Morgunblaðið - 18.10.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.10.1995, Qupperneq 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ 55 milljónir í rannsóknir á búrfiski Þórshöfn. Færeyjum. • Hafrannsóknastofnun Færeyja, Föroya Fiskasöla og Föroya Banki hafa á þremur árum veitt um 55 milljónum króna til veiða og rannsókna á búrfiski. í ár hafa tæpar 9 milljónir farið í veiðitilraunir. Það er tog- arinn Boðasteinur, sem stundar þessar veiðitilraun- ir og hefur Hafrannsókna- stofnun Færeyja ekki viljað gefa nákvæmar upplýsingar um veiðisvæði, afla á tog- tíma og fleiri mikilvæga þætti. Fyrir liggur þó að Boðasteinur fór tvo túra í þágu rannsóknanna. í fyrri túrnum fengu þeir 91 tonn, sem voru seld í Skotlandi og 102 í þeim síðari og var þá selt á Þvereyri á Suður- ey. I Skotlandi fengust um 150 krónur fyrir kílóið og um 140 í Færeyjum. Ekki er heldur gefið upp hvað togarinn stundar veiðarnar, en eftir því, sem næst verður komizt heldur hann sig á slóð sem er milli landhelgis- línu íslands og Færeyja og norður af landhelgi Azor- eyja. Boðasteinur er enn að veiðum, nú á eigin vegum, og hefur í yfirstandandi túr fengið um 40 tonn, en bræla hefur hamlað veiðunum. Nýjar vamir á Djúpavogi • FRAMKVÆMDUM við nýjan sjóvarnargarð á Djúpavogi lauk í lok septem- ber. Byijað var af fullum krafti á byggingu sjóvarnar- garðsins í byijun maí að sögn Sigurðar Einarssonar hjá Vita- og hafnamála- stofnun. Opnað var fyrir tilboð í september 1994 og varð Suðurverk á Hvolsvelli fyrir valinu, en tilboð þeirra hljóðaði upp á 35,7 milljónir. „Það stóðst nokkum veg- inn,“ segir Sigurður. „Loka- uppgjör er eftir, en ekkert bendir til að það fari úr böndum." Hann segir að á meðan framkvæmdunum hafi stað- ið hafi alltaf 8-11 manns unnið við garðinn. Þetta sé fallegt mannvirki, reist til þess að fá skjól inni á höfn- inni. Þegar hafi reynt á það í austanátt og menn hafi verið ánægðir með niður- stöðurnar. ÍS stefnir að tvöföldun í framleiðslu frystrar síldar Samningamir hafa aldrei gengið betur SAMNINGAR um sölu á freðsíld hafa^ aldrei gengið betur en núna hjá íslenskum sjávarafurðum, að sögn Víkings Gunnarssonar. Hann segir að fyrirtækið stefni að framleiðslu á 12-14 þúsund tonnum, en í fyrra framleiddi það um 6000 tonn. „Það hefur gengið mjög vel að selja síldina á þessu ári. Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum allsstaðar frá, þannig að við erum mjög bjartsýnir á framhaldið," segir Víkingur. Hann segir að verð sé svipað og í fyrra. Hann segir að hjá ÍS sé þegar búið að frysta 2500 tonn, sem sé meira en nokkru sinni áður. „Við fáum mikið af fyrirspumum frá kaupendum um framleiðslu, þann- ig að mikið er leitað til okkar með sölu. í fyrra voru framleidd 6000 tonn og við ætlum okkur að fram- leiða 12-14000 tonn á þessu ári,“ segir Víkingur. „Þetta má helst þakka sterkari stöðu okkar í síldarframleiðslunni. Framleiðendur innan ÍS hafa sér- hæft sig í síldarvinnslu og þar af leiðandi eru gæðin meiri. Það er ekki verið að taka síldina inn til bræðslu og þá vinna úr því sem hægt er, heldur er sfldinni landað til vinnslu.“ Víkingur segir að það valdi þó áhyggjum að síldin fari mikið í bræðslu: „Mjölverð er mjög hátt um þessar mundir og bræðslan getur því greitt hátt verð. Þess vegna er erfitt fyrir framleiðendur að fá síld til löndunar í vinnslu. Hættan er sú að menn leggi meira kapp á að ná fleiri tonnum, heldur en að vanda meira til veiðanna og landa í síldarvinnslu.