Morgunblaðið - 18.10.1995, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 18.10.1995, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR18. OKTÓBER 1995 C 3 VIÐTAL Sjómennska besti skólinn sem völ er á fyrir ungt fólk Karel Karelsson gerir út skólaskipið Haftind KAREL Karelsson hefur undanfarin ár starfað mjög mikið og nánast einvörðungu með ungu fólki sem er að reyna sjó- mennsku í fyrsta sinn. Þetta er þannig til komið að 1975 og 76 stund- aði hann handfæraveiðar með unglinga frá Unglingaheimili ríkisins. 1979 stundaði hann rækjuveiðar með ungt fólk frá sömu stofnun sem þá var ráðið upp á hálfan hlut. „Reynslan af þessari útgerð sýndi mér svart á hvítu hversu góð áhrif sjómennska getur haft á jafnvel mjög erfiða einstaklinga. Þessi reynsla sat í mér alla tíð síðan en það er ekki fyrr en í desember 1993 þegar ég tók á leigu Mýrafell ÍS 123 að ég fór að vinna að þessu áhugamáli mínu á nýjan leik,“ segir Karel í samtali við Verið. Á HANDFÆRUM með unglinga á Guðrúnu Björg II. „Fyrir mér er þetta mjög gefandi starf þótt það sé afar krefjandi," segir Karel Karelsson. „Ég vildi reyna að gefa ungu fólki sem lent hafði í erfiðleikum kost á því að reyna sig til sjós um leið og það reyndi að snúa inn á rétta braut í lífinu. Ég hafði Mýrar- fellið á leigu fram í mars og höfðu þá nokkrir ungir menn sem lent höfðu í áfengi og vímuefnum verið ráðnir á skipið. I maí sama ár tók ég' á leigu annað skip, Guðrúnu Björgu II frá Húsavík og gerði hana út á línu og handfæri til 17. nóvember en þá var skipið tekið til úreldingar, þrátt fyrir að leigu- samningurinn væri til næsta sum- ars. Á skipið voru ráðnir nokkrir unglingar frá félagsmálastofnun- um í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi og hafði það fyrirkomu- lag gengið nokkuð vel. Bátlaus, félaus og atvinnulaus Þá var ég orðinn bátlaus, fé- laus, atvinnulaus og sjálfsagt vit- laus og hófst nú þrautaganga mín milli stofnana og fyrirtækja til að reyna að koma starfseminni í gang aftur. Draumur minn var að kom- ast yfir skipið aftur og fá það skráð sem skólaskip sem hefði verið ódýrasti kosturinn. Allan þennan vetur vann ég að þessu máli og endirinn varð sá að ég fékk skipið að nýju með hjálp Byggðastofnunar og nokkurra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Hafnarfjarðar- bæjar og Reykjanesbæjar. 25 ungmenni um borð í sumar Þessi afgreiðsla kallaði á lána- fyrirgreiðslu og ábyrgðir en síðast og ekki síst var gerður samningur milli þessara sveitarfélaga og mín um pláss fyrir atvinnulaus ung- menni á skipinu. Til að koma rekstrinum af stað fékkst einnig styrkur frá félagsmálaráðuneytinu og sjávarútvegsráðuneytinu. Skip: ið heitir nú Haftindur HF 123. í sumar hafa 25 ungmenni verið ráðin á skipið um lengri eða skemmri tíma. Þau hafa 55 þúsund krónur í lágmarkslaun á mánuði og frítt fæði. Atvinnuleysistryggingasjóður og sveitarfélögin greiða ákveðinn styrk til útgerðarinnar með hveij- um einstaklingi en annar kostnað- ur er á hendi útgerðarinnar s.s. laun fastráðinnar áhafnar, tveggja manna auk mín. Dagróðrarnir góð byrjun Fræðslan sem ungmennin eða nýliðarnir fá felst í því að kenna þeim rétt handbrögð við vinnuna, góða umgengni um skipið, búnað þess, verkfæri og veiðarfæri og frágang aflans. Einnig fer mikil vinna í samskipti við þetta unga fólk sem margt hvað er með afar slæma reynslu af vinnumarkaði og hefur lifað við mikið hirðuleysi í uppeldinu. Reynsla sem ungt fólk fær af því að vera á skipi sem gert er út sérstaklega fyrir það og mannað mönnum sem eru tilbúnir að miðla þeim af þekkingu sinni og reynslu hvetur þau til dáða. Á skipum sem stunda harða sjósókn með löngum útiverum er að mínu mati ekki gott fyrir ungt fólk að byija að vinna. Það eru ekki allir sem þola sjómennskuna í byijun og þess vegna er gott fyrir þá að vera ekki of lengi úti í einu. Dagróðra- formið