Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 B 7 NETIÐ er tölvan“ hefur verið ein- kunnarorð Sun Microsystems, tölvuframleiðanda í Kaliforníu, í næstum því áratug og þau hafa valdið mörgum manninum nokkrum heila- brotum. Allir vita þó, að það eru tölvurnar, sem vinna verkin, og n'etið er bara leiðslu- mar, sem tengja þær saman. Þeir hjá Sun hafa þó alltaf sagt, að menn skyldu bara bíða og nú telja raunar margir í tölvuiðnaðin- um, að biðin sé á enda. Em ástæðurnar tvær. I fyrsta lagi er það hinn óstöðvandi vöxtur alnetsins, opna tölvunetsins, sem tengir sam- an allt að 40 milljónir manna um allan heim, og í öðru lagi tilkoma Java, nýs forrits fyrir alnetið, segir í Economist. Það er ekki aðeins Sun, heldur einnig fyrir- tæki eins og hugbúnaðarrisinn Oracle og Netscape, sem stendur einna fremst í hug- búnaði fyrir alnetið, sem eru tilbúin til að veðja tugmilljónum dollara á að alnetið geti gert fleira en flytja á milli tölvupóst og upp- lýsingar. Þau telja, að netið geti komið í stað- inn fyrir tölvuna að mörgu leyti, ekki aðeins geymt upplýsingar, heldur einnig hugbúnað fyrir ritvinnslu, töflureikni, leiki og annað ( skemmtiefni. Þau ganga raunar lengra og' segja, að þetta gæti bundið enda á valda- skeið einkatölvunnar. Ef unnt er að fá lítil en afkastamikil forrit á alnetinu, hver þarf þá að notast við rándýra einkatölvu? Kannski það sé nóg að vera með útstöð og örgjörva fyrir fjórðunginn af því, sem einkatölvan kostarsegir í the Ecomomist. Velviljaðir einræðisherrar Þetta er spennandi hugmynd enda em einkatölvurnar ekki aðeins dýrar, heldur komnar inn í eins konar vítahring. í hvert sinn sem Intel kemur fram með hraðvirkari örgjörva, kemur Microsoft með nýjan hug- búnað, sem gleypir í sig mest allan ávinning- inn. Sumir notendur skipta um tölvu annað- hvert ár en líklegt er, að ritvinnslan sé hæg- virkari en 1985 þótt hún geti að vísu fleira. Tölvunotendur hafa heldur ekki um neitt að velja. Microsoft og Intel eru kannski velviljað- ir einræðisherrar en einræðisherrar engu að síður. Það er um þetta kverkatak, sem Sun og VIÐSKIPTI Útrýmir alnetið einkatölvunni? Sumir spá því, að brátt verði unnt að sækja öll nauðsyn- leg forrit inn á alnetið en talsmenn Microsoft og Intel segjast vissir um, að einkatölvan haldi velli aðrir telja sig geta losað. Ef þeir hafa rétt fyrir sér, myndi það valda byltingu í tölvuiðnaðinum og nokkurs konar afturhvarfi til frumbýlingsáranna þegar allir gátu verið með. Mic- rosoft og Intel hafa engan forgang á alnetinu og það hefur heldur engu máli skipt vegna þess, að alnet- ið er ennþá undirgefíð einkatölvunni. Það, sem þarf til að gera það að raunvemlegum keppinaut, virðist þó vera farið að taka á sig nokkra mynd. Það fyrsta er hraðvirk teng- ing. Sum fyrirtæki hafa nú þegar hraðvirka tengingu við alnetið á leigðum línum og eftir nokkur ár gætu mörg heimili verið komin með hana einnig í gegnum endur- bætt kapalkerfí og stafræna fjarskipta- hnetti. Nú er verið að baksa við það á heimil- um að tengjast alnetinu á 14.400 bitum á sekúndu en fjarskiptakerfi morgundagsins munu bjóða upp á 10 milljón bita eða meira. Nýtt forritunarmál Eftir sem áður er alnetið mjög staður mið- ill og varla miklu gagnvirkara en síminn. Flestir staðir á veraldarvefnum senda aðeins myridir og texta eftir óskum en það, sem vantar, er