skipst á skoðun- um um umhverfisáhrif fram- kvæmdanna hér á síðum Morgun- blaðsins. Þessar virkjanir eru til- tölulega lítill hluti af framtíðará- formum um virkjanir vatnsafls í landinu og í ljósi dap- urlegrar niðurstöðu Skipulags ríkisins um legu Fljótsdalslínu er þarft að skoða_ málið í heild sinni. Á með- fylgjandi mynd gefur að líta áætlun til næstu 30 ára um veitukerfi og staðsetn- ingu vatnsaflsvirkjana (bláir fletir) sem hald- ið hefur verið fram að íslendingar verði að koma sér upp ætli þeir sér að lifa áfram menningarlífi í land- inu og bóa við ein bestu lífskjör í heimi (sbr. Ársskýrslu Orku- stofnunar 1993. Á myndinni sjást einnig núverandi og fyrirhugaðar virkjunarstöðvar á jarðvarma, rauðir fletir). Umhverfisáhrif vatnsaflsvirkjana Því hefur verið haldið fram að vatnsaflsvirkjanir hafi eingöngu staðbundna umhverfísröskun í för með sér. Forstjóri Orkustofnunar orðar þetta t.d. þannig að einungis um 1.100 km2 eða 1% af flatar- máli íslands fari á kaf undir miðl- unarlón og að eftir standi 99% af „ósnertu“ landi ef ráðist yrði í að virkja hagkvæmustu virkjunar- kosti landsins. Málflutningur af þessu tagi er villandi svo ekki sé meira sagt. Engum blöðum er um það að fletta að tilbúin miðlunarlón hafa mun víðtækari umhverfísáhrif en sem nemur flatarmáli þeirra. Ef ráðist yrði í að virkja hagkvæ- mustu virkjunarkosti landsins, sem sam- svara um 50% af öllu tæknilega nýtanlegu vatnsraforkuafli í landinu, um 30TWst á ári, þá bætast 20-30 miðlunarlón með um 1.100 km2 þekju við heildarþekju allra vatna á landinu, sem er nærri 1.300 km2. Hvert miðlunarlón yrði 10-80 km2 að flatar- máli og þau stærstu yrðu álíka stór og Þingvallavatn, sem í aðri stærð og fyrirhuguð miðlunar- lón og þekja þau um 460 km2. Með miðlunarlónunum mun fjöldi stórra vatna á landinu allt að þrefaldast og þekja stórra vatna aukast um 200-250%, þ.e. úr 460 í tæpa 1.600 km2. í heild munu miðlunarlónin auka vatnaþekju landsins um tæp 100%. Þekjan verður reyndar eitt- hvað lægri vegna þess að sum vötn fara á kaf í miðlunarlónin. Það er hins vegar lítil sárabót, m.a. vegna þess að eðli miðlunarl- Dr. Hilmar J. Malmquist óna er annað en náttúrulegra vatna. Vatnsborðsstaða miðlunarl- óna er jafnan mjög breytileg og langt umfram náttúrulegur sveifl- ur. Þetta hefur oft í för með sér rýrnun á lífríki, sérstaklega á strandgrunni þar sem lífræn fram- leiðsla er hvað mest. Vegna þess að miðlunarlónin eru á víð og dreif um miðhálendið, þar sem þau fylla upp í lægðir og kvos- ir, munu þau sjást víða að. Enn- fremur munu mannvirki á borð við línuvegi, háspennumöstur og raf- línur setja sterkan svip á umhverf- ið. Sjónlínur munu skerast og heildarásýnd landslagsins mun breytast. Lónin munu að auki færa á kaf um 3% af heildarfleti miðhá- lendisins og vegna legu lónanna verða einna gróðurríkustu svæðin fyrir barðinu á framkvæmdunum. Ágætt dæmi um þetta er gróður- vinin við Eyjabakka, norðaustan Vatnajökuls, sem ráðgert er að fari á kaf innan tíðar. Þetta er „Ásýnd íslenskrar nátt- úru mun breytast mikið, segir dr. Hilmar J. Malmquist, ef helming- ur vatnsorku landsins verður virkjaður með núverandi tækni.