Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 C MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 MARKAÐIR fFiskverð heima Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja r Alls fóru 86,2 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 26,2 tonn á 109,46 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 10,1 tonn á 97,90 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 49,9 tonn á 118,80 kr./kg. Af karfa voru seld alls 73,3 tonn. í Hafnarfirði á 63,00 kr. (0,11), * á Faxagarði á 66,00 kr./kg (0,81) og á 59,09 kr. (68,91) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 67,4 tonn. í Hafnarfirði á 60,28 kr. (2,41), á Faxagarði á 47,41 kr. (0,41) og á 72,56 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (64,61). Af ýsu voru seld 97,1 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 91,59 kr./kg. Fiskverð ytra * Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 197,0 tonn á 135,94 kr./kg. Þar af voru 22,2 tonn að þorski á 148,83 kr./kg. Af ýsu voru seld 68,7 tonn á 118,40 kr./kg, 22,2 tonn af kola á 180,06 kr./kg og 37,4 tonn af karfaá 105,22 kr. hvert kíló. Þorskur < Karfi < Ufsi Eitt skip, Akurey RE 3, seldi afla sinn í Bremerhaven í Þýskalandi í síðustu viku, samtals 134,3 tonn á 111,36 kr./kg. Þar af voru 127,7 tonn af karfa á 111,36 kr./kg og 2,2 tonn af ufsa á 102,97 kr./kg. Ástand flestra stofna af kaldsjávarrækju talið gott Ástandið í Barentshafi þó talið í lakara lagi HEIMSAFLINN á kald- sjávarrækju hefur verið frá 190 þús. tonnum árið 1983 og smáaukist upp í tæp 250 þús. tonn árið 1985, en þá kom stærsti hluti aflans frá Barentshafi. Eftir þetta varð afl- inn heldur minni og fór niður í 200 þús. tonn árið 1988. Eftir þetta smá- jókst rækjuaflinn í rúmlega 250 þús. tonn árið 1992 og tæp 260 þús. tonn árið 1993. Svo virðist sem aflinn sé heldur minni árið 1994 eða rúm 230 þús. tonn, en trúlegt er að hann verði nálægt 250 þús. tonnum þar sem ^tölur um afla í Barentshafi vantar frá'Rússum. Þessar upplýsingar komu 'fram í erindi Unnar Skúladóttur, fiskifræðings, á afmælisráðstefnu Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Hér fer á eftir hluti erindis hennar: Afli í Barentshafi og við Svalbarða fór smáhækkandi frá árinu 1986 þegar afli var um 10 þús. tonn en jókst smám saman og varð 127 og 124 þús. tonn árin 1984 og 1985. Eftir þetta minnkaði aflinn talsvert og varð 43 þús. tonn árið 1987. Afli jókst á ný og komst uppí 81 þús. tonn árið 1990. Nú síðustu árin hef- ur afli minnkað smám saman niður í 55 þús. tonn árið 1993. Ekki er ljóst ennþá hversu mikill aflinn varð 1994 þar sem enn vantar upplýs- ingar frá Rússum. íslandsmið ' Afli við ísland er flokkaður hér í grunnslóð og úthaf en um Dohrn- bankarækjuna er fjallað seinna, þar sem talað er um Grænlandssund og Austur-Grænland. Afli á grunnslóð var á árunum 1983-1985 7-8 þús. tonn. Samfara uppvexti sterku árganganna frá 1983 og 1984 í þorski minnkaði afli á grunnslóð niður í tæp 4 þús. tonn árin 1987 og 1988 og eftir það hefur afli á grunnslóð verið að smáaukast og varð tæp 9 þús. tonn árið 1994. Úthafsrækjuaflinn varð árið 1983 aðeins rúm 6 þús. tonn. Hann jókst smám samari í rúm 30 þús. tonn árið 1987. Árin 1988 og 1990 var úthafsrækjuaflinn