hugbúnaður, sem not- endur geta stjórnað, einmitt það, sem lagði grunninn að sigurgöngu einkat- ölvunnar. Annað atriðið er Java, nýtt forritunarmál, sem Sun kom fram með fýrr á árinu. Það er gert sérstaklega fyrir net- ið og notar lítil forrit, svo- kölluð „applets", sem eru sérstaklega hönnuð fyrir ákveðna vinnslu. Þeir hjá Sun telja, að forrit, sem skrifuð eru á Java, geti boðið irotendum upp á allt það sama og einkatölvan og raunar meira og allt kæmi það af netinu. Með Java er í raun verið að gæla við draum allra tölvunotenda: Forrit, sem gera það, sem hver vill, þegar óskað er og ekkert meira. í stórum hugbúnaðarpökkum einkatölvunnar nú á dögum úir og grúir af orkufrekum for- ritum ef svo skyldi vilja til, að einhver þyrfti á þeim að halda. Það er ekkert skrítið, að Larry Ellison, aðalframkvæmdastjóri Oracles, skuli kalla einkatölvuna „fáránlega ofhannað tæki — móðurtölvu á skrifborðinu". Hugmyndin með Java er, að fyrirferðarlít- il forrit, sum taka ekki nema 100.000 bita, muni skila sínu verki vel. Þurfí notandinn annað forrit eða applet, til dæmis til villuleit- ar, þá bara smellir hann á það og það er komið á fáum sekúndum. Java býður sem sagt upp á ótæmandi möguleika í forritum og allt geymt á alnetinu. Larry Ellison og Scott McNealy, aðalfram- kvæmdastjóri Sun, spá því, að á næsta ári muni koma á markað vélar, svokallaðar nett- ölvur, sem verði ekki búnar neinu nema al- netshugbúnaði og kannski ritvinnslu. Ekkert Microsoft, Intel eða harður diskur, heldur nettenging og kannski eins megabætis minni. Slíkar alnetstölvur myndu kannski kosta á bilinu 30 til 40.000 kr. og markaðssetningin myndi i fyrstu beinast mikið að þeim heimil- um, sem nú eru tölvulaus. Sami vítahringurinn? Talsmenn Microsoft og Intel segjast þó engu kvíða. Þeir benda á, að einkatölvan hafí sigrað móðurtölvuna vegna þess, að fólk vildi hafa alla tölvuna á skrifborðinu hjá sér en ekki í kjallaranum líka. Þess vegna sé Java skref aftur á bak. Forritin séu einhvers staðar allt annars staðar og því viðkvæm fyrir töfum og öðru, sem notandinn geti ekki haft nein áhrif á. „Allt, sem gerist í kassan- um á borðinu þínu, er hraðvirkara en það, sem gerist á netinu,“ segir Craig Mundie, yfírmaður neytendadeildar Microsoft. Afkastageta netsins á raunar eftir að auk- ast mikið en jafn víst er, að notendunum mun fjölga að sama skapi. Netið er því kom- ið inn í sama vítahringinn og einkatölvan. Þá er líka bent á, að hraðvirk tenging sé v ekki á næstu grösum á mörgum heimilum og kannski aldrei. Ef nettölvan verður ekki fær um það sama og einkatölvan, þá þarf sú síðarnefnda ekk- ert að óttast. Það er ekki nóg, að nettölvan verði ódýr. Þegar kemur að tölvunotkun þá er það afkastagetan og hraðinn, sem skipta máli. Hins vegar getur vel verið, að nettölvan verði eins konar sjónvarpsútgáfa af einka- tölvunni, sem flytji upplýsingar og skemmti- efni inn á heimiíin án þess ógna stöðu einka- tölvunnar. Þar gæti aftur verið um gífurleg- an markað að ræða, sem Microsoft og Intel kynnu hugsanlega að missa af. Með gæðin að leiðarljósi Gæðastjórnun Fyrirtæki sem leggja gæði til grundvallar í rekstri sínum uppskera ekki eingöngu öflugri samkeppnisstöðu og betri rekstrarafkomu, heldur sýna rannsóknir að starfsfólkið er ánægðara og viðskiptavinirnir tryggari, segir Guðrún