Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG i>W PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 1995 BLAÐ EFIVII Viðlal 3 Karel Karelsson Afiabrögð 4 Aflayfirlit og stað- setning fiskiskip- anna Fiskveiðar 5 Afli og aflaverð- mæti togaranna Markaðsmál Ástand f lestra stof na af kald- sjávarrækju talið gott I HARÐFISKHJALLINUM * JÓHANN Bjarnason, fisk- verkandi á Suðureyri, hengdi lúð u og ýsu á hjail að loknu sumri, þegar kðlna fór. Vel < óksi til enda góð skilyrði l MorgunblaoWRóbert Scbmidt. haust til harðfiskframleiðslu á Vestfjörðum. Jói er þekktur fyrir afbragðs harðfisk og sel- ur hann framleiðsluna grimmt víða um landið. Kvótakerfið líklega afnumið í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðið. Óhætt að veiða meiri þorsk en nú er leyft LANDSSTJORNIN í Færeyjum hefur til athugunar að finna aðrar leiðir til verndar fiskstofnunum en felast í nú- verandi kvótakerfi. Er ástæðan meðal annars sú, að samkvæmt nýjustu rann- sóknum er óhætt að veiða miklu meiri þorsk við eyjarnar en nú er leyft. Eins og áður hefur komið fram hafa öll hagsmunasamtök í færeyskum sjávarútvegi sameinast um eina kröfu á hendur landsstjórninni: Núverandi kvótakerfi og ákvæði um heildarkvóta skulu afnumin fyrir 30. október í síðasta lagi. Verði það ekki gert verður allur flotinn bundinn í höfn. Landsstjórnin hefur lítið tjáð sig um þó, að tíminn fram til 30. október sé þessa kröfu og meðal annars vegna þess, að hún á erfitt með að ganga í berhögg við dönsku stjórnina. Það var nefnilega danska stjórnin, sem átti mestan þátt í að koma kvótakerfinu á. Borid undir Dani Ivan Johannesen sjávarútvegsráð- herra hefur nú tilkunnt, að landsstjórn- in hafi áhuga á að reyna annað fyrir- komulag en kvótakerfið. Hann. segir of skammur en fyrir þann tíma ætlar landsstjórnin samt að vera búin að kynna sjávarútyegssamtökunum hug- myndir sínar. Á það hafa þau fallist. Fulltrúar landsstjórnarinnar og stjórn- arinnar í Kaupmannahöfn munu eiga fund með sér 3. nóvember nk. og búist er við, að þá muni þessi mál verða rædd. Það, sem hefur hjálpað landsstjórn- inni við að skipta um skoðun á kvóta- kerfinu, er, að sannað þykir, að veiða megi miklu meiri þorsk við Færeyjar en nú er leyft. Kvótinn á nýbyrjuðu fiskveiðaári, 1. sept. 1995 til 81. ágúst 1996, er 10.000 tonn og var þá farið að tillögum fiskifræðinga en fulltrúar sjávarútvegsins vildu, að hann yrði 19.500 tonn. Kanadískt álit Landsstjórnin ákvað samt einnig að fá álit hlutlauss manns á stöðu þorsks- ins og var fenginn til þess kanadískur fiskifræðingur. Hann hefur skilað áliti sínu og segir engan vafa leika á því, að veiða megi miklu meira en 10.000 tonnin. Johannesen vill ekkert um það segja enn hver kvótinn verður og líklega verður það ekki upplýst fyrr en á fund- inum í Kaupmannahöfn í nóvember- byrjun. Fréttir IS eykur síldarfrystingu • SAMNINGAR um sölu á freðsíld hafa aldrei gengið betur en núna hjá íslensk- um sjávarafurðum, að sögn Víkings Gunnarssonar. Hann segir að fyrirtækið stefni að framleiðslu á 12-14 þúsund tonnum, en í fyrra framleiddi það um 6000 tonn. „Það hefur gengið mjög vel að selja síldina á þessu ári. Við höf- um fengið mikið af fyrir- spurnum allsstaðar frá, þannig að við erum mjög bjartsýnir á framhaldið," segir Víkingur./2 Með 7.000 tonn í Barentshafi • ÞÝZKA útgerðin DFFU í Cuxhaven, sem Samherji hyggst fjárf esta í, hefur meðal annars 7.000 tonna þorskkvóta í Barentshafi og 15.000 tonn af makríl og síld í Norðursjó. DFFU er eitt af síðustu útgerðar- fyrirtækjunum, sem eitt- hvað kveður að í Þýzka- landi. Hin eru Mechlenbur- ger Hochseefischerei og útgerð togaranna Bremen og Evrópu, en ÚA er stór hluthafi í því fyrrnefnda./2 Ráðstefna um mengun • UM 80% af mengun sjáv- ar eru afleiðing af athöfn- um manna álandi. Þar af er mesta mengunarógn fs- lendinga þrávirk lífræn efni sem berast hingað er- lendis frá. Stefnt er að því að koma saman fram- kvæmdaáætlun til að draga úr mengun sjávar frá land- stöðvum á ráðstefnu í Was- hington 23. nóvember./3 Miklu pakkað af karfaflökum • PÖKKUNGrandahf.á lausfrystum karfaflökum í plastpoka fyrir þýzka stór- markaði hefur tvöfaldazt frá því hún hófst árið 1993. í lok síðustu viku var pakk- að í milljónasta pokann í ár og fara flökin mest í verzlanir Aldi-keðjunnar, en ennig aðrar búðir. Þá hefur útflutningur á fersk- um karfaflökum til Þýzka- lands aukizt töluvert, en þau eru send utan með flugi./8 Markaðir Lítið af blokk vestan hafs • LITL AR breytingar haf a orðið á birgðastöðu þorsk- blokkar í Bandaríkjunum undanfarin misseri. Þær hafa verið á bilinu 1.500 til 2.500 tonn all síðasta ár og fram á mitt þetta ár. Fram- boð á þorskblokkinni hefur ekki verið mikið, en verðlag á henni hefur þó verið stöð- ugt og jafnvel þokazt nokk- uð upp á við. Sé hins vegar litið á birgðastöðuna í júlílok ár hvert, hafa birðir aldrei verið minni en nú, er þær eru um 2.000 tonn. Mestar urðu þær á þessum tíma nærri 16.000 tonn árið 1988. Birgðir af þorskblokk í Bandaríkjunum þús.tonn júlí 1987-95 rnnra '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 Meiri birgðir af þorskflökum þús. tonn Birgðir af þorskflökum í Bandaríkjunum júlí 1987-95 • MUN meiri birgðir eru vestan hafs af þorskflökum, eða um 10.000 tonn i lok júlí. Mesta sölutímabilið er á útmánuðum og þá urðu birgðir lægstar um 7.000 tonn. Birgðir í lokjúlí eru með minnsta móti miðað undanfarin ár, en mestar urðu þær á þessum árstíma 1989, um 19.000 tonn. Verð á þorskflökum er mismun- andi eftir pakkningum en hefur verið stöðugt í kring- um 3 dollara pundið./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.