Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 31 AÐSENDAR GREINAR til Evrópu, sem er í senn eitt helsta orkuneyslu- og mengunarsvæði heims. Ef gengið er út frá fullnað- arnýtingu alls tæknilega virkjan- legs vatnsafls á íslandi, um 60 TWst á ári, þá svarar það til um 1% af þeirri raforkunotkun í Evr- ópu í dag sem er aflað með kolum, olíu, gasi og kjarnakljúfum. Hér er ekkert tillit tekið til hagkvæmn- is- og umhverfisvemdarsjónarmiða sem takmarka fýsileika á virkjun vatnsorkunnar. Ekki er heldur tek- ið tillit þess að orkuþörf í Evrópu á eftir að vaxa, næstu áratugina um líklega 1-2% á ári. Raunveru- legt framlag íslands til að minnka notkun mengandi orkugjafa í Evr- ópu yrði samkvæmt framan- greindu langt undir 1%, sem skipt- ir nær engu máli í stærra sam- hengi. í dag eiga Evrópubúar um 3.000 TWst á ári af óvirkjaðri hag- kvæmri vatnsorku, sem er um 100 sinnum meiri orka en afla má úr hagkvæmustu virkjunarkostum hér á landi. Þegar haft er í huga hve lítill orkuútflutningur íslend- inga yrði til Evrópu miðað við raf- orkuþörf og að teknu tilliti til þess að raforkuverðið, komið hinn langa veg til neytandans, yrði líklega hið sama og greiða þarf fyrir raforku- framleiðslu úr jarðgasi og kjarn- orku (um 4 kr/kWst), hví skyldu Evrópubúar ekki fullnýta sína eig- in vatnsaflsvirkjunarkosti áður en sóst er eftir orku frá fjarlægum löndum? Spila náttúru- og um- hverfisverndarsjónarmið þar inní? Umhverfisvandamál í Evrópu eru það umfangsmikil að þau verða ekki leyst nema að mjög takmörk- uðu leyti með virkjun vatnsafls. Nærtækari lausnir þurfa að koma til og, eins og Efnahags- og þróun- arstofnun Evrópu (OECD) hefur hvatt til, felast þær einkum í ýms- um spamaðarleiðum og tæknileg- um úrlausnum á betri nýtingu orkugjafanna sem þegar eru nýtt- ir. Jafnframt beinast augu manna að nýjum orkugjöfum, þá helst kjarnasamruna sem ólíkt kjarna- klofnun hefur nær engin mengandi úrgangsefni í för með sér. Mgktmm VANDAÐIR ÞÝSKIR GÖNGUSKÓR VERSLANIR SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 551 1520, FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600 Náttúra, lífskjör og vatnsaflsvirkjanir Rök fyrir því að virkja í framtíð- inni hvíla öðrum þræði á vaxandi orkuþörf í kjölfar fólksfjölgunar, samanber hugmyndir um raforku- sölu til útlanda um sæstreng. Að virkja meira í þeim tilgangi felur í sér að fólksfjölgun og neyslu er haldið við. Afleiðingar mannfjölg- unar og aukinnar neyslu em viða- mestu umhverfisvandamál sem glímt er við í heiminum í dag. Með því að ráðast í virkjunarfram- kvæmdir í framangreindu ljósi þá eimir af hefðbundnum hugsunar- hætti við „lausn“ umhverfísvanda- mála; að auka hagvöxt og neyslu. Af einstökum þéttbýlissvæðum heims era umhverfísvandamál hvað umfangsmest í Evrópu og það má tvímælalaust rekja til fylgik- villa hagvaxtar, sem m.a. er óvar- leg umgengni við náttúruauðlindir. Hér má spyija þeirrar grundvallar- spurningar hvort það sé siðferði- lega eða pólitískt knýjandi mark- mið að íslendingum og mannkyn- inu fjölgi? Eða er hugsanlegt að þjóðir heims geti verið hamingju- samar án frekari fjölksfjölgunar og neyslu? Ef ekki, hveiju fómum við þá fyrir „betra“ menningarlíf og „betri" lífskjör? Ég er þeirrar skoðunar að sú röskun á náttúra íslands, sem virð- ist mega búast við ef helmingur af vatnsorku landsins verður virkj- aður með núverandi aðferðum, sé ekki ásættanleg. Röskunin liggur fýrst og fremst í því að ásýnd lands- ins breytist úr lítt snortnu víðemi þar sem hughrifin byggjast á nátt- úralegri fegurð og þeim öflum sem náttúran býr yfír. Ef ráðist verður í virkjanir í stóram stíl fómum við hluta af náttúra landsins og um leið mikilvægum þætti sem hefur mótað íslenska lífs- og þjóðárvit- und. Jafnframt er víst að möguleik- ar okkar á að reka hér blómlegan ferðamannaiðnað lýma umtalsvert. Ég hef enga trú á því að ferða- menn sæki um lengri eða skemmri veg til að heillast af mannvirkjum á borð við virkjunarstöðvar, miðlun- arlón og háspennumöstur. Það er ljóst að við komum til með að virkja vatnsorku í nánustu framtíð. En í stað þess að ráðast í framkvæmdir í flýti eins og við höfum reynslu af, skulum við fara hægt í sakirnar og íhuga alla fleti málsins vandlega. Samtímis eigum við að virkja hugvitið og reyna að finna nýjar tæknilausnir við virkj- un vatnsaflsins sem hafa minni áhrif á umhverfið en fýlgir núver- andi aðferðum. Höfundur er vatnalíffræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.