milli 20 og 24 ■þús. tonn. Árin 1988 og 1989 var stofnvísi- talan lág en 1991 var stofnvísitalan mjög há og ekki í samræmi við afla á togtíma frá veiðiskipum. Stofnvísi- talán hefur síðan lækkað og loks farið hækkandi á öllum úthafsrækju- svæðunum fyrir norðan og austan land. Á sama tíma hefur meðalstærð rækju á úthafsrækjusvæðunum held- ur minnkað síðustu 3 árin, en á sama tíma hefur vísitala líka hækkað. Davíðssund og Vestur-Grænland Afli í Davíðssundi, þar sem Græn- lendingar stunda mest veiðar sjálfir, var orðinn 43 þús. tonn árið 1983. Aflinn var aðeins 38 þús. tonn árið 1984, en hefur farið stöðugt hækk- andi eftir það. Árin 1986 og 1987 var aflinn um 60 þús. tonn. Eftir það var afli lágur í tvö ár, en jókst síðan og varð um 50 þús. tonn. Á síðustu árum hefur afli aukist talsvert aftur á þessu svæði og farið mest í 74 þús. tonn árið 1992. Afli á grunnslóð hefur einnig ver- ið dálítill og e_r þá aðallega átt við Diskó-flóann. Árin 1983-1986 feng- ust þarna 7,5 þús. tonn. Á árunum 1988-1992 fengust milli 10 og 13 þús. tonn, en miklu minni afli hefur fengist árin 1993 og 1994. Þarna voru sterkir rækjuárgangar frá 1985 og 1987. Kanada Afli Kanadamanna var um 10 þús. tonn árið 1983 en jókst mjög eftir 1985. Mestur varð aflinn árið 1994 eða tæp 43 þús. tonn. Aflanum er skipt í djúpslóð og Lawrenceflóa. í byijun var Lawrence-flói miklu mikilvægari en á seinni árum hefur djúpslóðin orðið álíka mikilvæg og jafnvel orðið hærri. Það eru helstu tíðindi af þessum slóðum að eftir að seiðaskilja var tekin í notkun hefur náðst að afla um 3 þús. tonn árið 1994 við Nova Scotia þar sem alltaf voru eilíf vandræði vegna smáfisks. Almennt er -talið að stofnarnir við Kanada séu í góðu ástandi, stofn- stærð kvendýra passleg, nýliðun góð og afli á togtjma hár einkum á syðstu svæðunum. í Lawrence-flóa er talið að stofnstærð aukist fremur með til- komu eins eða tveggja sterkra ár- ganga. Grænlandssund og Austur-Grænland íslendingar hófu veiðar fyrstir allra á svæðinu árið 1978 og feng- ust þá 360 tonn. Norðmenn hófu veiðar árið 1979 og frá 1980 stund- uðu veiðar auk þeirra Danir, Færey- ingar, Frakkar og Grænlendingar. Þegar stofninum hrakaði samfara of mikillar veiði í lok níunda áratug- arins gáfust Frakkar upp. Afli varð mestur árin 1987 12,2 þús. tonn og 1988 12,5 þús. tonn. Strax árið 1988 féll afli á togtíma mjög á þessu svæði. Á hverju ári biður Grænland NAFO um tillögur um hámarksafla fyrir svæðið vestan miðlínu. Allt frá árinu 1990 hafa yfirvöld í Grænlandi farið allt frá 40% upp í 90% fram úr tillög- um NAFO. Árin 1993 og 1994 lagði NAFO t.d. til að hámarksafli yrði aðeins 5 þús. tonn. Þá ákváðu Græn- lendingar sjálfir að þetta skyldu vera 9.563 tonn. Ýmislegt hefur þó orðið til að bjarga stofninum. Hafís hefur sennilega bjargað heilmiklu og þessi óraunvefulegi hámarksafli sem Grænlendingar hafa sett allt frá 1990 hefur aldrei náðst enda þótt afla íslendinga austan línu væri bætt við. íslendingar veiða enn utan kvóta á Dohrnbanka-svæðinu. Afli á togtíma þótti einnig lágur miðað við það sem gerist við Vestur-Grænland. 