Högnadóttir. búnaðarhóps, iðn- aðarhóps, landbúnað- arhóps, menntahóps, ISO-hóps, sjávarút- vegshóps, þjónustu- hóps og umhverfis- hóps. Allir félags- menn ættu því að geta fundið sér far- veg innan félagsins og valið milli fjölda áhugaverða fræðslu- funda þar sem við- fangsefni tengd gæðastjórnun eru rædd, fyrirtæki sótt gæðahandbækur en Guðrún heim, og bækur og markmið gæðastarfs Höimaílnttir faggreinar kynntar. væri alltaf hið sama: S Þátttaka í starfi fé- að koma betur til móts við þarfir gæðastarf í sælgætis- verksmiðju minni?" Ég svaraði því til að hugmyndafræði gæðastjórnunar höfðaði jafnt til framleiðslu- sem þjónustufyrirtækja, hvort sem um væri að ræða einkarekst- ur eða opinberan. Aðferðafræði gæða- stjórnunar má skipta í nokkra þætti, s.s. altæka gæðastjórn- un. siálfsmat op- ISO- AFERÐ um Fimmvörðuháls fyrr í haust skaut sam- ferðamaður minn þvi að mér hvort gæðastjórnun væri ekki jafn gagnslítil og „ljósk- an“, sem var sagt upp hjá gæðaeft- irlitsdeild M&M sælgætisverksmiðj- unnar fyrir það að henda öllum sælgætispillunum merktum tvö- földu vaffi. Við vorum rétt að hefja göngu okkar upp með Skógará og af miklum eldmóð benti ég honum á að gæðastjórnun innan fyrirtækja réði í vaxandi mæli afkomu þeirra og framgangi. Vottuð gæðakerfi eru jafnvel skilyrði viðskipta innan Evrópu og víðar. Ég bætti því við að þau fyrirtæki, sem leggja gæði til grundvallar í rekstri sínum, upp- . skera ekki eingöngu öflugari sam- keppnisstöðu og betri rekstaraf- komu, heldur sýndu rannsóknir að starfsfólkið væri ánægðara og við- skiptavinirnir trj'ggari. Af gæðavitund og góðum vilja Sólin lét loks sjá sig við göngu- brúna í Landnorðurstungum svo ég tók niður lambhúshettuna. Félaga mínum var greinilega brugðið og fann sig knúinn til að bæta fyrir fordóma sína gagnvart ljóshærðu kvenfólki. „Og hvernig get ég lært meira um gæðastjórnun?" Ég not- aði tækifærið og hvatti hann til að sækja faghópafundi hjá GSFÍ til að kynnast viðhorfum til gæða- stjórnunar, læra af reynslu annarra og miðla af eigin reynslu. Tilgangur Gæðastjórnunarfélags íslands væri að efla gæðavitund íslendinga og stuðla að því að aðferðir gæða- stjórnunar verði virkur þáttur á öll- um sviðum þjóðlífsins. Frá Fúkka til faghópafunda Hópurinn áði við skála Fjalla- manna, „Fúkka“, og ég bauð göngufélaga mínum að fá sér lófa- fylli af sérblönduðu „fjallanasli" mínu. Ekki gerði ég mér grein fyr- ir því hvort hann gretti sig vegna lyktarinnar í skálanum eða heilsu- fæði mínu, sem hann þó kunni greinilega ágætlega að meta. „En nú starfar þú á sjúkrahúsi. Ekki nota ég sömu aðferðir og þið við viðskiptavina og tryggja þannig rekstrargrundvöll fyrirtækisins. GSFÍ vinnur að því að efla samstarf þeirra sem starfa á sviði gæðamála hérlendis sem erlendis. Félagið byggir á starf- semi 10 faghópa: byggingariðn- aðarhóps, heilbrigðishóps, hug- lagsins er öllum opin, bæði fyrir- tækjum og einstaklingum. Sjálfsmat við Heljarkamb Á Morrisheiði rankaði vinur minn allt í einu við' sér aftur. „Það eruð þið sem veitið þá gæðaverðlaunin." Ég benti honum á að árlega til- nefndu félagsmenn fyrirtæki, sem hafa verið öðrum fyrir- mynd í gæðastarfi til Hvatningarverðlauna Gæðastjómunarfélags ís- lands. Meðal þeirra fyrir- tækja sem hafa hlotið við- urkenningu félagsins eru Lýsi hf., Iðntæknistofnun og Hans Petersen hf. Nú er unnið að