Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 8
VIÐSKIPri AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 19. OKTOBER 1995 KRINGLAN 2000J Aætlub vibbygging Kringlunnar til norburs Norburinngangur Glerhýsi, fundarsalur Strætisvagnar aka til austurs af Miklubraut og upp á annan bflastæbispall Kringlunnar, af honum og aftur inn á MIKLABRAUT Aætlab er ab breikka bílastæbin til norburs ab Miklubraut og bæta vib fjórbu hæbinni Norburendi I bílastæbanna nú Bilastæbi Kringlunnar eru nú á tveimur hæbum ab sunnanverbu en á þrem hæbum vib norburendann Tillögur liggja fyrir um stækkun Kringlunnar til norðurs um 4.200 fermetra Viljum vera áfram í fararbroddi Gert er ráð fyrir að stækkun hússins skili sér í aukinni fjölbreytni í verslun, greiðari strætisvaffnasamgöngum að húsinu, fjölfflin bflastæða og betri aðkomu. Kristinn Bríem ræddi við Einar Halldórsson, framkvæmda- stjóra Kringlunnar, um þessi áform, sam- vinnu við Borgarkringluna og byggingu göngubrúar yfir að Kringlunni 5. SÉRSTÖK nefnd eigenda Kringlunnar hefur undan- farið eitt og hálft ár unnið að því að móta langtíma- stefnu fyrir verslunarmiðstöðina. Þetta starf fæddi af sér þá hugmynd að stækka þurfí húsið til að auka enn á fjölbreytnina í verslun innandyra, bæta aðkomu þeirra sem koma með strætisvögnum og fjölga bílastæðum. Nefndin leitaði til breska fyrirtækisins Bemard Engle sem annaðist hönnun Kringlunnar í upphafí og liggja nú fyrir hugmyndir að stækkun til norð- urs eða í átt að Miklubraut. Þar er gert ráð fyrir 4.200 fer- metra viðbyggingu með umtalsverð- um Qölda bílastæða sem eiga að bæta úr brýnni þörf fyrir viðbót- arstæði við húsið. Þá verða settar nýjar inn- og útkeyrslubrautir við Miklubrautina, bæði fyrir strætis- vagna og einkabíla. „Það eru liðin átta ár frá opnun Kringlunnar," segir Einar I. Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Kringl- unnar. „Þá urðu ákveðin þáttaskil í verslun hér á landi og í kjölfarið hafa verslunarhættir tekið miklum framförum. Aðrir hafa tekið sig mik- Morgunblaðið/Ásdls VIÐ stefnum að því að víkka út verslunarreksturinn og auka fjölbreytnina, segir Ein- ar I. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar. ið á og útlit verslana er mun betra en fyrir átta ámm. Þjónustan hefur batnað og verðlagið lækkað. Við Kringlumenn viljum hins vegar vera áfram í fararbroddi. Því var ákveðið fyrir einu og hálfu ári að skipa fímm manna nefnd eigenda til að horfa fram á veginn og kanna hvemig Kringlan þyrfti að þróast til að halda sinni stöðu. Þannigfæddist sú hugmynd að stækka húsið. í þessu emm við hins vegar að horfa til aldamótanna. Einnig hefur verið rætt um eign- arhaldið á Kringlunni og uppi era hugmyndir um að stofna eignar- haldsfélag um húsið. Því yrði síðar breytt í almenningshlutafélag þar sem hlutabréf gengju kaupum og sölum á almennum markaði." Verkefnið hefur verið unnið í sam- vinnu við Skeljung hf. því við það er miðað við bensínstöðin við Miklu- braut verði hluti af Kringlunni. Er fyrirmyndin sótt til útlanda þar sem bensínstöðvar eru gjarnan hluti af verslunarmiðstöðvum. Kringlumenn ætla um leið að bæta aðstöðuna fyrir viðskiptavini sem ferðast með strætisvögnum. „Biðstöðvarnar em of langt frá Kringlunni og fólk kemst ekki í Kringiuna undir þaki,“ segir Einar. „Með þessum tillögum ætlum við m.a. að bæta úr þessu. Þannig er lagt til að strætisvagnar aki beint af afrein frá Miklubrautinni inn á aðra hæð í Kringlunni. Einnig þurfum við að fjölga bíla- stæðum. Við eigum við þann skemmtilega vanda að glíma að bíla- stæðin fyllast yfirleitt á laugardögum og við ætlum að leysa hann í þessum áfanga. Tillagan gerir ráð fyrir 800 viðbótarbílastæð- um. Á okkar lóð nú em um 1.500 bflastæði en um 2.000-stæði á svæðinu þegar stæði við Borgarkringluna og Borgarleik- húsið em talin með. Ég á þó ekki von á því að við verðum svona stórtækir í bflastæðisbyggingum, eins og sett er fram í tillögu arkitektanna." Aukin fjölbreytni í verslun í tillögunum er gert ráð fyrir