Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ I DAG í BRIDS Umsjón Guómundur Páll Arnarson ISLANDSMEISTARINN í einmenningi, Magnús Magnússon, býr um þessar mundir á Súðavík. Þar er mikið spilað, og Magnús var einn heitur eftir Islands- mótið, þegar hann tók upp spil suðurs hér að neðan í heimabrids um síðustu helgi. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ D8764 f 63 ♦ 1072 ♦ Á102 Vestur ♦ KG2 V KG10872 ♦ 54 ♦ K3 Austur ♦ 1093 V ÁD954 ♦ G8 ♦ G94 Suður ♦ Á5 ? - ♦ ÁKD963 ♦ D8765 Félagi Magnúsar í norður var Valgeir Scott, en í AV voru Sigríður Elíasdóttir og Oskar Elíasson: Vestur Norður AusUir Suður - - - s 1 tígull 1 hjarta 1 spaði 4 hjörtu 6 tíglar! Einstaklingsframtak Magn- úsar kemur skýrlega fram í sögnum, en sá eiginleiki hef- ur reynst honum djúgur í einmenningskeppnum. Hann er líka fljótur að átta sig á þeim möguleikum sem í spil- unum búa og gefur vöminni lítinn tíma til að hugsa. Útspiiið var hjarta, sem Magnús trompaði og tók tvisvar tígul. Spilaði svo iauf ás, trompaði hjarta og spilaði loks litlu laufi frá báðum höndum. Vestur lenti inni á laufkóng og varð að gefa slag með því að spila spaða frá kóngnum eða hjarta út í tvöfalda eyðu. Vestur missir af frábærri vöm: Hann gat varist inn- kastinu með því að hoppa upp með laufkóng þegar Magnús spilaði að ásnum í borði. Austur á G9 og fær því slag á litinn. LEIÐRETT Rangt nafn Ranglega var sagt í-frétt af kjöri í framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins á þriðjudag að Sigríður Stefánsdóttir hefði verið kjörin í framkvæmdastjórn. Hið rétta er að það var Sig- ríður Jóhannesdóttir sem var kjörin í framkvæmda- stjóm og hlaut hún næst flest atkvæði. Arnað heilla QráÁRA afmæli. í dag, O U miðvikudaginn 18. október, er áttræð Lára Magnúsdóttir, Hlíf II, ísafirði. Hún tekur á móti gestum laugardaginn 21. október nk. kl. 16-19 í húsi Sjálfstæðisfélags Seltim- inga, Austurströnd 3, Sel- tjarnamesi. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. september sl. í Dómkirkjunni af sr. Karli Sigurbjörnssyni Kristrún Kristjánsdóttir og Gunnar Fjalar Helga- son. Heimili þeirra er á Njálsgötu 5, Reykjavík. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júní sl. í Há- teigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Kolbrún Guðlaugsdótt- ir og Mark Eldred. Heimili þeirra er í Mel- gerði 28. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Brimrún Höskuldsdótt- ir og Ragnar Arnars- son. Heimili þeirra er á Rekagranda 8, Reykja- vík. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. september sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Mar- grét Hallgrímsdóttir og Otto Leifsson. Heimili þeirra er í Kambaseli 67, Reykjavík. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 26. ágúst sl. í Háteigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Laufey Arna Johansen og Gunnar Þór Schev- ing Elfarsson. Heimili þeirra er á Tryggvagötu 6, Reykjavík. Pennavinir 13 ÁRA sænsk stúlka óskar eftir pennavinum á aldrin- um 12-14 ára. Áhugamál: dans, knattspyrna, körfu- bolti og tónlist. Agneta Wallin, Skolan Vistorp, 52195 Kattilstorp, Sweden. 13 ÁRA norsk stúlka óskar eftir pennavinum á aldrin- um 13-16 ára: Astrid Helene Jorgensen, Kongieveien 4, 3117 Tansberg, Norway. 15 ÁRA stúlka í Svíþjóð, sem var ættleidd frá Suður- Kóreu. Hefur áhuga á tón- list, kvikmyndum, ferðalög- um og íþróttum: Lina Markstram, Ratu 210, 918 93 Bygdea, Sweden. 16 ÁRA þýsk stúlka, sem hefur mikinn áhuga á ís- landi, íslenskum hestum, lestri og mörgu öðru: Esther Graumann, 3um Briinnchen 8, 6583 Elversberg, Germany. 24 ÁRA sænsk kona vill skrifast á við íslenskar kon- ur á svipuðum aldri. Áhuga- mál: dýr, tónlist og fi.: Camilla Martinson, Lillared pl. 4231D, 43030 Frilles&s, Sweden. 