Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SiÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR18. OKTÓBER 1995 MILUÓNASTIPOKINN PÖKKUNARGENGIÐ lyá Granda með mil^ óuasta pokann. Grandi hefurá skömmum tíma tvöfaldað vinnslu á lausfrystum karfaflökum í plastpoka, sem seldir eru í þýzka stórmarkaði, meðal annars Aldi. Grandi tvöfaldar vinnslu á lausfrystum karfaflökum Þorskkvóti í Eystrasalti aukinn um 65% • ÞORSKV ÓTINN í Eystrasalti fyrir næsta ár hefur verið aukinn um 65% frá því, sem leyfilegt var að veiða á þessu ári. Kvóti á sfld og öðrum tegundum er að mestu óbreyttur. Upphaflega var ákveðið að takmarka veiðar á þorski í Eystrasalti í ár við 100.000 tonn, en það mark var nú í haust hækkað upp í 120.000 tonn. Á næsta ári verður kvótinn svo 165.000 tonn. í fyrra var þorskvótinn á þessum slóðum aðeins 60.000 tonn og hefur hann því aukizt mikið á skömmum tíma. Evrópusambandið hefur stærstan hluta kvótans í Eystra- salti, 73.000 tonn, enda eru Sví- þjóð og Finnland gengin til liðs við sambandið, en auk þess eiga þjóðveijar og Danir hlut af ESB- kvótanum. Pólverjar fá á næsta ári 25.320 tonn af þorski. Lettar rúm 8.000 og Rússar 6.000, en aðrar þjóðir frá minna. Nú verð- ur leyft að veiða alls 450.000 laxa í Eystrasalti og 120.000 í Finnska flóa. Það er ESB, sem fær flesta laxa í sinn hlut, eða nærri 440.000 alls. Lettar koma næstir með tæplega 60.000 og loks Pól- verjar með 27.000 laxa. Heimild: Worldfish Report. PÖKKUN Granda hf. á lausfrystum karfaflökum í plastpoka fyrir þýzka stórmarkaði hefur tvöfaldazt frá því hún hófst árið 1993. í lok síð- ustu viku var pakkað í milljónasta pokann í ár og fara flökin mest í verzlanir Aldi-keðjunnar, en ennig aðrar búðir. Þá hefur útflutningur á ferskum karfaflökum til Þýzkalands aukizt töluvert, en þau eru send utan með flugi. Útflutningur á óunnum karfa hefur að sama skapi dregizt saman. Veruleg aukning er einnig á útflutningi ferskra karfaflaka Svavar Svavarsson, framleiðslu- stjóri Granda, segir að með lækkun tolla á flökunum í kjölfar EES-samn- ingsins, hafi möguleikar á útflutningi á ferskum karfaflökum aukizt veru- lega, en tollar á þeim verða komnir niður í 7% um áramót. Hann segir að aukingin í fersku flökunum sé ekki eins mikil og í þeim lausfrystu í pokunum, en öll þessi flök eru unn- in úr afla ísfískskipa Granda. Fersku flökln á 1.100 krónur kílóið Verð á lausfrystu flökunum út úr búð í Þýzkalandi er 10 til 11 mörk á hvert kíló, 450 til 500 krónur, en verð á ferskum flökum er allmiklu hærra eða allt að 24 mörkum á kíló, sem svarar til um 1.100 króna. Svav- ar segir að pokavinnslan svokallaða hafi aukizt meira en fersku flökin, enda skili hún svipuðu verði heim og fersku flökin. Mjög dýrt sé að flytja flökin með flugi og leiðin inn á mark- aðinn fyrir fersk flök virðist ekki eins greið og fyrir þau frystu. Hann segir ennfremur að eftir- spurn eftir lausfrystum flökum í pok- um sé mikil og framleiðslan vaxandi. Framleiðslukostnaður sé minni en við hefðbundna pakkavinnslu, meðal annars séu umbúðir ódýrari. Þá sé förgunarkostnaður á umbúðum mun minni fyrir plastpokana en öskjurnar. „Af þessu er ákveðinn virðisauki hér heima, en aukningin í þessari vinnslu skýrist að nokkru leyti einnig af því að markaðurinn fyrir heilan, ferskan karfa í Þýzkalandi hefur slaknað,“ segir Svavar. Viðey elna „siglingaskipið" í samræmi við þessa þróun hefur verulega dregið úr siglingum skipa Granda með ferskan karfa til Þýzka- lands. Þijú skipa fyrirtækisins stund- uðu þessar siglingar þegar mest var, Akurey, Engey og Viðey. Akurey var nýlega í sínum síðasta túr og verður skipið nú sett á söluskrá. Engey hef- ur verið breytt í frystiskip í Póllandi og er hún væntanleg heim'um næstu mánaðamót. Það er því bara Viðey sem enn mun sigla með ferskan karfa, þegar það er talið hagkvæmt. FOLK Frakkií saltfiskinum • TVEIR starfsmanna SÍF eru kynntir með eftirfarandi hætti í frétta- bréfi SÍF, Saltaranum, sem er ný- komið út: Róland Ríkharður Assier er bor- inn og barn- fæddur í Frakklandi, í úthverfí París- ar, en ævintýraþráin leiddi hann til íslands. Hann kom hingað fyrst í sumarleyfi 1978 en ákvað að flytjast til íslands 1981. „Ég byrjaði á því að vinna í saltfiski og skreið en dreif