Morgunblaðið - 19.10.1995, Page 1

Morgunblaðið - 19.10.1995, Page 1
TÖLVUR Útrýmir alnetið pésunum? /8 FYRIRTÆKI Nói-Síríus í hátíðarskapi /4 KRINCLAN Vill vera áfram í farabroddi /8 Húsbréf Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði í gær, þriðja daginn í röð, og hef- ur ávöxtunarkrafan nú lækkað um rúmlega 15 punkta á 3 vikum. Hjá VIB iækkaði ávöxtunarkrafan úr 5,88% niður í 5,86% og hjá Kaup- þingi og Skandía lækkaði ávöxtun- arkrafan um 1 punkt, niður í 5,86%. Banki Islandsbanki stendur fyrir ráð- stefnu á föstudag undir yfirskrift- inni „Iceland Finance Forum - Business opportunities". Tilgang- ur hennar er að vekja athygli er- lendra bankamanna á fjárfesting- armöguleikum á íslandi og efla um leið tengsl bankans við við- skiptabanka sína erlendis. Ford HAGNAÐUR Ford-bifreiðafyrir- tækisins minnkaði á þriðja árs- fjórðungi um 68% vegna mikils kostnaðar af framleiðslu nýrra gerða og skorts á bílahlutum. Sala i heiminum jókst í 31.4 milljarða dollara úr 30.6 milljörðum. Sala innanlands minnkaði um 12% í 869.000 bíla úr 992.000. Nettótekj- ur innanlands minnkuðu um 66% í 187 milljónir dollara úr 553 millj- ónum. SÖLUGENGI DOLLARS Nokkrar kennitölur lífeyrissjóðanna 1994 A Hrein Höfuðstóll Kostnaður 1 ái m raunávöxtun 31.12.94 í % af Lífeyrissjóður n WW W 1994 1993 millj.kr. iðgjöldum' Lífeyrissjóðurinn Hlíf 9,30 8,23 1.226 10,18 L. Flugvirkjafélags íslands 7,76 5,22 1.137 8,92 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 7,74 6,80 8.913 3,66 Lífeyrissjóður verkstjóra 7,63 8,10 3.085 3,70 Alm. lífeyrissj. iðnaðarmanna 7,51 8,49 1.188 5,66 Lífeyrissjóður matreiðslumanna 7,38 7,96 972 4,28 Lífeyrissjóður sjómanna 7,37 6,54 19.856 2,50 L. Dagsbrúnar og Framsóknar 7,37 8,12 10.746 4,98 Lifeyrissjóður Sóknar 7,34 7,79 4.409 3,73 Sameinaði lífeyrissjóðurinn 7,31 7,21 12.034 5,29 Lífeyrissjóður Suðurnesja 7,30 7,09 5.016 4,80 Eftirl.sj. Fél. isl. atvinnuflugm. 7,30 6,47 3.547 5,00 Lífeyrissjóður Vestfirðinga 7,29 6,49 5.892 4,79 Lífeyrissjóður Norðurlands 7,27 6,68 8.347 3,61 Lífeyrissjóður verksmiðjufólks 7,19 7,01 3.214 5,63 Lífeyrissjóður lækna 7,18 7,43 4.674 3,19 Lífeyrissjóður K.E.A. 7,17 7,40 1.736 1,57 Lífeyrissj. bókagerðarmanna 7,14 6,59 2.519 5,88 Lífeyrissjóður Vesturlands 7,09 6,65 3.311 8,06 Lífeyrissj. rafiðnaðarmanna 6,99 6,81 5.046 4,04 Lífeyrissjóður verslunarmanna 6,87 6,66 34.906 2,17 Lífeyrissjóður Austurlands 6,83 5,80 6.165 7,16 Lifeyrissjóður blaðamanna 6,81 7,22 763 4,10 L. verkalýðsfélaga á Suðurlandi 6,74 5,70 2.344 5,64 Lífeyrissj. Verkfræðifélag ísl. 6,58 4,59 3.730 5,65 Lífeyrissj. Vestmannaeyinga 6,51 6,85 4.760 5,48 Eftirl.sj. slökkviliðsm. á Keflav.v. 6,51 7,21 768 1,41 Lífeyrissj. Arkitektafélags ísl. 6,40 6,10 208 11,39 Eftirl.sj. starfsm. Olíuv. Isl. 6,26 8,63 484 0,00 Lífeyrissj. framreiðslumanna 6,20 6,22 291 8,54 Lífeyrissjóður Bolungarvíkur 6,00 7,23 '1.092 5,56 L. Hlífar og Framtíðarinnar 5,97 6,55 3.090 6,68 Lífeyrissj. verkaf. í Grindavík 5,83 5,71 525 6,88 Lífeyrissjóður. bænda 5,75 6,58 6.845 6,36 Lífeyrissjóður múrara 5,75 7,25 1.018 11,77 L. F. starfsfólks í veitingah. 5,72 6,16 1.052 10,09 L. byggingariðn.m. í Hafnarfirði 5,60 5,30 395 10,44 L. Mjólkursamsölunnar 5,41 7,19 687 4,18 L. verkalýðsfélaga á Norðurl.v. 5,20 6,93 1.625 5,91 Lífeyrissjóður Rangæinga 5,19 5,42 878 9,82 Samvinnulífeyrissjóðurinn 5,17 5,24 8.235 5,43 L. Félags garðyrkjumanna 3,71 5,85 208 15,15 l skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka íslands um lífeyrissjóðina er r eiknuð út raunávöxtun á eignum þeirra að teknu tilliti til kostnaðar eða svonefnd hrein raunávöxtun. Hér að ofan hefur nokkrum almennum sjóðum verið raðað