“ sérstaklega slæmt þegar haft er í huga hve gróður á miðhálendinu er annars stijáll og viðkvæmur. Miðað við vinnslu á 30 TWst raf- orku hefur verið áætlað að 300-500 km2 af grónu landi fari á kaf. Reikna má með að við þetta skreppi gróðurþekja miðhálendis- ins saman um 4-5% og er þá geng- ið út frá að 20% af svæðinu séu þakin gróðri. Lausn á annars konar mengun? Fram hefur komið sá rökstuðn- ingur að nauðsynlegt sé að beisla vatnsaflið vegna þess að orkugjafar á borð við kol, olíu og kjamorku mengi mun meira en raforka úr vatnsaflsvirkjunum. Tjl stuðnings þessu er vitnað í samþykkt Dag- skrár 21 frá Ríóráðstefnunni, þar sem því er beint til þjóða heims að snúa sér að orkuneyslu og orkugjöf- um sem hafa minni mengun í för með sér. Þetta er að sönnu mjög þörf ábending og brýnt mál. Á hinn bóginn er einnig að fínna í sam- þykktum Ríóráðstefnunnar tilmæli um að vemda búsvæði, þ. á m. fjall- lendi, og líffræðilegan fjölbreyti- leika. Hér þarf að huga að atriðum sem geta stangast á þvi markmiðin fara ekki alltaf saman. Hugmyndir um virkjun íslensks vatnsafls byggjast að verujegu leyti á því að raforka verði flutt ÁRIÐ 1977 var landhelgin færð út í 200 mílur við Kanada- strönd austanverða. Á þessum slóðum hafði verið mikil veiði af þorski ámm saman og alltaf mikið af smá-' þorski. Veiðin komst t.d. í eina milljón tonn árið 1970 við fijálsa sókn og smáa möskva. Með tilvitnun í erindi sem Jakob Jakobsson forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar hélt á Fiskiþingi 1989 (Fiski- fréttir 10. nóv. 1989) ákváðu kanadísk stjórnvöld að sóknin yrði miðuð við „kjörsókn" frá útfærslu landhelg- innar 1977, þ.e. 20% veiði af stofn- stærð. Veiðin átti skv. áætluninni að vaxa markvisst árlega og vera komin í eina milljón tonna árlega um 1990. Veiðistofninn átti þá að vera kominn í 5 millj. tonna stærð. Skekkjan í dag Frávikið frá áætluninni í dag virðist í grófum dráttum svona: Áætluð aukin veiði sem aldrei varð 1977-1990 2 millj. tonna. Vöntun á stækkun veiðistofns árið 1990 4 millj. tonna. Áætluð stöðug veiði 1990-1995 (1 millj. tonna árlega) 5 millj. tonna. Glataður upphaflegur veiðistofn frá 1977 1 millj. tonna. Frávik samtals 12 millj. tonna, Frávik frá áætlun- inni er tólf milljónir tonna af þorski að verðmæti 1.440 millj- arðar ísl. króna á nú- verandi verðlagi (ein og hálf billjón) miðað við fullunnar afurðir. Einhvern tíma hefði nú einhver verið settur í skammakrókinn fyrir minni skekkju í reikn- ingi en þetta. Áætlunin mistókst ekki bara - heldur hrundi stofninn niður og í dag er lítið eftir nema aðallega gamall smáfískur. Hvaða skýringar gefa ráðgjafar? Fiskifræðingar svara yfirleitt þegar þeir eru spurðir um hvað skeði: „Of mikil sókn“. Sú skýring stenst varla og kem ég að því síð- ar. Önnur skýring þeirra er: „Sér- fræðingar höfðu ofmetið stofninn". Stofninn var samt metinn sam- kvæmt bestu upplýsingum á hvetj- um tíma. Að koma eftirá og segja: „Við ofmátum stofninn" er hallær- islegt yfirklór. Væri ekki nær að segja: „Við ofmátum reiknimódel- ið“, eða: „Áætlanir okkar stóðust ekki“ (!!??). Sumir ráðgjafar hafa reynt að fela sig í þoku „flókinnar" atburðarásar eins og „léleg skil- Hér á landi, segir Kristinn Pétursson, er mest hlustað á svipaða ráðgjöf og beitt var í Kanada. yrði“ eða „þorskurinn hefur flúið undan kulda“ o.s.frv. Svona tilgátur út í loftið standast varla. Auðvitað hafa sjávarskilyrði áhrif á vöxt fiskistofna. Ef skilyrði versna (fæða minnkar), er þá ekki eðlilegra að auka veiði svo vöxtur hægi ekki á sér? Sumir fræðimenn hafa bent á að orkuþurrð eða umhverfísstreita hafí valdið hruni stofnsins, en eru þessi orð ekki bara feluleikur með að stofninn hafí farist úr hungri af því hætt var að veiða samfara slökum sjávarskilyrðum? Hrun í meðalvigt eftir aldri Ofveiðikenningin stenst tæplega líffræðileg grundvallaratriði. í flest- um kennslubókum í fiskilíffræði sem kenndar eru í líffræðideildum háskóla um allan heim er það talið grundvallaratriði að sé meðalvigt eftir aldri fallandi í fiskistofni (vaxt- arhraði að minnka) þá sé ólíklega um ofveiði að ræða í viðkomandi stofni heldur eigi minnkun stofns sér aðrar skýringar. Ef meðalvigt eftir aldri væri hækkandi samfara minnkandi veiði þá væri ofveiði lík- leg skýring. 