mig síðan í Háskólann til þess að læra íslensku," seg- ir Róland á lýtalausri íslensku. Hann lét ekki staðar numið í íslenskunáminu og árið 1985 lauk hann BA-prófi í íslensk- um fræðum. En hvað er ís- lenskufræðingur að gera í sölumennsku? „Ég held að sölumennska sé mönnum í blóð borin. Ég kynntist sölu- mennsku fyrst hjá Entek, fyr- irtæki sem framleiddi vökvun- arkerfí til útflutnings, árið 1985. Mér féll starfíð vel og hef því haldið áfram á sömu braut,“ segir Róland. Hann vann í nokkur ár við sölu á ýmsum sjávarafurðum en árið 1991 fórhann úttil Nord Morue. Hann var þar sölu- og markaðsstjóri fyrir Frakkland. Starf hans fólst m.a. í því að þróa sölukerfi fyrir stórmark- aði. Roland kom heim til ís- lands um síðustu áramót og tók við starfi sölustjóra á skrif- Gunnhildur Ólafsdóttir stofu SÍF fýrir Portúgal, Þýskaland og fleiri lönd. Einnig hefur hann sölu á fiski í neytendaumbúðum með höndum. „Áhugamál fyrir ut- an starfíð er útivera, vetrar- íþróttir, fjallamennska og ferðalög." Frá Eyjum í Saltkaup • GUNNHILDUR Ólafs- dóttir er 42 ára Vestmanna- eyingur sem hóf störf hjá Saltkaupum hf. við Keilu- granda í byijun sept- ember sl. en í júlí og ágúst vann hún í afleysingum í birgðastöð SÍF við Keilu- granda. Gunnhildur hefur búið alla tíð í Vestmannaeyjum, að undanskildu einu ári eftir eldgosið í Eyjum, en nú ákvað hún að hleypa heimdraganum. „Þetta voru mikil viðbrigði fýrir mig að skipta bæði um starf og búsetu. Ég bjóst við því að fá einhverja bakþanka en mér líst mjög vel á mig hér og ég hlakka til að takast á við nýtt starf,“ segir hún. Gunnhildur gegnir starfi bók- ara hjá Saltkaupum og hefur hún langa starfsreynslu á því sviði. Hún vann áður við bók- hald hjáendurskoðunarskrif- stofunni Hagskil í Vest- mannaeyjum og þar áður hjá útibúi N. Mancher í Eyjum. Gunnhildur segist hafa mikinn áhuga á útiveru- og hún hefur leikið golf í mörg ár. Hún ferð- ast talsvert um öræfi og óbyggðir landsins. Hún var nýkomin úr ferð til Kerlinga- fjalla, þegar rætt var við hana, og þar steig hún í fyrsta sinn á skíði. Magnús nýr formaður útvegsmanna á Norðurlandi • MAGNÚS_Magnússon, út- gerðarstjóri Útgerðarfélags Akureyringa, hefur verið kjörinn formaður Útvegs- mannafélags Norðurlands. Magnús leysir þar af hólmi Sverri Leósson, Akureyri, sem hefur verið formaður um árabil. Auk Sverris gengu úr stjórn félagsins þeir Valdimar Kjartansson, Hauganesi, og Sveinn Ingólfsson, Skaga- strönd. Auk Magnúsar komu nú inn í stjórnina þeir Gísli Svan Einarsson, Sauðár- króki og Oddgeir Isaksson, Grenivlk. Fyrir í stjórninni voru þeir Kristján Ásgeirs- son, Húsavík og Svavar Magnússon, Ólafsfirði. í varastjórn sitja þeir Hermann Guðmunds- son, Ár- skógssandi, Valdimar Bragason, Dalvík og Jónas Jó- hannsson, Þórshöfn. Útvegs- mannafélag Norðurlands er stærsta útvegsmannafélag landsins, með flesta meðlimi og flest brúttótonn á bak við sig og telur um 25% af Lands- sambandi íslenzkra útvegs- manna. Félagssvæðið nær frá Hvammstanga í vestur og austuráÞórshöfn. Magnús Magnússon All á japanska vísu KABAYAKI nefnist sá háttur sem hafður er á í Japan þegar áll er matreiddur. Þar hefur skapast löng hefð nNTWnMimM| fyrir matreiðslu fisktegunda, sem eru fcáá'JililH'IUJii lítið nýttar hérlendis. Állinn er ein þessara fisktegunda, en hann vei’ist i mjög litlum mæli hér við land. álaeldi er einnig á frumstigi, enda hefur ekki fengizt leyfi til innflutnings á glerál til eldis. Guð- mundur Þóroddsson f Álafélaginu, sem stefnir að nokkru álaeldi, fann til eftirfarandi uppskrift að forrétt fyrir lesendur Versins. Rétturinn er fyrir fjóra og í hann þarf: 250 gr ferskan ál í sósuna þarf: 200 ml soya-sósu 200 ml sætt sake (mirin) 1/2 dl sykur Byijað er á því að fletja álinn og taka úr honum hrygg- inn. Hann er svo skorinn í 15 cm langa bita og bambus- teinar þræddir í gegnum þversum með 3-4 cm iniilibili til að halda löguninni. Álnum er stungið í sjóðandi vatn og svo er hann gufusoðinn í eina mínútu. Eftir það er álnum díft í tare-sósu og skellt á grill, um hálfa minútu hvora hlið. Þetta er endurtekið þrisvar til fjórum sinn- um. Þá er állinn tilbúinn. Sósan er löguð þannig að soya- sósa, sake og sykur er soðið saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.