upp m.t.t. raunávöxtunar Ekki voru teknir með í þennan saman- burð sjóðir sem njóta ábyr gðar ríkis eða sveitarfélaga og sér eignasjóðir. Viðskiptaráðherra stefnir að stofnun hlutafélaga um ríkisbanka árið 1997 Nýtt hlutafé selt á almenn- um markaði FINNUR Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, telur að opna eigi ríkisvið- skiptabankana fyrir nýjum eigend- um með sölu á nýju hlutafé eftir að þeim hefur verið breytt í hlutafélög. Þetta kom fram á morgunverð- arfundi nemenda í Samvinnuháskó- lanum, á Grand Hótel í gær. Stefnt er að því að flytja á vor- þinginu frumvarp um að breyta bæði Landsbanka og Búnaðarbanka í hlutafélög. Kvaðst viðskiptaráð- herra gera ráð fyrir því að hlutafé- lögin tækju til starfa í ársbyijun 1997. „Ríkisviðskiptabankarnir þurfa miklu frekar á því að halda að fá inn nýtt eigið fé og þannig komi nýir eigendur að þeim, fremur en ríkið fari að selja sinn hlut„“ sagði Finnur í samtali við Morgun- blaðið eftir fundinn. Hann sagði að breyta þyrfti ijár- festingarlánasjóðunum í hlutafélög sem fyrst, þ.e. Fiskveiðasjóði, Iðn- lánasjóði, Ferðamálasjóði og Stofn- iánadeild landbúnaðarins. Hins veg- ar væri hann þeirrar skoðunar að breyta ætti Iðnþróunarsjóði í Ný- sköpunarsjóð atvinnuiífsins og sjóð- urinn fengi síðan til ráðstöfunar hluta af arði fjárfestingarlánasjóða. Félagsmálaráðherra er um þessar mundir að skipa nefnd til að und- irbúa áform um að færa húsnæðis- lánakerfið inn í bankakerfið. Við- skiptaráðherra kvaðst telja að markmiðið með slíkri vinnu ætti að vera að tryggja almenningi aðgang að löngum lánum með fasteigna- veði, draga úr útgjöldum og ábyrgð ríkisins í húsnæðislánakerfinu, auka sveigjanleika þess og leita allra leiða til að koma í veg fyrir vaxtahækkun vegna þessa. Síðan þyrfti að skoða þetta út frá Bis-reglum um eiginfjár- hlutfall banka. „Fyrsta skrefið gæti verið einhvers konar samstarfsvett- vangur bankanna, lífeyrissjóðanna og ríkissjóðs til þess að draga sem mest úr hættunni á vaxtahækkun- um. Það mætti hugsa sér samstarf í einhverskonar húsbanka." Viðskiptaráðherra ræddi stöðu stjórnenda lífeyrissjóðanna. „I lög- um um viðskiptabanka, sparisjóði, verðbréfafyrirtæki o.fl. aðila eru gerðar ríkar hæfniskröfur til stjórn- enda þessara stofnana. Hins vegar gildir engin almenn löggjöf um líf- eyrissjóðakerfið." Einnig benti hann á að of sterk staða lífeyrissjóða á fjármagnsmarkaði gæti hindrað eðli- lega verðmyndun á fjármagni. „Því tel ég mjög mikilvægt að auka þar samkeppnina og það gerist að mínu viti með því að heimita fleiri aðilum en lífeyrissjóðum að taka á móti líf- eyrissparnaði landsmanna. Þá á ég við virkar fjármálastofnanir sem hafa bakgrunn, traust og fjármála- lega getu til að bera ábyrgð á þess- um sparnaði. Það geta verið bankar, sparisjóðir, verðbréfasjóðir, fjárfest- ingarlánasjóðir og tryggingarfélög." tl/ ctð hug$a um að j§aUestct Vegna sérstakra laga um flýtifyrningar er rekstraraöilum afar hagstætt að fjárfesta í atvinnutækjum nú í ár. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Með Kjörleiðum Glitnis bjóðast þér fjórar ólíkar leiðir til fjárfestingar í atvinnutækjum. Hafðu samband og fáðu að vita meira um flýtifyrningar, skattfrestun og hvernig þú losnar við að binda rekstrarfé í tækjakosti. Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Ármúla 7, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. Út er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glitnis. Þar er á einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða líttu inn og spjallaðu við ráðgjafa okkar. OTTÓ - GRAFÍSK HÖNNUN UÓSM: THE IMAGE BANK / BRETT FR00MER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.