1993 fundust ný rækjumið sunnan 65. gráðu norður breiddar og fékkst þá þegar fimmtungur aflans þar og rúmur helmingur árið 1994. Einnig má leiða getum að því að upphaf veiða á Flæmingjagrunni hafi orðið til að létta sóknina á miðin i Græn- landssundi. Árið 1994 hefur orðið verulegur bati á rækjustofninum á hefðbundna svæðinu, þ.e. norðan 65. gráðu norð- ur breiddar, bæði ef litið er á afla á togtíma og eins ef litið er á afla á togtíma af kvenrækju. Stofnvísitala í stofnmælingu Grænlendinga, sem fram fer annaðhvort ár á svæðinu bendir einnig til bata í stofninum. Flæmingjagrunn Veiðar á Flæmingjagrunni hófust fyrst árið 1993 er veidd voru 27 þús. tonn. Árið 1994 voru veidd 24 þús. tonn og það sem af er árinu er búið að tilkynna um 23 þús. tonna afla (til ágústloka) Forsaga málsins að þessum veiðum er sú að Spánverj- ar hafa allt frá árinu 1988 verið að stofnmæla físk og rækju á Flæm- ingjagrunni. Á árunum 1988-1990 var stofnvisitalan um 2 þús. tonn. Árið 1991 fjórfaldaðist stofnvísitalan skyndilega og 1992 náði hún há- marki í 16,5 þús. eftir þetta fór stofn- vísitalan lækkandi eða niður í 5,4 þús. núna árið 1995. Talið er að þessi mikla aukning í stofnstærð árið 1992 hafi stafað af tilkomu hins mjög svo sterka 1988 árgangs í rækju. Þessi árgangur er nú ekki lengur áberandi í veiðinni. Árgang- arnir sem á eftir koma eru allir miklu veikari. 1993 árgangurinn (karldýr) virðist hins vegar sterkur en hann verður kynþroska hrygna eftir 2 til 3 ár. Vísindamenn lögðu til veiðibann á svæðinu fyrir árið 1996 vegna þess að þeir töldu hlutfall kvendýra, sem var milli 12 og 15% að fjölda til í veiðinni nú í ár of lítið. Þetta var fellt einsog kunnugt er, en ákveðið þess í stað að taka upp sóknarkerfí árið 1996.“ íslands úthafsrækja Þorskur heldur rækjunni niðri SAMSPIl milli stofnstærðar rækju og bolfisks á íslandsmið- um virðist nokkuð mikið. Meðan þorststofninn var í meðallagi eða stór, var lítið af rækjunni, en með minnkandi þorskstofni hefur rækjan náð sér á strik. Líklegt er einnig að stofnstærð grálúðu hafi mikið að segja, en hún er talin í minnsta lagi nú. Afli á togtíma frá rækjuskipum var lágur 66 og 68 kg/klst. á aðalsvæðinu frá Norðurkanti Grímseyjar á árunum 1988 og 1989, en er nú meiri. Fylgni er einnig mikil fylgni milli nýliðun- ar rækju og ókynþroska hluta þorskstofnsins í úthafinu. ÁSTAND og horfur í rækjuveið- unum í Barentshafi eru fremur slæmar um þessar mundir enda þorskstofninn þar stór. Eins og kunnugt er hafa Rússar sjálfir fyrstir manna (árið 1986) bent á hið nána samband milli stofn- stærðar þorsks og rækju í Bar- entshafi. Þessu sambandi er þannig varið að því meira sem er af afræningjum eins og þorskinum, þeim mun minni er rækjustofninn. Þorskstofninn er nú með stærsta móti í Barents- hafinu og fyrir vikið eru rækju- veiðar þar í lágmarki. Svipaða sögu er að segja af samspili þorsks, loðnu og síldar, en loðn- an er nú í lágmarki þar nyrðra. þús.tonn 250 Rækjuafli á helstu svæðum á norðurhveli. 248.047 229.228 238.986 244-21? 253.252 257.708 200 191.833 150 100 50 232.501 fPg iililll L,y -, H 1983 23.068 1984 . 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Flæmingjagrunn Bandarikin Kanada Grænl. grunnsl. Davíðssund og V-Graenl. Skagerak j Norðursjór Grænl.sund og A-Grænl. ísland Jan Mayen Baretnshaf og Svalbarði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.