“ 70% af aflanumfari í vinnslu „Framleiðslan gengur vel hjá Framleiðsla á freðsíld 9000 6000 3000 '90 '91 '92 '93 '94 '95 okkur," segir Ágúst V. Sigurðs- son, framleiðslustjóri Borgeyjar hf. „Við erum búnir að salta í um 12 þúsund tunnur og frysta um 1400 tonn. Það eru sjálfsagt um 5 þúsund tonn komin á land.“ Vinnsla ígulkera hafin á ný ÍGULKERAVINNSLA er hafin á ný hjá ígulkerinu hf. á Gler- áreyrum en hún hefur legið niðri frá síðasta vori. Hráefnið nú í haust hefur verið keypt frá Stykkishólmi en ígulkeraveiði i Eyjafirði er rétt að hefjast á einum báti með plóg. „Við erum að vinna um eitt til eitt og hálft tonn á dag og hér starfa um 20 manns. Hrá- efnisöflunin hefur gengið nokkuð erfiðlega en hins vegar hefur gengið þokkalega að fá fólk til starfa. Þar sem þetta er ekki heils árs vinna er erfið- ara að halda vönu fólki í vinnu og hér eru flestir nýliðar í dag,“ segir Gunnar Blöndal, hjá Igulkerinu hf. Fyrirtækið hefur selt afurðir sínar til Japans og fyrir skömmu var gerður nýr fjög- urra ára sölusamningur við þennan sama aðila í Japan og er Gunnar þokkalega ánægður með hann. Mor^unblaðið/Kristján UM 20 manns vinna við vinnslu ígulkera hjá Igulkerinu á Akureyri en stefnt er að því að fjölga fólki enn frekar þegar vinnslan kemst á fullt. Á myndinni er Jón Karl Arnarsson, að vinna við hrognatöku. „Ef hráefnisöflun og vinnsl- an gengur vel, reikna ég með að fjölga starfsfólki eitthvað og að hér starfi um 30 manns þegar vinnslan kemst á fullt. Auk þess vonast ég eftir einum fjórum til fimm bátum í við- skipti,“ segir Gunnar. Margir aðilar hafa reynt fyr- ir sér í vinnslu ígulkera og til skamms tíma voru t.d. tvær slíkar vinnslur starfræktar á Akureyri. Þeim hefur aftur fækkað og segir Gunnar að í dag séu einungis 3-4 vinnslur starfræktar hér á landi. Hann segir að samkeppnin við bræðsluna sé hörð: „Kvótaverðið er orðið svo hátt að þetta er erfið- ur leikur. Ef stjórnvöld taka sig ekki á, fara að dæmi Norðmanna, og setja þau lög að 70% af aflanum fari í vinnslu stefnir í óefni hér á landi. Mér finnst undarlegt að ríkisstjórnarflokkur sem lofar 12 þúsund nýjum störfum skuli ekki grípa gæsina þegar hún gefst og auka atvinnu." Ágúst heldur því fram að arð- semi fyrir þjóðina sé mun meiri af síldarvinnslu en bræðslu: „Við ráðum 50-60 manns af öðrum stöðum en Homafirði. Ef verð á síldarkvóta væri lægra gætu aðrir staðir farið eins að og verið með fullt af fólki í vinnu. Eina leiðin til að lækka síldarkvóta er að skylda að hluti af aflanum fari í vinnslu. Það á ekki að láta nokkra sægreifa græða á háu kvótaverði, heldur á þjóðin að njóta þess auðs sem síldin skapar.“ Námskeið ísálfræði NÝLEGA hófust námskeið í vinnu- sálfræði og samskiptum fyrir áhafnir á frystitogurum Granda hf. Brugðið var upp á það nýmæli að bjóða mökum sjómanna einnig upp á slík námskeið. Fyrsta námskeiði þeirrar tegundar er nýlokið við fulla aðsókn, en það var haldið af Sál- fræðimiðstöðinni í Reykjavík. Þegar er fullbókað á næsta námskeið sem haldið verður í nóvember. „Við vorum með ýmiskonar nám- skeið fyrir 2 árum fyrir sjómenn á öllum okkar togurum, m.a. í líkams- beitingu, meðferð á hráefni, örygg- ismálum og svo var haldið nám- skeið á vegum Sálfræðimiðstöðvar- innar,“ segir Torfi Þ. Þorsteinsson hjá Granda. „Á námskeiðum