7 ára þorskur vigtaði 2,79 kg við Labrador 1979 tveim árum eftir útfærslu landhelgi og telst það léleg vigt á 7 ára gömlum þorski._(5,7 kg við ísland á þeim tíma). í togararallinu við Labrador 1993 (veiðisvæði 2J) var vigt 7 ára þorsks komin niður í 0,84 kg (undir- málsfiskur) og var það elsti og þyngsti þorskurinn sem fannst á því veiðisvæði írallinu. Hrygningar- stofninn var þannig orðinn ein- göngu undirmálsfiskur og stofn- stærð Labradorstofnsins komin nið- uríeitt þúsund tonn skv. mælingum ínefndu togararalli 1993. Allir eldri árgangar virtust dauðir og horfnir af veiðisvæði sem hafði verið friðað í mörg ár skv. tillögum ráðgjafa til að „byggja upp stofninn" (!!). Til samanburðar gaf fijáls veiði á La- brador-svæðinu einu af sér 350 þúsund tonn 1958 og 700 þúsund tonn 1968.(!!) „Smáfiskadráp“ Þegar svona er komið fyrir físki- stofni getur varla veiðst annað en smáfískur í veiðarfærin þegar ekk- ert annað er til en ungur/miðaldra og/eða gamall (7 ára) smáfiskur sem hefur lítið að éta nema sína minni meðbræður. Sjávarútvegs- ráðherra Kanada ferðast svo um heiminn og hrópar „rányrkja", „lófastórir fískar“, „glæpsamlegar veiðar". Hver framdi hvaða glæp(!!??). Er ekki verið að hengja bakara fyrir smið??? Er sjávarút- vegsráðherra Kanada svona hrika- lega rangt upplýstur um þessi mál? Það verður að teljast afskaplega alvarlegt ef svo er. Umrætt veiði- svæði er eina svæðið í Atlantshafinu þar sem veiðiráðgjafar fengu nán- ast öllu að ráða frá 1977 og beittu „kjörsókn" til að ná hámarksaf- rakstri í þessum veiðistofni. Hófleg veiði á smáfíski getur verið nauð- synleg til þess að örva vöxt í fiski- stofni ef fæða er takmörkuð. Það segja flestar bækur í fiskilíffræði og hljómar skynsamlega. Á þessu veiðisvæði var flest í sæmilegu lagi áður en stjómunin hófst, það ættu menn að hafa hugfast. Hvað gerum við nú? Sú spurning verður þannig sífellt áleitnari hvort óbreytt veiði og sóknarmynstur eins og það var á þessum slóðum fyrir 1977 hefði ekki haldið stofninum í svipuðu ástandi. Hmndi þorskstofninn þarna vegna tilraunastarfsemi sér- fræðinga um að „byggja upp stofn- inn“?? Er tölfræðin búin að taka völdin svo gjörsamlega af mönnum að þegar þorskurinn hægir á vexti við friðun - fer að borða sina minni meðbræður (stofninn minnkar) - þá reikni tölfræðin sjálfkrafa „of mikil sókn“? Eru saklausir fiski- menn ranglega ásakaðir fyrir „of mikla sókn“ vegna mistaka fræði- manna við hönnun á reiknilíkani sem gefur falskar upplýsingar að um „of mikla sókn“ sé að ræða þegar fiskistofnar minnka við frið- un vegna þess að fæða vex ekki í sjónum við friðun?? Hlutverk okkar frjálsra borgara og hlutverk fjöl- miðla hlýtur að vera að reyna að fínna svör við þessum spumingum og reyna að komast að hinu sanna í þessu efni. Ofveiði getur ómögu- lega verið rétt skýring á hruni þorskstofnsins þama þar sem nefndum 12 milljónum tonna af þorski var hvergi landað, það er að minnsta kosti nokkuð ömggt. Okk- ur kemur þetta öllum við því hér á landi er mest hlustað á svipaða ráðgjöf og beitt var í Kanada. Höfundur er fiskverkandi. Sannleikurinn um Kanadaþorskinn? Kristinn Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.