er mun heppilegra og stutt- ar útilegur í bland. Það er bjargföst trú mín að sjó- mennska sé besti skólinn sem völ er á fyrir ungt fólk. Við sjómennsk- una þurfa allir að vinna saman og leggja sig fram svo árangur náist. Það hefur sýnt sig að þeir sem ekki tolla í vinnu í landi standa sig oft vel til sjós. Margir foreldrar hafa haft samband við mig og telja sinn ungling hafa haft mjög gott af veru sinni um borð í skipi mínu. Fyrir mér er þetta mjög gefandi starf þótt það sé afar krefjandi,“ segir Karel. Verð að fá kvóta Hefur útgerðin kvóta og hvemig gengur að halda því úti „Það sem helst hefur staðið út- gerðinni fyrir þrifum er að hafa ekki kvóta og þurfa að reiða sig á tegundir utan kvóta. Ég verð að fá kvóta eða aðgang að kvóta til að endar nái saman svo einfalt er það mál. Eina útgerðarfyrirtækið sem hefur lagt okkur til kvóta, aðallega ufsa, er Grandi hf. Ég ræð ekki yfir fjármagni til að kaupa kvóta eða leigja. En þar með er ekki sagt að í mér sé einhver upp- gjafartónn, reynslan af þessu verk- efni er alltof dýrmæt til að láta þetta fara í súginn núna. Haftindur er eina skipið á ís- landi sem gert er út með þessum hætti. Ég mun halda áfram að vinna þessu máli fylgi. Ég mun halda áfram að banka uppá hjá forsvarsmönnum í íslenskum sjáv- arútvegi og biðja um stuðning þó svo að slíkar ferðir hafi oftast ver- ið erindisleysa til þessa. Ég mun líka banka uppá hjá stéttarfélögum sjómanna, alþingismönnum, sveit- arstjórnarmönnum og hveijum þeim sem ég tel að komi málið við. Víðtækt samstarf Mín framtíðarsýn er að sá mögu- leiki skapist, með víðtæku sam- starfi aðila innan sjávarútvegsins, að gera út skólaskip. Fræðsluþátt- inn þarf að stórauka og tengja sjó- sóknina námskeiðum í landi. Slysa- varnaskóli sjómanna, 30 rúmlesta réttindi, liggur beint við. Auk þess eru ýmis námskeið varðandi sjó- vinnu nú þegar haldin í skólum. Þetta verkefni þarf líka að vera hluti af hinu. félagslega öryggis- neti um leið og því fylgir formleg starfsþjálfun. Eftir þvi sem ég hef unnið meira í þessum málum verður mér betur ljóst hvað möguleikarnir til að láta gott af sér leiða eru miklir. Ég hef líka fundið að þeir eru margir sem hafa áhuga á að vinna að þessum málum. loks vil ég koma á fram- færi þökkum til allra þeirra sem hafa lagt mér lið með einum eða öðrum hætti,“ segir Karel Karels- son. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um mengun sjávar frá landstöðvum Fingraför mamisins sjást víða í hafinu UM 80% af mengun sjávar er af- leiðing af athöfnum manna á landi. Þar af eru mesta mengunarógn íslendinga þrávirk lífræn efni sem berast hingað erlendis frá. Stefnt er að því að koma saman fram- kvæmdaáætlun til að draga úr mengun sjávar frá landstöðvum á ráðstefnu í Washington 23. nóvem- ber. Þar verður af hálfu íslands lögð áhersla á draga úr útbreiðslu og notkun þrávirkra lífrænna efna. Fulltrúar Islands verða Guðmund- ur Bjarnason, umhverfisráðherra, Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri Umhverfisráðuneytisins, Tryggvi Felixson frá Umhverfis- ráðuneytinu og Davíð Egilsson frá Hollustuvernd ríkisins. 80% af sjávarmengun vegna athafna á landi Á umhverfisráðstefnunni í Ríó börðust margar þjóðir, þ.á.m. ís- lendingar, fyrir því að fá alþjóða- samning um varnir við mengun frá landstöðvum, en talið er að um 80% af mengun sjávar stafi af athöfn- um manna á landi. Það náðist ekki fram, en ákveðið var að vinna að gerð ofangreindrar framkvæmdaá- ætlunar. Sá undirbúningur hófst fyrir rúmum 2 árum og verður lokafundurinn í Washington í næstu og þarnæstu viku. Þar verður ijallað um ýmis mikilvæg málefni fyrir strandríki, en lokaundirbúningsfundur var haldinn í Reykjavík í mars. Davíð Egilsson hjá Hollustuvernd ríkisins að þar hafi náðst mikill árangur. Hann segir að meðal annars hafi mjög framsýnar tillögur um með- ferð á svokölluðum þrávirkum líf- rænum efnum verið samþykktar. Þrávirk lífræn efnasambund hafa áhrif á fósturþróun „Framleiðsla á þrávirkum líf- rænum efnasambönd, en það eru ýmiskonar illgresis- og pestaeyðar, PCB-efni og fleira, hefur aukist jafnt og þétt frá stríðslokum," seg- ir Davíð. „Þessi efni eru mörg hver mjög virk og stöðug í umhverfinu og brotna seint niður. Það hefur verið sýnt fram á að sum þeirra geta haft mjög alvarleg áhrif á lí- fríkið, með beinni eiturverkan og nýlegar rannsóknir benda til að þau geti líka haft áhrif á fósturþró- un.