Sálfræðimið- stöðvarinnar er fjallað um samstarf og samvinnu á vinnustað og ýmis önnur mál sem varða samskipti og fjölskylduna. „Við erum nú að fara af stað með þessi námskeið á nýjan leik fyrir áhafnir á frystitogurum Granda og í tengslum við það ákváðum við að bjóða eiginkonum þeirra upp á hliðstæð námskeið," segir Torfi. Makarnlr fræddir líka DFFU er með 7.000 tonna þorskvóta í Barentshafinu ÞÝZKA útgerðin DFFU í Cux- vvipct A haven, sem Samhetji hyggst f f t fjárfesta í, hefur meðal annars markað í Þýzkalandi 7-000 tonna Þorskkvota í Bar- J entshafi og 15.000 tonn af makríl og síld í Norðursjó. DFFU er eitt af síðustu útgerðarfyrirtækjun- um, sem eitthvað kveður að í Þýzkalandi. Hin eru Mechlenburger Hochsee- fischerei og útgerð togaranna Bremen og Evrópu, en ÚA er stór hluthafi í því fyrmefnda. Afurðirnar DFFU er meðal annars í eigu Cuxhavenhafnar og stórra físk- framleiðenda og seljenda, Frozen Fish International, sem byggt er á gamla Nordsee veldinu og Nord- stem Lebensmittel. Það gerir út frytsitogarana Meinz, Wiesbaaden og Kiel og ísfísktogarann Cux- haven. Verksmiðjutogararnir eru systurskip Hanover, sem áður var í eigu DFFU, en Seaflower White- fish í Namibíu, hefur nú keypt hann. íslenzkar sjávarafurðir eru stór hluthafi í namibíska fyrirtæk- inu og er Hanover nú til breytinga og viðhalds hjá Slippstöðinni á Akureyri. Frystiskipin eru um 20 ára gömul og búin tækjum til flaka- vinnslu á bolfiski, síld og makríl og er frystigeta talin um 40 tonn á sólarhring. Þessi skip eru á milli 3.000 og 4.000 tonn að stærð, um 100 metra löng og með 4.800 hest- afla aðalvélar. Þau hafa mest unnið flök af bolfiski í blokkir og svipaða sögu er að segja af síld og makríl. Afurð- ir frystiskipanna hafa nánast ein- göngu verið seldar á markaði í Þýzkalandi, mest til frekari vinnslu, meðal annars hjá eigendum skip- anna. ísfísktogarinn Cuxhaven var smíðaður 1989 og er hann með 4.600 hestafla aðalvél. Hagur DFFU hefur farið versn- andi hin síðari ár og hefur verið mikið um uppsagnir starfsfólks hjá fyrirtækinu. Viðræður milli DFFU og Samherja standa enn yfir og vilja Samherjamenn lítið tjá sig um gang mála. Verði af samningum er þó ljóst að fulltrúar Samheija verða valdamiklir í stjómun félags- ins. Þá virðist einnig fyrirsjáanlegt að gera þarf nokkrar endurþætur á togdekki og vinnsludekki skip- anna. Hann segir að mikil ánægja hafi verið með þessi námskeið á sínum tíma og því hafi verið ákveðið að halda þau aftur. „Ástæðan fyrir því að eiginkonum er boðið með er sú að við vitum að mikið álag er á þeim. Eiginmenn þeirra em oft mánuð eða lengur í hvemi veiði- ferð,“ segir Torfi. Hann segir að í framhaldi af því verði haldin nám- skeið fyrir áhafnir ísfiskskipa fyrir- tækisins og maka þeirra. Námskeiðinu sem nú fer fram er ætlað að fræða maka sjómanna á frystitogurum, sem að jafnaði eru fjarri fjölskyldum sínum svo vikum skiptir, um það hvernig persónuleg- ur stíll og ólíkur starfsvettvangur kvenna og karla hafi áhrif á sam- skipti þeirra innbyrðis og hvernig staða barna sé í Qölskyldunni. Ennfremur er fjallað um sjálf- styrkingu og leiðir til að auka ánægjuleg samskipti. Þátttakendur fá leiðsögn í framkomu og mismun- andi samskiptastfl, fjallað er um náin tengsl hjóna og þarfir þeirra á fullorðinsárum, viðbrögð við álagi, togstreitu o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.