undirbúningi „íslensku gæðaverðlaunanna“ sem taka mið af sjálfsmati GSFÍ, en þau verða veitt í fyrsta sinn haustið 1996. Sjálfsmatslíkan GSFÍ verður kynnt í mars á næsta ári, en það mun aðstoða stjómendur við að meta stöðu fyrirtækis, auðvelda eftirlit með framfömm og árangri fyrirtækisins og varpa ljósi á for- gangsatriði í umbótastarfi. Að formfesta grasrótarstarfsemi Mjög teygðist úr hópnum á Katt- arhryggjunum, enda ekki nema fyr- ir einn að feta sig þar áfram í einu. Sælgætisframleiðandinn vóg salt á grófri hraunbrúninni um leið og hann sneri sér við og kallaði: „Hvemig skipuleggið þið starf fé- lagsins sem einkennist jafn mikið af grasrótarstarfsemi og hugsjón?" Ég viðurkenndi að oft væri um við- kvæmt jafnvægi að ræða, en að sjálfsögðu eru áhugi og atorka fé- lagsmanna forsendur farsæls starfs félagsins. Stjórn GSFí er skipuð níu stjórnarmönnum en framkvæmda- stjóri sér um daglegan rekstur. Starfsemi GSFÍ byggist fyrst og fremst á virkni félagsmanna, sem starfa með faghópum og vinna að ýmsum málaflokkum. Meðal nefnda félagsins má nefna starfshóp sem vinnur að gerð gæðahandbókar, rit- stjórn, kynningamefnd og fræðslu- nefnd. Einnig er GSFÍ aðili að Evr- ópu- samtökum gæðastjórnunarfé- laga, EOQ, sem halda veglega ráð- stefnu árlega og gefa út eitt vand- aðasta evrópska tímaritið um gæða- stjórnun: European Quality. Gæði í þágu þjóðar „Það hlýtur að vera einsdæmi, að áhugamannafélag skuli geta státað af jafn virkri starfsemi og raun ber vitni,“ mælti félagi minn um leið og óviðjafnan- legt útsýni Goðalandsins blasti við okkur. Ég skýrði honum frá því að auk reglu- legra fræðslufunda, nám- skeiða og umfangsmikilla ráðstefna um gæðamál, væri heimasíðu GSFÍ að finna á alnetinu og félagið gæfí reglulega út Dropann, fag- tímarit um gæðastjómun. Sérstök viðhafnarútgáfa þess kom út í til- efni verkefnisins Þjóðarsókn í gæðamálum með þrettán sígildum greinum um gæðastjórnun eftir fé- lagsmenn. Þá hefur félagið gefið út myndband og vinnur að gerð bæklings um gæðastjórnun. Árekstur okkar „Gottfreðs" í upphafí ferðar virtist tengja okkur sterkum böndum og komum við samstíga niður í Bása. Hafði ég orð á því að nú loks værum við komin á leiðarenda eftir ævintýraferð um óbyggðir íslands í fullkomnu sýnis- horni af íslensku veðri. Félagi minn hélt nú ekki og benti mér á að við ættum enn eftir dijúgan spöl inn í Langadal. „Hvemig er þetta með ykkur gæðafólk ... látið þið bara gott heita þegar skammtíma- markmiðum er náð?“ Ég reimaði - gegnblauta gönguskó mína og benti honum á að líkt ævintýramennsku forfeðra okkar væri gæðastarfi í raun aldrei lokið. Vissulega væri vert að halda upp á hvern sigur, hvort sem það er vottun, innganga á nýjan markað, góður árangur umbótastarfs eða enn einn ánægður viðskiptavinur, enda er gæðastjórn- un stöðug sókn sem krefst þraut- seigju og þolinmæði, líkt og fjall- ganga okkar. Ég var ekki frá því að mér hefði tekist að sannfæra hann um gagn og gaman starfa Gæðastjórnunarfélags íslands (að minnsta kosti hafði hann ekki misst út úr sér fleiri ljóskubrandara á leið okkar um hálsinn) og hvatti hann til að kynna sér betur starf- semi félagsins og sækja okkur heim í Garðastræti 41. Höfundur er forstöðumaður gæða- og þróunarskorar Ríkisspítala og for- - maður Gæðasljómunarfélags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.