15 ÁRA stúlka frá Svíþjóð óskar eftir pennavinum á aldrinum 14-17 ára. Hefur áhuga á íþróttum, tónlist, dýrum og ýmsu öðru: Anneli Bengtsson, Kungsveka, S-310 70 Torup, Sweden. Ljósm. Stcinn og Þórunn BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 12. ágúst sl. í Ytri-Njarðvíkurkirkju af sr. Jónu Kristínu Þor- valdsdóttur Árdís Hulda Eiríksdóttir og Sigurð- ur Guðmundsson. Heim- ili þeirra er á Ásabraut 14, Sandgerði. STJÖRNUSPA eftir Franees Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert mikill náttúruunn- andi og lætur þér annt um öll dýr. Hrútur (21.mars - 19. april) Það er margt sem freistar í skemmtanalífinu, en þú þarft að taka til hendi heima og sinna fjölskyldunni í kvöld. Naut (20. apríl - 20. mai) Þú ert eitthvað eirðarlaus í dag og á sífeildum þeytingi. Reyndu að slaka á og ein- beita þér að verkefnum sem bíða lausnar. Tvíburar (21. mai - 20. júní) Þú ert með hugann við annað og þér verður lítt ágengt í vinnunni árdegis. En ef þú tekur þig á, kemur þú miklu í verk. Krabbi (21. júní — 22. júlí) M$8 Þú leggur lokahönd á gam- alt verkefni árdegis, en síð- degis átt þú viðræður við ráðamenn, sem geta leitt til aukins frama. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú getur náð hagstæðum samningum í dag. Vinnufé- lagi þarf að ræða áríðandi mál við þig, og þú ættir að hlusta vel. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú ættir ekki að vanmeta verkefni, sem þér er falið að leysa í vinnunni í dag. Það er flóknara en virðist við fyrstu sýn. Vog (23. sept. - 22. október) Þig langar að koma ástvini á óvart með góðri gjöf, en hún þarf ekki að kosta mik- ið, því það er umhyggjan sem skiptir mestu. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Þótt þú sért með hugann við vinnuna, mátt þú ekki gleyma að halda leyndu því sem þér var sagt í trúnaði. Slakaðu á heima í kvöld. Bogmaöur (22. nóv.-21.desember) Þetta er hagstæður dagur fyrir þá sem standa í fast- eignaviðskiptum. í kvöld berast þér góðar fréttir frá fjarstöddum ættingja. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er um að gera að velja réttu leiðina að settu marki í vinnunni. Einhver trúir þér fyrir mjög spennandi leynd- armáli. Vatnsberi (20.janúar-18.febrúar) Einhver nákominn reynir að fara á bak við þig1 með því að segja ekki rétt frá. Þér bjóðast mjög góð kaup í dag. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Ef þú ferð yfir bókhaldið finnur þú góða leið til að draga úr útgjöldunum. Sam- eiginlegt átak ástvina skilar góðum árangri. Stjörnuspá á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traust- um grunni vísindalegra stað reynda. MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 43 Ef hominn ITmi fqrir reiHi T lilny lífi? Heilunarorhu fqrir þig og þína sem hægi er að læra á helgarnámsHeiði. Reíhinámsheiö og einharímarTheilun ReuhiavTh 1. oo 2. stig 21. oo 22. ohf. 3. stig 23. ohf. Rhureuri 1. og 2. sfig 28. og 28. ohf.. 3. sfig 30. ohf. Siolufirði l.og2.sfigl8.ogl9.nóv.3.sfig 20. növ. ísafirði_____________ 1. og 2. sfig 25. og 28. növ. 3. slig 27. nóv. Þriöis stigið er fqrir þau sem íiafa reiki 2 frá mér eða öflrum. Einhafímarí heilun effir pönhm. 8ergur Björnsson. Beihimeisrari. Upplíjsingar [eða pantað uppiqsinga bæhling] T sTma SG2 3677 Rvh. 46S 3293 Rhureqri. idtak og msla í HUSGA SUÐURLANDSBRAUT 22 • SIMI 3 60 I I ~"5rCí»* \ « » 11 '1 l gcÆ 1 * ÖEavIf wl Kemppi rafsuðuvélar mæta kröfum meistaranna! Bnfe Nethyl 2 Ártúnsholti S: 587 9100 mmm a Verð með afslætti 149.950.- stg. m/vsk. Bjóðum takmarkað magn af Kempomat 320 MIG/MAG suðuvélum 320 amp með sérstökum afslætti. Vélin er mjög afkastamikil og einföld í notkun. Grænt númer: 800-6891 *Grunngengi FIM nr.246

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.