Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 1
Jltorgimblafrft 1995 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER BLAD D Tomba mótmæl- ir tillögum að nýj- um reglum FIS ÍTALSKI skíðakappinn Alberto Tomba er mjög óhress með þær tillögur til breytinga á reglum heimsbikarskeppninnar sem nú eru til skoðunar þjá Alþjóða skiðasambandinu, FIS. Ef þessar breytingar ná fram að ganga hótar Tomba að keppa aðeins í fyrri umferð í svigi. Nýju reglunarn- ar kveða á um að 30 fyrstu keppendurnir eftir fyrri umferð fari siðari umferðina niður i öfugri röð, þ.e.a.s. sá sem hefur besta tímann í fyrri umferð hefur rásnúmer 30 í síðari umferð. Síð- ustu ár hefur fyrstu 15 bestu tímunum eftir fyrri umferð verið snúið við í síðari umferð. „Ef þessar nýju tillögur verða samþykktar mun ég aðeins taka þátt í fyrri umferð svigmótanna, sem er eina raunverulega keppnin," sagði Tomba. Hann segir að þetta muni eyðileggja alla spennu Island held- ur sínu sæti hjá FIFA ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er í sama sæti — 44., og það var fyrir mán- uði á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem var gefinn út í gær. Brasilía er sem fyrr í fyrsta sæti, Spánn í öðru, Þýskaland í því þriðja, Nor- egur í fjórða. Rússland er komið úr áttunda sæti í það fimmta, Italía er í sjötta sæti, Argentína í sjöunda, Danmörk í áttunda og Sviss í níunda sæti. Grindvíkingar hafa áhuga á að fá Skagamanninn Ólaf Þórð- arson sem næsta þjálfara og hafa rætt við hann. Ólafur ætlar hins vegar að hugsa málið í einhverja daga áður en hann ákveður sig. „Grindvíkingar höfðu samband við mig en ég á eftir að gera það upp við mig hvort ég hef áhuga á að ræða þjálfarastarfið frekar," sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það hefur verið gaman að leika með Skagamönnum undanfar- in ár og mér sýnist bjart framundan og mig langar að vera með í því ævintýri. Mig langar að spila aðeins lengur, ef heilsan leyfir," sagði Ól- afur. Einn stjórnarmanna knatt- spyrnudeildar Grindavíkur sagði að engan bilbug væri að finna á Grind- víkingum og að forráðamenn fyrir- tækja hefðu hvatt menn til dáða. „Við erum að leita að metnaðarfull- um manni til að taka við liðinu og Ólafur er einn þeirra. Það er heldur engin launung að nafn Ómars Torfasonar hefur komið upp á borð- ið hjá okkur,“ sagði stjórnarmaður- inn. Ljóst er að Þorsteinn Jónsson verður ekki með Grindvíkingum á næsta keppnistímabili en ekki er enn ljóst hvað nafni hans Guðjóns- son gerir. „Við erum ekki búnir að gefa hann upp á bátinn enn,“ sagði stjórnarmaður UMFG. Ólafur Ing- ólfsson og Milan Jankovic hafa báð- ir fengið tilboð frá liðum hér á landi en hafa ákveðið að leika með Grindavík næsta sumar og sama er að segja af Zoran Ljubicic. því keppanda er hreinlega refsað fyrir að ná besta tíman- um í fyrri umferð því brautin í síðari umferð gétur aldrei verið eins góð og fyrir 15 fyrstu. „Við getum alveg eins notað bobsleðabraut i síðari umferð,“ sagði Tomba og De- borah Compagnoni, Ólympíu- meistari kvenna var sammála Tomba. „Það verður aldrei hægt að leggja braut sem get- ur verið jafn góð fyrir þrjátiu keppendur." Bók um íþróttaferil Vilhjálms VILHJÁLMUR Einarsson, þrí- stökkvari og sjlfurverðlauna- hafi frá því á Ólympíuleikun- um í Melboume 1956, gefur í næsta mánuði út bók um íþróttaferil sinn sem spannar tíu ár, frá 1952 til 1962. Bók- ina, sem mun bera nafnið „Silfurmaðurinn" skrifar hann sjálfur ásamt Emi Eiðs- syni, sem gerir skil umfjöllun fjölmiðla um helstu afrek Vil- hjálms, og Ólafur Unnsteins- son sér um ýtarlega tölfræði hvað varðar met og árangur hans. í fréttatilkynningu segir meðal annars: „Bókin er hvatning æskufólki, þjálfur- um og leiðbeinendum, með þeirri áherslu sem lögð er á alhliða iðkun íþrótta og leikja, í skóla sem utan. Öllum þeim, sem ekki telja sig hafa full- komna aðstöðu til iðkunar íþrótt sinni, ætti að vera upp- örvun í lestri bókarinnar." Vilhjáimur ætlar að gefa íþróttahreyfingunni kost á að afla sér fjár með sölu bókar- innar, en sölulaunin em 1.000 krónur fyrir hverja bók og við tiltekinn fjölda seldra bóka fá viðkomandi áletraða bók frá höfundi. Dervic og Porca fara fráKR IZUDIN Daði Dervic og Salih Heimir Porca munu að öllum líkindum ekki leika með KR á næsta tímabili. Samkvæmt heimildum blaðsins er Dervic á leið til Leifturs á Ólafsfirði og Porca mun ákveðinn í að leika ekki með félaginu á komandi timabili. Reuter Klinsmann sá um Raith Rovers JURGEN Klinsmann sá um að afgrelða lið Raith Rovers í fyrri leik þess vlð Bayern Miinchen í Evrópukeppninnl í gærkvöldi en leikur iiðanna fór fram í Edinborg. Kllnsmann sagði fyrir leikinn að hann kynni alltaf vel við sig á Bretlandseyjum og hann stóð við stóru orðin og gerði bæði mörk Bayern í 2:0 sigri og hefur hann nú gert 16 mörk í 45 Evrópuleikjum. Hér sendir hann boltann yfir Scott Thompson markvörð Ralth eftir að hafa snúið Shaun Dennis, til vinstri, af sér. ■UEFA-keppnin / D4 Grindvfldngar vilja Ólaf sem þjálfara HANDKIMATTLEIKUR: MOTHERJARISLENSKU LIÐANNAIEVROPUKEPPNINNI / D2,D3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.