að megintenging viðbyggingarinnar verði á annarri hæð Kringlunnar. Það mun hafa í för með sér að bijóta þarf upp sérvömverslun Hagkaups til að unnt verði að framlengja göngu- götuna. Sú spuming vaknar hins veg- ar hvaða verslunarrekstur þeir Kringlumenn skyldu sjá fyrir sér í viðbyggingunni? „Við stefnum að því að víkka út verslunarreksturinn og auka fjöi- breytnina. Stækkun hússins myndi gera okkur kleift að bjóða fleiri stærð- ir af verslunareiningum. Húsið er byggt upp eftir ákveðnu kerfi þannig að núverandi einingar era flestar á bilinu 100-150 fermetrar. I nýju hús- næði gætum við bæði boðið minni einingar og stærri einingar en eru fyrir í húsinu. Það skapast möguleikar á að gera betur i þeim verslunargreinum sem em fyrir í húsinu en einnig fínnst okkur að nokkrar nýjar greinar ættu að koma inn. Síðan gætum við boðið húsnæði á öðm verði en verið hefur. Það er engin launung á því að það kostar sitt að reka verslun í Kringl- unni. Sumar verslunargreinar hafa átt erfitt uppdráttar vegna of lágrar álagningar og of lítillar veltu á fer- metra.“ — Nýlega var tekin í notkun versl- unarmiðstöð í miðbæ Hafnarfjarðar og fyrirhugað er að byggja mikið verslunarrými í Kópávogi. Teljið þið að nægur markaður sé fyrir hendi fyrir aukið verslunarrými hér í Kringl- unni? „Það koma hingað í Kringluna um fjórar milljónir viðskiptavina á ári. Þeim fiölgaði í íjórar milljónir árið 1992 og við höfum haldið þeim fjölda síðan. Verslun hér hefur gengið mjög vel og það er eftirspurn eftir plássum. Þess vegna teljum við ákveðna mögu- leika á að stækka húsið, þótt auðvitað sé talsvert af auðu verslunarrými á höfuðborgarsvæðinu og frekara rými á teikniborðinu. Ég bendi einnig á að hér er einúngis um 4.200 fermetra stækkun að ræða en Kringlan er um 30 þúsund fermetrar." Um tímasetningu á framkvæmdum og kostnaðaráætlun segir Einar að þessi vinna sé ekki komin svo langt. „Þetta er aldamótaverkefni og ég reikna með því að stefnt verði að því að hafa viðbygginguna tilbúna um áramótin. Það er búið að að kynna þessar hugmyndir fyrir borgaryfír- völdum sem hafa lýst sig reiðubúin til að vinna að þessu með okkur. Hönnun gatnakerfisins þarf að fara saman við stækkun Kringlunnar, þ.ám. hönn- un mislægra gatnamótna Kringlumýrarbrautar og Miklubraut- ar.“ Um verslun í Kringlunni segir Ein- ar að hún hafí í ár aukist nokkuð • miðað við árin á undan. „Við höfum einnig orðið varir við meiri ferða- rnannaverslun í ár. Erlendir ferða- menn hafa verið að átta sig á því að verðlag er hagstætt á góðum vömm. Þeir geta síðan fengið virðisauka- skattinn endurgreiddan." Samstarf við Borgarkringlu? Meðal annarra verkefna í Kringl- unni á þessu ári hafa verið viðræður við eignarhaldsfélag Borgarkringl- unnar um samstarf og sameiginlega yfirstjórn. „Upphaflega komu ákveðnar tillögur frá Borgarkringl- unni sem gengu út á að tengja sam- an bílastæði húsanna og sameina rekstur húsanna. Við höfum verið að ræða þetta í sumar og ég á von á því að það skýrist á næstu vikum hvort af þessu verður. Sérstaklega þarf að skoða hvaða afleiðingar þetta samstarf mun hafa á bílastæðin. Við þurfum að vera sæmilega sannfærð um að kaupmenn í Kringlunni skað- ist ekki við að auka álagið á stæðum okkar og að opna þarna á rnilli." Þeir Kringlumenn horfa sömuleið- is til vesturs varðandi umbætur á verslunarmiðstöðinni því í skipulagi fyrir svæðið er gert ráð fyrir 30 metra langri göngubrú frá húsi Sjóvá-Almennra í Kringlunni 5 yfir á efri hæð Kringlunnar. Einar segir að um sé að ræða yfirbyggða brú úr gleri og stáli sem muni auka sam- nýtingu bílastæða á svæðinu. „Við höfum boðist til að fjármagna þessar framkvæmdir fyrir'Reykjavíkurborg til að flýta þeim. Hana þyrfti að byggja ekki seinna en næsta sumar." , Yfir 70 ferðir í viku til áætlunarstaða beggja vegna Atlantshafsins. Tengiflug um allan heim. Flugfrakt gerir heiminn ad lieimamarkadi FLUGLEIÐIR F R A K T sími 50 50 401 Göngubrú yfir að Kringlunni 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.