“ Davíð segir að ráðstefnan sem framundan sé muni reyna að setja upp framkvæmdaáætlun þar sem kveðið verði á um skyldur og hag- kvæmar lausnir þjóða til þess að draga úr streymi mengunarefni. Framkvæmdin er þríþætt. Í fyrsta lagi innan einstakra þjóðríkja, í annan stað á vissum landsvæðum, þar sem við samskonar vandamál er að fást, og í þriðja lagi á al- heimsvísu. „Það er ekki skynsam- legt að gera sömu kröfur um frá- rennsli í þróunarlöndunum og jafn- vel á íslandi samanborið við iðnrík- in við Norðursjó eða Bandaríkin,“ segir Davíð. „Þessi ríki hafa mismunandi samsetningu í tækniþróun, ólíka menningarhefð og umhverfi og fjárhagsleg geta er ekki sú sama. Því er ekki hægt að gera sam- ræmda löggjöf sem nær yfir öll þjóðríki. Hvað varðar þrávirku líf- rænu efnin gildir að sumu leyti hið sama og um geislavirk efni. Þar eru afleiðingarnar að koma fram langt frá upprunastaðnum og því verður að bregðást við á alheims- grundvelli." Aukið magn af PCB greinist í lífkeðjunni vló ísland Davíð segir núgildandi kenning- ar geri ráð fyrir að þegar þrávirk lífræn efni séu notuð, t.d. sem skordýraeitur í heittempruðum löndum, gufi þau upp og reki til kaldari svæða þar sem þau falli niður sem úrkoma eða snjór. „Af- leiðingin er sú að þau safnast fyr- ir t.d. á norðlægum slóðum þar sem fæðukeðjan er mjög einsleit. Efnin safnast fyrir í dýrafitu og uppsöfn- unaráhrifin og áhrifin á umhverfið á Norðurlöndum geta verið alvar- leg.“ Davíð vitnar í nýlega skýrslu um mengunarmælingar í sjó við ísland, þar sem PCB sést í mælan- legu magni í lífríkinu og kemur væntanlega frá öðrum löndum. Hann tekur þó fram að gildin séu með því lægsta sem mælst hafi. Þrátt fyrir það séum við farin að sjá þessi efni í lifur fiska, í krækl- ingi og í sjávarseti á landgrunn- inu. Fólk á strandsvæðum og við landlukt innhöf í mestri hættu Davíð segir að það sé opinbert álit sérfræðinga sem fjalli sjávar- mengun að fingraför mannsins sjá- ist víða í hafinu, en það séu einkum strandsvæði og landlukt innhöf sem hafi orðið illa fyrir barðinu á menguni. Þeir staðir sem oftast hafi verið nefndir sém dæmi um slíkt séu New York-bugt, Mexíkó- flói, Guanabara í Brasilíu, Norður- sjórinn, Eystrasaltið, írska hafið og Miðjarðarhafið. Mengun sé ekki í jafn miklum mæli á úthöfunum, t.d. Atlantshafi. „Þetta er ekki einungis um- hverfisverndarmál á norðurhjara veraldar. Þótt engar viðamiklar mælingar hafi farið fram við hita- beltið er leikur lítill vafi á því að þar gæti einhverra áhrifa,“ segir Davíð. „Það er fyrst og fremst vinnuverndarmál fyrir þá sem starfa að hrís- og ávaxtarækt í heitari löndum að draga úr notkun þessara þrávirku efna.“ Hóflega bjartsýnn Davíð segir að árangurinn hér heima hafi verið langt fram úr vonum og nú eigi aðeins eftir að setja lokapunktinn. „Ég fer á þenn- an fund_ hóflega bjartsýnn," segir hann. „í svona samningaferli vita fáir hvernig málum lyktar fyrr en upp er staðið. Oft hefur verið sagt að fyrri hlutar samningaferla fari í að sækja mál, en á seinni hluta þeirra fari krafturinn í að verja það sem þegar er áunnið. Við sjáum merki þess að sumar þjóðir séu farnar að draga aðeins fæturna í þessu máli, en munum reyna af öllu kappi að halda þeim árangri sem náðist í Reykjavík."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.